Morgunblaðið - 22.09.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990
ISLENZKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN
Virkni - leið til aukningar
framleiðni í frystihúsum
' Morgunblaðið/Sverrir
Sigurgeir Steindórsson og Ari Axel Jónsson með dreggið.
„VERKEFNIÐ Virkni er mjög
gott dæmi um það, hvernig hægt
er að vinna saman að því mark-
miði að tæknivæða og þróa fisk-
vinnslu svo þar náist betri árang-
ur. Þarna taka höndum saman
opinberir aðilar og atvinnugreinin
í samvinnu v|ð erlenda aðila,“
sagði Halldór Asgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, við kynningu á
samvinnuverkefninu Virkni, en
það er nú kynnt í tengslum við
Islenzku sjávarútvegssýninguna.
Virkni er samnorrænt verefni.
Látlaus gestagangur á básnum
„Dregg“ Ara Axels Jónssonar vekur athygli
„DREGGIÐ okkar vekur mikla eftirtekt. Menn eru greinilega hrifn-
ir af því að sjá eitthvað nýtt í botnfestibúnaði og það er látlaus
gestagangur á básnum hjá okkur. Dreggið er öruggasta botnfest-
ing, sem er á markaðnum og hefur reynzt mjög vel við tilraunir,"
segir Ari Axel Jónsson, uppfinningamaður.
Ankeri óg netadrekar hafa verið
með ýmsu móti frá örófi alda, en
vandamál við notkun þeirra hafa
verið á báða vegu í raun, ýmist
hefur festan verið of mikil eða of
lítil að sögn Ara. Með dregginu er
botnfestan tryggð, en jafnframt er
mjög auðvelt að losa það. Ari segir
að kostir þess séu í megin atriðum
fjórir; botnfesta sé örugg við ólík
botnskilyrði, sérstakur öryggisbún-
aður tryggi að dreggið náist alltaf
upp ásamt veiðarfærum, dreggið
byggist bæði á þyngd og virkni og
það sé fyrirferðarlítið og auðvelt í
notkun.
Meðan Ari vann ennþá að full-
mótun og fullkomnun á dregginu
fékk hann tvo reynda skipstjóra til
að prófa það við veiðar í marz og
apríl í ár. Það voru Siguijón Óskars-
son á Þórunni Sveinsdóttur VE og
Brynjar Kristmundsson á Steinunni
SH. Umsagnir þeirra beggja voru
mjög jákvæðar að sögn Ara og
ábendingum þeirra var haldið við
hönnun endanlegrar gerðar. Tækni-
leg atriði hafa verið unnin í sam-
ráði við Iðntæknistofnun íslands.
Þar hefur dreggið verið prófað og
ákvarðanir um stálblöndur teknar
á grundvelli prófana og útreikninga
sérfræðinga.
Markmið þess er að auka framleiðni
með tilkomu sjálfvirkni í pökkun og
frystingu í frystihúsum samhliða
hagræðingu í fiutningakerfi og upp-
lýsingastreymi í húsunum. Verkefnið
skiptist í fjóra meginhluta:
Fyrsti hlutinn fjallar um mat og
endurbætur á núverandi umbúðum
frystiiðnaðarins. Markmið þessa
hluta er að bæta umbúðir fyrir fryst-
an fisk þannig að þær henti betur á
öllum stigum flutninga.
Annar verkhlutinn fjallar um vöru-
stjómun í frystihúsum. Meginmark-
mið þessa verkhluta er er að greina
og bæta vöru- og upplýsingaflæði í
frystihúsum.
Þriðji hlutinn lýtur að þróun sam-
vals- og pökkunarbúnaðar fyrir
frystihús. Markmiðið er að sjálf-
virknivæða þennan hluta vinnslunnar
með það í huga að minnka mannafla-
þörf og bæta nýtingu og gæði.
í síðasta hlutanum er stefnt að
þróun sjálfvirks eða hálfsjálfvirks
búnaðar við þau frystitæki sem eru
í notkun. Markmiðið er að minnka
mannaflaþörf og bæta vinnuaðstöðu.
Skipulag verkefnisins er þannig
að veruleg skörun er milli verkhluta.
Skörunin er talin nauðsynleg og er
henni stýrt að verkefnisstjórunum
Karli Friðrikssyni hagfræðingi hjá
Iðntæknistofnun Islands og Sveini
Víkingi Ámasyni, vélaverkfræðingi
hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins. Heildarkostnaður við verkefnið
Salan tvöfölduð
á tveimur dögum
Góður árangur Norm-X á sjávarút-
vegssýningunni í Laugardalshöll
„ÁRANGUR okkar er nánast
ótrúlegur. Á tveimur dögum höf-
um við selt eða samið um sölu á
nær tvöfalt fleiri fiskikörum en
við seldum allt síðasta ár. Þá
fluttum við utan fyrir 10 milljón-
ir, á þessu ári höfðum við þegar
náð þeirri upphæð fyrir sýning-
una, en nú höfum við tvöfaldað
söluna," segir Sævar Svavarsson,
framkvæmdastjóri Norm-X í
samtali við Morgunblaðið.
Það er nú gerð fiskikara, sem
hefur vakið svona mikla athygli
kaupenda á sýningunni og segir
Sævar breytinguna frá fyrri gerð-
um kera vera nánast byltingu og
sótt hafi verið um einkaleyfi á fram-
leiðslunni. Unnið hefur verið að
þróun karanna um tveggja ára
skeið, en Sævar segir að hún hafi
eiginlega hafizt vegna framleiðslu
upp í pöntun frá Bahrein. Fyrsta
kerið í endanlegri útfærslu var
steypt að morgni fyrsta sýningar-
dagsins. Það er ólíkt fyrri gerðum
að því leyti að það er hannað á
nýjan hátt og farnar aðrar leiðir
Nýja kerið kynnt á sjávarútvegssýningunni.
Morgunblaðið/Sverrir ,
en áður hafa verið reyndar til að
gera það léttara og ódýrara í fram-
leiðslu. Nýja kerið er 30% ódýrara
en sambærileg eldri fiskiker.
Norm-X er tíu ára gamat fyrir-
tæki og hefur aðalframleiðsla þess
ætíð verið fískiker framleidd með
svonefndri hverfísteypuaðferð.
er áætlaður um 110 milljónir króna
og á því að ljúka árið 1992. Verk-
efnið er styrkt af Norræna iðnaðar-
sjóðnum og rannsóknarráði ríksins,
en aðrir þátttakendur standa einnig
verulegan straum af kostnaði.
Aðdragandi að verkefninu hófst í
janúar 1988 þegar Norræni iðnaðar-
sjóðurinn hélt fund í Kaupmannahöfn
um upplýsingatækni í fiskiðnaði, Upp
úr því var stofnuð samnorræn sam-
starfsnefnd sem vinna skyldi að því
að kanna möguleika á norrænni sam-
vinnu á þessu sviði. Rannsóknaráð
ríkisins, Iðnþróunarsjóður, iðnaðar-
ráðuneytið og sjávarútvegsráðuneyt-
ið styrktu vinnu íslenzku þátttakend-
anna.
Eftirtaldir aðiiar starfa við verkef-
nið: Aalborg Industrial Corporation,
Danmörk, Marel hf, Efli hf, N & R
Consult, Danmörk, Verkfræðistofna
Stefáns Ólafssonar, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun
íslands og Staðlaráð íslands.
Við kynningu verkefnisins fluttu
ræður þeir Halldór Ásgrímsson, sjáv-
arútvegsráðherra og Geir A. Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri Marels
og lýstu þeir báðir skoðun sinni á
mikilvægi verkefnisins og tæknivæð-
ingar í sjávarútvegi, sem verið hefði
mjög ör síðustu árin. Þá kynntu verk-
efnisstjórar gang mála og Vilhjálmur
Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs ríkisins, fjallaði um
hlutverk íjármagnsaðila í stórum
þróunarverkefnum. Hann ræddi
meðal annars um nýsköpun, sem
hann lýsti sem þyrnum stráðri braut
og rakti einnig nýsköpunarferlið og
sagði þá:
„Að okkar mati þarf nú að gera
miklu meira en áður til að tengja
saman markaðsvitund atvinnulífsins
við þá tækniþekkingu og hugvit sem
er saman komið í rannsóknarstofn-
unum og í Háskólanum. Hugarheim-
ur vísinda og tækni annars vegar og
viðskipta og markaðar hins vegar
eru um margt ólíkir, og eiga aðilar
erfítt með að ræða saman nema þeir
séu settir í sama bát með sameigin-
leg viðfangsefni. Bilið milli þessara
hópa er breitt og þarf að brúa. Hug-
arfóstur vísindamanna eiga ekki upp
á pallborðið hjá framkvæmdamönn-
um nema þeir fáist til að taka þátt
í að móta þau, hafi áhrif á þroska
þeirra og sjaí sér hag í að ala þau
upp þannig að þau svari kröfum
markaðarins og skili aðstandendum
arði, að minnsta kosti þegar frá
líður.“
Líftryggingafélag Islands stofnað:
„Lífsbjörg“ send þorra Islend-
inga á aldrinum 20-50 ára
NÝTT líftryggingafélag, Líftryggingafélag íslands, hefur verið
stofnað. Ætlar hið nýja félag m.a. að bjóða upp á nýjung í líftrygg-
ingum á íslandi sem ber nafnið „Lífsbjörg". Fær þorri Islendinga á
aldrinum 20-50 ára sent líftryggingarskírteini með öllum skilmálum
á næstu dögum og nægir að greiða áfastan gíróseðil til að trygging-
in taki gildi. Ingi R. Helgason hefur verið skipaður stjórnarformað-
ur félagsins og Axel Gíslason hefur verið ráðinn forstjóri þess. Vá-
tryggingarfélag Islands mun annast tryggingarekstur Líftrygginga-
félags Islands í verktöku.
Þegar Brunabótafélag íslands og
Samvinnutryggingar sameinuðu
vátryggingarekstur sinn í Vátrygg-
ingafélagi íslands hf. var jafnframt
ákveðið að vinna að því að sameina
líftryggingarekstur BÍ Líftrygging-
ar og Líftryggingafélagsins And-
vöku. Hlutafé hins nýja félags,
Líftryggingafélags íslands, er 40
milljónir og eru stofnendur þess og
hluthafar áðurnefnd líftryggingar-
félög auk Vátryggingafélags ís-
lands. Er stefnt að því að líftrygg-
ingafélögin flýtji lífíryggingásÚjfná
sína í nýja félagið um næstu ára-
mót og að Líftryggingafélag íslands
taki nú þegar við öllum nýtrygging-
um.
Hafa aðstandendur Líftrygg-
ingafélag s íslands látið vinna könn-
un á íslenska líftryggingamarkaðin-
um. Voru niðurstöður þeirrar könn-
unar að 68,9% íslendinga eru án
líftrygginga og að 53,99% þeirra
sem ekki eru líftryggðir hafa áhuga
á að fá sér slíka tryggingu.
Sögðu aðstandendur Líftrygg-
ingáfelágs Tslánðs á braðamanna-
fundi á fímmtudag að þörf fólks
fyrir líftryggingu væri nátengd fjár-
hagslegum skuldbindingum þess,
en að meðaltali eru skuldir fjögurra
manna fjölskyldu 2-2,5 m.kr. Þá
væri líka ljóst að mörgum hafi vax-
ið í augum sú fyrirhöfn sem hingað
til hafí verið í kringum líftrygging-
ar. Hafí því vaknað sú hugmynd
að fínna nýja leið til að ná tii þessa
hóps. Niðurstaðan ber nafnið
„Lífsbjörg“ og verður þorra Islend-
inga á aldrinum 20-50 ára, alls
109.000 manns, sent líftrygging-
arskírteini með áföstum gíróseðli á
næstu dögum. Á skírteininu koma
fram allar upplýsingar og skilmálar
er gera hveijum einstaklingi mögu-
iegt að sjá hvort hann uppfyllir
skilyrði fyrir tryggingu án þess að
koma þurfí til læknisskoðunar. Tek-
ur tryggingin gildi á miðnætti sama
dag og gíróseðillinn er greiddur.
Morgunblaðið/RAX
Ingi R. Helgason, stjórnarformaður Líftryggingafélags íslands, og
Axel Gíslason, forstjóri.
Bótagreiðslan er föst upphæð,
ein milljón króna. Hún er verð-
tryggð og breytist ársfjórðungs-
lega. Kostnaður við líftrygginguna
Lífsbjörg er breytilegur eftir aldri
og kyni. Sem dæmi má nefna að
sex mánaða líftrygging fyrir 35 ára
karl kostar 1575 krónur en 1100
krónur fyrir jafngamla konu.
Líftrygging fyrir 45 ára karl kostar
2600 krónur en 1820 krónur fyrir
-jafngamla konu.