Morgunblaðið - 22.09.1990, Blaðsíða 44
VOLVO
PENTA
Besti vinur sjómannsins!
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Verðlagsstofnun:
Morgunblaðið/Þorkell
Dick Tracy kominn í bæinn
Óviðbúnum vegfarendum á Snorrabraut kann að hafa brugðið í brún í gærkvöldi er illilegir náungar með
vélbyssur og pístólur komu æðandi á fornfálegum bílum og hófu skotbardaga á götunni. Engin alvara var þó
á ferðum; þar voru komnir leikarar, sem sviðsettu atriði úr kvikmyndinni „Dick Tracy“, sem frumsýnd var
í Bíóborginni í gærkvöldi. Fjöldi ungmenna fylgdist með og skemmti sér hið bezta.
Seðlabankinn gerir ekki tillög-
ur um afnám lánskjaravísitölu
I bréfí til ríkisstj órnarinnar er lýst efasemdum bankans um afnám verðtryggingar
SEÐLABANKINN telur að markmið ríkisstjórnarinnar með afnámi
lánskjaravísitölu sé óljóst, en ríkisstjórnin hefur óskað eftir tillögum
frá Seðlabankanum þar um, í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmál-
anum uin að lánskjaravísitala verði afnumin þegar verðbólga hafi
verið innan við 10% á sex mánaða tímabili.
Úthafsrækjuveiðar svokallaðar
miðast við að heimilt er að veiða
upp að vissum grunnlínum utan
fjarða og flóa.
Rækjuskipstjórar hér hafa tekið
eftir því að rétt utan línu sem lokar
Skjálfanda fyrir veiðum var síst
minni veiði en utar, svo þeir fengu
áhuga fyrir því að veiðihorfur innan
línu á Skjálfanda yrðu frekar athug-
aðar og að frumkvæði Guðmundar
A. Hólmgeirssonar skipstjóra á
Aron kom fiskifræðingur frá Haf-
rannsóknastofnun til að kanna þessi
mál frekar. Gaf sú athugun þar það
góða raun að þrem bátum var gef-
ið leyfi til veiða í Skjálfanda í 3
vikur.
Hafa þær tilraunir gefið vonir
um að framhald verði á þessu í inn-
anverðum Skjálfandaflóa. Nú á
næstunni mun Hafrannsóknastofn-
un vera að fara í leiðangur til rann-
sókna á innfjarðarækjumiðum við
strendur landsins og í þeim leið-
angri mun Skjálfandaflói athugaður
frekar um leið og Öxarfjörður, en
hann hefur verið friðaður undanfar-
in ár. Að lokinni þeirri athugun
verður tekin ákvörðun um hvort
frekari veiði á rækju verði leyfð við
Skjálfandaflóa.
- Fréttaritari
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur Seðlabankinn gert
ríkisstjórninni skriflega grein fyrir
því að mjög óljóst sé eftir hveiju
sé verið að sækjast með því að af-
nema verðtryggingu lána. Eru þar
rakin nokkur hugsanleg markmið,
sem ekki eru talin myndu nást.
Fyrst bendir Seðlabankinn á, að
ef færa eigi verðtryggingarmál til
samræmis við það sem gerist í ná-
grannalöndunum, þá eigi að afnema
hömlur og leyfa vísitölubindingu við
allar mögulegar viðmiðanir. Sá
háttur sé hafður á í flestum aðild-
arríkjum OECD, og verðtrygging
sé aðeins bönnuð í tveimur þeirra,
Þýskalandi og Hollandi.
Þá telur bankinn, að ef markmið-
ið sé að auka langtímasparnað,
geti ekki verið æskilegt að afnema
lánskjaravísitöluna, sem hafi frekar
hvatt til slíks sparnaðar. Og ef
markmiðið sé að lækka raunvexti,
sé ólíklegt að afnám lánskjaravísi-
tölunnar leiði til þess. Ekki sé von
til þess að samskonar ástand skap-
ist aftur og var fyrir daga verð-
tryggingar, að raunvextir verði nei-
kvæðir.
Þá er spurt hvort markmiðið sé
að koma í veg fyrir misgengi launa
og lánskjara. Bent er á að slíkt
misgengi gæti myndast, hver sem
verðtryggingarviðmiðunin sé, og
geti jafnvel orðið meira en ella,
væru lánskjör bundin við gengi.
Loks er bent á, að afnám verðtrygg-
ingar dragi ekki úr áhættu banka-
kerfisins, sé það markmiðið.
Seðlabankinn telur hins vegar,
að ef markmiðið sé að veita meira
aðhald að peningamálum, kunni það
að nást með þessu, því að greiðslu-
byrði óverðtryggðra lána sé mun
meit'i á fyrstu gjalddögunum, en
verðtryggðra. Hins vegar er bent
á, að ólíklegt sé að markmið ríkis-
stjórnarinar sé að þyngja greiðslu-
byrði lána.
Seðlabankinn gerir því í bréfinu
ekki ákveðnar tillögur um breytingu
á verðtryggingarmálum, en telur
að verðtryggingarmál verði að þró-
ast, m.a. í viðræðum við ríkisstjórn
og bankakerfið.
Verðjöfnunarsjóður fískiðnaðarins:
Tillag botnfiskaf-
Fyrirtæki kærð vegna
lélegra verðmerkinga
VERÐLAGSSTOFNUN hefur kært þrjú fyrirtæki, Hárgreiðslustof-
una Cleo, Týli hf. og Fókus, til rannsóknarlögreglu ríkisins, þar sem
þau hafa ekki orðið við tilmælum stofnunarinnar um bætta verðmerk-
ingu. Samkvæmt reglum Verðlagsstofnunnar um verðmerkingar ber
að verðmerkja alla vöru og þjónustu sem seld er beint til neytenda,
en viðurlög við brotum geta numið sektum, og einnig varðhaldi eða
fangelsi allt að fjórum árum ef um ítrekuð brot eða miklar sakir er
að ræða.
Verðlagsstofnun kannaði verð-
merkingar í um 500 fyrirtækjum á
höfuðborgarsvæðinu og 100 fyrir-
tækjum á landsbyggðinni í ágúst-
mánuði, og kom þá í ljós að hjá 65
fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu
og 21 fyrirtæki úti á landi var verð-
merkingum ábótavant. Var þessum
■Tyrirtækjum veittur tveggja daga
Ný rækjumið
í Skjálfanda?
Húsavík.
TILRAUNAVEIÐI á rækju i
Skjálfanda er nú lokið og verður
síðar tekin ákvörðun um hvort
leyfðar verði þar frekari veiðar
í framtíðinni.
frestur til að bæta verðmerkingar,
en að þeim fresti loknum var farið
í fyrirtækin á ný til að kanna hvort
orðið hefði verið við því. Þá reynd-
ust 33 fyrirtæki ennþá með ófull-
nægjandi verðmerkingar, þar aftvö
utan höfuðborgarsvæðisins. Sendi
Verðlagsstofnun þessum fyrirtækj-
um bréf þar sem enn var veittur
tveggja daga frestur til úrbóta, en
ella yrðu mál þeirra send rannsókn-
arlögreglunni til meðferðar.
Þtjú fyrirtæki, Hárgreiðslustofan
Cleo, Garðatorgi 3, Týli hf., ljós-
myndavöruverslun, Austurstræti 6
og Fókus, Lækjargötu 6B, hafa
ekki enn orðið við tilmælum Verð-
lagsstofnunar um bætta verðmerk-
ingu, og hafa þau því verið kærð
til rannsóknarlögreglunnar.
Hækkun olíuverðs frest-
að fram í lok næstu viku
Eitthvað farið að bera á hamstri eintakra aðila
reikningi olíufélaganna. Inn-
kaupajöfnunarreikningurinn er nú
jákvæður um rúmlega 40 milljón-
ir króna, og er búist við að í lok
næstu viku verði staða hans kom-
in í um 17 milljónir.
Nýir farmar af bensíni koma
ekki til landsins fyrr en í bytjun
október, og því verður að öllum
líkindum ekki tekin ákvörðun um
nýtt verð á bensíni á fundi Verð-
lagsráðs í næstu viku þar sem
forsendur til þess verða ekki fyrir
hendi þá.
ÁKVÖRÐUN um nýtt verð á gasolíu og svartolíu verður væntan-
lega ekki tekin fyrr en á fundi Verðlagsráðs í lok næstu viku,
en fundi, sem boðaður hafði verið í ráðinu í gær til að fjalla um
olíumálin, var frestað. Nýir olíufarmar á hærra verði eru farnir
að berast til landsins, en talið er að eldri birgðir muni endast
eitthvað fram í október. Eitthvað mun vera farið að bera á því
að einstakir aðilar séu þegar farnir að safna olíubirgðum á gamla
verðinu.
Nýtt verð á olíu tekur gildi um
næstu mánaðamót. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var
gert ráð fyrir um eða yfir 30%
verðhækkun í erindi olíufélaganna
sem taka átti fyrir á fundi Verð-
lagsráðs í gær. Ljóst er að um
enn frekari hækkun verður a<
ræða vegna frestunar verðákvörð
unarinnar, en nýja verðið verðui
þeim mun hærra eftir því sen
gengið er á ódýru birgðirnar, oj.
þess útstreymis, sem verður a
þeim sökum úr innkaupajöfnunar-
urða hækkað í 2,5%
STJÓRN Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins ákvað á fundi í
gærmorgun að hækka tillag
vegna botnfiskafurða í sjóðinn
úr 1,7% í 2,5%. Ástæðan er
hækkandi verð á mörkuðum
fyrir þessar afurðir.
í ágústmánuði síðastliðnum var
tillagið 1% af fob verðmæti afurð-
anna. Það var síðan hækkað í 1,7%
í september og í október á að
greiða 2,5% af fob verði útflutn-
ings í þeim mánuði.
í ágústmánuði var greitt 5%
framlag úr sjóðnum til rækjufram-
leiðenda, í september var lítilræði
greitt og framlag til rækjufram-
leiðenda hverfur alveg í október.
Verðmæti allra útfluttra sjávar-
afurða var um 50 milljarðar króna
í fyrra, en vegna verðhækkana og
gengisþróunar er gert ráð fyrir
að það verði eitthvað hærra í ár,
þrátt fyrir minni afla. y
Oddfellow:
Vilja byggja við
Vonarstræti 10
ODDFELLOW-REGLAN hefur
sótt um leyfí til borgaryfirvalda
til að byggja við hús sitt nr. 10
við Vonarstræti í Reykjavík.
Tillögur um stækkun hússins eru
enn á frumstigi en samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins er gert ráð
fyrir stækkun hússins til norðurs
og vesturs þar sem nú standa skúra-
byggingar.
Málið verður kynnt í Borgar-
skipulagi Reykjavíkur næstkom-
andi mánudag og síðan verður fjall-
að um umsóknina í Borgarráði á
þriðjudag.