Morgunblaðið - 22.09.1990, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 Stofnað kjararáð stundakennara: Þegar leitað eftir viðræð- um við Q ármálaráðuueytið LAUNAMÁLARÁÐ BHMR hefur ákveðið að stofna kjararáð stunda- kennara við Háskóla Islands í þeim tilgangi að aðildarfélög bandalags- ins fái með því samningsumboð fyrir stundakennara, og jafnframt til að gera kjarasamning fyrir þá í umboði félaganna ef þörf krefur. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHMR, verður strax leitað eftir viðræðum við ráðuneytið um kjaramál stundakennara, en nokkur rösk- un hefur orðið á kennslu við Háskóla íslands þar sem Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur skorað á félagsmenn að taka ekki að sér stunda- kennslu á haustmisseri. Ingi Helgason, fyrrum hóteleigandi á Fáskrúðsfirði, og kona hans, Árný Arnþórsdóttir. Nýir eigendur taka við rekstri Hollywood INGI Helgason, hóteleigandi á Fáskrúðsfirði, og kona hans, Árný Arnþórsdóttir, hafa keypt veitinga- og skemmtistaðinn Hollywood í Reykjavík af Ólafi Laufdal, sem átt hefur staðinn í meira en tíu ár. Ólafur mun taka við Hótel Snekkjunni á Fáskrúðsfirði sem hluta af kaupverði Hollywood. Ingi og Árriý hafa átt og rekið Hótel Snekkjuna á Fáskrúðsfirði um ára- tuga skeið, ásamt veitingasal og grillstað. Nýir eigendur hafa þegar tekið við rekstri Hollywood. Staðurinn verður lokaður í viku vegna lagfær- inga. Formleg opnun staðarins, sem verður rekinn áfram undir sama nafni, Hollywood, verður svo föstu- daginn 28. september nk. Ingi Helgason og kona hans Árný eru flutt til Reykjavíkur. Þau voru með verslunarrekstur þar í fjögur ár auk þess sem Ingi hefur einnig rekið heildverslun um margra ára skeið. „Félögin munu nú sameina krafta sína í þessu máli, en hingað til hefur þetta verið mál einstakra félaga og þá einkum og sér í lagi náttúrufræð- inga. Þeir óskuðu eftir því að þetta kjararáð yrði stofnað meðal annars út af því að fjármálaráðuneytið hafði borið því við að erfitt væri að semja við eitt félag þar sem stundakennar- ar kæmu úr mörgum félögum," sagði Páll. Hann sagði að grunnkrafa BHMR væri sú að samningsréttur hinna ein- stöku aðildarfélaga yrði viðurkennd- ur, en nú giltu engir samningar fyr- ir þá stundakennara, sem ekki væru félagar í Félagi háskólakennara, heldur tækju þeir laun samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins. „Þetta teljum við að standist ekki lög um kjarasamninga opinberra starfs- manna, og þess vegna hefur stjórn BHMR verið gefin heimild til að undirbúa málshöfðun ef á því þarf að halda.“ Nokkur röskun hefur orðið á kennslu í Háskóla íslands vegna þeirra tilmæla Félags íslenskra nátt- úrufræðinga til féíagsmanna um að þeir taki ekki að sér stundakennslu nema fyrir hærri greiðslu. Hefur kennsla í nokkrum námskeiðum ekki hafist vegna þessa, og ýmis valnám- skeið hafa verið felld niður, auk þess sem námskeiði í sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri hefur verið aflýst. Þá er einnig útlit fyrir að ekki verði af kennslu í nokkrum nám- skeiðum í Tækniskólanum, Sjó- mannaskólanum og fleiri skólum af þessum sökum nú á haustmisseri. Félag háskólamenntaðra hjúkruna- rfræðinga hefur jafnframt skorað á félagsmenn sína að taka ekki að sér stundakennslu á vormisseri, en ef það nær fram að ganga mun það valda gífurlegri röskun á námi nem- enda við námsbraut í hjúkrunar- fræði, en þar eru öll námskeið skyld- unámskeið. Hugmyndir um gjaldtöku af háskólastúdentum: Margir myndu ekki hafa ráð á að fara í háskólauám - segir Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor SIGMUNDUR Guðbjarnason rektor Háskóla íslands segir að frum- kvæði að því að taka upp skólagjöld eða kennslugjöld muni aldrei koma frá Háskóla íslands. Ólafur Ragnar Grímsson Ijármálaráðherra hefur sett fram hugmyndir um að lögð verði gjöld á stúdenta til að greiða ýmis sérverkefni í æðri menntastofnunum. „Tilgangurinn með þessum hug- þess kost að stunda nám á háskóla- myndum er væntanlega sá að spara fjárveitingar til Háskóla íslands og bæta þær upp með þessum skóla- gjöldum nemenda,“ sagði Sigmund- ur í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel ekki líkur á að skóla- eða kennslugjöld nemenda muni gagn- ast Háskólanum þegar til lengri tíma er litið. Ef þetta er hugsað í spamaðarskyni, mun þetta eiga að koma beint úr vasa nemenda sjálfra. Það væri tilgangslítið að spara þessar fjárveitingar við Há- skólann til þess eins að bæta þeim við Lánasjóð íslenzkra námsmanna og færa þannig fé á milli vasa í menntamálaráðuneytinu." Sigmundur sagði að talsmenn fjármálaráðuneytisins hefðu óform- lega rætt við háskólayfirvöld um þær hugmyndir fjármálaráðherra, sem vitnað var' til í baksíðúfrétt Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag. Þær hugmyndir hefðu fengið bágar undirtektir af hálfu Háskólans. Vökublaðið, málgagn lýðræðis- sinnaðra stúdenta í HÍ, segir að verið sé að tala um skólagjöld allt að 100.000 krónum. „Það hafa ekki komið neinar ákveðnar hugmyndir um upphæðir, en hitt er Ijóst að þess yrði ekki langt að bíða að þær yrðu af þessari stærðargráðu," sagði rektor. Hann sagðist ekki hafa trú á að um tímabundin gjöld til sérstakra verkefna yrði að ræða, eins og fjár- málaráðherra segir að ætlunin sé. „Ég held að það sé ljóst að ef menn ættu að fara að greiða kennslu- gjöld, þá .væri það ekki afnumið með skjótum hætti. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa veruleg áhrif á þann fjölda nemenda, sem ættu stigi. Ef ætlunin er að sækja fé í vasa nemenda eða aðstandenda þeirra er ljóst að margir munu ekki hafa nein tök á að fara í slíkt nám,“ sagði hann. Hann sagðist telja ljóst að jafnrétti til náms yrði skert ef gjöld af þessu tagi yrðu tekin upp. „Eins og staðan er í dag, reynist mörgum nemendum erfitt að fjár- magna nám sitt. Þetta væri veruleg afturför, og þótt innheimta skóla- gjalda sé tíðkuð í Bretlandi og Bandaríkjunum, að minnsta kosti gagnvart erlendum stúdentum, þá eru óveruleg skólagjöld í mörgum löndum Evrópu. Menn leysa ekki efnahagsvandann með þessum hætti,“ sagði háskólarektor. Siguijón Þ. Árnason formaður Stúdentaráðs: Skólagjöld myndu koll- varpa menntakerfinu SIGURJÓN Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, seg- ir að stúdentar séu alfarið á móti hugmyndum um að tekin verði gjöld af nemendum til að greiða fyrir verkefni á vegum Háskólans, sem ekki fáist íjárveitingar til. Sigurjón segir stúdenta fagna þeirri af- stöðu Svavars Gestsspnar menntamálaráð herra að ekki verið tekin upp skólagjöld við HÍ meðan hann sitji í ráðuneytinu. „Ef þessar hugmyndir yrðu að Siguijón benti á að frá mennta- veruleika væri búið að kollvarpa því málaráðuneytinu kæmu hugmyndir menntakerfi, sem við búum við og byggir á að allir eigi jafnan rétt til náms, óháð fjárhag og búsetu," sagði Siguijón í samtali við Morgun- blaðið. „Það að íjármálaráðherra vill ekki nota orðið skólagjöld, heldur „gjöld til sérstakra verkefna", er marklaust, hér er einungis verið að nota annað orð yfir sama hlutinn. Það yrði að sjálfsögðu um það að ræða að stúdentar þyrftu að greiða þær íjárhæðir, sem á vantar frá ríkinu, en eru Háskólanum nauðsyn- legar, eigi hann að geta haldið uppi starfsemi í samræmi við auknar kröfur um menntun og aukinn fjölda námsmanna. Ég hugsa áð þeir aðilar sem tala um skólagjöld við Háskóla Islands hafi ekki hugsað til enda hvaða áhrif það hefði á þjóðfélagið og menntun í landinu" og kröfur um að Háskólinn tæki upp Forstjóri Ríkisspítalanna: Setja skal sérhæfð- ustu læknisþjónust- una undir einn hatt DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, segist vera þeirrar skoðunar að sameina beri sérhæfðasta hluta læknisfræðinnar á Lands- spítala, Borgarspítala og Landakoti undir einn hatt. Hins vegar sé hann ekki þeirrar skoðunar að sameina beri allan spítalarekstur undir einn hatt. Öðrum þáttum, til dæmis almennu læknisþjónustunni á spítölum, ætti síðan að dreifa á Iitla einkaspítala á borð við Landakot. Hann sagðist ekki endilega telja það vera skynsamlega lausn að gera Landakot að öldrunasjúkrahúsi. ætti að taka almennu lækningarnar á sjúkrahúsunum og dreifa þeim eins og hægt væri á litla einkaspítala, til dæmis eins og Landakot. Síðan ættu menn að taka sig til og samreka á einum stórum spítala sérhæfðu lækn- isþjónustuna, sém væri svo þung og flókin, að hún yrði ekki rekin á skyn- saman eða hagkvæman hátt ef henni yrði dreift á marga staði. „Þetta verður að mínu mati ekki gert nema menn taki sig til og sam- eini Borgarspítala og Landsspítala. Þessum sameiginlega spítala yrði síðan valinn staður, annað hvoit á lóð Landsspítalans eða Borgarspítal- ans, og þar rekinn hátæknispítali framtíðarinnar, sem tryggði að hér á landi væri alltaf framboð af bestu gæðalæknaþjónustu sem til er og sérfræðingum sem væru í nægjan- legri þjálfun til að veita þessa þjón- ustu.“ Davíð Á. Gunnarsson sagðist einn- ig vera þeirrar skoðunar að ekki væri endilega best að breyta Landa- koti í öldrunarsjúkrahús. Það gæti verið afar skynsamlegt að reka Landakot sem nokkurs konar einka- spítala sem veitti almenna læknis- þjónustu. Það væri fyrst og fremst þunga sérhæfða þjónustan sem menn yrðu að ná saman um. „Ég held að ef gerð verði tilraun til að skipta verkum milli þessara tveggja spítala, eins og sumir hafa lagt til, muni það valda annars vegar lélegri þjónustu fyrir sjúklinga og hins vegar átökum og togstreitu milli spítalanna um á hvorum staðn- um sá hluti þjónustunnar sem mönn- um þyki mest spennandi lendi. Slíkt myndi kalla á meiri átök milli starfs- fólks heldur en ef menn kæmu sér saman um að reka þessa sérhæfðu þjónustu saman undir einum hatti,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson. „Það vitlausasta sem menn gera er að rugla saman því sem skynsam- legast er að gera á einni hendi og því sem skynsamlegast er að leysa með frjálsri samkeppni," sagði Davíð. „Grundvallarsjónarmiðið er að í starfsemi, sem hefur nægjanlegt umfang, og þar sem bæði sá sem neytir þjónustunnar og sá sem veitir hana, hafa möguleika til að meta það sem í boði er, að þar á að beita öllum tiltækum ráðum við að koma á sam- keppni. Þar sem hins vegar smæð þjóðarinnar gerir það að verkum að verkefnin eru það fá að til að halda starfsfólki í æfingu þá er ekki hægt að dreifa verkefnunum á margar hendur og þar sem viðbúnaður í tækjabúnaði er mikill þá á að hafa hlutina á einni hendi.“ Lítil þjóð eins og íslendingar ætti aftur á móti að taka sína heilsu- gæslu og sérfræðiþjónustu utan spítala og reyna að koma á eins mikilli samkeppni og hægt væri. Þá ýmislegt nýtt nám. „Þar má nefna nám í hagnýtri fjölmiðlun, sem er að hefjast og allir eru sammála um að sé bráðnauðsynlegt. Það virðist hins vegar ekki blása byrlega fyrir fjárveitingum í það, heldur kemur ríkið með hugmyndir um skóla- gjöld," sagði hann. Reyiit að stoppa í fjárlagagatið - segir Birgir ísleifur Gunnarsson Birgir Isleifur Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisfiokksins og fyrr- verandi menntamálaráðherra, segir að hugmyndir Ólafs Ragnar Grímssonar fjármálaráðherra um kennslugjöld í skólum séu óyósar og veri vott um að verið sé að hlaupa til í skyndingu að reyna að stoppa upp í ljárlagagatið með öllum tiltækum ráðum. „Mér finnst ekki koma til greina um ijármálaráðherra. „Lánasjóður að taka upp almenn skólagjöld við íslenzkra námsmanna lánar fyrir Háskóla Islands. Það er líka vand- séð hvaða áhrif það hefði á afkomu ríkissjóðs,“ sagði Birgir er Morgun- blaðið innti hann álits á hugmynd- skólagjöldum við erlenda háskóla. LIN yrði auðvitað að taka upp lán til greiðslu skólagjalda við Háskóla íslands eins og til erlendra háskóla. Það kallar á aukin framlög ríkis- sjóðs til LIN. Þetta myndi engin áhrif hafa á afkomu ríkissjóðs í bráð.“ Birgir sagði að hitt væri annað mál að hann væri sammála fjár- málaráðherra um að ríkisstofnanir, þar á meðal Háskóli íslands, fengju aukið svigrúm tii að afla sértekna til ákveðinna verkefna. „Það má hins vegar ekki verða til að íþyngja stúdentum í almennu námi,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.