Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990
21
BHMR-félagar reistu ríkisstjóm-
inni níðstöng með þorskhausi
STARFSEMI ríkisstofnana rask-
aðist nokkuð í gær þegar á milli
300-400 félagar í aðildarfélögum
BHMR söfnuðust saman fyrir utan
launaskrifstofu ríkisins í gær-
morgun og kröfðust skýringa á
4,5% launalækkun sem þeir urðu
fyrir um nýliðin mánaðarmót
vegna bráðabirgðalaga ríkis-
stjórnarinnar. Fyrir utan stjórnar-
ráðið reistu BHMR-menn rikis-
stjórninni níðstöng með þorsk-
hausi. Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðlierra hefur óskað eft-
ir fundi með fulltrúum aðildarfé-
laga BHMR til að ræða um saman-
burð á kjörum háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna og þeirra sem
hafa sambærilega menntun og
vinna hliðstæð störf á almennum
markaði.
Sendinefnd aðildarfélaganna
freistaði þess að ná fundum Ólafs
Ragnars Grímssonar fjármálaráð-
herra og Steingríms Hermannssonar.
forsætisráðherra og fá skýringar
þeirra á kjaraskerðingunni en emb-
ættismenn í ráðuneytunum urðu fyr-
ir svörum í fjarveru ráðherranna.
Fyrir utan stjórnarráðið var svo-
felld ályktun BHMR-manna til for-
sætisráðherra lesin: „Félagsmenn í
aðildarfélögum BHMR krefjast þess
að þú dragir bráðabirgðalögin þegar
til baka og efnir þann kjarasamning
sem þú ásamt öðrum ráðherrum
ríkisstjórnarinnar gerðir við starfs-
menn. Við minnumst nú sérstaklega
bréfa þinna frá fyrri árum með lof-
orðum um leiðréttingu launa sem öll
voru svikin Tímabil biekkinganna er
liðið. Krafa okkar er: Samningana í
gildi.“
BHMR-menn reistu síðan ríkis-
stjórninni níðstöng fyrir utan stjórn-
arráðið og í hádeginu var fjölmennur
Morgunblaðið/Bjami
Ólafur Karvel Pálsson, formaður
aðgerðarnefndar BHMR, reisir
ríkisstjórninni níðstöng á lóð
stjórnarráðsins.
MorgunblaOið/iSinar í'alur
BHMR-félagar ijölmenntu í Templarahöllina í gær að lokinni athöfn
við stjórnarráðið. Á fundinum var meðal annars ljallað um bréf Qár-
málaráðherra til aðildarfélaga BHMR. Fremstan á myndinni má sjá
Pál Halldórsson, formann BHMR.
fundur BHMR-félaga í Templarahöll-
inni.
Stjórn Prestafélags íslands hefur
lýst því yfir að hún harmi þann þátt
í mótmælum aðildarfélaga BHMR
að reisa níðstöng. í yfirlýsingunni
segir að þessi ógeðfellda athöfn hafi
komið stjóm Prestafélags íslands í
opna skjöldu og hún firri sig allri
ábyrgð á slíku athæfi.
í bréfi sem íjármálaráðherra hefur
sent forystumönnum aðildarfélaga
BHMR harmar hann að nauðsynlegt
hefði reynst að setja bráðabirgðalög
3. ágúst síðastlinn. í bréfinu segir
jafnframt: „Það er skýr vilji ríkis-
stjórnarinnar að haldið verði áfram
til loka því starfi sem hafið er við
samanburð á kjörum háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna og þeirra sem
hafa sambærilega menntun og vinna
hliðstæð störf en taka ekki laun sam-
kvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna.“
Birgir Björn Siguijónsson hag-
fræðingur BHMR sagði að bráða-
birgðalög giltu til 15. september
1991 um efni samnings BHMR.
„Þess vegna er ekki ljóst hvað við-
ræður geta haft upp á sig meðan
þessi ríkisstjóm situr nema þá til
þess að draga bráðabirgðalögin til
baka. Eg átta mig því ekki á olnboga-
rými ráðherrans til að semja,“ sagði
Birgir Bjöm.
Ljósmyndastofurnar :
Barna- og fjölskyldumyndir
Reykjavik
sími: 12644
•
Mynd Hafnarfirði
simi: 54207
•
. Ljósmyndastofa Kópavogs
Sími: 43020
•
Öllum okkar tökum fylgja tvær
prufustækkanir 20x25 cm.
Óbreytt verð í heilt ár
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásjdiim Moggans! y
Fáanlegur með framhjóladrifi
eða sítengdu aldrifi
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
sími 91-674000