Morgunblaðið - 22.09.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 22.09.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 Býst við lækk- un vaxta um mánaðamót - segir Hallgrím- ur Jónsson spari- sjóðsstjóri HALLGRÍMUR Jónsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra, segist fastlega búast við að spari- sjóðirnir ákveði að lækka vexti að nýju um mánaðamót til samræmis við það að verðbólga hafi hjaðnað örar en menn hafi átt von á. Sparisjóðimir tilkynntu á þriðju- dag 0,5% lækkun á nafnvöxtum óverðtryggðra skuldabréfa og víxla frá og með deginum í gær en Búnað- arbankinn lækkaði nafnvexti útlána um 1,25 - 2% frá og með gærdegin- um. Hallgrímur segir skýringuna á þessu misræmi vera þá að við ákvörð- un sparisjóðanna hafi verið stuðst við upplýsingar frá fyrri mánuði og lánskjaravísitala októbermánaðar hafi ekki legið fyrir. „En við munum að sjálfsögðu leit- ast við að hafa vexti óverðtryggðra lána í samræmi við verðtryggð lán eftir því sem verðbólgan hjaðnar og því munum við breyta vöxtum að nýju um mánaðamót," sagði hann. Lækki olíu- verð lækka fargjöldin - segir blaðafull- trúi Flugleiða LÆKKI olíuverð á ný, munu Flug- leiðir lækka aftur flugfargjöld sem hafa hækkað vegna olíuverðs- hækkunarinnar, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flug- leiða. Eínar sagði að Flugleiðir gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að halda stöðugleika í efnahagsmálum hér á landi, enda skipti það miklu máli í sambandi við sölu á ferðum erlendis. „Við erum því ekki að leika okkur að því að biðja um hækkanir frekar en önnur fyrirtæki,“ sagði hann. Samgönguráðumeytið hefur þegar heimilai 3,5% hækkuu á millilanda- fargjöMum FLugleiða, og nú hefur félagið farið fram á 6% hækkun á fargjöldum innanlands frá og með 1. októtoer vegna fyrirsjáanlegrar oliufaækknnar. Einar sagði að þegar stefndi í 120 milljóna króna halla á innanlands- fluginu í ár, þrátt fyrir að þessi hækkun fengist, en 180 milljóna króna halla annars. Ástæðan væri sú að flugfargjöld hefðu-ekki hækkað i samræmi við verðlagsþróun um nokkum tima. Þessari þróun ætti að snúa við, m.a. með þvi að kaupa nýjar vélar og ná þannig niður kostn- aði, en gömiu vélamar væru orðnar mjog viðhaldsfrekar. Súsanna Svav- arsdóttir leikgagnrýn- andi við Morg- unblaðið Súsanna Svavarsdóttir hefur tekið að sér að skrifa leikgagn- rýni fyrir Morgunblaðið. Jó- hanna Kristjónsdóttir hefur um allmörg undanfarin ár skrifað leikgagnrýni en lætur nú af því að eigin ósk. Súsanna Svavarsdóttir hefur verið blaðamaður við Morgunblað- ið nokkur undanfarin ár, annast umsjón menningarblaðs og skrif- að bókmenntagagnrýni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir skrifar leik- gagnrýni í blaðið eins og verið hefur frá því snemma á þessu ári. Morgunblaðið/ Jón Karl Snorrason. Slæm veður tefja gangnamenn Samkvæmt lista Búnaðarfélags íslands um helztu réttir haustsins er síðasta réttarhelgin að ganga í garð, en vond veður hafa víða sett strik í reikninginn og tafið leitir þannig að réttum hefur seink- að. Þessi mynd er af Þverárrétt í Borgarfirði. Þar var réttað í vik- unni og segja kunnugir að látið gæti nærri að þar hafi komið við sögu um 20.000 fjár. í dag á að rétta í Heiðarbæjarétt í Þingvalla- sveit, Húsmúlarétt við Kolviðarhól, Kaldárrétt við Hafnarfjröð, Nesja- vallarétt í Grafningi og Skaftártungurétt. Á mánudaginn á að rétta í Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjósarrétt, Kollafjarðarrétt, Selflatarrétt í Grafningi, Selvogsrétt í Selvogi og á þriðjudaginn á að rétta í Ölfus- rétt. Síðasta stóðrétt norðanlands verður á sunnudaginn í Hlíðarrétt í Bólstaðarhlíðarhreppi. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Komið að ákvörðun um framtíð húsnæðislánakerfisins frá 1986 „ÞAÐ er ekkert sem kemur mér á óvart í þessari niðurstöðu, vegna þess að gjaldþrot lánakerfisins lrá 1986 hefur blasað við lengi,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra um niðurstöður athugana Ríkisendurskoðunar á fjárhag byggingarsjóðanna. Jóhanna segir að nú verði Alþingi að gera upp við sig hvort halda eigi þessu lánakerfi áfram eða ekki og jafnframt að tryggja verði Byggingar- sjóði verkamanna ríkisframlög til að viðhalda félagslega íbúðalána- kerfínu. „Ég hef lagt fram skýrslu eftir skýrslu í ríkisstjóm Þorsteins Páls- sonar og í núverandi nkisstjórn um hvert stefndi í þessu efni og óskað eftir að menn tækju afstöðu til þess sem við blasti,“ segir Jóhanna. „Ég vona núna að þessi skýrsla frá Ríkisendurskoðun verði til þess að menn taki afstöðu til framtíðar lánakerfisins frá 1986. Það er raun- verulega forsendan, að menn taki afstöðu til þess hvort loka eigi kerf- inu eða hvort halda eigi því áfrarn." Jóhanna segir það sína skoðun, að engin skynsemi sé í öðru en að Súsanna Svavarsdóttir loka þessu kerfi. „Ef á að halda því áfram eins og verið hefur, þá kallar það á tvo til þijá milijarða í ríkisframlög á næsta ári.“ Hún segist fremur vilja leggja Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að sú niðurstaða að verðlag væri hærra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu kæmi ekki á óvart. „Það kemur í ljós í þessari könnun að ýmsar vörur voru mun dýrari úti á landi,“ sagði Georg. „Þannig var verð á brauðvör- um allt að 14% hærra þar en á höfuð- borgarsvæðinu, verð á svína- og fol- aldakjöti 15% hærra, nautakjöti 10% hærra, nýju grænmeti og ávöxtum 13-15% og verð á gosdrykkjum og öli var 7-16% hærra svo nokkur dæmi séu nefnd. Hins vegar ber að hafa í huga að nokkrar vörur voru dýrari á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi, og til dæmis var fiskur í könnuninni að meðaltali 14% dýrari, beikon 16% dýrara og kartöflur 2% dýrari. Jafnframt var vörunum í könnuninni gefið vægi í samræmi áherslu á að ríkisframlög tryggi hag byggingarsjóðanna en að vextir verði hækkaðir á tímum þjóðarsátt- ar. Verði lánakerfinu lokað, þarf til þess lagabreytingu, að sögn Jó- hönnu. Hún segir húsbréfakerfi eyða langri bið eftir íbúðalánum og skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir félags- lega íbúðakerfið. „Þess vegna mun ég auðvitað leggja áherelu á að til- við almenna neyslu á þeim, sem dreg- ur úr mismuninum, þar sem margar algengar neysluvörur, eins og til dæmis mjólk og kindakjöt eru á svip- uðu verði um land allt.“ Hann sagði að önnur mikilvæg niðurstaða könnunarinnar, sem reyndar þyrfti heldur ekki að koma á óvart, væri að verðlag úti á landi væri hærra eftir því sem staðirnir væru afskekkt- ari. Þannig hefði verðlag í matvöru- verslunum á Vestfjörðum samkvæmt könnuninni verið að meðaltali 7,2% hærra en á höfuðborgarsvæðinu, og 7,6% hærra á Austfjörðum. Innan Vestfjarða hafi verðlag á sunnan- verðum fjörðunum Verið hæst, eða 7,8% hærra, en á Austurlandi hafi verðlag verið hæst á Vopnafirði og Seyðisfirði, eða 8,6% og 8,9% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Á hinn bóginn væri verðlag tiltölulega lægra. skilin ríkisframlög fáist í félagslega kerfið til þess að það geti haldið áfram útlánastarfsemi sinni á næsta ári og raunverulega er stað- reyndin sú, sem við blasir, ef á að draga eina ályktun af þessari skýrslu, að það er húsbréfakerfið fyrst og fremst sem getur komið í veg fyrir gjaldþrot sjóðanna af því að það kallar ekki á ríkisframlag.“ Sjá ennfremur grein Þorsteins Pálssonar á miðopnu. í nálægð við höfuðborgarsvæðið, og eða á þeim stöðum sem samkeppni væri mikil, en dæmi um það væru Suðumesin, hluti af Suður- og Vest- urlandi og Akureyri. „Þrátt fyrir að meginniðurstöður könnunarinnar gefi ótvírætt til kynna að verð sé tiltölulega hátt á afskekktum stöðum og lágt nálægt höfuðborgarsvæðinu, eða þar sem samkeppni er mikil eins og á Akur- eyri, þá eru undantekningar á þessu. Dæmi um það eru annars vegar Borgames, þar sem verðlag var 4,1% hærra en á höfuðborgarsvæðinu, og hins vegar Akranes, þar sem verðlag var 1% hærra. Einnig Hvolsvöllur, þar sem verðlag var 5% hærra, og Hella, þar sem verðlagið var 2,2% hærra. Þá má einnig nefna Húsavík með 5,7% hærra verðlag en höfuð- borgarsvæðið og hins vegar Óiafs- fjörð með 1,9% hærra verð. Verðmis- mun á milli þessara bæja er ekki hægt að skýra á grundvelli framan- greindra meginniðurstaðna.“ Sjá niðurstöður könnunarinnar á bls. 25 7,6% hærra verðlag á Aust- fjörðum en í höfuðborginni NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem Verðlagsstofnun gerði í júní á verði rúmlega 400 vörutegunda í matvöruverslunum víðs vegar á landinu, hafa leitt í ljós að verðlag er í heild 4,5% hærra úti á landi en á höfuð- borgarsvæðinu, en í sambærilegri könnun sem gerð var síðastliðið haust reyndist mismunurinn vera 3,8%. f einstökum landsfjórðungum reyndist verðlag vera hæst á Austurlandi, en þar var það 7,6% hærra en á höfuðborgarsvæðinu. I í I I >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.