Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990
35
Keflavíkurflugvöllur
- áfangastaður í innanlandsflugi
eftir Skúla Þ.
Skúlason
Þrátt fyrir gríðarlegan kostnað
við byggingu Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar var ekki gert ráð fyrir
því í hönnun flugstöðvarinnar að
innanlandsflug kæmi til með að
rúmast á svæðinu. Þó svo að aðeins
séu tæpir 50 kílómetrar til
Reykjavíkur frá Keflavík tel ég að
Keflavíkurflugvöllur ætti sem fyrst
að verða áfangastaður í innanlands-
flugi og jafnvel miðstöð innanlands-
flugsins.
Aðstaða er góð
Öll aðstaða við Keflavíkurflug-
völl er eins og best verður á kosið.
Þar er einn af fáum flugvöllum
Evrópu sem opinn er allan sólar-
hringinn fyrir flugumferð. Öryggis-
þjónusta er til fyrirmyndar. Þar er
starfandi almannavarnanefnd sem
stendur fyrir reglulegum og kerfis-
bundnum æfingum, t.d. við björgun
slasaðra, slysagreiningu og fleiri
þætti. Slökkvilið Keflavíkurflug-
vallar er margverðlaunað fyrir
starfsemi sína og gott skipulag. í
nóvember 1989 var jafnframt tekin
í notkun ný slökkvistöð skammt frá
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skipu-
lag þjónustusvæðis umhverfis flug-
stöðina hefur þegar verið gert og
er þar tekið tillit tii þeirrar stað-
reyndar sem staðsetning íslands er,
milli stærstu markaða heims. Jafn-
framt tekur skipulag svæðisins tillit
til nýrra atvinnugreina sem tengj-
ast fluginu.
Auk ofangreindrar þjónustu hef-
ur Póstur og sími aðsetur í Flug-
stöðinni og Landsbanki Islands
sömuleiðis. í Keflavík og Njarðvík
eru síðan glæsileg hótel og öll al-
menn þjónusta.
Samkeppnisaðstaða þarf að
styrkjast
Að mínu viti eru það einnig sterk
rök í málinu að reyna með öllum
ráðum að bæta samkeppnisaðstöðu
íslensks útflutningsiðnaðar. Það
mætti stytta leiðina að mörkuðum
Evrópu og Ameríku fyrir fyrirtæki
á landsbyggðinni. Framleiðslufyrir-
tæki á landsbyggðinni eru háð land-
flutningum, oft um langa vegu, í
millilandaflugið. Þessa leið er hægt
að stytta mjög ef Keflavíkurflug-
völlur yrði áfangastaður í innan-
landsflugi eða jafnvel miðstöð inn-
anlandsflugsins.
Auk þess eru það rök í málinu
að stór hluti flugumferðar fólks af
landsbyggðinni til Reykjavíkur er
vegna áframhaldandi ferðalaga til
útlanda, ýmist vegna viðskiptaferða
eða ferðalaga fjölskyldunnar. Því
er það mjög til hægðarauka fyrir
það fólk eða geta flogið innanlands
til Keflavíkurflugvallar og síðan
þaðan til útlanda. Og þó svo að
einhver bið yrði eru hótel og öll
þjónusta skammt frá eða við Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar.
Staðsetning til vandræða
Reykjavíkurflugvöllur hefur ver-
ið miðstöð innanlandsflugs og þjón-
ustuflugs (sjúkraflugs, landhelgis-
gæslu og fleira) síðan á stríðsárun-
um. Enda byggði breski herinn
flugvöllinn upp á þeim tíma, þrátt
fyrir mótmæli þáverandi bæjar-
stjórnar. 1978 gerði borgarskipulag
ráð fyrir því að íbúðarbyggð myndi
rísa í Vatnsmýrinni en borgaryfir-
völd hafa ákveðið að flugvöllurinn
verði áfram á sínu svæði a.m.k. til
2004.
Skúli Þ. Skúlason
„Öll aðstaða við
Keflavíkurflugvöll er
eins og best verður á
kosið. Þar er einn af
fáum flugvöllum Evr-
ópu sem opinn er allan
sólarhringinn fyrir
flugumferð."
Hætta sökum nálægðar við
íbúabyggð
Stigvaxandi vandi og óánægja
hefur skapast vegna staðsetningar
Reykjavíkurflugvallar. Litlir mögu-
leikar eru til að stækka flugvöllinn
og aukin umferð síðari ára, vegna
flugskóla, einkaflugs og hins al-
menna innanlandsflugs hefur af og
til ýtt af stað mikilli umræðu og
tillögugerð í borgarstjórn um
framtíð Reykjavíkurflugvallar,
bæði sökum ónæðis íbúa í nágrenni
vallarins og hættunnar sem skapast •
vegna þrengsla og nálægðar við
íbúðarbyggð. Hver man ekki eftir
flugslysinu í ágúst 1988 þegar
tveggja hreyfla Casa 212 vél fórst
og 3 menn létust er vélin stakkst
niður milli Hringbrautar og
norður-suður flugbrautarinnar?
Takmarkanir á lendingum
Vegna þessa ástands hafa ein-
mitt verið miklar takmarkanir á
lendingum á Reykjavíkurflugvelli,
t.d. hefur næturumferð eftir kl.
23.30 verið bönnuð síðan 1980
nema í undantekningartilfellum.
Flugvallarsvæðið er þar að auki
fullnýtt, framboð af flugskýlum er
ekkert og svæðið í heild rúmar ekki
fleiri mannvirki.
Hugmyndir manna um lausn
Tvær leiðir hefur verið bent á til
að létta umferð um Reykjavíkur-
flugvöll og lengja líftíma vallarins.
A. Að gera austur- og vestur-
brautina jafn tæknilega góða og
norður- og suðurbrautina og beina
umferð síðan meira á hana.
B. Að byggja nýjan flugvöll fyrir
einkaflugið í nágrenni höfuðborgar-
innar, og hefur þá helst verið horft
til Obrynnishólabruna í landi Hafn-
arfjarðar. Það myndi fækka hreyf-
ingum um Reykjavíkurflugvöll um
liðlega helming.
Harma að menn hafi ekki horft
til Keflavíkurflugvallar
Báðar þessar leiðir eru kostnað-
arsamar og tæplega ódýrari en að
útbúa aðstöðu við Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, sem þjónaði innan-
landsflugi, því staðreyndin er sú að
sú gríðarlega fjárfesting sem er í
flugstöðinni og svæðinu í kring er
vannýtt í dag. Það er jafnframt
staðreynd að við érum sífellt að
færast nær alþjóðaviðskiptum og
samkeppni og þjónusta við stóru
markaðssvæðin erlendis eykst jafnt
og þétt.
Gjaldeyristekjur okkar eru ein
af undirstöðum hagsældar í
landinu, þess vegna er það hagsýni
og horft til framtíðar að huga að
Keflavíkurflugvelli sem áfangastað
í innanlandsflugi eða jafnvel mið-
stöð innanlandsflugsins.
Ilöfundur er Keflvíkingur.
ALLT
GLUGGANN
úrval, gæöi, þjónusta
Rúllugluggatjöld sérsniöin
fyrir hvern glugga eftir
máli. Margar gerðir af
dúk í mörgum litum.
Sendum í póstkröfu um
land allt
Einkaumboð á íslandi
Síöumúla 32 - Reykjavík -
Sími: 31870 - 688770.
Tjarnargötu 17 - Keflavík -
Sími: 92-12061.
Bridsskóim
Námskeið í byrjenda- og framhaldsflolkki hefjast 24. og 25. sept.
Byrjendaflokkurinn er á mánudagskvöldum. Ekki er gert ráð fyrir neinni
kunnáttu og ekki er nauðsylegt að hafa með sér spilafélaga.
Framhaldsflokkurinn er á þriðjudagskvöldum. Hann er sniðinn fyrir spil-
ara sem hafa nokkra reynslu, en vilja ná betri tökum á sögnum eftir Stand-
ard-sagnkerfinu, úrspili og vörn.
VÖNDUÐ NÁMSGÖGN FYIGJA BÁÐUM NÁMSKEIÐUM.
Upplýsingar og innritun í síma 27316 daglega milli kl. 15.00 og 18.00.
Hraðlestrarnámskeið
Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn?
Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum?
Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum?
Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrar-
hraða og bættri námstækni?
Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á hraðlestrarnám-
skeið. Næsta námskeið hefst mánudaginn
10. september. Skráning í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
mn 10 ára ehí
I
aðhafafengið
/X / •• .
1989.
ÞúvQtlíka
góða ávöxtun
1990!
KJARABRÉF eru lausnin.
KJARABRÉF-5 ára örugg reynsla.
* KJARABRÉF-19% ársávöxtun.
* KJARABRÉF—8,1% raunávöxtun.
* Miðað við 6 fyrstu mánuði þessa árs.
(22?
VERÐBREFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
- Löggilt verðbréfafyrirtæki -
HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100
nýi mNSStcóLm
SKILAR BETRI ARANGRI
TAKMARKAEnjR NEMENDAFJÖL.DM í MVERJUM TÍMA
BARNADANSAR
SAMKVÆMISDANSAR (STANDARD, LATIN)
GÖMLUDANSARNIR
INNRITUN KL. 13 -19
REYKJAVÍK: 38830, - HAFNARFIRÐI: 652285
KENNSLA HEFST 15. SEPTEMBER.