Morgunblaðið - 22.09.1990, Side 19

Morgunblaðið - 22.09.1990, Side 19
G07T FÓLK / SlA 5500-187 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990 19 Morgunblaðið/Kristinn Pálsson Höfði byggður 1 Japan Þeir ferðalangar sem leið sína leggja til Japan í bæ einn á vesturströndinni er Hyogo heitir geta augum litið þessa eftirlíkingu af Höfða. Þar í bæ býr mað- ur að nafni Sakuhana, en hann er rækjukaupandi og hefur m.a. keypt alla þá rækju sem Oddeyrin EA hefur veitt, auk þess sem hann kaupir mikið af rækju annarra Samheijaskipa, Margrétar EA og Hjalteyrar EA. Sakuhana hefur oft komið til íslands vegna rækjukaupanna, að sögn Kristins Pálssonar sem tók þessa mynd, en hann starfar hjá Samheija hf. „Við vissum af því að hann hefði byggt þetta hús, en óneitanlega var skrýtið að sjá nákvæma eftirlíkingu af Höfða þarna úti í Japan,“ sagði Krist- inn. Hann sagði að Sakuhana hefði ætlað sér að byggja húsnæði undir skrifstofur fyrirtækis síns og hugmyndina hefði hann að líkindum fengið í kjölfar leiðtogafundarins, þegar þeir hittust í Höfða Gorb- atsjov og Reagan. Aflamiðlun úthlutar útflutningsleyfum: Ekki framsal valds ráðherra - segir Jón Baldvin Hannibalsson JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, segir að lögfræð- ingar, sem ráðuneytið hafi leitað til, séu ósammála þeirri niður- stöðu Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, hæstaréttarlögmanns, að utanríkisráðherra hafi verið óhcimilt að fela Aflamiðlun úthlut- un útflutningsheimilda á óunnum fiski. Lögfræðingar ráðuneytisins telji að hér sé ekki um valdafram- sal að ræða. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður, hefur ritað álitsgerð um starfsemi Aflamiðlunar að ósk nokkurra útflutningsaðila. í greinár- gerð hans, sem birtist í Morgunblað- inu á þriðjudag, kemst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu, að ut- anríkisráðherra hafi verið óheimilt að framselja vald sitt til úthlutunar útflutningsheimilda á óunnum fiski til Aflamiðlunar, enda sé Aflamiðlun aðili utan stjórnkerfisins. Utanríkisráðherra segir, að hann hafi falið lögfræðingum að fara ofan í saumana á þessu máli í tilefni af ályktunum fiskútflytjenda í Vest- mannaeyjum. Niðurstaða þeirra hafi verið þveröfug við niðurstöður Jóns Steinars og studd mörgum fordæm- um, auk þess sem aflamiðlun eigi sér margar hliðstæður í stjórnkerfinu. .. Það sé mat lögfræðinganna, að í þessu máli hafi ekkert valdaframsal farið fram. „Aflamiðlun er á forræði utanrík- isráðherra," segir Jón Baldvin. „Hún var sett á laggirnar til reynslu í eitt ár og ef sú reynsla verður slæm, sem mér finnst ýmislegt benda til, þá er það á valdi utanríkisráðherra að rifta því samkomulagi, sem starfsemi hennar er byggð á.“ Páli Flygenring hættir störfum FORSETI íslands hefur, hinn 3. september sl., veitt Páli Flygen- ring, ráðuneytisstjóra í iðnaðar- ráðuneytinu, lausn frá störfum frá og með 1. október 1990 að telja. Birni Friðfinnssyni, ráðuneytis- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, hefur verið falið að veita jafnframt iðnaðar- ráðuneytinu forstöðu frá sama tíma segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu. NECIIMEFAX MYNDSENDITÆKI OP us SIMKERM cetelco Farsímar Við erutn ó sjávarútvegssjningunni i Póstur og sími kappkostar að veita útgerðarmönnum og skipstjórnar- mönnum skjóta og örugga þjónustu. Auk þess hafa söludeildir okkar á boðstólum traustan fjarskipta- og símabúnað frá viðurkenndum framieiðendum. Öllum búnaði fylgja notkunarleiðbeiningar á íslensku og íslenskur texti er á skjá tækja og lyklaborði myndsenditækja. Vertu velkomin(n) í sýningafbás okkar, E 110, á sjávarútvegssýningunni i Laugardalshöll. Við tökum vel á móti þér og komum þér á óvart með góðum tilboðum. Söludeildir i Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.