Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 22

Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA Margaret Thatcher: Hervaldi kann að verða beitt án til- lits til gíslanna Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, vandaði Saddam Hussein Iraksforseta ekki kveðjurnar í viðtali við bresku ITV sjónvarps- stöðina á sunnudag. Sagði hún m.a. að Saddam kynni hugsanlega að verða dreginn fyrir rétt fyrir stríðsglæpi. Sérstaka athygli vöktu þau ummæli Thatcher að nauðsynlegt kynni að reynast að beita hervaldi í Persaflóadeilunni þó svo írakar hefðu fjölda Vesturlandabúa á valdi sínu bæði í írak og Kúvæt. sé vitskertur. Eg tel hann vera út- smoginn rudda, sem ber enga virð- ingu fyrir réttindum og friðhelgi ein- staklingsins." Að sögn breska útvarpsins BBC brást Saddam Hussein hinn versti við þessum ummælum breska for- sætisráðherrans. Sagði í tilkynningu stjómvalda í íran að Margaret That- cher væri „ómanneskjuleg og sjálfs- elsk gömul kerlingarnom", sem enn fylgdi í einu og öllu hugmyndafræði og yfirráðastefnu heimsvaldasinna. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hitti krónprins Kúvæt, Saad al-Abdulla al-Sabah, i forsætisráðherrabústaðnum í London í gær. Krónprinsinn lýsti m.a. þakklæti sínu fyrir stuðning Breta við Kúvæta siðan írakar réðust inn i landið. Margaret Thatcher var m.a. spurð hvort sú staðreynd að írakar héldu ijölda óbreyttra borgara í gíslingu kæmi til með að hafa áhrif á hugsan- legar hemaðaraðgerðir gegn írökum. „Því miður þyrftum við að grípa til viðeigandi aðgerða, sem við teldum nauðsynlegar til að stöðva einræðis- herrann þó svo hann hefði enn gísla á valdi sínu,“ sagði breski forsætis- ráðherrann. Hún sagði að margir mánuðir kynnu að líða þar til Irakar tækju að finna fyrir refsiaðgerðum heims- byggðarinnar vegna innrásarinnar í Kúvæt og kvaðst ekki vilja leiða getum að því hvemig Persaflóadeil- unni kynni að lykta. Hún kvaðst hins vegar telja að einhugur og samstaða um framkvæmd refsiaðgerðanna drægi úr h'kunum á átökum og bar lof á George Bush Bandaríkjaforseta fyrir framgöngu hans í Persaflóadeil- unni. Thatcher sagði að ráðamenn í írak kynnu að verða ákærðir fyrir stríðsglæpi og dregnir fyrir alþjóða- dómstóla líkt og þýskir ráðamenn eftir síðari heimsstyrjöldina. ummæifsítm™damtrHÍstei?íí Málgagii Sovétstjómarinnar lofar framgöngu Bush Bandaríkjaforseta Reuter Hernaðaruppbygging Bandaríkjamanna við Persaflóa: Sovéskir ráðamenn vísa gagnrýni herforingja á bug aksforseta. Hún sagði hann mdda- legan einræðisherra og ógæfumann, sem leitaði skjóls í pilsföldum kvenna. Hún kvaðst á hinn bóginn ekki telja að Saddam væri öldungis vitfírrtur. „Ég lít ekki svo á að hann Leiðtogafundur í Helsinki: Undirbúningur án fyrirvara Heisinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunhlaðsins. FINNAR verða að undirbúa leið- togafund risaveldanna með styst- um fyrirvara sem hingað til hefúr gefist í svipuðum tilvikum. Á tæpri viku verða Finnar að skipuleggja vinnuaðstöðu um 2.000 frétta- manna auk fylgdarliðs þeirra Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta. Var ákvörðun uin fundinn, sem verður á sunnudag, tekin sl. laugardag. íslendingar höfðu 11 daga til undirbúnings fundar for- seta Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í Reykjavík árið 1986. Finnar hafa samt þó nokkuð góða reynslu af skipulagningu ráðstefna og heimsókna heimsleiðtoga því á síðastliðnum rúmlega tveimur árum hafa Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, Jóhannes Páll páfí og Gorbatsjov heimsótt Helsinki. Þar að auki hafa þar fyrr á árum verið haldnar m.a. RÖSE-ráðstefnur. Aldr- ei fyrr hefur þó fundur af þessu tagi verið skipulagður með svo stuttum fyrirvara. Seint í gær var ekki enn vitað nákvæmlega hvar í Helsinki leiðtogafundurinn á að eiga sér stað. Mauno Koivista Finnlandsforseti frétti af áformum þeirra George Bush og Míkhaíls Gorbatsjovs á laug- ardag, aðeins nokkrum klukkutímum áður en Bandaríkjaforseti skýrði frá fundinum á fréttamannafundi í sum- arhúsi sínu í Kennebunkport. Finnar telja ekki að Helsinki hafí orðið fyrir valinu af neinum pólitískum ástæð- um. Pertti Paasio utanríkisráðherra sagði strax á sunnudag að Finnar yrðu aðeins tæknilegir gestgjafar. Leiðtogafundurinn á ekki að standa nema éirni dag.—..._________ Moskvu. Reuter. ÁTÖK milli íraka og Bandaríkjamanna myndu spilia þeirri þíðu sem ríkt hefur í samskiptum austurs og vesturs að undanförnu. Þessi skoðun kemur fram í grein er sovéskur dálkahöfundur, Gennadíj Vasílíjev, ritaði í Prövdu, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, á sunndag. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanrikisráðuneyt- isins, kvaðst í gær vera ósammála þessu mati en svo virðist sem sovéska herforingja og ráðamenn þar eystra greini á um hvemig bregðast beri við gríðarlegri hernaðaruppbyggingu Bandaríkja- manna við Persaflóa. ur ítrekað hvatt til þess að Persa- ffóadeilan verði leyst með friðsam- legum hætti en svo virðist sem hann sæti vaxandi þrýstingi af hálfu herforingja innan Rauða hers- ins um að mótmæla vígvæðingu Bandaríkjamanna á þessum slóð- um. I gegnum tíðina hafa sovéskir herforingjar jafnan litið svo á að hernaðaruppbygging Bandaríkja- manna í þessum heimshluta feli í sér ógnun við öryggi Sovétríkjanna. Yfirmáður herforingjaráðs Var- sjárbandalagsins, Vladímír Lobov, ítrekaði þetta sjónarmið í síðustu viku. Lobov sagði á fimmtudag að viðbúnaður Bandaríkjamanna við Persaflóa gæti gert að engu Vínar- í grein sinni í Prövdu sagði Vasílíjev að enn væri ráðrúm til að koma í veg fyrir hernaðarátök við Persaflóa. Kvaðt hann telja helm- ingslíkur á því að deilan yrði leyst eftir pólitískum Ieiðum. Vasílíjev sagði að stríð milli Bandaríkja- manna og íraka myndi ekki einung- is hafa dauða og eyðileggingu í för með sér. Átök myndu einnig spilla stórlega þeirri jákvæðu þróun sem hafin væri í samskiptum austurs og vesturs. Vígvæðing og öryggi Sovétríkjanna Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, hef- viðræðumar milli austurs og vest- urs um fækkun liðsafla og vígtóla í Evrópu. Hann lét þessi orð falla á fundi með alþjóðanefnd sovéska fulltrúaþingsins og bætti við að hernaðaruppbygging Bandaríkja- manna gæti raskað vígbúnaðarjafn- væginu um heim allan og jafnvel orðið til þess að hafa áhrif á rás atburða í lýðveldum í suðurhluta Sovétríkjanna svo sem Armeníu og Azerbajdzhan. Viðbrögð Bush forseta lofúð Þessari ádrepu Lobovs vísaði Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, heim til föðurhúsanna á fundi með fréttamönnum austur í Moskvu í gær. Kvaðst hann ekki sjá hvernig viðbúnaður Bandaríkjamanna gæti haft neikvæð áhrif á Vínarviðræð- urnar þar eð þær snemst um fækk- un hermanna og vopna í Evrópu. Talsmaðurinn minnti á að Saudi- Arabar hefðu óskað eftir vernd Bandaríkjamanna þegar Saddam Hussein sendi liðsafla íraka inn í Kúvæt. Tilgangurinn með veru her- liðsins í Saudi-Arabíu væri sá að veija landið. „Bandaríkjamenn áttu ekki fmmkvæðið, þeir neyddust til að kalla herliðið út vegna árásar- stefnu íraka,“ sagði Gerasímov. Aðspurður um grein Vasílíjevs sagði Gerasímov að í henni kæmu aðeins fram einkaskoðanir höfund- arins. í fomstugrein sem birt var í gær á forsíðu Ízvestíja, málgagns Sovét- stjórnarinnar, er framganga George Bush Bandaríkjaforseta í Persaflóa- deilunni lofuð. Segir greinarhöfund- ur að sökum snöggra viðbragða Bandaríkjamanna á hernaðarsvið- inu hafi tekist að koma í veg fyrir hugsanlega innrás íraka í Saudi- Arabíu. Að auki hafi Bandaríkjafor- seta og bandamönnum hans tekist að auka til muna bæði efnahagsleg- an og pólitískan þrýsting gagnvart Irökum. 700 vestrænum gíslum flogið heim: Yersnandi ástand medal flótta- manna við landamærí Iraks Nikosiu, Ruwcished, Habur, London. Reuter. YFIR hundrað þúsund manns frá ýmsum þriðjaheimsríkjum bíða nú við landamæri Iraks að Jórdaníu og Tyrklandi eftir að fá brottfararleyfí og skortir marga vatn, mat og Ijöld. 1.200 manns komust yfir landamærin til Tyrldands á sunnudag og skýrðu þeir frá því að sjúkdómar herjuðu á marga sem biðu handan landamæranna; tveir væru þegar látnir. Þúsundir manna frá Asíulöndum bíða í eyðimörkinni við jórdönsku landamærin. Fjór- ar flugvélar fluttu um 700 vestræna og japanska gísla, konur og börn, frá Irak um helgina en óljóst er hve margir að auki fá að fara. Breskir gíslar, alls 199 manns, komu heim á sunnudag og meðal þeirra voru konur sem Saddam Hussein íraksforseti ræddi við í sjónvarpsþáttum fyrir skömmu þar sem hann reyndi að veija aðgerðir sínar. Þær sögðu að gíslarnir hefðu neitað að lesa upp- hátt áróðursyfirlýsingu þar sem sagði að gíslarnir nytu dvalarinn- arrí landinu. Bandaríski stjóm- málamaðurinn Jesse Jackson kom til London með sömu flugvél en hann fór til Bagdad til að taka viðtal við Saddam. Jackson hélt á Stuart Lockwood, fimm ára göml- um, breskum dreng, niður land- ganginn en Lockwood varð heims- þekktur er Saddam ræddi við hann í öðrum sjónvarpsþættinum. Breska útvarpið BBC sagði að aftur hefði stjórnmálamaður not- að Lockwood „í áróðursskyni." Japönsk stjómvöld fögnuðu heim- komu kvenna og bama en for- dæmdu jafnframt Saddam forseta sem enn hefur mörg þúsund vest- ræna og japanska gísla á sínu valdi. Ástandið er víða hörmulegt við landamæri íraks. „Herra forseti, í tvo daga höfum við hvorki feng- ið vott né þurrt,“ sagði í skilaboð- um hóps fólks frá Sri Lanka til stjórnvalda sinna en fólkið bíður við jórdönsku landamærin. „Okk- ur líður ekki vel. Það er mjög heitt hér í eyðimörkinni." Hjálpar- stofnanir Sameinuðu þjóðanna segja að skortur á samgöngutækj- um valdi því að hægt gangi að koma hjálpargögnum á vettvang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.