Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 14

Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 ■ ODYR HADEGISVERDUR SÚPA FYLGIR Velkomin á Hard Rock Cafe sími 689888 Aðeins mmw sekúndur heimshoma á milii Þeir sem atvinnu sinnar vegna veröa að senda bréf, graf ík eöa teikningu á milli staöa komast vart lengur hjá því að nota telefaxtæki. Nú bjóðum við nýtt telefaxtæki INFOTEC 6023 Öflugt, fallegt, einfalt í notkun og Þetta nýja tæki hefur yfir að ráða flestum þeim kostum stóru tækjanna, s.s. íslenskur texti á skjám tækjanna, gráskala, 80 númera minni ofl. ofl. - Verðið kemur þér á óvart. Hafiðsambandviðsölumennokkari síma691500-TÆKNIDEILD Heimilistæki hf Tæknideild. Sætúni 8 SÍMI69 15 00 [/tit*ujKSvet£fat<£egÁisaiiuut<guM AR LÆSIS W Að lesa fyrir ung böm 1 eftir Ingibjörgu B. Frímannsdóttur „Lengi býr að fyrstu gerð“ seg- ir máltækið. Fyrstu æviárin er lagður grunnur að mörgum meg- inþáttum í lífi einstaklingsins. Einn af þeim er tungumálið sem er eitt áhrifamesta tæki sem hver maður býr yfir. Hæfni barna til máls er að stór- um hluta tengd mikilli málörvun á heimilum, og því er nauðsynlegt að þeir sem vilja sinna þessu starfi vel geri sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem á herðum þeirra hvílir. Með örvun málsins er lagður traustur grunnur að heillavænlegri framtíð barnsins og því er nauðsynlegt að hún hefj- ist eins snemma og sé eins mikil og framast er unnt. Mikil hvatning til máls eykur ekki bara orðaforða og skilning bama heldur getur hún haft góð áhrif á lestrar- og skriftarnám þeirra í skóla og málfræðiþroski barna fyrir skólagöngu (þ.e. orða- forði, framburður, setningaskipan og beygingar) getur ráðið miklu um árangur þeirra í námi. Ein aðferð til að efla málþroska barna er bóklestur. Börn sem mikið er lesið fyrir hafa góða þekkingu á ritmáli. Þau vita hvað gerist þegar lesið er, hvers vegna þarf að læra stafina og hvernig á að nota þá. Þau eru iðulega fljót að læra að lesa og það er næstum sama hvaða kennsluaðferð er not- uð. Ýmislegt bendir til þess að tengsl séu milli lélegs málþroska, Ingibjörg B. Frímannsdóttir takmarkaðs orðaforða og lestra- rörðugleika í skóla. Lestrarkennsla hefst raunar þegar lítið barn er tekið í fangið, bók er flett og rætt um myndirn- ar. Að lesa fyrir barn er því ekki bara afþreying heldur getur það líka verið lykill að velgengni í námi og starfí. Þegar lesið er fyrir börn er best að lesa hægt og skýrt og útskýra fyrir þeim hugtök, at- burði eða orð sem þau ekki skilja. Eftir lesturinn er gott að spjalla um efni og atburðarás sögunnar eða láta börnin endursegja hana. Það þjálfar hæfileikann til að segja frá og um leið er hægt að ganga úr skugga um að þau hafi skilið efnið. Söngvar, þulur, vísur, barna- gælur og ýmsir orðaleikir, s.s. að botna vísur eða láta orð ríma, gegna svipuðu hlutverki og bók- lestur. Flest börn hafa ómælda ánægju af slíkum leikjum auk þess sem þau geta hlustað aftur og aftur á sömu bókina lesna eða sömu vísuna sungna. Það má byija á að skoða myndabækur með börnunum á fyrsta árinu og auðvitað syngja barnagælur fyrir þau, strax frá fyrsta degi, lesa síðan stutta texta °g þyngja þá smám saman. Börn- in byija þá fljótlega að sýna við- brögð og reyna að apa eftir. Aldrei er of snemma byijað. Ef þau skilja ekki myndirnar eða textann í bókinni, skynja þau vel þá' athygli og umhyggju sem felst í þeirri athöfn að sitja í kjöltu einhvers og hlusta á frásögn. Slík afþreying þarf ekki að kosta mikla peninga. Bókasöfnin hafa á boðstólum efni fyrir alla aldurshópa, og því er auðvelt að sækja þangað þann bókakost sem hveijum og einum hentar. Nú á Ári læsis er vert að hvetja alla foreldra til að sinna þessum uppeldisþætti sem best. Slíkar samverustundir gætu verið nokkurs konar hvíldartími for- eldra ekki síður en barna og jafn sjálfsagður og matmálstíminn. Höfundur er verkefnlsstjóri Ars læsis. Látum til okkar taka eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Þessa dagana, þegar skólar landsins hefja starfsemi sína á ný, fjölgar gangandi vegfarendum til muna í umferðinni. Stór hluti þeirra eru 6 ára börn sem mörg hver þurfa í fyrsta sinn að spjara sig ein í umferðinni. Öll hafa þau væntan- lega verið þátttakendur í umferðar- skólanum Ungir vegfarendur og vissulega njóta þau þeirrar fræðslu sem þar er boðið upp á. En nú tek- ur alvaran við og þá reynir e.t.v. í fyrsta sinn á þekkingu þeirra í umferðarreglunum. En þessi merku tímamót í lífí barnanna eru sannar- lega ekki hættulaus. Tölur Umferð- arráðs sýna að umferðarslysum á YFIRBREIÐSLA MEÐ LÍMBANDI fyrir málara. Arvík ÁRMÚU 1 - REYKJAVÍK - SlMI 6Í 7222 TFLEFAX 687295 gangandi vegfarendum fjölgar gjarnan í september - einmitt á þeim árstíma sem skólabörnum Ijölgar meðal þess hóps. Það er því ekki ósennilegt að foreldrar ungra skólabarna séu uggandi um þessar mundir. En hvað getum við sjálf, foreldrar þess- ara barna, gert til þess að auka öryggi þeirra í umferðinni? Fyrsta skrefið er að rifja upp helstu um- ferðarreglurnar með börnunum. Það gerum við best með því að sýna þeim öruggustu leiðina í skól- ann og vara þau við þeim hættum sem leynast í umferðinni. Góð regla er að fylgja þeim til og frá skóla eins lengi og þörf krefur og meta síðan út frá hæfni hvers og eins hvenær þeim er treystandi til þess að fara leiðar sinnar upp á eigin spýtur. Ofmetið ekki hæfni 6 ára barns sem fram til þessa hefur no- tið verndar ykkar í umferðinni. Það gæti reynst dýrkeypt. Að undanförnu hafa margir áhyggjufullir foreldrar komið að máli við undirritaða til þess að leita upplýsinga um hvert beri að snúa sér til þess að auka umferðaröryggi í íbúðahverfum borgarinnar. Hvern- ig getum við beitt okkur til þess að fá hraðahindranir? Hvert eigum við að snúa okkur til þess að gatan okkar verði gerð að einstefnugötu? Hvað þarf til þess að gata verði þrengd til þess að ná niður umferð- arhraða? Og... þýðir yfir höfuð fyrir okkur, hinn almenna borgara, að leita eftir slíku? Svarið er einfalt: Þið getið vissu- lega beðið um slíkar framkvæmdir og það gerið þið t.d. með því að skrifa bréf til umferðarnefndar við- komandi sveitarfélags. í bréfí þessu skal koma fram rökstuðningur fyrir beiðni ykkar og ekki sakar ef sem flestir íbúar viðkomandi hverfís eða götu skrifa nöfn sín undir bréfið. Auk þess geta allir þegnar þessa lands krafist þess að lögreglan haldi uppi öflugu umferðareftirliti í íbúðarhverfum og í næsta ná- grenni grunnskólanna. Þannig Ragnheiður Davíðsdóttir „Þess eru því miður allt of mörg dæmi að um- ferðaryfírvöld byrgi ekki brunninn fyrr en barnið er dottið í hann.“ mætti lögreglan vera mun iðnari við hraðamælingar þar sem umferð gangandi fólks er mikil t.d. í skóla- hverfum. En til þess að eitthvað verði gert verður fólk að láta til sín heyrast. Og það verður að gerast áður en hörmungarnar dynja yfir. Þess eru því miður allt of mörg dæmi að umferðaryfírvöld byrgi ekki brunninn fyrr en barnið er dottið í hann. Nú er lag. Verndum það dýrmæt- asta sem við eigum, börnin okkar, og látum til okkar taka. Skrifið, hringið - verið virk! Líf og heilsa barnanna okkar er í húfí! Höfundur er móðir 6 árn barns ogþátttakandi í Ábugahóp um bætta umferðarmenningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.