Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990
ÞAKRENNUR
u R • p v c
P L A S T I
MARLEY PVC þakrennurnar eru sterkar og
endingargóðar og yfir 20 ára reynsla hérlendis
sannar ágæti þeirra. MARLEY rennurnar fást bæði
kantaðar og sívalar (rúnnaðar), þær má mála með
venjulegri húsamálningu og uppsetning erótrúlega
auðveld. Biðjið um vandaðan upplýsinga- og
leiðbeiningabækling fyrir MARLEY þakrennurnar
á næsta útsölustað.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Húsasmiðjan, Reykjavík.
Axel Sveinbjörnsson h/f, Akranesi.
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi.
Skipavík h/f, Stykkishólmi.
Verslunin Hamrar, Grundarfirði.
Byggir h/f, Patreksfirði.
Kaupfélag Hrútfirðinga, Borðeyri.
Torgið h/f, Siglufirði.
KEA, Lónsbakka, Akureyri.
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík.
Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn.
Grétar Þórarinsson, Vestmannaeyjum.
Byggingavöruverslun Hveragerðis.
Verslunin Bláfell, Grindavík.
Verslunin Málmey, Grindavík.
Járn og skip, Keflavík.
Bráðabirgðalögin eru
ögrun við lýðræðið
eftir Birgi Björn
Sigurjónsson
Þrjú skilyrði
Bráðabirgðalög eni sett skv. 28.
grein Stjómarskrár íslands. Til þess
að setja megi bráðabirgðalög verða
eftirfarandi þijú skilyrði að vera fyr-
ir hendi:
(1) Alþingi situr ekki.
(2) Með lögunum er afstýrt
neyðarástandi.
(3) Bráðabirgðalögin standast
Stjórnarskrá og lög. Skoðum bráða-
birgðalög ríkisstjómarinnar gegn
samningi samflotsfélaga BHMR í
ljósi þessara skilyrða.
Fyrsta skilyrðið
Ríkisstjórnin virðist þeirrar skoð-
unar að hún megi ávallt setja bráða-
birgðalög þegar Alþingi situr ekki.
Þetta tel ég byggja á lélegri lög-
fræði og ólýðræðislegum hugsunar-
hætti.
í Stjórnarskrá íslands frá 1874
var sett heimild til setningar bráða-
birgðalaga. Þetta framsal á löggjaf-
arvaldi til framkvæmdavalds var rök-
stutt með því að þing sat aðeins 6
vikur annað hvert ár en því réðu
búshættir, samgöngur o.fl. Erfítt gat
verið að ná saman þingmönnum jafn-
vel þótt brýna nauðsyn bæri til.
Heimildin til setningar bráða-
birgðalaga byggir í dag á allt öðrum
aðstæðum en ríktu 1874. Nú er
starfstími þings margir mánuðir á
ári hveiju og þingmannsstarfið telst
fullt starf. Alla jafnan ætti að vera
auðvelt útfrá samgöngum að kalla
saman þing ef brýn nauðsyn er talin
til lagasetningar. Ekki er vafa undir-
orpið að unnt var að kalla Alþingi
saman um mánaðamótin júlí/ágúst
sl. og nægur tími hefði gefíst til að
fjalla um lagafrumvarp ríkisstjómar-
innar ef það þoldi nákvæma skoðun
þings. Fordæmi eru fyrir því að kalla
þing saman fyrir 10. október en þing
má ekki kalla saman síðar.
Formlega má fullyrða að fyrsta
skilyrðinu til setningar bráðabirgða-
laga hafi verið fullnægt, þ.e. að Al-
þingi var í orlofi, en það er aðeins
átylla. Hvert mannsbam sér að leik-
ur einn hefði verið að kalla þing sam-
an „ef brýna nauðsyn bar til“. Allir
skilja að ríkisstjómin beitti fyrir sig
formlegum skilyrðum 28. greinar
Stjómarskrárinnar til að dulbúa ólýð-
ræðislega ákvarðanatöku.
Annað skilyrðið
Annað skilyrði fyrir setningu
bráðabirgðalaga snýst um það hvort
slík neyð hafi verið fyrir hendi að
framkvæmdavaldi hafi verið skylt
að vernda almannahagsmuni með
lagasetningu skv. 28. grein Stjórnar-
skrárinnar.
Sú neyð sem vísað er til er kjara-
samningur ijármálaráðherra við
starfsmenn ríkisins í samflotsfélög-
um BHMR undirritaður 18. og 19.
maí 1989. Öll ríkisstjórnin átti aðild
að samningsgerðinni. Samningurinn
var staðfestur með sérstakri bðkun
í ríkisstjóminni til að gefa honum
enn meira vægi að sögn forsætisráð-
herra.
Meginákvæði samningsins fjallar
um jöfnun á kjörum félagsmanna
BHMR við það sem aðrir launagreið-
endur hafa greitt starfsmönnum
sínum með hliðstæða menntun og
ábyrgð. Þetta er samningur um leið-
réttingu á kjörum. Þessi samningur
kom til ítarlegrar umfjöllunar á Al-
þingi sl. vetur m.a. í kjölfar samn:
inga ASÍ og VSÍ í febrúar 1990. í
þeirri umræðu taldi hvorki ríkis-
stjórnin né þingheimur að nauðsyn
bæri til að setja lög um samning
BHMR. Ekkert nýtt hefur gerst síðan
þing sat sem réttlætir setningu
bráðabirgðalaga. Starfandi forsætis-
ráðherra lýsti því yfir í júní sl. að lög
á samning BHMR væru óþörf og fjár-
málaráðherra taldi bráðabirgðalög
alls ekki koma til greina.
Rauði þráðurinn hér er hugtakið
neyð. Heimsstyijöldin síðari var á
sínum tíma af Félagsdómi ekki talin
næg ástæða til að veita skiparekend-
um heimild til að víkja frá tilteknum
samningsákvæðum um mönnun
skipa. Hugsanlega myndu stórfelldar
náttúruhamfarir eða stríðsástand í
landinu teljast neyð í skilningi 28.
greinar enda myndi þá væntanlega
reyna á sérlög.
Það er þess vegna fráleitt að mínu
mati að halda því fram að öðru skil-
yrði 28. greinar laga hafi verið full-
nægt við setningu bráðabirgðalag-
anna gegn samningi ríkisins og
BHMR.
Þriðja skilyrðið
Bráðabirgðalög verða — ekki síður
en önnur lög — að st'andast Stjómar-
skrá landsins og þau verða að vera
í samræmi við önnur gildandi lög.
Hér kemur til álita hvort bráða-
birgðalögin standist ákvæði Stjórn-
arskrár um þrískiptingu valdsins (2.
grein), hvort þau standist eignarrétt-
arákvæðin (67. grein) og hvort þau
standist ákvæðin um félagafrelsi (73.
grein). Varðandi önnur lög tel ég
mikilvægast að skoða samningalög.
Bráðabirgðalögin nema úr gildi
4,5% hækkun launa til félagsmanna
samflotsfélaga BHMR sem þeir áttu
að fá frá 1. júlí sl. sem uppígreiðslu
í leiðréttingu launa ef kjarasaman-
burði skv. samningnum væri ekki
lokið þá. Ríkisstjómin vefengdi 12.
júní að hún yrði að greiða þessa
hækkun launa. Félagsdómur, sem
er æðsta dómsvald í þessum efnum,
úrskurðaði 23. júlí að ríkinu bæri
skv. samningi þess og BHMR að
greiða þessi 4,5%. Með bráðabirgða-
lögunum er úrskurður æðsta dóms-
valds numinn úr gildi. Ég tel að
hvorki ríkisstjórn né Alþingi geti með
(bráðabirgða) lögum breytt niður-
stöðu æðsta dómsvalds í tilteknu
máli vegna þrískiptingar ríkisvalds-
ins sem er ein af gmndvallartrygg-
ingum réttarríkisins.
Með úrskurði Félagsdóms er stað-
fest að hlutaðeigandi eigi rétt á 4,5%
launahækkun. Launakröfur em kröf-
ur eins og aðrar kröfur og hljóta að
njóta vemdar 67. greinar Stjómar-
skrár sem slíkar. Skv. 67. grein
Stjórnarskrárinnar er eignarréttur
einstaklings gmndvallarréttur.
Hvorki ríkisstjóm né Alþingi geta
afturvirkt breytt samningum milli
einstaklinga — eða milli ríkisins og
einstaklinga — þannig að hagur ann-
ars aðila versni og akkur hins aukist
að sama skapi. I mínum huga felst
í bráðabirgðalögunum gróf eigna-
upptaka sem á sér ekki stoð í íslensku
réttarfari.
Samkvæmt 73. grein Stjómar-
skrárinnar er félagafrelsi, þ.e. réttur
einstaklinga til að stofna og vera í
félögum. Hvergi er farið beinum orð-
um um eðli félagafrelsisins á ís-
landi. Ef hugtakið félagafrelsi er
aðeins orðleppur sem felur ekki í sér
neina vörn á réttarstöðu félags-
Hótelbygging Eimskips í Reykjavík:
*
Akvörðun um mitt næsta ár
Leitað yrði samstarfs við erlenda hótelkeðju um reksturinn
VERÐI tekin ákvörðun um að byggja hótel það, sem Eimskip hefur
verið að kanna möguleika á í Reykjavík, vill félagið leita eftir sam-
starfi við þekkta og viðurkennda erlenda hótelkeðju um stjórnun
þess. Akvörðunar um hvort af byggingu hótelsins verður er þó ekki
að vænta fyrr en á næsta ári. Þetta sagði Hörður Sigurgestsson for-
stjóri Eimskips á blaðamannafundi fyrir skömmu, þar sem kynnt var
afkoma félagsins á fyrri hluta ársins.
Engin ákvörðun hefur ennþá ver- okkur ekki í.“
ið tekin um hótelbyggingu. „Við
erum að endurmeta fjárhagsgrund-
völl fyrir hótelbyggingu," sagði
Hörður. „Það er stórt verkefni, upp
á tvo til tvo og hálfan milljarð króna
og það er verkefni sem við flýtum
Hann sagði vonast til að fyrir
mitt næsta ár, 1991, verði tekin
ákvörðun um hvort af bygginunni
verður eða ekki.
Hörður sagði að ef talið verður
fysilegt að halda áfram með þetta
verkefni, og byggja hótel, verði að
undirbúa það mjög vel. „Við mund-
um stefna að því, ef jákvæð niður-
staða kemur út úr okkar athugun-
um, að stofnað verði um þetta sér-
stakt fyrirtæki þar sem Eimskip
yrði aðeins hluti, minnihluti, og við
mundum leita eftir þátttöku inn-
lendra og erlendra aðila í slíku
hlutafélagi. Það er líka alveg ljóst
að fjármagnið til þess að byggja upp
nýtt hótel mundi að mestu leyti
þurfa að koma erlendis frá,“ sagði
Hörður Sigurgestsson.
■ Skrifstofutækni"
5 Nútímanám
! hjá traustum aðila
i Tölvuskóli íslands
. . Þ.6 ,jojiið til kl.2