Morgunblaðið - 04.09.1990, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990
41
MANNAMOT
Vel heitt í kolunum!
Fyrir nokkru steig grillangan upp
úr skógarreit einum í Gaul
veijabæjarhreppi. Þar heita Timbur-
hólar og eru þeir eign og undir
umsjá Ungmennafélagsins Sam-
hygðar. Þegar umrædd angan steig
til himins, eftir mjaltir, höfðu sveit-
ungar ungir sem aldnir ásamt vel-
unnurum komið saman gersamlega
að tilefnislausu að öðru leyti en því
að þeir vildu hittast og eiga saman
góða stund. Var kveikt í grillkolum
og hópurinn snæddi saman kvöld-
verð undir berum himni. Ung-
mennafélagar sáu um matseldina
og var orðið vel heitt í kolunum er
gestir komu til leiks.
Alls voru þarna um 100 manns
og gekk allt að óskum, enda maður
manns gaman. Var sammælst um
það í dagslok að Bæhreppingar
skyldu framvegis halda slíka sam-
kundu ár hvert. Myndirnar eru frá
grillveislunni. Valdem. G.
VEIÐISKAPUR
Nýliðinn fékk strax
þann stóra
Laxveiðin í sumar
hefur yfirleitt
verið heldur slök með
einstaka undantekn-
ingum. Það er þó
víðast eitthvað af fiski
og eitthvað veiðist,
svo slæmt er það aldr-
ei að enginn fiskur
sjáist. Það er alltaf
eitthvað um að nýliðar
detti í lukkupottinn
og hér er lítil slík
saga. Einn af yfir-
mönnum herliðsins á
Keflavíkurflugvelli,
Wayne Foshay höf-
uðsmaður, hafði aldr-
ei áður bleytt færi, en
var mættur um mitt
sumar upp í Norðurá
í Borgarfirði. 18. júlí
veiddf hann þar sinn
fyrsta lax, ósköp
venjulegan lax af
ósköp venjulegri
stærð. En daginn eft-
ir, 19. júli, dró heldur
betur til tíðinda. Fos-
hay var þá staddur í
Stekkjarfljóti og
gríðarstór lax tók
fluguna, rauða Fran-
ces. Eftir 40 mínútna
viðureign landaði ný-
græðingurinn 21 Morgnnblíiðið/LÆÍfur Magnússon
punds hæng, en F°shay höfuðsmaður með þann stóra.
margirsem veitt hafa áratugum stundum í veiðiskapnum og eru
saman hafa aldrei komist í tæri við sögurnar þar um svo margar að
svo stóran fisk. Svona er þetta tölu verður aldrei komið á það.
RAUNIR
Michael Jackson brá
sér í g’ervi hetju
Michael
Jackson
var ekki öfunds-
verður af hlut-
skipti sínu um
daginn er hann
var á gangi í
fjölskylduvill-
unni og gekk
beint í flasið á
geðtrufluðum
manni sem bað
hann um að
sækja fyrir sig
LaToyu, systur
Michaels, hann
ætlaði nefnilega
að drepa hana!
Manni þessum hafði með ein-
hveijum hætti tekist að smjúga
fram hjá margmilljónkróna ör-
yggiskerfi og var sem sagt mætt-
ur með hníf í beltinu, til alls vís.
Það kom að vonum mjög á
Michael en hann hélt þó stillingu
sinni og til að vinna tíma spurði
hann hvað maðurinn teldi sig'
eiga sökótt við LaToyu. Jú, hann
hafði skrifað henni og hringt í
hana daglega síðustu tvö árin.
Hún svaraði aldrei bréfum hans
og kom aldrei í símann til að
meðtaka hrifningarorðin. Jack-
son tjáði manninum að hann
myndi sleppa því / að hringja í
lögregluna ef hann legði niður
skottið og hypjaði sig út, en sá
truflaði taldi það af og frá, hann
ætlaði að ljúka dagsverki sínu.
Jackson smaug þá inn í nærliggj-
andi herbergi og hringdi í lög-
regluna, en hún
sagði poppgoð-
inu að þar sem
maðurinn væri
staddur á
„einkalandi"
gæti hún ekki
handtekið hann,
það yrði hann
sjálfur að gera
og þeir myndu
bíða fyrir utan
höllina og taka
við honum í dyr-
unum. Ekki
leist Jackson á
blikuna, en
hann varð að
hrökkva eða stökkva.
Eina vopnið sem popparinn
fann var stóll og með hann í
höndunum lét Jackson til skarar
skríða. Hann hélt stólnum fyrir
framan sig og sagði við hinn
óboðna gest: „Hér með ert þú
handtekinn. Þetta er borgaraleg
handtaka!“ Maðurinn átti ekkert
sökótt við Michael og lét því
undan síga, en lögreglan beið
fyrir utan og þegar maðurinn
kom aftur á bak í gættina, var
hann gripinn, járnaður og stung-
ið inn í lögreglubíl. Lögregluþjón-
arnir hældu nú Jackson á hvert
reipi, en það kom svo á hann,
að hann féll í yfirlið þegar allt
var yfirstaðið. Það fylgdi sög-
unni, að LaToya Jackson hafi
alls ekki verið heima við þetta
tækifæri og raunar væri hún
sárasjaldan þama til húsa.
Michael Jackson
A Bl LDSHOFÐA10
• • *
STEINAR
SAUMALIST
FJOLDI FVRIRTSKJA - GIFURLEGT VORUURVAL
Skór á alla fjölskylduna
Hljómplötur - kasettur
KARNABÆR
Tískufatnaður herra og dömu
HUMMEL
Sportvörur alls konar
Alls konar efni
SKÆÐI
Skófatnaður
BLOMALIST
Blóm og gjafavörur
SONJA
Fatnaður
HENSON
Sportfatnaður
KAREN
FATABÆR
PARTY
ITHEODORAI
Tískuvörur
Kventískufatnaður
Fatnaður
BOMBEY
Barnafatnaður
OTRULEGT VERÐ
Fatnaður
Fatnaður
Fatnaður