Morgunblaðið - 04.09.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.09.1990, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 Hækkun á getrauna- seðlum dregin til baka VERÐ a einni röð hjá Islenskum getraunum kostar frá og með deginum í dag 10 krónur á ný. Verðið var hækkað í 15 krónur 20. ágúst en fyrir síðustu helgi fór dómsmálaráðuneytið fram á að verðið yrði lækk- að aftur. Akvað stjórn Islenskra getrauna að verða við því í gær. Verð á getraunaseðli er með í grunni framfærsluvísitölunnar og mun það vera ástæða þessarar beiðni ráðuneytisins. „Þessi afturköllun hækkunarinnar kemur okkur mjög á óvart enda höfðum við fengið leyfi fyrir henni á sínum tíma,“ segir Hákon Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Islenskra getrauna. „Við höfum ekki hækkað verð hjá okkur síðastliðin þijú ár en á meðan hefur verðlag í landinu hækkað um 75%. Getraunir eru ódýrasti kostur- inn sem menn hafa til að spila í happdrætti og á þessu þriggja ára tímabili hafa allir okkar keppinautar hækkað verð á sinni vöru.“ Markarfljót ryðst að vatnsleiðslmmi til Eyja Stemmubrú á þurru. Morgunblaðið/Einar Jónsson Suðursveit: VATNSLEIÐSLAN til Vestmannaeyja, sem liggur úr Eyjafjöllum niður að strönd og neðansjávar til Eyja, er nú komin í talsverða hættu skammt sunnan og neðan við Markarfljótsbrú. Þar hefur fljótið brotið land í átt að leiðslunni og á nú aðeins eftir um 150 metra í lagnasvæðið, en landbrotið á einu ári er á annað hundrað metra. Þá á állinn, sem hef- ur verið að brjóta sér nýjan farveg, aðeins eftir sex metra í símaleiðslu til Eyjaljallabæja á svæðinu. Vegagerðin mun kanna málið á næstu dögum. Gunnar Marmundsson á Hvols- velli, starfsmaður Vatnsveitu Vest- mannaeyja, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að straumurinn í Markar- fljóti hefði jafnt og þétt rutt sér nýja leið að undanfömu til vesturs, sunnan við Markarfljótsbrú, þar sem vatnsleiðslan Iiggur á um 70 senti- metra dýpi í sandinum. Vatnsleiðslan Bílastæðagjöld hafa ekki hækk- að 12 V‘z ár - segir Ðavlð Oddsson „ÞESSI gjöld höfðu ekki hækkað í tvö og hálft ár og þau eru mjög afmörkuð," segir Davíð Oddsson borgarstjóri um allt að 50% hækk- un bílastæðagjalda 1. september síðastliðinn. „Við lögðum mikið til þjóðarsáttar áður en nokkur gerði þjóðarsátt og höfum ekki hækkað neina taxta eins og hitaveitu, rafmagnsveitu og þess háttar. Það er svolítið kátlegt þegar framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins er að hóta mér verð- lagsyfirvöldum. Það er eins og maður sé kominn aftur í aldir,“ segir Davíð Oddsson. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, segist hafa efasemdir um að bera þurfi sérhvert atriði á sviði verðlagsmála undir þá aðila, sem gerðu kjarasamningana í vor og að með gerð þeirra hafí ASÍ og VSÍ ekki orðið að allsheijaryfirvaldi í þeim efnum. Hins vegar væri það persónuleg skoðun sín, að aðstæður í miðbæ Reykjavíkur væru ekki með þeim hætti, að ástæða væri til að hækka bílastæðagjöld þar. Stemmubrú á þurru k’.-. if., er samsett úr rörum með tengihólk- um, og ef grefur undan þeim, hiynur leiðslan. Gunnar sagðist fylgjast með þessu frá degi til dags og ljóst væri að grípa þyrfti til ráðstafana fljótlega til þess að bægja frá stórhættu á vatnsskorti íbúa og fiskvinnslufyrir- tækja í Eyjum. Fljótið er að ryðja sér leið á svæði sem hefur verið að gróa upp síðan um 1930, er Markarfljótsbrú var byggð. Landbrot er mikið af völdum fljótsins og þá sérstaklega nær ströndinni. Samkvæmt upplýsingum Helga Hallgrímssonar, aðstoðar- vegamálastjóra, munu vegagerðar- menn kanna málið á næstu dögum og leggja á ráðin um viðbrögð til að bægja hættunni frá. Kálfafellsstað. ÞAU tíðiudi gerðust um fimmleytið á laugardag að áin Stemma í Suðursveit þornaði skyndilega upp og stendur brúin nú á þurru. Svo háttar til að farvegur Stemmu hið efra liggur austanvert við Jökuls- árlón á Breiðamerkursandi og skilur jökulsporður þar á milli. Mikl- ir brestir og dynkir heyrðust frá lóninu um svipað leyti og stóðu fram eftir kvöldi. í ljós kom að jökulsporðurinn hafði lyfst að hluta og áin gyafið sig undir hann á nokkur hundruð metra kafla. Streym- ir hún nú norðvestur í lónið undir jöklinum og sameinast Jökulsá til sjávar. Þarna hafa átt sér stað óhemjulegar hamfarir og tjarnir er voru þar austar höfðu tæmst. Að sögn Fjölnis Torfasonar á Hala sem hefur haft með höndum bátsferðir á Jökulsárlóni, bjuggust heimamenn reyndar við því að Stemma myndi bijóta sig inn í lón- ið á næstu misserum, enda hefur jökullinn hopað mjög á þessum slóð- um og brotnað úr honum. Enginn átti þó von á þessu með svo skjótum hætti, er nú varð raun á. Stemma gat verið mikill farar- tálmi og var löngum erfíð yfirferðar áður en hún var brúuð. Samkvæmt vegaáætlun skyldi ný brú yfír Stemmu reist á næsta ári, en nú er nokkuð ljóst að áin hefur tekið það ómak af Vegagerðinni. Pening- amir verða í staðinn notaðir tii að leggja bundið slitiag á veginn á Breiðamerkursandi. Að vísu er tölfræðilegur mögu- leiki fyrir því að Stemma fari aftur í sitt gamla bæli, en heimamenn telja slíkt ólíklegt. Jökullinn hopar stöðugt, sem áður sagði og samspil sjávar og lóns er orðið náið. Hiti í Jökulsárlóni mældist í sumar 2,2 gráður og hefur ekki mælst hærri. Ekki þarf þó að koma á óvart að ár breyti farvegi sínum á þessum slóðum, jafn stórfeildar breytingar sem þar hafa átt sér stað á undan- fömum áratugum. Nýgræðakvíslar vestan Jökulsár em nú horfnar svo og Veðurá er áður rann austan við Stemmu og lagði stórbýlið Fell í auðn á ofan- verðri 19. öld, en sameinaðist Stemmu fyrir um 60 árum. En nú stefnir þetta vatnasvæði allt að ein- um ósi við Jökulsá. - Einar Félagsmálaráðherra kynnir frumvarp um breytta sljómsýslulega stöðu Húsnæðisstofhunar: U mdæmisstj órnir taki við hluta verkefna Húsnæðisstofnunar JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, lagði á ríkisstjómar- fundi í gær fram lagafrumvarp um breytingar á sljómsýslulegri stöðu Húsnæðisstofnunar, sem hún hyggst leggja fram á Alþingi í haust. í frumvarpinu felst meðal annars að fulltrúum í húsnæðismálasljórn er fækkað úr tíu í fimm og að aðilar vinnumarkaðarins missa fulltrúa sinn í stjórninni. Þá á að stofna sex umdæmisstjómir sem að stómm hluta taki við núverandi hlutverki Húsnæðisstofnunar. Jóhanna segir ástæðu þess að hún leggi þetta frumvarp fram vera að stjómsýslustaða Húsnæðisstofnunar sé mjög óljós í núverandi lögum. Þá séu valdamörk milli húsnæðisstjóm- ar, félagsmálaráðuneytis og félags- málaráðherra einnig óskýr og hefur Ríkisendurskoðun gert athugasemd við það. „Lagastofnun Háskóla íslands var látin gera athugun á stjórnsýslustöðu stofnunarinnar og leiddi sú athugun í ljós að Húsnæðisstofnun er sam- kvæmt lögum mjög sjálfstæð stofnun og hefur óeðlilega mikil völd,“ sagði Jóhanna. Félagsmálaráðherra gæti í raun aðeins tekið á málum er vörð- uðu stofnunina með reglugerðum og lögum. Fjárhagsáætlanir, lánaáætl- anir og skiptingar í lánaflokka væru til dæmis algjörlega í höndum Hús- næðisstofnunar og gæti ráðherra lítil afskipti haft af þeim eins og lögin væru. málastjórn úthlutar fjármagni til umdæma og skráning og kostnaðar- eftirlit félagslegra íbúða. „Með þessu breytist hlutverk Hús- næðisstofnunar í það að hafa eftirlit með fjárhagi og rekstri og gæta þess að unnið sé í samræmi við iög og reglugerðir. í þessu felst mikil valddreifíng. Það er verið að færa þjónustuna til fólksins úti á landi svo að það þurfi ekki að sækja allt til Reykjavíkur," sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, félagsmálaráðherra. Hörður Bjamason fv. húsameistari látinn HÖRÐUR Bjarnason, fyrrver- andi húsameistari ríkisins, lézt í Reykjavík síðastliðinn sunnudag, á átttugasta aldursári. Hörður var fæddur 3. nóvember 1910 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson frá Galtafelli, framkvæmdastjóri, og síðari kona hans Sesselja Ingibjörg Guðmunds- dóttir. Hörður varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og nam síðan byggingariist í Darm- stadt og Dresden i Þýzkalandi. Heim kominn frá námi rak hann teiknistofu í félagi við aðra um stutt skeið, en varð síðan fulltrúi skipu- lagsnefndar ríkisins og skrifstofu- stjóri nefndarinnar. Hörður varð skipulagsstjóri ríkisins árið 1944 og gegndi því starfi til 1954, er hann varð húsameistari ríkisins. Hann lét af störfum 1979. Hörður sat í ýmsum opinberum nefndum og ráðum, var meðal ann- ars í skipulagsnefnd ríkisins og skipulagsstjóm 1954-1979, fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar og varaformaður Þjóðleikhúsráðs, auk þess sem hann sat f byggingar- nefndum ýmissa opinberra bygg- inga. Einnig gegndi hann for- mennsku í Stúdentafélagi Reykjavíkur, Arkitektafélaginu og íslandsdeild Norræns byggingar- dags, svo dæmi séu nefnd. Fjöldi bygginga liggur eftir Hörð, meðal annars teiknaði hann Skál- holtskirkju, Kópavogskirkju og fleiri guðshús út um land. Þá teikn- aði hann fjölda opinberra bygginga, sem reistar voru í embættistíð hans sem húsameistara ríkisins, Lög- reglustöðina við Hverfisgötu og við- bætur við Landspítalann, svo dæmi séu nefnd. Hörður kvæntist árið 1939 Kötlu Hörður Bjarnason Pálsdóttur og lifir hún mann sinn. Böm þeirra eru Áslaug Guðrún Harðardóttir og Hörður H. Bjama- son. „Hluverk ráðherra virðist því fyrst og fremst vera að afla fjár til bygg- ingarsjóðanna án þess að hafa nokk- ur áhrif á ráðstöfun þess. Þetta er mjög óéðlilegt þar sem ráðherra ber ábyrgð á málum og er þessu breytt með því frumvarpi sem ég kynnti í ríkisstjórninni." Aðrar breytingar sem í frumvarp- inu felast eru m.a. að fækka á fulltrú- um í húsnæðismálastjórn úr tíu í fímm. Á Alþingi að tilnefna fjóra og ráðherra einn. Nú tilnefnir Alþingi sjö, ráðherra einn og aðilar vinnu- markaðarins tvo. Stærsta breytingin sem frumvarp félagsmálaráðherra felur í sér er hins vegar að lagt er til að stofnaðar verði sex umdæmisstjórnir sem að hluta til taki við verkefnum Húsnæðis- stofnunar og húsnæðismálastjórnar. Verða þessar umdæmisstjómir skip- aðar fímm mönnum, tveim sem sam- tök launafólks skipa, tveim sem landshlutasamtök sveitarfélaga skipa og einum frá ráðherra. í hönd- um þessara umdæmisstjóma verður m.a. almenn ráðgjöf og þjónusta við fólk, úthlutun einstakra lánveitinga til sveitarfélaga innan umdæmisins innan þeirra marka sem húsnæðis- Pressan: Ritstjórar leyst- ir frá störfum RITSTJÓRAR Pressunnar voru í gær leystir frá störfum að eigin ósk en Blað hf., sem gefur út Al- þýðublaðið og Pressuna, sagði upp ritsljórum og blaðamönnum Pressunnar síðastliðinn Fóstudag. Hins vegar tók stjórn Blaðs hf. ekki til greina ósk blaðamanna Pressunnar um að verða leystir strax frá störfum. Jónina Leosdóttir, sem leyst var frá störfum sem ritstjóri Pressunnar í gær, ásamt Ómari Friðrikssyni, segist harma að ósk blaðamanna á Pressunni um að verða leystir strax frá störfum, hafi ekki verið tekin til greina. Jónína sagði að á fundi með stjórn Blaðs hf. í gær hefði verið iögð áhersla á að blaðamenn Press- unnar fengju að vita ekki síðar en í lok þessarar viku hvort þeir yrðu endurráðnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.