Morgunblaðið - 22.09.1990, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.09.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 17 sjóinn er við áttum leið þar um og sagði eitthvað á þessa leið: „Hér er alls staðar fiskur fyrir utan. Byggðin hefði heldur átt að teygj- ast í þessa átt en upp í Mosfells- svejtina." Á ísafirði hefur ung íslensk kona, Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt og skipulagsfræðingur og menntuð í París, lostið umhverfi ísafjarðar- kaupstaðar töfrasprota — á pappírnum, því hún vinnur að hug- myndum um skipulag bæjarins. Það var gaman að lesa grein um hana í sunnudagsblaði Mbl, 16. sept. Hún hefur þá fallegu hugsun að telja sig standa í þakkarskuld við staðinn þar sem hún ólst upp. Hugsa sér hvað það er miklu verð- ugra verkefni fyrir íslendinga að fegra land sitt og prýða og leitast við að klæða það gróðurmöttli á ný en að vera að greiða veg útlend- inga sem vilja bía út landið með mengandi stóriðjuverum. Væri ekki gaman ef þau Gestur Ólafsson ættu eftir að „ljósta Suðurnes töfra- sprota fagurkerans"? Ég vil þakka Geir Vilhjálmssyni sálfræðingi fyrir að vekja í grein í Mbl. þann 23. maí sl. athygli á rit- gerð Jóhanns Rúnars Björgvinsson- ar, þjóðhagfræðings, Leiðir álver til lakari lífskjara? Hluti af megin- inntaki ritsins er m.a. eftirfarandi málsgrein eins og hún birtist í grein Geirs: „Fjárfesting í matvælafram- leiðslu og ferðamannaþjónustu muni gefa þjóðinni meiri tekjur og betri lífskjör en ál- og orkufram- kvæmdir." Þeim löndum fer óðum fækkandi þar sem loft og vatn er hreint og ómengað. Mig hefur alltaf dreymt um að við reyndum að halda landinu okkar sem hreinustu og yrðum matvælaframleiðendur fyrir heim- inn eftir því sem við megnum. Fiski- miðin og vatnsorkan eru þær auð- lindir landsins sem erlendar þjóðir renna hvað hýrustu auga til. Fiski- miðunum eigum við að halda sem hreinustum — og fyrir okkur — og nýta vatnsorkuna í annað en að knýja álver. Jarðolía er notuð sem hráefni í margs konar iðnaði og fátt eða ekkert getur komið í hennar stað. Líkur eru á að áður en langt um líður verði að mestu eða öllu hætt að nota olíu til eldsneytis. Meðal annars má þá reikna með að vetni komi í staðinn sem orkugjafi, enda brennur vetni án loftmengunar og stuðlar ekki að gróðurhúsaáhrifum. Finnist mönnum of langt að bíða í 7—8 ár eftir að vetnisframleiðsla geti hafist, þá má gera biðina sárs- aukaminni með því að draga úr bruðli. Skrifið aldrei undir álvers- samningi. Reykjavík, 17. september 1990. Höfundur er húsmóðir og þýðandi. HAUSTLAUKA MARKAÐUR r MIKIÐ URVAL Allir geta sett niður haustlauka, nú er rétti tíminn MAGNTILBOÐ, GERIÐ GÓÐ KAUP 50 stk. Túlípanar 50 stk. Krókusar . 2,5 kg. Páskaliljur (40-50 blóm) 100 stk. Úrvalslaukar (6 tegundir) sem blómstra hver á eftir annari) Verð frá 699,- Verð 699,- Verð 699,- Verð 1.995,- JÓLALAUKAR uvndsbygoda MIKIÐ ÚRVAL —r-IARNAN 1 rósTKgöRg, Ræktið sjálf jólahýasintur, jólatúlípana, jólakrókusa og jólaliljur. Góðar leiðbeiningar fylgja. Garðyrkjufræðingar Blómavals veita góð ráð um meðferð og val lauka. bió icituol Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. Einnig í Kringlunni Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsíngar fást hjá ferðaskrifstofum, sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR m\m A HEIMMLIKVARDA ISLENSKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN, sem nú er haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús- undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er- lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.