Morgunblaðið - 22.09.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990
27
Vélakaup Krossanesverksmiðjunnar:
Engar sektargreiðslur þó
samningum hafí verið rift
Er ánægður með samninginn við norsku
aðilana, segir formaður stjórnar
STJÓRN Krossanesverksmiðj-
unnar hefur tekist að semja við
þá norsku aðila sem kaupa átti
af vélar og tæki sem til þurfti
vegna uppbyggingar verksmiðj-
unnar eftir eldsvoða á gamlárs-
dag. Eftir að ákvörðunum varð-
andi afkastagetu verksmiðjunn-
ar var breytt og ljóst að ekki
þyrfti að fjárfesta í umræddum
vélum hafa staðið yfir samningar
við Norðmennina um á hvern
hátt fyrirtækið losnaði undan því
að kaupa þær.
Hólmsteinn Hólmsteinsson for-
maður stjómar Krossaness hf.
kvaðst ánægður með lyktir málsins,
en þannig hefði til tekist að fyrir-
tækið slyppi við allar sektir vegna
riftunar samningsins. í versta falli
gæti svo farið að greiða þyrfti að
hámarki 8-900 þúsund krónur í
bætur fyrir að ganga út úr samn-
ingnum og sagði Hólmsteinn að það
yrði ef tækin seldust ekki öðrum
fljótlega á næsta ári. Krossanes
myndi þá taka þátt í greiðslu vaxta-
kostnaðar með norsku aðilunum.
Síldarverksmiðjur ríkisins kaupa
pressu sem Krossanes hafði samið
um kaup á, norska fyrirtækið tekur
sjóðara ásamt ýmsum smærri tækj-
um, en Krossanes mun taka þurrk-
arann og kemur hann brátt til
landsins. Honum hefur enn ekki
verið ráðstafað.
Hólmsteinn sagði að Norðmenn-
irnir hefðu ekki getað staðið við
■upphaflega áætlun varðandi af-
hendingu vélanna og m.a. vegna
þess hefði verið unnt að ná við þá
góðum samningum vegna fyrirhug-
aðra vélakaupa verksmiðjunnar.
Miklar framkvæmdir era nú í
gangi vegna uppbyggingar verk-
smiðjunnar og þar er fjöldi manns
að störfum. Hólmsteinn sagði að
áfram væri haldið við þá stefnu að
gangsetja verksmiðjuna að nýju 1.
nóvember næstkomandi og fátt
gæti komið í veg fyrir það. Nokkur
seinkun hefur orðið á afliendingu
rafskautsgufuketils, en hann er
væntanlegur norður um næstu
mánaðamót. „Ég vona að það valdi
ekki töfum, en við óttumst þó að
svo geti farið.“
Jóhann Pétur Anderssen sem
ráðinn hefur verið framkvæmda-
stjóri Krossaness kemur til starfa
í lok næstu viku.
Sjónvarpað beint frá
fundum bæiarstiórnar
Ólafsflrði.
SKÖMMU fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar var sam-
þykkt í bæjarstjórninni að taka upp beinar sjónvarpssendingar frá
fundum bæjarstjórnarinnar og á septemberfundi hennar var sent
út beint í fyrsta skipti í tilraunaskyni. Reynslan var tvímælalaust
það góð að áframhald mun verða á.
I Olafsfirði starfar fyrirtækið einnig að nýta kerfið til frekari
Vídeó Skann, sem er í einkaeigu upplýsingamiðlunar. I vor var svo
og rekur kapalkerfi sem tengt er ákveðið að hefja beinar sendingar
flestum húsum í bænum. Skúli um kerfið frá fundum bæjarstjóm-
Pálsson eigandi fyrirtækisins bauð ar og ef góð reynsla fæst af þess-
bæjarstjórn í fyrra þá þjónustu að um sendingum verða fleiri mögu-
sjónvarpa beint frá fundum og leikar skoðaðir. SB
SVÆÐISSKRIFSTOFA
MEISTARAFÉLAG ft NnDftifmnMm
BYGGINGAMANNA ANORÐURLANDI
NORÐURLANDI
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða starfskraft á skrifstofu okka.r, hálfan daginn,
frá kl. 13.00 til 17.00. Starfið felst m.a. í innheimtu félagsgjalda,
uppgjöri á mælingum iðnmeistara og útgáfu á upplýsinga- og
fræðsluritum til iðnmeistara á Norðurlandi. Æskilegt er að um-
sækjandi geti hafið störf 1. október nk. Umsóknarfrestur er til
26. september nk.
Frekari upplýsingar gefur Sigurður Jónsson á skrifstofu félag-
anna, s. 96-11222.
Umsóknir sendist til:
Svæðisskrifstofu iðnaðarins á Norðurlandi,
pósthólf 711,602TAkureyri.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
HJUKRUNARFRÆÐINGAR
Nú er laus staða hjúkrunarfræðings á
Heilsugæslustöðinni á Akureyri.
Notið tækifærið og breytið til.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunar-
forstjóri, sem er með símatíma alla
virka daga í síma 2231 1
millikl. 11-12.
SJÁIFSBJÖRG
Þjóðfélag án pröskulda!
EITT UTIÐ MERKI
UM STUÐNING
ÞINN
Um þessa helgi fer fram blaða- og merkjasala Sjálfsbjargar um land
allt.
Með því að kaupa blað eða merki Sjálfsbjargar sem er að þessu sinni
endurskinsmerki getur þú sýnt stuðning þinn í verki og stutt við bar-
■ áttu fatlaðra. Allar tekjur af átaki þessu renna óskiptar til eflingar að-
stöðu fatlaðra m.a. til að koma upp endurhæfíngaríbúð í Sjálfsbjarg-
arhúsinu sem er nauðsynlegur hlekkur í endurhæfingu fatlaðra.
Sjálfsbjörg minnir sérstaklega á að sölufólk \erður í Kringlunni i
Reykjavík, en þar er aðgengi fvrir fatlaða til fyrirmyndar.