Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 24
fn*r$tmWtaMfe
ATVINNURAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Tollverðir
Tollstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir nokkrum tollvörðum
til starfa hjá tollgæzlunni. Umsækjendur eiga að vera á
aldrinum 20-30 ára og hafa stúdentspróf eða sambæri-
lega menntun. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk.
Sölu- og mark-
aðsfulltrúar
Skrifstofuvélar Sund hf. auglýsa eftir að ráða fólk til
starfa í söludeild við sölu- og markaðssetningu á ljósritun-
arvélum, hugbúnaði og rekstrai’vörum. Tekið er fram,
að um sjálfstæð og kreíjandi störf er að ræða. Óskað
er eftir duglegu og áreiðanlegu fólki með reynslu og
þekkingu á sölustörfum.
Forstöðumaður
lögfræðideildar
íslandsbanki auglýsir lausa stöðu forstöðumanns lög-
fræðideildar bankans. Hlutverk deildarinnar er m. a. að
vera stjómendum bankans til ráðuneytis varðandi lög-
fræðileg málefni og hafa umsjón með innheimtu vanskila
við bankann. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst nk.
Framtí ðar starf hj á
Byggingaþj ónustunni
Byggingaþjónustan, sem er upplýsingaþjónusta á sviði
húsnæðis- og byggingamála, auglýsir eftir starfsmanni
til framtíðarstarfa. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofu-
og afgreiðslustarf. Oskað er eftir traustri manneskju með
vélritunarkunnáttu, gott vald á íslenzku máli og góða
almenna þekkingu.
Hjúkrunarforsljóri á
Dalvík
Heilsugæzlustöðin á Dalvík óskar eftir hjúkrunarfor-
stjóra. Til Dalvíkurlæknishéraðs heyra Hrísey, Svarfaðar-
dalshreppur og Arskógsströnd. Ibúar eru 2.400 (1.430 á
Dalvík). Æskilegt er, að umsækjandi hafi sérnám í stjórn-
un eða heilsuvernd.
Myndmenntakennari
við Vopnaflarðarskóla
Auglýst er eftir myndmenntakennara við Vopnafjarðar-
skóla næsta skólaár. í boði fyrir réttindakennara er flutn-
ingsstyrkur og húsnæðisfríðindi
Hluthafafundur
íslenzka útvarpsfélagið og íslenzka sjónvarpsfélagið boða
til hluthafafundar þriðjudaginn 31. júlí nk. kl. 16.00 vegna
sameiningar félaganna. A dagskrá fundarins er tillaga
um breyttar samþykktir, kjör tveggja viðbótarmanna í
stjórn, kosning endurskoðenda og önnur mál. Fundarstað-
ur er Holiday Inn.
Félagar í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur eru fjölmennastir á atvinnuleysisskrá
á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er tekin lrá fundi VR um kjaramál í apríl 1988.
Höfuðborgarsvæðið:
Rúmlega 1000 manns
skráðir atvinnulausir
í Bessastaðahreppi er ekkert atvinnuleysi
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU öllu eru nú í
kringum eitt þúsund manns á atvinnuleysisskrá,
en þetta er sá árstími þar sem minnst ber á at-
vinnuleysi. Kvenfólk er í meirihluta samkvæmt
veiy’u, en um það bil 150 fleiri konur eru skráð-
ar atvinnulausar en karlmenn. Ekki var hægt
að fá uppgefnar nýjar tölur í öllum sveitarfélög-
um, en tölurnar hér að neðan gefa þó nokkra
mynd af ástandinu. Mest virðist atvinnuleysið
vera hjá verslunarfólki og sjómönnum.
Hjá Ráðningarskrifstofu
Reykjavíkurborgar fengust
þær upplýsingár sl. föstudag, að
767 manns væru skráðir atvinnu-
lausir í Reykjavík, þar af 435 konur
og 332 karlar. Og að mest bæri á
fólki úr Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur og sjómönnum. í Mos-
fellsbæ voru um mánaðamótin
júní/júlí 26 einstakiingar á skrá,
þar af 12 karlar og 14 konur. Má
búast við því að fækkun hafi orðið
einhver.
Hjá Sigríði Baldursdóttur starfs-
manni Félagsmálaskrifstofu Kópa-
vogs fengust þær upplýsingar, að
í lok júní hefðu 165 manns verið á
skrá, þar af 90 konur og 75 karl-
ar, en líklega væru nú í kringum
135 manns á skrá og þar af flest
verslunarfólk. Sagði hún að þó
nokkrir væru búnir að vera á skrá
í 52 vikur og væru komnir á bið-
tíma, sem eru 16 vikur, þar sem
fólk þarf að mæta til skráningar
vikulega, áður en atvinnuleysisbæt-
ur hefjast að nýju. Bessastaða-
hreppur hefur þá sérstöðu, að þar
er enginn á atvinnuleysisskrá, en
um síðustu mánaðamót var einn
karlmaður skráður þar atvinnulaus.
í Hafnarfirði voru á skrá um síðustu
mánaðamót 131 maður, þar af 78
konur og 53 karlar og á Seltjarnar-
nesi voru skráðir 22 atvinnulausir,
þar af 18 konur. í þessum síðast-
nefndu sveitarfélögum má búast við
að einhver fækkun hafi orðið miðað
við þróunina annars staðar.
Djúpivogur
Atvinnu-
ástand gott
Atvinnuástand hér á Djúpavogi
hefur verið gott það sem af er
árinu. Atvinnuleysi hefur reyndar
verið svo gott sem óþekkt fyrir-
bæri hér síðan árið 1981.
Stærsti atvinnuveitandinn er
hraðfrystistöðin Búlandstindur
h/f sem veitir að meðaltali um 90
manns vinnu. Búlandstindur gerir
út tvö fiskiskip; togarann Sunnutind
og Stjörnutind sem er tæplega 200
tonna skip.
I janúar var frystihúsinu lokað
um hálfs mánaðar skeið vegna upp-
setningar á flæðilínu í snyrtingu og
pökkun og síðan var lokað aftur nú
í byijun ágúst þar sem togarinn fer
í slipp og smábátarnir verða í veiði-
banni. Stjörnutindur hefur verið á
humarveiðum í sumar og landað í
Þorlákshöfn.
Smábátaútgerð er töluverð hér og
fyrstu fimm mánuði ársins hafa
smábátar landað um 700 tonnum.
Gæftir voru góðar í vetur en ekki
hafa trillukarlarnir verið ánægðir
með sumarið, tíð hefur verið mjög
leiðinleg hér og lítið gefið á sjó.
Sunnutindur landaði fyrstu fimm
mánuði ársins 1.153 tonnum fyrir
um það bil 75 milljónir króna. Afla-
verðmæti Stjörnutinds var um það
bil 24,5 milljónir króna.
Alltaf er eitthvað um erlenda
verkamenn hér í fiski og á þessu
ári hafa verið 6—8 manns, Pólveijar
og Júgóslavar auk nokkurra inn-
lendra farandverkamanna.
Hótel Framtíð er nú rekið sem
heils árs hótel og nú í sumar hafa
sex manns verið þar í fullum stöð-
um. Það hefur verið mikið að gera
í allt sumar, mikið af erlendu og
innlendu ferðafólki og auk þess hef-
ur flokkur vegavinnumanna verið
þar í fæði meiripart sumarsins.
Atvinna hjá iðnaðarmönnum hef-
ur verið stopul síðustu ár og hafa
þeir nokkuð þurft að sækja í önnur
byggðalög eftir verkefnum. Þó hefur
verið nokkuð mikið að gera á þessu
ári í byggingarvinnu og þess háttar.
Fjórar kaupleiguíbúðir verða afhent-
ar nú í byijun ágúst. Fyrsta skófl-
ustungan að dvalarheimili aldraðra
var tekin í sumar og er ætlunin að
steypa sökkla og plötu í sumar.
Gísli
Mest atvinnuleysi hjá versl-
unarfólki og sjómönnum
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU mun mest vera
um atvinnuleysi hjá verslulnarfólki og því næst
hjá sjómönnum.
Að sögn Þorgerðar Sigurðardótt-
ur hjá VR er um svipaðan
fjölda að ræða nú og undangengna
mánuði, eða 240 manns og er það
fólk sem starfar í Reykjavík, Kópa-
vogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ.
Þorgerður segir að ekk'i sé mikið
um að fólki hafi verið sagt upp
undanfarið vegna gjaldþrota, en þó
sé það inni í myndinni.
Jónas Garðarsson hjá Sjómanna-
félagi Reykjavíkur sagði að at
vinnuleysi meðal háseta og kokka
væri með mesta móti nú, en 43
einstaklingar eru á atvinnuleysis-
skrá. Hann segir þróunina smám
saman hafa verið að færast í þessa
átt frá árinu 1988, en í október það
ár voru einungis 4 manns skráðir
atvinnulausir, í febrúar 1989 hafði
þeim fjölgað í 23 og nú væru þeir
43 eins og fyrr getur.
Hjá Farmanna- og fiskimanna-
sambandi íslands fengust þær upp-
lýsingar að sjö menn frá þremur
félögum væru á atvinnuleysisskrá.