Morgunblaðið - 29.07.1990, Side 34
34
Karlímynd
og uppeldi
Karlmenn hafa löngum vafist
mikið fyrir mér. í rauninni skil
ég þá ekki, svo ég hef tekið þann pól
í hæðina að „hafa húmor fyrir þeim“.
Læt eins og þeir séu sniðugasta fólk
með reynsluheim
sinn vel njörvaðan
inn í helli steinald-
aráranna; alltaf í
varnarstöðu.
Kvennabaráttan
ku ganga illa vegna
þess að karlmenn
eru ekki tilbúnir að
sætta sig við
breyttar forsendur,
heldur standa í
fullum herklæðum, tilbúnir að veija
sitt yfirráðasvæði — og halda vöku
sinni, jafnt á nóttu sem degi.
En þótt ég og vinkonurnar getum
orðið sárar og reiðar út i karlmenn
og þótt við getum brosað að þeim —
allt mjög neikvætt, þá verður maður
að reyna að skálda upp nýja „týpu“
handa þeim börnum sem maður elur
upp. Og þá þarf að vanda sig. í gær
gerði ég mér þó grein fyrir því að öll
. jákvæð viðleitni er til einskis.
Ég fór með dætur minar tvær til
fjölskyldutannlæknisins, sem er
yndislegur og hefur haldið stellinu í
okkur gangandi við góðan orðstír
árum saman. Eldri dóttir mín játaði
fyrir mér eftir á að henni hefði ekki
þótt meðferðin betri en það, að fram-
vegis mundi hún ekki borða sykur-
mola. Sú yngri fékk hins vegar
mjúka burstun og þegar við vorum
staddar á kaffihúsi seinna um dag-
inn. óð hún í molakarið og hóf að
úða i sig þessu smágerða eitri. Ég fór
að leiða henni fyrir sjónir að i molan-
um væru Karíus og Baktus, sem
Jt væru vondir og gerðu göt i tennurn-
ar. Hún, tveggja ára. skildi ekkert
h vað ég var að fara — svo eldri systir-
in, lifsreynd, fimm ára með þrjár
splunkunýjar viðgerðir — sagði
henni að það væru litlir karlar sem
boruðu gat i tennurnar. Sú stutta
fölnaði, spýtti út úr sér hálfu mola-
kari og þurrkaði sér vandlega um
iúðurinn. Ógleðin fór ekki á milii
mála.
Við þetta rifjaðist upp fyrir mér
svipuð reynsla sem ég gekk í gegn-
um. Eftir að mér var sagt frá Karíusi
og Baktusi. varð ég hrædd við alla
karlmenn, því ég vissi ekki hvernig
þessir bijálæðingar litu út. Þetta var
sem sagt fyrir daga sjónvarpsins.
Auðvitað sá ég seinna að þeir eru
dálitið likir Sigríði Hagalin og Borg-
ari Garðars. En þá var ég þegar orð-
in hrædd við karlmenn.
ZJt' Þá var ég líka búin að fara oft til
tannlæknis — sem boraði og meiddi
— svo ég hélt að Garðar tannlæknir
í Keflavík væri annar þeirra. Fyrsta
„impressjón" var sem sagt ofbeldi.
Þegar ég kom í barnaskóla. var
skólastjórínn karlmaður. Ég var
fremur masgefin og eirðarlaus nem-
andi og var oft hótað að senda mig
til stjóra. Það gerði mig svo ótta-
slegna að ég þagði, að mestu, fram
að næstu frímínútum. Það var ekki
fyrr en i lok barnaskólans, að ég
komst að þvi að skólastjórinn var
engill, sem lét nemendur bara teikna
þegar þeir voru sendir til hans.
Nú fór heimsmynd min að riðlast
og þegar ég kom i gagnfræðaskóla,
hló ég bara þegar einhver kennari
sagðist ætla að senda mig til skóla-
stjórans — jafnvel þótt sögur færu
af honum sem kolbrjáluðum í skap-
inu. Þar kom að þvi að ég var send
til Rögga skröggs, eins og hann var
kallaður, en var þá svo heppin að
hálfur 4. bekkur C hafði líka verið
sendur til hans. Ég stóð upp við vegg-
inn. aftast, og ákvað að láta lítið fyr-
ir mér fara. Þetta var dimmur vetrar-
morgunn — og allt í einu slokknuðu
ljósin. Það varð mikið uppnám á
skrifstofu stjóra og hann einn hélt
að rafmagnið hefði farið — enda sat
hann úti í glugga og sá ekki að allur
skólinn var uppljómaður. Þegar
hann hafði fátað eftir kertisstubb í
dágóðan tíma, aumkaði einn úr
C-bekknum sig yfír hann og sagði
honum að það væri bara Ijóslaust í
þessu herbergi. Stjóri sá strax i gegn-
um þvöguna að ég hafði slökkt ljósið.
Og þótt ég hefði gert það óvart með
bakinu, varð hann óður; reif mig upp
á öxlinni, hristi mig alla til og rak
mig út af sinu yfirráðasvæði.
Hann staðfesti ofbeldishugmyndir
minar um karlmenn svo um mun-
aði. Samt reyni ég að ala dætur
minar upp i jákvæðri afstöðu til karl-
i- manna. Kenni þeim bara eitt; alls
ekki slökkva Ijós í návist karlmanna
— ólikt leðurblökum verða þeir að
sjá það sem þeir óttast.
eftir Súsönnu
Svavarsdóttur
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
SJOSLYS
Vitjar votrar grafar bróður síns
Sjórinn tók drjúgan toll af íbú-
um hafnarborgarinnar Hull í
Bret landi í byijun ársins 1968. Á
mánaðartíma fóru þrjú skip í haf-
ið og 58 skipveijar drukknuðu.
Fyrsta slysið varð snemma í jan-
úarmánuði þegar 20 manna áhöfn
breska togarans St. Romanus
drukknaði úti fyrir ströndum
Norður-Noregs. Aðeins nokkrum
dögum seinna varð annað slys.
Hull-togarinn Kingston Peridot
fórst fyrir Norðurlandi með allri
áhöfn, 20 mönnum. Fjórða febrú-
ar varð þriðja slysið. Togaranum
Ross Cleveland hvolfdi vegna
yfirísingar úti fyrir Vestfjörðum
og var hann talinn af með 19
manna áhöfn. Daginn eftir fannst
stýrimaður togarans á lífi í gúm-
íbát sem rak að landi í botni Seyð-
isfjarðar. Tveir aðrir höfðu komist
í bátinn en látist úr vosbúð.
Nú, rúmum tuttugu árum eftir
slysaölduna, sem nefnd hefur ver-
ið „The unforgetable triple traw-
ler tragedy of 1968“, er systir
eins skipverjanna, sem fórst með
Ross Cleveland, komin til íslands
til að kveðja bróður sinn í hinsta
sinn. Konan, sem heitir Marianne
Tansey, kom til ísafjarðar á
mánudaginn þar sem félagar í
slysavarnasveitinni tóku á móti
henni og fylgdu henni á strand-
stað þar sem hún lagði blómsveig
á vota gröf bróður síns. Á þriðju-
daginn kom Marianne til
Reykjavíkur og á miðvikudaginn
sat hún kaffisamsæti sem Slysa-
varnafélagið í Reykjavík hélt
henni til heiðurs.
Marianne sagðist lengi hafa
velt því fyrir sér að koma til ís-
lands og vitja votrar grafar bróð-
ur síns sem fórst aðeins tuttugu
og tveggja ára að aldri. „Hann
hafði meiðst í öxlinni," segir Mar-
ianne, „og varð eftir þegar skipið,
sem hann var á, fór til veiða.
Hann náði sér áður en það kom
að landi aftur og ákvað því að
Morgunblaðið/B.B.S.
Blómsveigur lagður á vota gröf
skipverjanna á Ross Cleveland.
nýta tímann og taka Iaust rúm á
Ross Cleveland en hann kom ekki
aftur úr þeirri ferð.“ Hún tekur
fram að hún hafi fengið afar hlýj-
ar móttökur hér á landi. „Þegar
ég kom hingað með vinkonu
minni, Evelyn, á laugardaginn
hélt ég að við myndum fara þang-
að út einar en annað kom í ljós.
Félagar í Slysavarnafélaginu á
Isafirði vildu allt fyrir okkur gera
og þegar við komum til Reykjavík-
ur voru við boðnar innilega vel-
komnar af Slysavarnafélaginu í
Reykjavík,“ segir hún og bætir
við að Rauði krossinn hafi verið
svo rausnarlegur að bjóða vinkon-
unum ókeypis gistingu á hóteli
þann tíma sem þær dveljast í
Reykjavík. „Ég er afar þakklát
og fegin að ég fór þessa ferð því
það að hafa séð þennan fallega
stað gerir mér auðveldara að
sætta mig við að þar hvíli bróðir
minn.“
Marianne afhenti Örlygi Hálf-
dánarsyni, forseta SVI, viður-
kenningu frá enskum sjómönnum
fyrir björgunarstörf íslendinga í
upphafi árs 1968 í kaffisamsæti
Slysavarnarfélgsins henni til heið-
urs á miðvikudaginn. Frá Slysa-
varnarfélaginu fékk hún merki
félagsins. Marianne og vinkona
hennar, Evelyn, héldu til Hull í
gær eftir vikudvöl á íslandi.
Morgunblaðið/Þorkell
Marianne Tansey við Reykjavíkurhöfh á miðvikudaginn.
UTSALAN
heffst á morgun
Opnum kl. 10
líiðuJflid
Skólavöröustíg 6
BRUÐHJO^IKUNNAR
Á bleiku
skýi
BRÚÐHJÓN vikunnar eru Díana
von Ancken og Grétar Þorgeirs-
son sem giftu sig í Grindavíkur-
kirkju laugardaginn - 7. júlí.
Prestur var séra Hjörtur Magni
Jóhannesson.
Þrátt fyrir að Grétar og Díana
ælust bæði upp í Grindavík
kynntust þau ekki af alvöru.fyrr
en Díana sneri aftur til Grindavík-
ur eftir nokkurra ára dvöl í Eng-
landi fyrir rúmum tveimur árum.
„Ég fór út í heim til að leysa
lífsgátuna þegar ég var nítján ára,“
segir Díana sposk og bætir við að
hún hafi ekki komist lengra en til
Bretlands þar sem hún giftist og
eignaðist tvö börn, Bryndísi
Gwenný og John Friðrik Bond.
Bretlandsdvölin var ekki löng og
snemma árs 1988 hélt Díana heim
með börnin tvö, þá eins og þriggja
ára.
„Ég hafði ekki tekið eftir Grét-
ari áður en ég fór út enda er hann
dálítið yngri en ég,“ segir Díana.„Á
þessum árum fannst manni ekki
Bryndís Gwenný og John Friðrik
við veisluborðið.
þess virði að líta á yngri patta.
En þegar ég fluttist aftur til
Grindavíkur gat ég ekki hjá því
komist að taka eftir honum enda
gerði hann sér oft ferð í félags-
heimilið þar sem ég vann eftir að
ég kom að utan.“
Grétar, sem er sjómaður, viður-
kennir aftur á móti að hafa tekið
eftir Díönu þegar hann var fjórtán
ára og elskað hana í laumi. „Ellefu
árum seinna lifði enn í gömlum
glæðum,“ segir hann, „en ég þurfti
svo sannarlega að leggja mig allan
fram. Það tók mig marga mánuði
að fá hana út að borða en þar með
var málið heldur ekki í höfn.
Brúðhjónin, Grétar Þorgeirsson og Díana von Ancken.