Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 44

Morgunblaðið - 04.09.1990, Page 44
44 MORQUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 P1981 Universal Prest Syndicote /f t/Ctr rekinn rétt i þecso, SOO ég t>íS~ eftrr þjórfénu ftjrir atart ctyrruar. " Ekki gerði ég svona ráðstaf- anir þegar hún móðir þín átti að vera hjá okkur nokkra daga? Það stendur hér sextán hæð- ir ekki níutiu og sex. Lítið andlegt sjálfstæði Til Velvakanda. „Og út í öll skip!“ kallaði Þor- steinn úr Bæ, cand. theol. sinni þrumandi röddu á eftir vinkonu, sem hann var að senda í söluleiðangur á ýmsa staði. Þetta var úti á miðri götu, fjölfarinni eftir því sem þá var, og þar sem orð lék á því að fáeinar ættu það til að bregða sér út í skip, var þetta ekki beinlínis þægi- legt fyrir aumingja stúlkuna að fá slíka „tilskikkun“ í allra áheyrn. Jafnvel þær sem lausastar voru á kostunum kunnu svolítið að skamm- ast sín í þá daga. Um brókarsóttaræðið sem greip um sig meðal reykvískra smápíkna við það að sjá ítalska sjóherinn á götum Reykjavíkur hefur mikið ver- ið rætt, og furða sigi margir á því, hvemig komið er. Hafa sumir viljað slá þessu í glens og gaman, en aðr- ir segja; ekki ný bóla. Væri ég spurð- ur, mundi ég þó hvorugt geta tekið undir, því að mér þykir ekkert gam- an að þessu, og mér sýnist þetta (og annað álíka!) vera komið á miklu aumlegra og sjúklegra stig en nokkru sinni hefur áður verið. - Aðalskýring mín er sú, að andlegt sjálfstæði sé nú orðið hérumbil ekki neitt; fólk er á þönum eftir ein- hveiju öðru en sínu eigin - leitandi að einhveijum þyngdarpunkti langt fyrir utan sig og sitt, og nær honum aldrei; veit ekki að það sjálft er miðdeplar alheimsins hvert um sig; vanmetur sjálft sig. En það var nú einmitt ítali sem betur skildi þetta en nokkur annar á undan honum: Giordano Brúnó á 16. öld - og reyndar voru þeir líka þarlenskir sem myrtu hann á svívirðilegasta hátt árið 1600, og ekkert vita smápíkur Köttur Þessi köttur, sem er bröndótt og hvít læða, kom inn á heimili í Þing- holtunum fyrir nokkru. Hún er ómerkt en gæti hafa verið með ól. Eigandi eða þeir sem vita hvar hún á heima eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 10539 eða 32877 eða hafa samband við Dýraspítal- ann. um það, en hinsvegar ættu lærðir menn að vita þetta og leiðbeina al- menningi í samræmi við það. Eymd og niðurlæging íslenskra karlmanna stendur í sambandi við niðurlægingu íslenskrar menningar yfirleitt. Hvern grunar hvílíku afli, hugviti og peningum hefur verið varið hér á landi til þess að beija niður hvern vísi til þess að vera íslenskur! Hvað halda menn að ungu kynslóðinni hafi til dæmis verið kennt um uppruna kjörorðsins: „ís- lendingar viljum vér allir vera?“ Og þegar einn fór á „nasistaveiðar" gegn Einari Benediktssyni (sem hætti að yrkja um 1930!) í blöðunum um daginn, fannst mér eins og ekki yrði lengra komist. Ég setti saman smágrein ti! mótvægis - og var birt, mér til undrunar nærri því. Það bal- ir furðulengi a þessu frelsi til að hugsa og tala sem þeir Ari og Snorri festu hér í sessi um 1100-1200, meðan slíku var ekki til að dreifa um mestalla Evrópu. Og svo eru sumir íslenskir hinna síðustu tíma að kenna slíkt við „miðaldamenn- ingu“, sem þeir halda að hafi gefið okkur þessa tvo og nokkra aðra! Ein sagði, að íslenskar fornbókmenntir mundu vera skrifaðar upp úr evr- ópskum munkabókum á latínu, sem enginn hefur lesið (og ekki hann sjálfur); annar að Hávamái væru skrifuð upp úr Jesú Sýraks Bók. Og svo framvegis. En hvað sem slíku líður kynnu nú að vera bjartari tímar framund- an. Hvaðanæva berast fréttir af nýjum uppgangi íslenskra forn- fræða, norrænna, víkinglegra. Til er einnig annar framgangur, og enn annar, sem síðar verður af sagt. Menn munu hreint og beint ekki komast hjá því að taka vit sitt að nýju, og jafnvel betur en nokkni sinni. Og með vitinu kemur líf, sem lífgar. Þorsteinn Guðjónsson O fy rirge fanleg aðför stjómvalda Til Velvakanda. Forráðamenn þjóðarinnar hafa sem fyrr ástæður til samviskubits út af mörgu um þessar mundir. Eitt hið dapurlegasta, sem nú brennur á baki, er áreiðanlega heimrekstur sjúkra og farlama gamalmenna af öldrunar- og bæklunardeildum ríkisspítalanna. Sú ófyrirgefanlega aðför mun aldrei sem nú hafa beinlín- is verið ákveðin og skipulögð vitandi vits af stjórnvöldum heilbrigðisþjón- ustunnar. Ná engin forsvaranleg orð yfir þann verknað. Hann er einn svæsnasti bletturinn á starfsferli núverandi ríkisstjórnar og enguin stjórnvöldum sæmandi, síst þeim sem kenna sig við félagshyggju. Má mik- ið vera ef herforingjar aðfaranna heyra ekki óaflátanlega spurt í eyra sér: „Heyrirðu ekki hrópað á þig?“ Tæplega var samt svo að sjá á glaðbeittum heilbrigðismálaráðher- ranum þegar hin fríða ásjóna hans birtist þjóðinni nýlega á sjónvarpsskj- ánum. Kvað hann ekkert geta hjálp- að nema fúsleik landsmanna til sérs- takrar skattálagningar í þessu skyni, sem skilja mátti þá að ráðherra þótti sérstaklega óálitlegur kostur og þá sem sagt útilokað að aðhafast nokk- ur til leiðréttingar og úrbóta. Ég er þó einn þeirra sem sann- færðir eru um hið gagnstæða, að almenningur í landinu myndi bregð- ast óvenju vel við hvenær sem lands- stjórnin hefði einurð og manndóm í sér til þess að ganga ærlega til verks tii leiðréttingar á óhæfuverki gang- vart þeim sem síst skyldi, „án þess að stela úr eigin hendi" (samb. rök- studda grein Friðriks Éinarssonar iæknis í Mbl. 21. þ.m.). Það er að segja í þessu tilfelli, að láta innheimt fé fara beint í þágu þeirra sem sak- lausir voru hraktir frá sjúkrabeði sínum út í meiri og minni erfiðleika og óvissu um samastað og lífsnauð- synlega hjúkrun og aðhlynningu. Nokkuð sem viðkomandi áðstand- endur í fjölmörgum tilfellum voru óviðbúnir og vanmáttugir að veita. Svo harðbijósta eru íslendingar ennþá ekki að þeir vilji láta sjúk, hjálparvana gamalmenni gjalda ann- ars verðskuldaðs áfellisdóms yfir gengdarlausu stjórnarfari í landinu. Þjóðin vill áreiðanlega ekki láta for- svaranlega framkomu „hins opin- bera“ við.þurfandi meðbærður sitja á hakanum í niðurröðun forgangs- verkefna landstjórnarinnar, heldur hafa það efst á blaði, hvað sem líður aflabrögðum og ófyrirgefanlegu stjórnleysi í landinu. B.Þ.K. HÖGNI IIRKKKVÍSI //Wamn eZABFh &éiz MöÓLKueHeisrihiG." Yíkverji skrifar Fyrir nokkrum kvöldum sat Víkveiji fyrir framan sjón varpstæki og hugðist horfa á mynd í Stöð 2. Þá kom konurödd í sjón- varpið til þess að kynna kvölddag- skrá stöðvarinnar og hóf kynning- una á þessu orðum: kvöldið rúllar af stað með kvikmyndinni o.sv. frv. Hvað er að gerast hér? Hvernig dettur fólki í hug að tala svona? Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal birti fyrir nokkru grein um baráttu Islendinga fyrir tungu sinni og menningu. Blaðið sagði, að helzta vandamál okkar um þessar mundir væri tungumál, sem blaðið kallaði Icelish, þ.e. íslenzk enska. Konan í Stöð 2 talaði svo sannar- lega þetta' nýja tungumál. XXX að er ekki orðið neitt gaman- mál fyrir fólk að sækja vinnu í gamla njiðbæinn, eftir þær hækk- anir á bílastæðagjöldum, sem til- kynntar voru fyrir helgina. Vafa- laust kemur meirihluti fólks, sem vinnur á þessu svæði á eigin bíl. Að vísu er erin hægt að finna bíla- stæði, sem ekki þarf að borga fyr- ir, en það er ákaflega erfitt og ekki hægt að vetri til nema komið sé til vinnu um eða upp úr kl. 8.00. Starfsmaður hjá fyrirtæki í gamla miðbænum, sem á ekki ann- arra kosta völ en láta bíl sinn standa við stöðumæli allan daginn, borgar fyrir hádegi 150 krónur þ.e. frá 9-12. Fari hann heim til sín eða reka önnur erindi í hádeginu og kemur svo aftur til vinnu kl. 13.00 borgar hann 200 krónur til viðbótar fram til kl. 17.00. Þetta eru 1750 krónur á viku eða 7000 krónur á mánuði. Geymi hann bílinn á Bakkastæði eða í bílastæðahúsi borgar hann 30 krónur fyrir fyrsta klukkutímann en síðan 50 krónur. Fari þann 'af stæðinu í hádegi og komi aftur kl. 13.00 borgar hann aftur 30 krónur fyrir fyrsta klukk- utímann en síðan 50 krónur. Sam- tals á dag 310 krónur eða 1550 krónur á viku og 6200 krónur á mánuði. Þá fer að borga sig að greiða mánaðargjald, sem er 4500 krónur á Bakkastæði en 5500 krón- ur í bílastæðahúsunum. XXX Varla fer hjá því, að bílastæða- gjöldin í gamla miðbænum kalli á kauphækkunarkröfur starfs- manna þeirra fyrirtækja, sem enn starfa í gamla miðbænum. Hvernig í ósköpunum á fólk á venjulegum launum að borga þessi bílastæða- gjöld? Þetta fer að verða eins og í New York, þar sem fólk hefur ekki efni á því að eiga bíl vegna þess, að bílastæðin og bílageymsluhúsin eru svo dýr!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.