Morgunblaðið - 22.09.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990
Álver? Nei, takk!
Vetnisver? Já, takk!
eftir Rann veigu
Tryggvadóttur
Það fór fagnaðarkliður um þjóð-
arsálina þegar Bragi Árnason próf-
essor upplýsti okkur um möguleika
þess að við gætum nýtt okkur
vatnsorkuna til mengunarlausrar
framleiðslu á vetni sem orkugjafa.
Bragi tjáði mér að 7—8 ár myndi
taka að koma slíkri framleiðslu í
gang hér. Hefði þetta verið kynnt
nokkrum mánuðum fyrr, þá er ég
nokkurn veginn viss um að jafnmik-
ill meirihluti þjóðarinnar væri
andvígur byggingu nýs mengandi
álvers og er fylgjandi því nú (68%
í skoðanakönnun Félagsvísinda-
stofnunar fyrir iðnaðarráðuneytið í
þúsund manna úrtaki). Þessi 68%
eru á valdi margra ára áróðurs fyr-
ir því að við komum okkur upp einu
eða tveimur álverum í viðbót við
það sem í Straumsvík er og hefur
lukkutrölli (álveri) númer eitt
líklega verið valinn staður á Keilis-
nesi á Suðurnesjum. Aðrir staðir,
sem til greina hafa komið eru Dys-
nes í Eyjafirði og Reyðarfjörður.
Vil ég nú fjalla lítillega um staðina
þrjá.
I Mbl. þann 8. ágúst sl. er grein
sem ber fyrirsögnina Forsætisráð-
herra send andmæli við álveri. Þar
segir m.a.: „Að sögn Stefáns Hall-
dórssonar á Hlöðum skrifa frammá-
menn í sveitarstjórnar- og félags-
málum í öllum sveitarfélögum Eyja-
fjarðarsýslu utan Grímseyjar-
hrepps, auk tveggja hreppa í Þing-
eyjarsýslu, alls á fjórða tug manna,
undir bréfið." Og: „Telur hópurinn
að álver við Eyjafjörð myndi stefna
byggða- og atvinnuástandi á svæð-
inu í hættu og atvinnugreinar sem
tengjast landbúnaði á beinan eða
óbeinan hátt, ekki síst í þéttbýli,
myndu einnig eiga skaða vísan.
Stefán sagði að síst væri samstaða
um ágæti álvers við Eyjafjörð í
sveitarfélögum í sýslunni, og að
andstaða við hugmyndina færi
vaxandi frekar en hitt.“ (Leturbr.
mín.) í grein í Mbl. þann 18. ágúst
er íjallað um sjónarmið héraðsráðs
Eyjafjarðar í álversmálinu. Þar er
þetta m.a. haft eftir Tómasi Inga
Olrich: „Samkvæmt athugun er
byggði á nýrri dreifingarspá NILU
og miðaðist við rekstur 200 þúsund
tonna álvers við Dysnes (leturbr.
mín), hefði starfræksla þess áhrif
á tíu til tólf jarðir."
í ágætri grein R.G. í Velvakanda
Mbl. þann 13. þ.m. segir m.a.:
„Merkilegt er að nokkur maður
skuli vilja að álver verði reist við
Eyjafjörð. Ef þetta væri gert er
hætt við að mikið mengunarslys
yrði sem aldrei fengist bætt, enda
spurningin hvoit nokkur væri bóta-
skyldur. Eins og allir vita er mikil
loftmengun umhverfis álverksmiðj-
ur og þurfa menn ekki annað en
litast um ,í Straumsvík á logndegi
til að sjá það. En logndagar eru
ekki algengir á Suðurnesjum eins
og kunnugt er. í Eyjafirði myndi
loftmengunin híns vegar lokast
inni í firðinum í stillum og væri
þá enginn öfundsverður að eiga
þar heima. (Leturbr. mín.) Reynd-
ar tel ég álverksmiðjú ekki eftir-
sóknarverða fyrir neinn lands-
hluta.“ R.G. hvetur svo til þess að
rafmagnið verði fremur notað til
að framleiða vetni og er ég honum
að sjálfsögðu hjartanlega sammála.
Þann 10. maí sl. birtist í Tíman-
um ýtarleg grein eftir Tómas Gunn-
arsson lögmann, sem hann nefnir
Rannveig Tryggvadóttir
„Fiskimiðin og vatns-
orkan eru þær auðlind-
ir landsins sem erlend-
ar þjóðir renna hvað
hýrustu auga til. Fiski-
miðunum eigum við að
halda sem hreinustum
— og fyrir okkur — og
nýta vatnsorkuna í ann-
að en að knýja álver.“
Þjóðhagsleg áhrif mögulegs álvers
við Eyjafjörð. Er hún mjög athyglis-
verð aflestrar. Þar segir m.a.:
„ .. glansinn hlýtur að mást af
ferðamannabænum Akureyri ef að
grátt mengunarský er það sem
menn sjá fyrir sér. Ég get ekki
hugsað mér nokkra aðgerð hættu-
legri þróun byggðar við Eyjafjörð
en bygging stórs álvers þar.“ Hann
nefnir aðra hlið á álversmálinu sem
lítt hefur verið haldið á loft: „Talið
er að störf við virkjanirnar verði
að mestu unnar af íslendingum
en 20% eða allt upp í 40% af störf-
um við álverið verði unnin af
erlendu vinnuafii." Segir ekki
máltækið „að sjálfs sé höndin holl-
ust“?
í Þjóðviljanum þann 28. ágúst
sl. er grein sem nefnist: Varað við
stóriðjumengun. Þar er fjallað um
áiyktun aðalfundar Náttúruvernd-
arsamtaka Austurlands þar sem
„varað er eindregið við mengun frá
stóriðjuverum og bent á bitra
reynslu annarra þjóða og dæmi
hérlendis, m.a. frá áliðnaði... I
ályktuninni segir að í stefnumörkun
um orkufrekan iðnað beri að leita
framleiðslukosta sem valdi sem
minnstri mengun og röskun á um-
hverfinu og að gera eigi strangar
kröfur um mengunarvarnir . . .
Hvetur fundurinn til víðtækfar
stefnumörkunar um orkunýtingu,
m.a. með orkusparnaði og rann-
sóknum á framleiðslu sem sameini
þjóðhagslegt gildi og litla mengun.
I þessu sambandi bendir aðalfund-
urinn á möguleika á framleiðslu
fljótandi eldsneytis í formi vetn-
is, ammoníaks eða metanols11.
Þarna er framleiðsla vetnis enn
nefnd sem betri valkostur en álver.
Sveiattan, Svavar
eftir Björn Þ.
Guðmundsson
Svavar Gestsson er nú æðsti yfir-
maður vísinda og mennta á íslandi.
Hann hefur látið mikið á sér bera
opinberlega og hrasar ekki beinlínis
um hógværðina.
Þetta kemur glöggt fram í
síðasta sviðsljósabaði. Þar telur
hann sig þess umkominn að blása
á álit dr. Gauks Jörundssonar, um-
boðsmanns Alþingis, þess efnis að
tiltekin gjaldtaka í grunnskólum
landsins standist ekki lög. Bætist
Svavar í fríðan hóp samheija sinna,
Steingríms Sigfússonar og Qlafs
Ragnars Grímssonar, fyrrverandi
prófessors, sem virðast ekki skiija
hlutverk umboðsmanns Alþingis.
Stóðu þeir þó sjálfir að lagasetningu
um það embætti.
Svavar Gestsson hefur öðrum
fremur talið sig sérstakan vin laun-
þega landsins. Samt vann hann sér
það til ævarandi minnis, ásamt öðr-
um sjálfskipuðum verndurum al-
þýðunnar, að afnema með lögum
kjarasamning fjölmennrar stéttar
launþega og þar með dóm æðsta
dómstóls landsins um kjara- og
verkalýðsmál, Félagsdóms. Hann
hefur og gerst hástemmdur mál-
svari jafnréttis kvenna og karla.
Staðreyndin er hins vegar sú að
enginn maður í ráðherrastól hefur
til þessa brotið jafnréttislögin eins
oft og hann. Síðast en ekki síst
hefur hann talað fjálglega (og rétti-
lega) um nauðsyn á ströngu að-
haldi löggjafans (Alþingis) með
handhöfum framkvæmdavaldsins
(ráðherrum).
Nú vill svo til að Svavar Gestsson
er bæði handhafi löggjafarvalds
(alþingismaður) og æðsta fram-
kvæmdavalds (ráðherra). Enginn
getur starfað sem ráðherra nema
löggjafarsamkoman (Alþingi)
a.m.k. þoli manninn í því starfi. Það
nefnist þingræði. Alþingi íslendinga
hefur hingað til þolað Svavar sem
ráðherra og lætur enn óátalið að
Ólafur Grímsson gegni slíku starfi
(Ólafur er raunar umboðslaus í
íslensku þjóðfélagi því þjóðin hefur
ekki kosið hann til eins eða neins).
En nú er komin upp skrýtin
staða: Ráðherrann Svavar þolir alls
ekki Svavar þingmann. Það er ekki
bara vegna þess að þingmaðurinn
Svavar stóð að lagasetningu um
embætti umboðsmanns Alþingis til
þess m.a. að hafa eftirlit með því
hvernig Svavar ráðherra fram-
kvæmir lög landsins, heldur fýrst
og fremst vegna hins að umboðs-
maður Alþingis komst að þeirri nið-
Björn Þ. Guðmundsson
urstöðu að ráðuneyti Svavars hefði
ekki farið að lögum. - Og þá var
ekki að sökum að spyija.
Um svona ménn hafði amma mín
aðeins eitt orð: Sveiattan.
Höfundur er prófessor við
lagadeild Háskóla íslands.
Hvað Suðurnes varðar bendi ég
á mjög athyglisverða hugleiðingu í
grein Gests Ólafssonar, arkitekits
og skipulagsfræðings, í Mbl. 30.
júní sl. Þar segir m.a.: „Fyrir rösku
ári (89-03-12) benti ég á það í við-
tali við mbl. að þær forsendur væru
nú fyrir hendi á svæðinu frá Hafn-
arfirði til Kefiavíkur að allar líkur
væru á að einstaklingar og fyrir-
tæki myndu í vaxandi mæli leita
eftir búsetu og aðstöðu á þessu
svæði á næstu árum og áratugum
ef hlutaðeigandi sveitarfélög „opn-
uðu“ þetta land. Á þessu svæði
er ennþá möguleiki á stórkost
legum íbúðarlóðum við sjó og
hvers kyns aðstöðu til útivistar
og athafna. í heild er þetta land
mörg þúsund milljóna virði, ef rétt
er á haldið. Álver sem staðsett
væri á miðju þessu svæði, t.d. við
Vatnsleysuvík, myndi eyðileggja
þetta svæði að verulegu leyti sem
íbúðar- og útivistarsvæði og einnig
að hluta sem atvinnusvæði."
Faðir minn heitinn, Tryggvi
Ófeigsson, skipstjóri og útgerðar-
maður, sem sleit barnsskónum á
Suðurnesjum, benti eitt sinn út á
Signrskúfur
Epilobium angustifolium
(Chamaenerion angustifolium)
Sigurskúfur Ljósm./Ól.B. Guðmundsson
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
Þáttur nr. 183
Þessi glæsilega jurt, sem oft
skreytir svo fagurlega rósrauðu
flúri nágrenni sumra bæja og
borga, er líklega nokkuð nýr land-
nemi hér, komin til okkar að vest-
an eins og systir hennar — eyrar-
rósin. Henni hefur þó ekki tekist
að komast lengra en til íslands,
annars staðar er hana ekki að
finna í Evrópu. Aftur á móti vex
sigurskúfurínn víða um Evrópu
og N-Asíu. Myndarleg jurt, sem
getur orðið hátt í metri á hæð,
með langa klasa af purpurarauð-
um allstórum blómum (sbr. annað
nafn, purpurablómstur) og löng
lensulaga blöð, þétt stakstæð, á
stinnum stönglum. Hér eru vaxt-
arsvæði sigurskúfsins fyrst og
fremst haugar og óræktarsvæði,
en erlendis t.d. á hinum Norður-
löndunum þar sem hann er al-
gengur, vex hann mikið í skóg-
lendi. Þar sem felldur hefur verið
skógur ijúka strax upp stórar
rauðar breiður sem flæða eins og
sjálft hjartablóð hinna föllnu tijáa
— og hverfa síðan aftur þegar
skógurinn rís á ný og byrgir fyrir
loft og ljós. En ekki hverfur sigur-
skúfurinn þó með öllu því í sverð-
inum leynast óblómgaðar smáp-
löntur og láta lítið á sér bera.
Strax og aftur bjóðast tækifæri,
t.d. ef stór tré falla í veðrum eða
eru felld svo ijóður myndist, byija
þessar smáplöntur að skjóta jarðr-
englum í allar áttir, vaxa upp og
mynda þessar stóru, glæsilegu
rósrauðu breiður sem sigurskúf-
urinn er svo frægur fyrir.
Sama gerist eftir skógarelda.
Þá er sigurskúíurinn oftast einna
fyrstur blómjurta til að Íífga ösku-
breiðurnar að nýju — enda oft á
ensku nefndur fireweed, einmitt
vegna þessa.
Af þessu má einnig sjá að sigur-
skúfurinn er viðsjárgripur í görð-
um og á þar reyndar hreint ekki
heima, því finnist mönnun nóg
um hegðunarvandamál eyrar-
rósarinnar í garðinum, þá er þessi
bróðir hennar hálfu verri viður-
eignar. Aftur á móti gæti hann
vissulega puntað upp á sumarbú-
staðinn ef hann fengi þar sólríkt
hom til eigin umráða.
Spyija má hvort ekki mætti
nýta þessa kröftugu, litskrúðugu
jurt til einhvers. Jú, reyndar. í
skógarlöndunum miklu Rússlandi,
Finnlandi og Svíþjóð, þar sem
mikið er um sigurskúf, voru blöð-
in lengi notuð í te til drykkjar,
sem var vinsælt og þótti gott og
hressandi. í Svíþjóð, þar sem þessi
jurt er nefnd: mjölkört (mjólkur-
jurt) var hún notuð sem kúafóður
og þótti við það aukast nyt kúnna.
Af því mun nafnið komið.
Þeir sem vildu líta sigurskúfinn
í öllu sínu veldi og rósrauða
skrúða geta fengið sér gönguferð
um neðanverðan Elliðaárdal i
ágúst-september, en þar er með-
fylgjandi mynd tekin 11. ágúst sl.
Ó.B.G.