Morgunblaðið - 29.07.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ
35
HJALPRÆÐISHERINN
Með slöngur við rúmstokkinn
Miriam Óskarsdóttir heitir kona
sem undanfarin sex ár hefur
starfað fyrir Hjálpræðisherinn í
Mið-Ameríku-ríkinu Panama, fyrst
á barnaheimili og seinna við safnað-
arstarf. Ekki alls fyrir löngu veikt-
ist hún í baki og var send til Is-
lands til lækninga. Nú er Miriam á
fönim til Panama þar sem hún tek-
ur við starfi æskulýðsfulltrúa Hjálp-
ræðishersins. í ferð með henni eru
tvær ungar konur, Ingibjörg Ein-
arsdóttir frá Akureyri og sam-
starfskona Miriam frá Panama,
Karina.
Miriam segir það hafa verið mik-
il viðbrigði fyrir sig að koma til
Panama. „Mér leið illa í öllum þess-
um hita og raka,“ segir hún. „Svo
var fátæktin gífurleg og allt mor-
andi í skordýrum. Auðvitað hafði
ég séð myndir af ástandinu í sjón-
varpinu en raunveruleikinn er allt
annar og átakanlegri. Mér fannst
þetta blátt áfram hræðilegt. Smám
saman tóku hlutirnir þó að skána.
Ég lærði tungumálið, sem er
spænska, og fór að vinna.
Ég vann á heimili fyrir börn sem
ekki gátu búið heima hjá sér annað
hvort vegna fátæktar eða vegna
þess að foreldrar þeirra voru í
óreglu. Flest voru þau á skólaaldri
en meðan ég vann þarna komu tvö
yngri börn á heimilið. Þau voru
fljótlega send til fósturforeldra en
eldri börnin bjuggu á heimilinu
þangað til þau urðu átján ára eða
Nokkrum löngum mánuðum
seinna, rétt áður en ég fór á vertíð,
gat ég ekki beðið lengur með að
vita hvort tilfinningar okkar væru
gagnkvæmar og hvernig framhald-
ið ætti að vera. Þá loksins gaf hún
sig og varð kærastan mín. Ég fór
auðvitað alsæll á sjóinn.
Tæpu ári seinni, þann sjöunda
sjöunda klukkan sjö eftir hádegi,
trúlofuðum við okkur úti á sjó. Við
völdum þessa tímasetningu því 777
er tala Guðs og þessa staðsetningu
því að sjórinn er mitt líf.“ í apríl
síðastliðnum bað hann svo Díönu.
„Hann bauð mér út að borða,“
segir Díana og ég hélt að það væri
í tilefni að afmælinu hans sem var
nýliðið en allt í einu kraup hann á
hnéð og spurði hvort ég vildi gift-
ast sér. Ég flýtti mér auðvitað að
segja já til þess að hann stæði
upp,“ segir Díana og hlær. „Við
ákváðum svo að gifta okkur þann
sjöunda sjöunda klukkan sjö,“
bætir hún við.
Diana sá um mestan undirbún-
ing brúðkaupsins. „Ég hef alltaf
haldið að ég væri rólegheitamann-
eskja en þegar brúðkaupið nálgað-
ist gerði stress vart við sig. Ég var
til dæmis farin að leita að fötum
inn í ísskáp,“ segir hún. „Og nokkr-
um dögum fyrir bníðkaupið gekk
ég á rúðu með þeim afleiðingum
að það þurfta að sauma fimm spor
rétt ofan við annað augað. Þess
vegna fórum við ekki i myndatöku
á brúðkaupsdaginn. Við geymum
það til betri tíma.“
Athöfnin í kirkjunni gekk eins
og í sögu. „Maður skalf náttúru-
Jega þegar maður gekk inn en eft-
ir að við höfðum snúið okkur í átt
að altarinu vorum við tvö ein í
heiminum, á bleiku skýi,“ segir
Díana. Grétar segist alltaf eiga
eftir að muna eftir kossinum í
kirkjunni. „Og því þegar hún
hvíslaði milli samanbitinna var-
anna, þú ert allur út í varalit,“ og
Díana bætir við að hann hafi í
vandræðum sínum reynt að þurka
út varalitinn með handarbakinu.
Að athöfninni lokinni var boðið
til veislu í Sjómannaheimilinu þar
sem hundrað veislugestir skemmtu
sér fram eftir nóttu. Daginn eftir
héldu svo brúðhjónin, ásamt börn-
unum tveimur, í sumarbústað að
Stóruskógum.
höfðu lokið námi. Yfirleitt voru
sautján til átján unglingar á heimil-
inu og tveir starfsmenn, ég og kól-
umbísk kona. Við skiptumst á að
elda matinn og hjálpa krökkunum
að læra. Ég kunni þessu starfi vel
en auðvitað kom ýmislegt uppá“,
segir Miriam. „Ég viðurkenni til
dæmis að ég var ekkert sérlega
ánægð þegar tvær slöngur voru
komnar inn til mín einn morguninn
þegar ég vaknað. Þær höfðu skrið-
ið gegnum gluggann í herberginu
en í honum er ekki rúða frekar en
í öðrum gluggum í húsinu sem
stendur út í sveit.
Þegar ég hafði unnið í þijú ár á
heimilinu var ákveðið að ég færi
yfir í safnaðarstarf en það er mjög
öflugt í Panama. Við höfum verið
með samkomur, fyrir ajmenning og
frelsaða, alla vikuna. Á sunnudög-
um erum við svo með sunnudaga-
skóla fyrir börnin. Einhvern tíma
meðan á honum stóð tók foringi
eftir því að einhver barnanna voru
að gráta. Þegar hann spurðist fyrir
um ástæðuna kom í ljós að börnin
grétu af hungri. Því var brugðið á
það ráð að hafa morgunmat fyrir
krakkana áður en sunnudagaskól-
inn byijaði. Seinna var ákveðið að
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miriam Oskarsdóttir.
gefa börnunum mat tvisvar sinnum
í viku. Við höfum reynt að koma
okkur upp aðstöðu til að þau geti
borðað matinn á staðnum en sums
staðar hefur það ekki verið hægt.
í þeim tilvikum reynum við að
pakka matarbökkunum þannig inn
að þeir komist ekki í hendurnar á
öðrum í fjölskyldunni, til dæmis
pöbbunum, sem borði matinn frá'
börnunum eða selji hann.“
Eins og áður sagði er Miriam nú
á förum til Panama þar sem hún
mun gegna starfi æskulýðsfulltrúa
Hjálpræðsihersins næstu tvö ár.
Eftir það er óráðið hvað hún tekur
sér fyrir hendur enda er venjan sú
að Hjálpræðisherinn skipi fólk til
starfa þó hermenn geti að sjálf-
sögðu haft einhver áhrif á hvert
þeir eru sendir. Þess má að lokum
geta að Hjálpræðisherinn starfar í
sjálfboðavinnu en þeir sem starfa
eingöngu hjá hernum fá frá honum
uppihaldskostnað fyrir sig og ijöl-
skyldu sína.
cöbJTesNAKe
••
RISAROKKIREIÐHOLLINNI7. SEPTEMBER
Miðaverð kr. 3.500,-. Þeir sem kaupa miða fyrir næstu mánaðamót greiða aðeins kr. 2.950,-.
Rokkleikur
Allir sem kaupa miða á Risarokkið fyrir mánaðamót verða með í rokkleik. Aðalvinningurinn er
ferð fyrir tvo á Donnington rokkhátíðina í Englandi 18. ágúst. Þar leika Whitesnake, Quireboys,
Aerosmith, Poison o.fl. 100 aukavinningar verða veittir þeim sem kaupa miða fyrir mánaðamót.
Forsala aögöngumióa
Reykjavík: Skífan, Kringlunni og Laugavegi 33, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegi 96, Steinar, Austur-
stræti, Álfabakka 14, Glæsibæ, Rauðarárstíg 16 og Eiðistorgi. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akra-
nes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupféiag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag
Skagfirðinga. Akureyri: KEA. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva.
Selfoss: Osp. Keflavík: Hljómval.
Einnig er hægt að panta aðgöngumiða í síma 91 - 667 556. Þeir sem panta fyrir kl. 12 á miðnætti 1. ágúst
verða með í rokkleiknum og eiga þess kost að komast til Donnington.
Munið!
Flugleiðir veita 35% afslátt afverði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónleikunum.