Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 23

Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 23 Róttækar efnahagstillögur lagðar fyrir þing Rússlands: Jeltsín boðar uppgjör við til- skipanaveldi Sovétkerfísins Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, stærsta lýðveldis Sovétrílganna, hvatti til þess í ræðu á þingi í gær að samþykkt yrði áætlun um úrbætur á vettvangi efnahagsmála sem gera myndi að engu „ein- ræði“ Sovétstjórnarinnar. Jeltsín veittist að Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéskra kommúnista, og umbótastefnu hanns. Kvað hann reynslu síðustu fimm ára hafa sannfært Rússa um nauðsyn þess að horfið yrði frá miðstýrðu tilskipanaveldinu, sem kallað hefði örbirgð og ömurleika yfir þjóðina Jeltsín, sem er þekktasti leiðtogi róttækra umbótasinna í Sovétríkj- unum, og ívan Sílayjev, forsætis- ráðherra Rússlands, lögðu báðir á það áherslu í ræðum sínum á þingi lýðveldisins í gær að þingheimur samþykkti nýja áætlun um efna- hagsumbætur.Áætlun þessari væri ætlað að skapa grundvöll fyrir fijálsu hagkerfi í Russlandi, sem innleitt yrði á næstu 18 til 24 mán- uðum. Sögðu báðir að ástæðulaust væri að bíða eftir því að ráðamenn í Kreml hefðu frumkvæði að slíkum uppskurði á öllu hagkerfí Sovétríkj- anna. Sílayjev forsætisráðherra lagði fram áætlun um fráhvarf frá mið- stýrðu tilskipanakerfi, sem hópur sérfræðinga, undir stjórn hagfræð- Kanada: Hermenn mættu engri mótspyrnu Mohawk- indíána við virkistöku Montreal. Reuter. KANADÍSKIR hermenn tóku virki Mohawk-indiána í bænum Oka í Quebec á sunnudag og bundu þar með enda á 53ja daga langa deilu sem spratt af fyrir- hugaðri lagningu golfvallar við bæinn. Þyrlur sveimuðu yfir 350 hermönnum þegar þeir tóku virkið en um 40 vígamenn Mo- hawk-indíána yfirgáfu virkið án þess að veita hermönnum viðnám og hurfu inn í skóginn. Mikið spennuástand hefur ríkt síðan 11. júlí þegar bæjaryfirvöld í Oka tilkynntu að þau hygðust leggja golfvöll á landi sem Mo- hawk-indíánar telja heilagt. Indíán- arnir reistu virki og einn lögreglu- maður beið bana þegar lögreglulið reyndi að framlylgja dómsúrskurði um að rífa þau niður. Deilurnar mögnuðust og indíánar víða í Kanada reistu vega- og járn: brautatálma til stuðnings Mo- hawk-indíánum. Fyrir um tveimur mánuðum breiddust deilurnar út til Kahnawake-vemdarsvæðisins fyrir sunnan Montreal, en Kahnawake- indíánar féllust á miðvikudag á að virki á landi þeirra yrðu tekin niður friðsamlega. Talsmenn Kanadahers sögðu á laugardag að herinn hefði náð yfirráðum yfir Mercier-brúnni, Reuter Hermenn leita að sprengjum í tálma sem Mohawk-indíánar settu upp. Síðar (jarlægðu her- mennirnir tálmann. en um hana liggur ein af aðalum- ferðaræðunum til Montreal, sem Mohawk-indíánar hafa haldið og ekki hleypt umferð á í sjö vikur. Ríkissjóður Kanada hefur keypt landið umdeilda af bæjaryfirvöldum í Oka en ekki er enn ljóst hvað um landið verður. Svíþjóð: Háttsettir lögreglu- menn dregnir fyrir rétt Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbla'ðsins. SEX háttsettir lögreglumenn í Svíþjóð hafa verið dregnir fyrir rétt, sakaðir um að bijóta landslög í tengslum við rannsóknina á morðinu á Olof Palme forsætisráðherra 1986. Einn mannanna er Hans Holm- er, sem var lögreglusljóri í Stokkhólmi og hafði yfirumsjón með rannsókninni en var síðar settur af. Hann hyggst steinþegja við réttarhöldin til að mótmæla því að notuð verða Ieynileg skjöl við þau og nær útilokað að hindra að efni þeirra leki út. Fyrrverandi yfírmaður sænsku öryggislögreglunnar, Sápo, er með- al ákærðra ásamt þremur næst- æðstu undirmönnum sínum. Menn- irnir eru ákærðir fyrir að hafa heim- ilað ólöglegar hleranir, m.a. er kannaðir voru möguleikar á þátt- töku samtaka Kúrda og Palestínu- manna í morðinu. Fyrrverandi yfir- maður sænsku ríkislögreglunnar er einnig á bekknum en allir vísa sak- borningar ákærunum á bug. Þeir segja ýmist að um neyðarrétt hafi verið að ræða ög áthæfið því ekki ingsins Staníslavs Shatalíns, lauk við í síðustu viku. Tillögur þessar voru ræddar á fundum þeirra Jeltsíns og Míkhaíls S. Gorbatsjovs, í síðustu viku. Gorbatsjov kvaðst þá telja áætlunina viðunandi ef tek- in yrðu upp ákveðin atriði úr ann- arri efnahagsáætlun sem unnin var á vegum Sovétstjórnarinnar og Nik- olajs Ryzhkovs forsætisráðherra. Jeltsín lýsti hins vegar yfir því á laugardag að málið þyldi enga bið og hvatti til þess að þing Rússlands samþykkti tillögur Shatalíns. Þær munu m.a. gera ráð fyrir því að ríkisfyrirtæki verði seld hið fyrsta og að tilskipanaveldið verði fært úr höndum embættismannakerfis- ins í Moskvu. Þannig munu yfirvöld í Sovétlýðveldunum 15 fá vald til að ákvarða skattheimtu og móta stefnu á sviði félags- og landbúnað- armála. Sagði Jeltsín að áætlanirn- ar tvær væru ósamrýmanlegar og kvaðst hlynntur því að áætlun Ryz- hkovs yrði varpað fyrir róða. Jafn- framt krafðist Jeltsín afsagnar Ryz- hkovs forsætisráðherra. Tillögum Shatalíns var dreift á þingi Rúss- lands í gær og þykir líklegt að greidd verði um þær atkvæði í næstu viku. í ræðu sinni í gær gerði Jeltsín hagstjórn Gorbatsjovs að umtals- efni. Sagði hann sovéska kommún- istaflokkinn hafa lagt efnahagslíf Rússlands í rúst. Fátækt væri al- menn í lýðveldinu og lífskjörin versnuðu sífellt. Móta þyrfti nýja stefnu hverrar markmið væri end- urreisn Rússlands og frelsun þjóð- arinnar undan alræði Sovétstjórnar- innar. Dúett úr The Dubliners frá írlandi miúvikudaa, fimmtudag, fdstudag og laugardag. Húsið opnað kl. 18.00. Nýi íiskur matseúill á írsku verði. Miðaverð eftir kl. 21.00 aðeins kr. 500,-. OLVER refsivert ellegar þeir hafi ekki vitað neitt um áðurnefndar hleranir. Gera má ráð fyrir því að ekki hefði komið til þessara réttarhalda ef yfirvöldum hefði heppnast að finna morðingja Palme. Holmer hefur krafist þess að málið verði látið niður falla af tilliti til öryggis ríkisins og hefur ákærandinn í málinu farið fram á að 46 af 51 vitni verði yfirheyrt fyrir luktum dyrum. Buist er við að réttarhöldin vari f þijá mánuði. ----- XAFTRAR- v im i i\rin STARFIÐ UFP.QT 10 fíFPT I I Iml I I W ■ Vkil I ■ INNRITUN í ALLA FLOKKA HAFIN ★ Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri ★ Kúrinn 28 + 7 ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar ★ Rólegirtímar ★ Lokaðirflokkar (framhald) ★ Púltímar fyrir ungar og hressar ★ „Lausirtímar" fyrirvaktavinnufólk NÝTT ■ÍÝTT Sér flokkar fyrir 17-23 ára f kúrinn 28+7 Suðurveri, s. 83730 Hraunbergi, s. 79988

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.