Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 32

Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JULI Sindri Freysson Jerry Meyer vinnur í safni sínu inga sem safna mynt og við höfum skipts á íslenskum einkapeningum. Fyrir fáeinum árum fór ég að hafa sérstakan áhuga á íslenskum tunnumerkjum (síldarpeningum) vegna þess hve skemmtileg þau eru og hef margsinnis heimsótt ísland. Þar hef ég ferðast hundruð kíló- metra til að komast yfir einstök merki. Á íslandi hef ég líka skoðað söfn, í einkaeign og í opinberri eign, m.a. safn Seðlabankans, en ég dá- ist mjög að umfangi og uppsetn- ingu þess safns, sem er nútímaleg og vönduð. — í hvernig ásigkomulagi er peningurinn? Hann lítur út fyrir að hafa verið notaður mikið, er ögn máður. Hann vr þó aldrei notaður í þeim tilgangi sem hann var gerður, bannið tók gildi áður en það varð. En mér þykir líklegt að hann hafi verið notaður sem leikfang eða jafnvel í spilaleiktæki, ég þekki dæmi þess að ótrúlegustu peningar hafa verið notaðir á slíkan hátt. — Af hveiju finnst peningurinn nú en ekki t.d. fyrir hálfri öld? Svo stutt er síðan menn fóru að huga að einkamynt, finna hana og varðveita, að fyrirgrennslan hefur enn ekki verið nægilega ýtarleg og mörg lönd liggja ókönnuð á því sviði. Ég held að mynt Grams- verslunarinnar hafi verið slegin í Englandi, en flestir slíkir peningar voru slegnir í Danmörku og Þýska- landi. — Er uppiagið þá e.t.v. til og líklegt að fleiri peningar finnist? Það er möguleiki en ekki senni- legt með tilliti til þess langa tíma sem peningurinn hefur verið heill- um horfinn, tíminn vinnur á öllum möguleikum. Menn hafa staðið uppi eftir bannið með einhvern ótil- greindan fjölda í höndunum, hugs- anlega hafa þeir látið stöðva frek- ari sláttu og einungis fengið örfá eintök, e.t.v. hefur upplagið verið brætt upp að nýju. Þetta eru þó aðeins getgátur en uns sannleikur- inn er ljós, eru allra gátur galopn- ar. Hitt er víst að mót peninga voru yfirleitt eyðilögð, þau voru brædd upp eða þeim fleygt. Af hveiju þessi tiltekni peningur hefur varðveist en ekki aðrir, veit ég ekki, en hitt veit ég að mér hlotnað- ist sá heiður og ánægja að finna hann og það nægir mér að sinni. Mér er það einnig gleðiefni að geta vakið athygli íslenskra vina minna á tilvist peningsins. — Hvað verður um peninginn nú? Það er ekki fullljóst, að vísu er eðlilegt að hlutir sem þessi finnist í söfnum manna sem safnað hafa jafn lengi og ég en ekki í opinber- um söfnum, en hins vegar er það alveg á huldu hvar peningurinn hafnar að lokum. Að sinni sómir hann sér prýði- lega hjá mér, við getum spurt að leikslokum. „Ekki einstakur í sinni röð, einungis einstakur ... Dagsdaglega er hann einn þeirra fáu útvöldu sem hafa samneyti við djásn dönsku krúnunnar. Hann ræðir fúslega og af hreykni um dýrgripi hennar, en glóðin sem kemur upp í augun er talið berst að fjölbreyttu safni hans er önnur og bjartari. Þar skilur að stolt þess sem geymir og stolt þess sem á. Opinn gluggi rammar inn Rosen- borgarhöll og vopnaða verði sem stika hjá. Tíðindarmaður Morgunblaðsins situr að spjalli hjá Jerry Meyer, dönskum safnara sem fundið hefur áður óþekktan kjörgrip í myntsögu íslands: Vörupening — en af því kviknar sú spuming: — Hvað er vörupeningur? Vörupeningar og vöruseðlar voru gjaldmiðill sem kaupmenn og útgerðarmenn gáfu út. Þeir greiddu laun og fleira með þessari vörumynt. Yfírleitt gátu menn ekki notað peningana annars staðar en hjá viðkomandi kaupmanni til að fá vörur. Fáeinir kaupmenn tóku við vörupeningum annarra en greiddu þá lægra verði, auk þess fengu menn yfirleitt afslátt af vör- um ef þeir greiddu með ríkismynt, sem þá var dönsk og íslensk. Með vörupeningum þurftu menn að greiða vöru fullu verði. Þar af leiddi að laun sem greidd voru út í vöru- mynt voru greidd með afföllum, kaupmenn högnuðust en hinn al- menni launþegi galt fyrir. Þetta var sjálfstætt efnahagskerfi og gekk í berhögg við veldi konungs. Notkun vörupeninga var því bönn- uð með lögum árið 1901, en við- skipti með vörumynt voru algen- gust á seinni hluta 19. aldar. Versl- un dansks kaupmanns á Þingeyri, N. Christians Grams, lét slá síðustu peninga fyrir gildistöku bannsins 1902. Hann hafði tekið við verslun föður síns en stundaði einnig út- gerð. Vitað var um sláttu á 10 eyringi og 25 eyringi og talið að króna og túkall hefðu einnig verið slegnir, þó slíkir peningar hafa aldrei fundist. — En hvað er markvert við vörupeninginn sem þú fannst? Af útgáfu Grams eru þekktir tveir 10 eyringar og einn 25 eyring- ur, annar 10 eyringurinn var seldur á uppboði í Kaupmannahöfn í febr- úar 1981 og var þá sleginn á 10.000 danskar krónur eða um 100.000 íslenskar krónur og var metverð, óhætt er að tvöfalda þá tölu á núverandi verðlagi. Síðan var hann seldur myntsafni Seðla- bankans en það geymir þá peninga Grams sem vitað er um. En 50 eyringurinn sem ég rakst á, var með öllu 'oþekktur og hefur ekki verið vitað um hann í tæpa öld. I þessu felst mikilvægi hans en einn- ig er sögulegt gildi hans ótvírætt. — Hvemig rak myntina á ijörur þínar? 50 eyringurinn, sem nú er kominn í leitirnar. Af útgáfu Gramsverslunar voru þekktir fyrir 10 aura peningur og 25-eyringur. Þessar myndir eru úr sérprentinu Islenskur einka- gjaldmiðill og ýmis greiðsluform eflir Anton Holt. Þar segir, að heyrst hafi að 1 og 2 krónupeningar hafi verið slegnir, en hvorug gerðin fyrirfinnist í dag. Ekki er minnst á 50 aura pening. Ég stóð í búð í miðbæ Kaup- mannahafnar þegar ég sá skyndi- lega pening sem ég hafði aldrei áður séð eða heyrt um, þetta var 50 eyringur frá verslun N. Chr. Grams. Ég gerði mér fljótt grein fyrir að þetta var einstæður fund- ur. Ég greiddi uppsett verð, hélt heimleiðis og staðfesti að penings- ins var hvergi getið í íslenskum ritum um mynt. Ég rakst á pening- inn af hreinni tilviljun en það var engin tilviljun að ég bar kennsi á hann og gildi hans. Ég grennslaðist nánar fyrir um þessa staðhæfingu. Já, ég hef haft áhuga á sögu síðan ég varð stálpaður, kannski vegna þess að ég fékk góðar eink- unnir í skóla, á méðan aðrir strák- ar léku fótbolta fór ég á söfnin. 1962 varð ég meðlimur í mynt- safnarafélagi óg safnaði mest dönskum peningum, ásamt pening- um frá nýlendum þeirra, s.s. Is- landi. Sérstakan áhuga hafði ég á seðlum, en þá voru ekki margir sem söfnuðu þeim og seðlar voru ósráð- ir að mestu leyti. Ég gekk í mynt- safnaraklúbb um 1970 og við gáf- um út fyrstu stóru bókina um danska peningaseðla. En ég hætti að safna seðlum vegna þess hve dýrir þeir voru orðnir, of margir höfðu nú áhuga. Fyrir ellefu árum fór ég síðan að grúska í einka- mynt, en einkamynt skiptist m.a. í spilapeninga, sporvagnapeninga, gaspeninga og fleira. Vörupeningar og brauðpeningar, sem eru séríslenskt fyrirbrigði, telj- ast til einkamyntar. Áhuginn óx stig af stigi og nú er ég heltekinn af þessu sviði söfnunar. Safn mitt í dag inniheldur mörg þúsund ein- tök og er það stærsta í einkaeign í heiminum. Engu skiptir hvar einkapeningur var notaður í danska konungsríkinu, Reykjavík, St. Thomas eða Kaupmannahöfn, hann vekur áhuga og forvitni. Milli 1965 og 1970 var haldið uppboð með þúsundum einkamynta og þar keyt- pi ég nokkra peninga sem metnir voru á fáeinar krónur en fóru á tugföldu því verði. Síðasta áratug hef ég verið í sambandi við Islend- r.. x<m%. •*’ " .... . iiiL RABA UGL YSINGAR íbúð óskast Hefi verið beðinn að útvega íbúð til leigu, (sérhæð, raðhús eða lítið einbýlishús) í Vest- urbæ eða miðbæ. Leigutími a.m.k. 2 ár. Öruggar greiðslur. Ágúst Fjeldsted hrl., Ingólfsstræti 5, sími 22144. Lagerhúsnæði óskast Húsnæði 500-1000 fm með góðri aðkomu óskast til leigu. Æskileg staðsetning er Vest- urbær Reykjavíkur. Um er að ræða mjög þrifalega og hljóðláta starfsemi. Áhugasamir vinsamlega leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lager-8373“ fyrir 2. ágúst nk. 3ja herbergja íbúð óskast Blómabúðin Dalía, Grensásvegi 50, óskar eftir 3ja herbergja íbúð á leigu fyrir eina af starfsstúlkum sínum. Æskileg staðsetning Smáíbúðar hverfi eða nágrenni. Leigutími getur verð 1 eða 2 ár. Mjög góð meðmæli. Upplýsingar gefa Þórir eða Lára. Blómabúðin Dalía, sími 689120.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.