Morgunblaðið - 04.09.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.09.1990, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 Morgunblaðið/Rúnar Þór Búseti byggir raðhúsíbúðir Heimir Ingimarsson formaður húsnæðissamvinnufélagsins Búseta á Akureyri tók fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmda við byggingu tíu raðhúsíbúða í Giljahverfi. í húsinu verða fjórar þriggja herbergja íbúðir, fjórar fjögurra herbergja og tvær fimm herbergja. Búseti hefur gert samning við SS-Byggi um byggingu íbúðanna og eiga þær að vera tilbúnar til afhendingar 1. nóvember á næsta ári. „Eg vona að þetta sé lítill áfangi að stórri framtíð. Ég hef þá trú að þetta fyrirkomulag í húsnæðismálum sé komið til með að vera,“ sagði Heimir. Fjórðungssamband Norðlendinga: Ingunn St. Svavarsdóttir kjörin formaður sljórnar Fjórðungsþing Norðlendinga á Sauðárkróki: - segir Jón Þórðarson deildarsljóri í Háskólanum á Akureyri INGUNN St. Svavarsdóttir odd- viti á Kópaskeri var kjörin for- maður stjórnar Fjórðungssam- bands Norðlendinga á þingi þess sem haldið var á Sauðárkróki um helgina. Varaformaður var kjörinn Hilm- ar Kristjánsson á Blönduósi, en aðalmenn úr Norðurlandskjördæmi vestra voru kjörnir þeir Jóhannes Björnsson á Laugabakka og Knútur Aadnegard, Sauðárkróki. Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, var kjörin aðalmaður í stjórn úr Norðurlands- kjördæmi eystra. Á þinginu var kosin sérstök nefnd sem gera á tillögur um verk- efni og starfshætti sambandsins, en í henni eiga sæti þeir Valgarður Hilmarsson, Húnavatnssýslu, Björn Sigurbjörnsson, Skagafjarðar- skýslu, Bjarni Kr. Grímsson, Eyja- fjarðarsýslu, og Björn Guðmunds- son, Þingeyjarsýslu. Auk þeirra mun stjórnin skipa einn mann í nefndina á fyrsta fundi sínum. Morgunblaðið/Margrét Þóra Frá þingi Fjórðungssambands Norðlendinga sem haldið var á Sauðárkróki um helgina. Aðalmál þings- ins var umhverfísmál og einnig var á dagskránni umræðufundur sem bar yfirskriftina: Snúum vörn í sókn — Norðurland á tímamótum. Umræður á þeim fundi snérust að mestu um staðsetningu nýs álvers á íslandi. Spurningin væri því sú, hvar þessum störfum yrði sinnt í framtíðinni. „Það eina sem dugar til að stoppa fólks- strauminn til Reykavíkur er að fá þjónustuna út á landi, það er það sem’ við þurfum,“ sagði Jón. Hann nefndi háskóla sem dæmi, en á þeim aldri sem fólk stundar háskólanám, á milli 20-30 ára, væri það jafnframt að stofna ijölskyldur og því mestar líkur á að það héldi sig á þeim stað þar sem það þegar væri búið að koma sér fyrir. „Við vonum að höfuðáhrif Háskólans á Akureyri verið einmitt þau að okkar nemar setjist að hér í byggðalaginu." Allir staðirnir þrír koma enn til greina Það voru einkum þingmenn kjör- dæmanna tveggja á Norðurlandi sem þátt tóku í almennum umræðum að loknum framsöguerindum og Pálmi Jónsson alþingismaður gerði harða hríð að iðnaðarráðherra. Hann sagði að skort hefði á að yfírskrift fundar- ins væri sómi sýndur og ráðherra hefði ekki á neinn hátt komið inn á tímamót í málefnum Norðlendinga. Hann sagði ekki úr vegi að spyija ráðherra hvort framundan væru tímamóti í atvinnumálum Norðlend- inga; búið væri að ýta undir vænting- ar manna bæði fyrir norðan og aust- an hvað varðaði staðsetningu álvers, glæddar hefðu verið með mönnum vonir og það leiddi til þess að enn áhrifaríkara yrði en ella hver niður- staðan yrði. Halldór Blöndal alþingismaður tók í sama streng og kvaðst hafa vænst þess að gleggri upplýsingar hefðu komið fram á fundinum um álmálið. Þrálátur orðrómur væri í gangi um að Eyjafjörður og Reyðarfjörður kæmu ekki til greina lengur og finna mætti ibrennandi kvíða í bijóstum manna í kjölfar hans. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra taldi upp ókosti þess að þjappa sífellt fleiri fólki saman á tiltölulega litlu svæði og kvaðst hann vonast til þess að þegar ályeri yrði valinn staður yrðu þrengstu byggðahagsmunir Suðurnesjamanna ekki efstir í huga manna. Hann sagði Eyjafjarðar- svæðið hafa alla burði til að taka við verulegum fólksfjölda til viðbótar án þess að mikil uppbygging þyrfti að koma tii. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra fullyrti á þinginu að allir staðirnir þrír, Keilisnes, Eyjafjörður og Reyð- arfjörður kæmu enn til greina. „Allir staðirnir þrír eru enn inn á borðinu, Nprðurland er ekkert horfið.“ Kaffibrennsla Akureyrar: Nýr fram- kvæmdasljóri ÚLFAR Hauksson hefur verið ráðinn framkvæmdasljóri Kaffibrennslu Akureyrar hf. og tekur hann til starfa í október. Úlfar er 38 ára og viðskipta- fræðingur að mennt. Hann starf- aði hjá Akureyrarbæ á árinu 1977-1988 en síðustu tvö árin hefur hann verið fjármálastjóri hjá ístess hf. Úlfar er kvæntur Hólmfríði Andersdóttur og eiga þau tvö börn. ar og sagði m.a. að í kapphlaupinu um hagkvæmnina yrði óneitanlega byggðaröskun. Áður hafi verið hægt að róa frá ýmum útræðum á árabát- um, en nú hefðu blómlegar verstöðv- ar lagst af. Fólk vildi hafa ákveðna þjónustu í kringum sig og gerði það óneitanlega að verkum að huga þyrfti að samdrætti og samþjöppun byggðar. Spurningin væri hÝort íbú- ar flyttu milli staða, eða hvort þeir gætu búið áfram þar sem þeir þegar búa, en sótt þjónustuna á viðráðan- legu verði þangað sem hún er veitt. „Eg spái því að innan 10 ára verði komið á íslandi öðruvísi mynstur byggðar en er í dag,“ sagði Bjarni. Ráðstefnuhúsnæði byggt í stað hafnar Helena Dejak framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nonna á Akur- eyri ræddi um ferðamál og sagði þjónustu við ferðamenn yera eina efnilegustu kvígu í fjósi íslendinga um þessar mundir. Hreint og ómengað land, friðsæl og óspillt nátt- úra væri sú ímynd sem verið væri að selja útlendingum en spyija mætti hvort verið væri að selja svikna vöru, því víða væri pottur brotinn í um- hverfismálum. Þá nefndi hún að allt- of stór hluti ferðamanna kæmi á vegum erlendra ferðaskrifstofa og lagði til að virkar markaðsskrifstofur yrðu settar upp í útlöndum sefti skili þannig peningum heim. Stóran möguleika varðandi upp- byggingu ferðaþjónustu á Norður- landi, sagði Helena vera ráðstefnu- hald. Það sem ef til vill helst vantaði fyrir norðan svo halda mætti stórar ráðstefnur væri viðunandi húsnæði. „Segjum svo að álver komi ekki norð- ur. Væri það þá nokkuð vitlaust ef þeim 4-500 milljónum, sem sveitarfé- lögin á Eyjafjarðai’svæðinu hyggjast leggja í hafnargerð þess vegna, yrði varið í að byggja fullkomna ráðstef- numiðstöð á Akureyri?“ spurði He- lena. Þjónustuna út á landsbyggðina Jón Þórðarson deildarstjóri við Háskólann á Akureyri ræddi um byggðaþróun og á hvern hátt unnt væri að sporna við fólksflótta til Reykjavíkur og sagði það eina sem dygði í þeim efnum væri að flytja þjónustuna út á landsbyggðina. Hann sagðist gera ráð fyrir að at- vinnuþróun yrði með svipuðum hætti hér á landi og í hinum Norðurlöndun- um. Það þýddi að veruleg fækkun ætti eftir að verða í undirstöðuat- vinnugreinum, en fjölgunin yrði í opinberri starfsemi og þjónustu. STAÐSETNING nýs álvers var aðalumræðuefnið á umræðufundi sem haldinn var á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga á laugardag. Yfirskrift fundarins var: Snúum vörn í sókn — Norðurland á tímamót- um. Frummælendur voru fjórir, Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði, Helena Dejak fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nonna og Jón Þórðarson deildar- stjóri við Háskólann á Akureyri. í almennum umræðum að loknum framsöguerindum var greinilegt að staðsetning álvers brann heitast á mönnum. Jón Sigurðsson iðnaðan'áðheira sagðist í upphafi ræðu sinnar vita að í salnum væru sladdir menn sem vildu að hann tæki af skarið um það að hið nýja álver sem verið væri að semja um yrði reist við Eyjafjörð. „Það ætla ég ekki að gera,“ sagði Jón, enda samningum um staðsetn- ingu álvers og raunar ýmis önnur atriði. álmálsins ekki lokið enn. Útlit væri hins vegarfyrir að samkomulag tækist um meginatriði álsamning- anna í þessum mánuði. Iðnaðarráðherra sagði að huga þyrfti að fleiri atriðum en orkufrekri stóriðju, hún væri ekki allsheij- arlausn í atvinnumálum íslendinga. Farsælast taldi hann að stjórnvöld einbeittu sér að því að skapa al- menna umgjörð um atvinnulífið, þar sem framtak, dugnaður og forsjálni einstaklinga fengi notið sín. Hann lagði á það áherslu að hvar svo sem álverið yrði reist myndi það efla at- vinnu í landinu öllu og gæti orðið lyftistöng fyrir atvinnulíf í byggða- lögum fjarri álversstaðnum. „Það er mikið í húfi að sundurlyndi í stjóm- málum og rígur milli landshluta komi ekki í veg fyrir að við nýtum kosti landsins alls þjóðinni tii farsældar. Við þurfum að nýta auðlindir lands og sjávar með almannaheill fyrir augum en ekki út frá. þröngum by ggð asj ó n arm i ð u m. “ Oðruvísi mynstur byggðar eftir 10 ár Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði ræddi í sínu erindi um hvert fískveiðar og framleiðsla sjáv- arafurða stefndu með tilliti til byggð- FSA: 4.000 töflum af diazepam stolið Rannsóknarlögreglan á Akureyri handtók fyrir helgi mann sem brotist hafði inn í Iyljageymslu Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og stolið þaðan 4.000 töfium af lyfinu diazepam. Lyfjageymslan er á neðstu hæð nýbyggingar sjúkrahúss- ins og komst maðurinn inn með því að spenna upp opið glugga- fag. Maðurinn tók síðan hurð af lömum lyfjageymslunnar, þar sem hann lét greipar sópa, en hann virtist einungis hafa áhuga á þessari tilteknu lyfja- tegund. Maðurinn hefur viðurkennt stuldinn og skilað töflunum. Það eina sem stöðvar fólksflóttann er að flytja þjónustuna út á land

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.