Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 1

Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 1
56 SIÐUR B I 1L STOFNAÐ 1913 199. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kóreuríkin: Söguleg- ir fundirí S-Kóreu Seoul. Reuter. SÖGULEGIR fundir Kangs Yo- ung-hoon og Yons Hyong-muk, forsætisráðherra Kóreuríkj- anna tveggja, hefjast í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, í dag og er það í fyrsta sinn frá skipt- ingu Kóreu að jafn háttsettir fulltrúar ríkjanna hittast. Embættismenn í Seoul vöruðu í gær við of mikilli bjartsýni um árangur af fundum Kangs og Yons vegna djúpstæðrar tortryggni sem ríkt hefði milli leiðtoga ríkjanna frá öndverðu. Yon hélt í gær með lest frá Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, ásamt 90 manna fylgdarliði og var búist við að hópurinn færi yfir vopnahléslínuna milli ríkjanna tveggja í landamæraþorpinu Pan- munjon í nótt að ísl. tíma. Hersing- in heldur til baka nk. föstudag. Ráðherrarnir munu eiga tvo formlega fundi og Yon mun einnig hitta Roh Tae-woo, forseta Suður- Kóreu. Búist er við að forsætisráð- herrarnir hittist að nýju í Pyongy- ang 16.—19. október. Vonast er til að fundimir í Seoul verði til þess að draga úr pólitískri og hern- aðarlegri spennu milli ríkjanna en herir þeirra hafa horfst í augu gráir fyrir járnum yfir vopna- hléslínuna. Einnig að þeir marki upphaf gagnkvæmra samskipta og samstarfs ríkjanna í milli. Reuter Landgöngnliðar úr bandariska flotanum reyna sérstakan búnað sem á að gera þeim kleift að veijast hugsanlegri efnavopnaárás Iraka. Myndin var tekin í flugstöð Bandaríkjahers einhvers staðar í eyði- mörk Saudi-Arabíu í gær. Grænland gangi í EB á nýjan leik Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ATASSUT, borgaralegi stjórnar- andstöðutlokkurinn á græn- lenska landsþinginu, vinnur nú að því öllum árum að koma Grænlandi inn í Evrópubanda- lagið á nýjan leik. Formaður flokksins, Konrad Ste- enholdt, segir að Grænlendingar geti ekki gert sér vonir um að fá endurnýjaðan fiskveiðisamning sinn við EB þegar þorskur verði horfinn af miðunum eftir nokkur ár og rækjuveiðar hafi stórlega dregist saman. Fær landið jafnvirði 2,6 milljarða ÍSK á ári fyrir samning- inn. Steenholdt segir að Grænlend- ingar séu ófærir um að standa ein- ir undir fjárfestingarþörfinni vegna hafna, flugvalla, rafvæðingar o. s. frv. og möguleiki sé á að þeir fái styrki úr svæðasjóðum EB. Grænland sagði sig úr Evrópu- bandalaginu 1. janúar 1985. Vonir um pólitíska lausn Persaflóadeilunnar fara dvínandi: Bretar senda laugferða- bíla eftir fólki í Kúvæt Nikósíu. London. Moskvu. Washington. Reuter. BRETAR hafa sent 10 langferða- bíla eftir breskum þegnum í Kúvæt og var búist við að þeir flyttu um 500 manns til Bagdad í dag. Sendiráð Breta í Kúvæt skipulagði flutningana og út- varpaði breska útvarpið, BtíC, fyrirmælum til þeirra sem kom- ast eiga með rútunum. Vonast er til að fólkið fái að halda heim frá Bagdad þegar þangað kem- ur. Var bresk breiðþota send til Amman í gærkvöldi til að sækja Vesturlandabúa sem komist hafa síðustu daga til Jórdaníu. írakar hafa bannað flug erlendra flug- félaga til landsins. Vonir um að leyst yrði úr stríðsástandinu við Persaflóa eftir pólitískum leiðum dvínuðu í gær og hækkaði olíu- verð m.a. af þeim sökum. Úr þessu er eina vonin um að takast muni að knýja Iraka til að draga innrásarheri sína frá Kúvæt bundin við leiðtogafund George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhails Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, í Helsinki nk. sunnudag. írakar sögðu að útlendar flugvél- ar fengju ekki að lenda í Irak nema horft yrði framhjá því ákvæði refsi- aðgerða Sameinuðu þjóðanna er bannaði flug íraska flugfélagsins til Vesturlanda. Breskir og franskir embættismenn sökuðu íraka um að hafa enn einu sinni gengið á bak orða sinna og sögðu þá flækja og tefja brottflutning útlendinga frá Iandinu af ásettu ráði. Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins sagði síðar, að til athugunar væri að leigja flugvélar íraska flugfélagsins til að flytja útlendingana frá Irak. Rúm- lega 2Ó Vesturlandabúar fengu að fara með íraskri flugvél til Jórdaníu í gær og 120 komust þangað land- leiðina. Neyðarástand er að skapast í Jórdaníu þar sem nú eru þar um 90 þúsund flóttamenn frá írak. Aðbúnaður þeirra fer versnandi og vegna skorts á lyfjum, vatni og hreinlætisaðstöðu er mikil hætta talin á alvarlegum sjúkdómum. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, sagði á sunnudag, að til at- hugunar væri að koma í veg fyrir alla loftflutninga til og frá írak. Vonast væri hins vegar til að refs- iaðgerðir SÞ bæru þann árangur að Irakar hefðu ekki mikið lengur efni á að borga fyrir matvæla- og vopnaflutninga með flugvélum og flugi þangað yrði þannig sjálfhætt. Svo virðist sem sovéska ráða- menn og herforingja greini á um hvernig bregðast skuli við mikilli hernaðaruppbyggingu Bandaríkja- manna við Persaflóa. Herforingj- arnir telja að í henni felist ógnun við öryggi Sovétríkjanna og hafa þrýst á Gorbatsjov að mótmæla henni. Málgagn Sovétstjórnarinnar, Izvestía lofaði hins vegar fram- göngu Bandaríkjaforseta í Persa- flóadeilunni í forystugrein í gær. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri SÞ lýsti vonbrigðum sínum er viðræðum þeirra Tareks Aziz, utanríkisráðherra íraks, lauk á sunnudag og sagði að Irakar hefðu ekkert slakað á afstöðu sinni. Sjá fréttir á bls. 22. Eystrasalt: Reuter Páfi vill að Afríkuríki verði að- stoðuð Jóhannes Páll páfi er nú i sinni sjöundu Afríkuferð. Að þessu sinni heimsækir hann Tanzaníu, Burúndí, Rúanda og Fílabeinsströndina. Var myndin tekin í borginni Songei í suðurhluta Tanzaníu í gær þar sem 25.000 manns sóttu útimessu páfa. Við það tækifæri hvatti páfi ríkari þjóðir heims til þess að hjálpa Afríkuríkjum út úr fátækt og örbirgð. Skoraði hann á leiðtoga kaþólskra og múslíma í Afríku að temja sér bræðralag og gagnkvæma virðingu í stað þess að klóra augun hver úr öðrum í k'apphlaupi um nýja fylgjendur. Samstarf gegn mengun Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara í FYRSTA sinn í sögunni hefur tekist að fá öll Iöndin sjö, sem eiga land að Eystrasalti, til að starfa saman að mengunarvörn- um. Æfingar til að samræma boðskipti verða haldnar í dag, leitað verður að olíuflekkjum og taka m.a. þrjár sænskar flugvél- ar þátt í æfingununi. Svipað sam- Morgunblaðsins. Reuter. starf er nú í burðarliðnum við Norðursjóinn og Kattegat. Hvert ríki á framvegis að fylgj- ast með mengun á ákveðnu haf- svæði og verða notuð jafnt skip sem flugvélar. Fulltrúar ríkjanna sjö og auk þess frá Noregi og Tékkóslóvakíu sitja nú umhverfisráðstefnu í Ronneby í Svíþjóð þar sem fjallað er um ástandið. Sænskir vísinda- menn álíta að hlutar Eystrasalts séu þegar dauðir. Eystrasaltstríkin þijú, Eistland, Lettland og Litháen, segjast ætla að nota það fé sem spfirast vegna Iækkaðra herút- gjalda til að sporna við mengun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.