Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 04.09.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 September - Septem ________Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Það er mikil og merk sýning, sem þessar vikurnar er uppi á Kjarvals- stöðum og er úttekt á September- hópnum svonefnda, sem starfaði frá 1947-52 og framhaldi hans Septem, sem nú lýkur starfsemi sinni er hófst 1974. Septembersýningamar urðu aldrei fleiri en fjórar, enda var und- iraldan stríð- í hópnum, en hins veg- ar tókst Valtý Péturssyni með hörku sinni og dugnaði að gera sýningar Septem-hópsins að árviss- um viðburði. Síðasta sýningin 1988 var helguð Valtý og sýningin í ár er hin síðasta, enda virðist vanta drifkraftinn í hópinn eftir að hann féll frá sbr. að engin sýning var haldin á sl. ári. Segja má, að Septemberhópurinn hafi átt það sammerkt með hinum nafnkennda Cobra listhóp að starfa stutt, en hafa þeim mun meiri áhrif og vekja meira umtal og athygli, en andstætt við Cobra hópinn þá héldu þeir ekki áfram að þróa og dýpka myndmál sitt, heldur breytt- ist list þeirra flestra í takt við nýja strauma að utan. Astæðuna má í senn telja ein- angrunina og svo, að þróun þeirra var á annan veg, átti ekki jafn djúp- ar rætur í hefðinni og því var niður- rif fyrri gilda með nokkuð öðrum hætti. Hvað Cobra meðlimina snerti, þá breyttist myndmál þeirra furðulítið í tímans rás og ganga margir ennþá út frá upprunalegum grímuformum svo og frjálslegri mótun forma í ætt við list barna og frumstæðra. Enginn talar þó um endurtekn- ingar í skrifum sínum um list þeirra, enda er ekki um slíkt að ræða, heldur þróun ákveðinna hugmynda og myndstfls. Greinarhöfundur fylgdist með öllum Septembersýningunum í gamla daga og hefur fjallað um allar fímmtán undangengnar Septem-sýningar hér í blaðinu, nema að hann hafí einhvem tímann verið í útlandinu, er þær bar að, svo að hann ætti að vera vel kunn- ur þessum listamönnum. Jafnframt fylgdist hann grannt með þróuninni hjá samherjum þeirra í Kaup- mannahöfn á námsárum sínum 1950-52, en þá voru þessi viðhorf í miklum blóma þar í borg, þótt langt væri í það, að þau hefðu hlot- ið viðurkenningu. Skoðaði t.d. allar sýningar í Trefoldigheden, sem var skáli abstraktmálaranna í nágrenni Oslo Plads og Nybodeme. Líti maður svo til baka, þá vom þetta merkileg ár, mikilla sviptinga °g getjunar, en því skal ekki neit- að, að mikil harka var í mönnum og á tímabili einsýni, sem á ekki skylt við neitt annað en svörtustu íhaldsemi. Það á amk. ekkert skylt við fijálslyndi, eins og glöggt hefur komið fram í Austur-Evrópu á síðustu mánuðum, að halda fram einni stefnu fram yfír allar aðrar og gera það af ósveigjanleika og óbilgimi. Septembermenn og abstrakt- málarar útlandsins lentu því seinna ekki síður í andstöðu við nýjar hrær- ingar en fyrirrennarar þeirra og voru jafnvel á stundum ennþá harð- ari í dómum sínum um framúr- stefnulistir dagsins en þeir. Menn mega vera minnugir þess, að gerð var hörð ómerkingarhríð að Septem-sýningunum af seinni tíma núlistamönnum og handbend- um þeirra. En engin ein gild stefna í listum er annarri æðri eins og fram hefur komið, og fyrri tíma óhlutlægir málarar hafa flestir ræktað sinn garð á bak við tjöldin, hvað sem því leið sem var efst á baugi í há- borgum listanna. Það eru og ein- mitt þeir, sem eru svo áberandi og nafnkenndir í dag eftir að hafa verið í skugga hugmyndafræði svo- nefndra nýlista um langt skeið. Skrifstofutækni er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugremar, viðskiptagreinar og tungu- mál í skemmtilegum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð a notkun tölva í atvinnulífínu. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem slaifstomtæknai Vandað nám og námsgögn sem hafa verið að þróast síðastliðin 4 án Reyndir leiðbeinendur. Sjón er sögu ríkari. Komau til okkar í Borgar- tun 28 og líttu á aðstöðuna og námsgöenin eða hringdu í síma 687590 og fáðu sendan bælding. Innritun er hafin. Ama Botg xitari forstjóra á Hrafnistu: mga i að laera aö nbta PC- Ijöijreytni skrif- stofutaebmmar réði því að ég settist á daáahekk hjá TSvu- skóla Reykjavílair og svo ldst mér ljómandi vd á skólarm. Nándð var alit hið gagnkgasta og mjflg gaman aö setjast Stur á skólabekk. • • É TOLUUSKOLI REVKJflWHUR BORGARTÚNI 28 S:687590 Gríma — Verk eftir Valtý Pétursson. Allt þetta er mikilvægt að athuga við skoðun sýningarinnar að Kjar- valsstöðum, því að fram kemur ein- mitt að flestir meðlima samtakanna fara mjög að dýpka listrænan þroska sinn, er þeir taka upp sam- felld vinnubrögð og hætta að eltast við nýjungamar að utan, gerast íhaldsamir, en á þann veg að það losar einmitt um athafnafrelsi þeirra á myndfletinum og almennan tjákraft. Allir, sem með myndlist fylgjast hérlendis, vita hve hart var deilt á Septembersýningamar í gamla daga og aðra þá sem aðhylltust sértæka listtúlkun. En það merki- lega við þetta er að sjaldnast var njögulegt að nefna þessa menn hreina abstrakt-málara, því að þeir studdust mjög við þekkjanleg fyrir- bæri úr hlutveruleikanum. En með- ferð þeirra á viðfangsefninu var önnur og óhlutlægari en áður hafði sést hér á landi og í því fólst um- byltingin. Sértæku málverkin lutu þó fyrir margt sömu fagurfræðilegu lög- málum og þau hlutlægu hvað upp- byggingu forma og lita snerti svo og myndrænt innsæi. Þannig em mörg óhlutlæg málverk mun mark- vissari í byggingu en þau hlutlægu og á það bæði við um strangflata- listina (geometríuna) og bygginga- fræðilegu listina (konstmktivism- ann). Löngu hefur komið fram, að deil- urnar voru um margt á misskilningi byggðar, enda var almennur hugs- unarháttur stærra atriði en mynd- ræn lögmál og þannig vom sumir málaranir jafnvígir á óhlutlæga list sem hlutlæga sbr. Picasso, Picabia, Hélion o.fl. En satt að segja voru talsmenn beggja jafn ósveigjanlegir og töldu þá svikara sem bmgðu út af „réttri stefnu“ og þannig voru þessir þrír litnir hornauga af mörgum hrein- trúarsinnum og jafnvel fordæmdir og þá vel að merkja fyrir mynd- rænt fijálslyndi sitt! Þessar stríðandi fýlkingar eiga þannig í ljósi þróunarinnar meira sameiginlegt en þeim hefði nokkum tíma dottið í hug eða viljað viður- kenna. Þannig er rökfræði tímans eins konar æðsti dómstóll, hæstiréttur og staðfestir vissulega þann forna framslátt, að tíminn einn sker úr um gildi listaverka. Einkennandi var vissa ýmissa um óskeikulleika og gildi hins nýja svo að jaðraði við sértrúarbrögð, og að hið eldra skyldi brennt og allra helst sprengt í loft upp! Einsýnin var svo mikil, að t.d. hinn mikli danski myndhöggvari Robert Jacobsen, sem dvaldi hafði í París í 15 ár, ákvað þá fyrst fímmtugur að aldri (1960) að skoða Louvre- safnið með vini sínum franska mál- aranum og rökfræðingnum Jean Deyrolle, en sá hafði mun meiri skilning á þeirri list fortíðarinnar, sem það safn hefur að geyma. Það eitt segir heilmargt um hugs- unarhátt tímanna. Hið mikilvægasta við þessa út- tekt að Kjarvalsstöðum er kannski ekki sýningin sjálf heldur hvernig búið er að henni, en gefín hefur verið út vegleg sýningarskrá, ríku- lega myndskreytt og með ýmsum heimildum um fortíðina. Mun það vera gert með fulltingi Menningar- málanefndar Reykjavíkurborgar, sem þar hefur unnið gott og nyt- samt verk, því að satt að segja eru heimildir um hinar 15 sýningar Septem-hópsins harla litlar vegna hve lítið var hugað að því atriði. Hins vegar voru sýningarskrár Septembersýninganna forðum Undirbúningur að borg- aralegri fermingu Á HÁIJSTI komanda hefst undirbúningur að borgaralegri ferm- ingu í þriðja sinn. Alls hafa 26 ungmenni verið fermd síðastliðna tvo vetur og nokkru fleiri sótt námskeiðin. Ráðgert er að hefja starfið nú með ferðalagi í einn til tvo daga. Síðan tekur við námskeið með svipuðu sniði og verið hefur. Er það einu sinni í viku í um 15 skipti og verða eftirtalin efni rædd m.a.: Siðfræði, lífsskoðanir, samskipti foreldra og unglinga, réttur ungl- inga í samfélaginu, jafnrétti, mannréttindi, samskipti kynjanna, friðarmál, umhverfismál og vímu- efni. Lögð er áhersla á að fá sem hæfasta fyrirlesara um þessi efni. Jafnframt er hvatt til skoðana- skipta af hálfu unglinganna að fyrirlestri loknum. Þátttakendur greiða námskeiðsgjald. Ungmenn- in og aðstandendur þeirra sjá um að skipuleggja fermingarathöfn- ina í samráði við undirbúningshóp. Öll ungmenni fædd 1977 og fyrr geta tekið þátt í námskeiðinu og síðan ákveðið hvort þau vilja ferm- ast. Áhugafólk um borgaralegar at- hafnir stofnaði í febrúar sl. með sér samtök sem nefnast Siðmennt og hafa þau veg og vanda að nám- skeiðshaldinu nú. Vegna skipulagningarinnar er mikilvægt að fá sem fyrst nokkra mynd af þeim fjölda sem verður á námskeiðinu og því er þeim sem hafa áhuga eða vilja skrá sig bent á að hafa samband við Hope Knútsson sem einnig veitir nánari upplýsingar. (Úr fréttatilkynningu frá Siðmcnnt.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.