Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
19
texti og myndir Árni Matthíosson, fyrirsögn Tóti L.
að kostar
sitt að
leggja í
annað eins
ævintýri og
tónleika-
ferð um
Bandaríkin,
og þann
kostnað
varð sveitin
að greiða úr
eigin vasa
að miklu leyti, þó Smekkleysa, sem
ekki er stöndugt fyrirtæki, hafi lagt
sitt af mörkum, en allir opinberir
sjóðir virtust þurrir þegar til þeirra
var leitað. Kostnaður sveitarmeð-
lima, þeirra Halldóru Geirharðs-
dóttur (Dóru wonder), Margrétar
Kristínar Blöndal (Möggu Stínu),
Þórarins Kristjánssonar (Tóta), Sig-
urðar Guðmundssonar (Sigga), og
Ivars Ragnarssonar (Ivars bongó),
var víst á aðra milljón, en sá ferða-
máti sem reynst hefur hvað best
hér á landi í sveitaballharkinu, að
fara um í sendiferðabíl með hljóð-
færin afturí, reyndist ódýrastur og
varð því fyrir valinu. Ekki var mik-
ið fé afgangs fyrir gistingu og var
því einatt treyst á vini og vanda-
menn. Með í för var Pétur Gíslason
hljóðmaður, bílstjóri og þúsund-
þjalasmiður, en skipuleggjandi var
Jo Cavanagh, starfsmaður Smekk-
leysu í Bandaríkjunum.
Bandaríkjaförin hófst í World
International Café í New Haven í
Connecticut 11. júlí sl. og henni
lauk í CBGB’s í New York sl. föstu-
dag. Á þeim rúmum tveimur vikum
sem ferðin stóð lék sveitin í Wash-
ington, Boston, New York, Philad-
elphia, Albany og fleiri borgum.
Hápunktur ferðarinnar var tónleik-
ar i New York á tónlistarráðstefn-
unni New Music Seminar, enda á
staðnum útsendarar útgáfufýrir-
tækja og blaðamenn.
Prjónaverksmiðjan
Knitting Factory þykir með
merkari tónleikaklúbbum New
York, en líklega er staðurinn þekkt-
astur fyrir að vera ljóðskáldastaður
og var þar víst helsta afdrep
bítnikkskálda sjöunda áratugarins.
Af Knitting Factory fer það orð að
ekki fái nema góðar sveitir þar inni
og staðarhaldari sýndi okkur stæð-
ur af hundruðum hljómsnælda sem
hann sagðist fá sendar frá sveitum
sem vildu fá .að spila.
Sveitarmeðlimir léku á als oddi
þegar uppstilling hljóðfæra fór
fram, sögðu tónleikaferðina hafa
gengið frábærlega og treyst vin-
áttubönd innan sveitarinnar. Þau
sögðu sölu á plötu sveitarinnar
Fame and Fossils hafa tekið kipp
í öllum borgum sem þau höfðu spil-
að í, en myndband með laginu Hope
var tekið til sýninga í MTV-sjón-
varpsstöðinni sama dag og sveitin
átti að leika í New York og þau
áttu að fara í viðtal í stöðinni seinna
um daginn.
Smekkleysa auglýsti íslenskt
tónlistar-, kvikmynda- og ljóða-
kvöld. Tónlistina sá Risaeðlan um,
kvikmyndin var hin snjalla stutt-
mynd Óskars Jónassonar Sérsveitin
Laugarásvegi 25 og ljóðin voru flutt
af Einari Erni Benediktssyni af seg-
ulbandi. Einar Örn var fyrstur á
dagskrá og grun hef ég um að flutn-
ingur hans hafí farið fyrir ofan
garð og neðan hjá áheyrendum;
þarf enda nákvæma hlustun. Kvik-
mynd Óskars kom næst. Þeim sem
ekki þekkja til má segja að myndin
SSL25 dregur ofbeldisdýrkun og
víkingasveitir sundur og saman i
háði, en það tók áhorfendur nokk-
urn tíma að átta sig á séríslenskri
kímninni. íslendingar á staðnum
skemmtu sér konunglega og hrifu
hina erlendu gesti með og myndinni
var vel fagnað í lokin.
Risaeðlan hefur tekið stórstígum'
framförum frá því hún lék í New
York fyrir réttu ári. Þá var hún
efnileg, en er nú hæf til hvers sem
vera skal, geysiþétt og lífleg tón-
leikasveit. Magga og Dóra voru
glæsilega klæddar á sviðinu, búnar
að æfa upp fullt af nýjum sporum
og greinilega lagt mikla vinnu í að
fella sviðsframkomu að lögum. Lög-
in voru öll af plötunni nýju í spræk-
um útsetningum, en eitt nýtt lag
flaut með, Te Caro. Greina mátti á
viðstöddum að þeir áttu ekki von á
sveitinni þetta frísklegri og sagði
við mig blaðamaður Rolling Stone,
David Fricke, að eftir að hafa séð
Risaeðluna á sviði þætti honum
platan nánast dauf; þessir tónleikar
væru með þeim bestu sem hann
hefði séð. Lokalag Eðlunnar á þess-
um tónleikum var Boys Will be
Boys í einkar kraftmikilli útsetn-
ingu sem vakti rnikla hrifningu við-
staddra.
Á eftir Eðlunni kom á svið
bandarísk hermirokksveit, og fjöldi
gesta færði sig á neðri hæð staðar-
ins þar sem barinn var til að bíða
seinni tónleika Risaeðlunnar þenn-
an dag, því framundan voru lokaðir
tónleikar fyrir gesti sem hefjast
áttu um eittleytið. Stuttu áður en
sveitin átti að fara á svið kom á
staðinn David Byrne, forsprakki
Talking Heads. Hann ætlaði greini-
lega að staldra stutt við og þegar
hann var að fara áður en Eðlan hóf
leik sinn sveif Magga Stína á hann
með lítraflösku af íslensku
Brennivíni í annarri hendinni og
áritaða Risaeðluplötu í hinni. Byrne
brá greinilega nokkuð þegar hún
bauð honum að súpa á en þáði og
fékk sér vænan sopa. Byrne tók
plötunni vel og lýsti ánægju sinni.
Villtar eðlur
Hafi hljómsveitin verið lífleg fyrr
um kvöldið þá var hún villt seinni
tónleikana. Dóra og Magga Stína
voru hamaðar á sviðinu og ekki
síður piltarnir, Tóti, ívar og Siggi.
í stað þess að fiðla og saxófónn
léku saman laglínur kepptust þau
um að ná athyglinni og Dóra og
Magga fléttuðu á köflum sérlega
skemmtilega saman stefjum. Loka-
lagið var sem fyrr Boys Will be
Boys, en nú í þungarokkútsetningu,
nánast Metallica-keyrslu. I því lagi
og mörgum öðrum, fékk maður á
tilfinninguna að hljómsveitin vissi
vart af áheyrendum; sveitarmeðlim-
ir væru að leika fyrir sjálfa sig
ekki síður og jafnvel frekar en fyr-
ir þá sem á horfðu. Ekki fór á milli
mála að þau skemmtu sér hið besta
á sviðinu sem skilaði sér beint til
áheyrenda. Alls lék sveitin í um
klukkustund seinna skiptið, en hefði
vel mátt leika í annan eins tíma.
Baksviðs lá vel á þeim Risaeðlum,
sem sögðu þessa tónleika eina af
þeirra bestu. Þar var líka staddur
blökkumaður, sem mærði Tóta fyr-
ir snjallan trommuleik og sagði
hann með betri trymblum sem hann
hefði séð. Blökkumaðurinn, sem var
víst tannlæknir, sagði Eðlum að
faðir hans ætti frægan veitingastað
í Harlem og bauð hljómsveitinni út
að borða. Eftir mat sagðist hann
mundu sýna þeim Harlem, eða í það
minnsta þeim hluta hverfisins sém
föðurbróðir hans „stjórnaði“. Ekki
fór sögum af því hvað sá gerði.
Bretland næst
Daginn eftir kom ég að máli við
talsmann Rough Trade-útgáfunnar,
Gerald Helm, sem dreifir plötu Eðl-
unnar í Bandaríkjunum. Hann sagði
Eðluna fyrirtaks hljómsveit að sínu
mati og eiga góða möguleika á að
ná langt í Bandaríkjunum, en
frammámenn innan fyrirtækisins
hafa mikinn hug á að gera við
hljómsveitina beinan útgáfusamn-
ing. Hann skýrði og frá því að til-
boð hefði borist frá breskri bókun-
arskrifstofu, sem lýsti áhuga sínum
á að bóka hljómsveitina á tónleika-
ferð um Bretland síðar á árinu og
eru því allar líkur á að Risaeðlan
leggi land undir fót og haldi til
Bretlands í október. Reyndar er
verið að vinna að því að gefa út
með hljómsveitinni aðra plötu, tólf-
tommu, sem á yrðu tvö ný lög og
eldra efni, til að fylgja eftir góðum
viðtökum Fame and Fossils. Risa-
eðlan á því góða möguleika á að
ná langt, en það fer víst allt eftir
því hvað þau hyggjast gera sjálf
og, ekki síst, á hveiju þau hafa efni.