Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 20

Morgunblaðið - 04.09.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 T DÓMKIRKJAN í REYKIAVÍK Kuhmo-rallmótið: Krislján Jónsson frá Snorrastöðum látinn KRISTJÁN Jórisson frá Snorra- stöðum Hnappadalssýslu lést föstudaginn 31. ágúst sl. á 94 aldursári. Kristján gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir hérað sitt. Hann var alla tíð ungmennafélagshug- sjóninni trúr og sat í stjómum ungmennafélagsins Eldborgar og Héraðssambands Snæf. og Hnappadalssýslu um áratuga skeið. Hann var í áfengisvama- nefnd í fjölda mörg ár og mikill áhugamaður um áfengisvamir. Hann bar hag íslenskrar tungu mjög fyrir bijósti og var einn af heimildarmönnum Orðabókar Há- skóla íslands í áratugi. Kristján sinnti ýmsum fræði- störfum til æviloka. Hann var fæddur á Snorrastöðum og bjó þar alla tíð ásamt bróður sínum Svein- birni Jónssyni kennara og oddvita og konu hans Margréti Jóhannes- dóttur. Síðustu æviárin dvaldi Kristján á Dvalarheimili aldraðra, Borgar- nesi. Kristján Jónsson Allt búið. Jón Ragnarsson og Halldór Jóhannesson viðgerðarmaður í þungum þönkum eftir að hafa tapað rallinu á síðustu stundu. Dýr yfirhalning á vél bílsins í Englandi fyrir keppni reyndist dýrkeypt og handvömm þarlends fyrirtækis kostaði þá öruggan sigur. að síður. Viðgerðarliðið skoðaði vélina, en ekkert fékkst að gert. Við héldum þá til baka með vélina fretandi, en 5 km síðar fór olíu- þiýstingurinn og þá var ekkert annnað að gera en drepa á vélinni. Rallið því búið.“ „Vélin bilaði vegna mistaka í Englandi. Ég sendi vélina í dýra yfirhalningu fyrir keppnina, en hún kom til baka með lélegri hedd- pakkningu. Það kom strax í ljós í byijun keppninnar, en við reyndum að láta dæmið ganga upp engu að síður,“ sagði Jón Ragnarsson. Rall- ið varð því þeim feðgum kostnaðar- samt og sem dæmi má nefna að þeir höfðu spænt upp 35 sóluðum dekkjum á leið í toppsætið. Hedd- pakkningin léiega var því dýrkeypt. En sigurvegararnir, Ólafur og Halldór, fóru framúr biluðum bíl feðgana og óku áhyggjulaust til endamarks. „Við vorum orðnir von- litlir um sigur fyrir síðasta daginn. Við höfðum ekið stíft en áhættu- laust, en héldum okkur nógu ná- lægt toppunum til að ná forystu við óhapp eða bilanir. Það var hins- vegar sárt fyrir feðgana að tapa svona á endasprettinum eftir frá- bæran akstur Rúnars,“ sagði Ólafur Siguijónsson. „Við fórum á fullu af stað, en fundum að við vorum ekki í nægi- legri þjálfun til að veita mótspymu, ákváðum því að fylgja í kjölfarið. Á endanum var það herbragð sem virkaði. Leiðirnar voru skemmtileg- ar, þó fannst mér Kjalvegur full hættulegur, en Djúpavatnsleið hins- vegar einstök rallleið. Keppnin var mjög erfið en skemmtileg," sagði Ólafur. Lokastaðan í Kuhmo-rallinu: 1. Ólafur Siguijónsson/Halldór Siguijónsson, Talbot 5:11,02 2. Þröstur Reynisson/Viktor Sigurðsson, Escort 5:58,07 3. Jón E. Halldórsson/Birgir Guðnason, Lanc'er 6:25,35 4. Pétur Guðjónsson/Magnús Tryggvason, Escort 6:57,52 5. Phlip Goubert/Guðbjörn Grímsson, Fiat 7:04,00 6. Úlfar Eysteinsson/Guðmundur T. Gíslas., Camaro 7:44,57 - G.R. Finnskar haustkápur, þýskir ullarjakkar v/Laugalæk, sími 33755. Fríðjón Sveinbjömsson sparísjóðsstjórí látínn FRIÐJÓN Sveinbjörnsson spari- sjóðsstjóri í Borgarnesi varð bráðkvaddur 1. september síðastliðinn, á æskuheimili sínu, Snorrastöðum í Kolbeinsstaða- hreppi. Friðjón Sveinbjömsson var fædd- ur 11. mars 1933, sonur Svein- bjöms Jónssonar kennara á Snorra- stöðum og Margrétar Jóhannsdótt- ur. Friðjón bjó í Borgarnesi frá tvítugsaldri og starfaði við Spari- sjóð Mýrasýslu í 33 ár, þar af sem sparisjóðsstjóri í 29 ár. Friðjón sat í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða og var formað- ur í 4 ár. Hann sat einnig í stjórn Tryggingasjóðs sparisjóða. Friðjón var forsvarsmaður Tónlistarfélags Borgarfjarðar í 20 ár og var virkur í kórstarfi. Hann starfaði mikið í leikdeild ungmennafélagsins, og sat í stjórn minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar skálds. Þá var Friðjón fréttaritari Ríkisútvarpsins í fjölda ára. Friðjón Sveinbjömsson lætur eft- ir sig eiginkonu, Björk Halldórs- dóttur. Þau eignuðust þijár dætur. Friðjón Sveinbjörnsson Meistararnir nýttu sér áfall feðganna EF einhverntímann hefur komið upp dramatískt atvik í rallkeppni þá henti það í Kuhmo-alþjóðarall- inu um helgina. Þegar aðeins 30 km af rúmlega 500 voru eftir á sérleiðum missti feðgarnir Rúnar Jonsson og Jón Ragnarsson af sigri, þegar vélarbilun varð. Þeir höfðu ekið snilldarvel alla keppn- ina og náðu forystu á öðrum degi af fjórum. Bræðurnir Olafur og Halldór Siguijónssynir höfðu fylgt þeim eins og skugginn, ekið stíft en án áhættu. Þeir uppskáru sigurlaunin á lokasprettinum og unnu þv.í alþjóðarallið annað árið í röð á Talbot Lotus. Kuhmo-rall Hjólbarðahallarinnar var rúmlega 1200 km og hófst um miðja síðustu viku. Átján keppendur lögðu af stað, en aðeins tveir erlend- ir keppnisbflar voru með. Annar þeirra, Fiat Uno Frakkans Philip Gooubert, skilaði sér í endamark, ásamt þeim fimm bílum öðmm sem tókst að ljúka keppni. Strax í byij- un annars dags féllu Ásgeir Sig- urðsson og Bragi Guðmundsson á Metro úr leik, þegar bfll þeirra fór útaf á Kaldadal. Þá höfðu feðg- amir Jón og Rúnar saxað verulega Bæklingiir um Dóm- kirkjuna gefínn út DÓMKIRKJAN í Reykjavík hefur gefið út litprentaðan bækling með ágripi af sögu kirkjunnar og lýsingu á kirkjuhúsinu og gripum þess. Texti bæklingsins er eftir sr. Þóri Stephensen, stað- arhaldara i Viðey og fyrrverandi dómkirkjuprest. í bæklingnum er meðal annars birt ný mynd af timburkirkjunni við Aðalstræti, forvera kirkjunnar við Austurvöll, eins og gizkað er á að hún hafi litið út samkvæmt rituðum heimildum, úttektum í biskupsvísit- asíum. Rakin er stuttlega bygg- ingarsaga Dómkirkjunnar og stíleinkennum hennar lýst. í bæklingnum er sagt frá lista- verkum er kirkjuna prýða, altaris- búnaði, skrúða og öðrum gripum kirkjunnar. í ritinu er einnig að finna upplýsingar um messutíma og hvenær kirkjan er opin. Bækl- ingurinn fæst í Dómkirkjunni og kostar 100 krónur. Enn sem komið er fæst hann aðeins á íslenzku, en Forsíða bæklings um Dómkirkj- una. verið er að ganga frá enskri þýð- ingu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. Bræðumir Ólafur og Halldór Signrjónssynir frá Kelfavík óku af öryggi alla keppni og unnu alþjóðarallið annað árið i röð. á forskot þeirra og tóku við óhapp- ið forystu í keppninni. „Við náðum upp góðum akstri og samspili í bílnum, sem skilaði góðum akst- urstímum," sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. „Þegar við vorum komnir með gott forskot ákváðum við að aka af öryggi á leiðarenda. Síðasta daginn var sigurinn í sjón- máli og við ókum Dómadalsleið. Þá kom eitthvað furðuhljóð úr vélar- salnum, en við lukum leiðinni engu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.