Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 15 Bensín — Kostnaður vegna mengunarvama menntaðs starfsfólks eins og t.d. hjúkrunarfræðings, sem einnig þarf að greiða laun. Uppbygging heilsugæslu Enn má halda áfram. Staðhæfing Harðar um ofnotkun á einkarekinni læknisþjónustu hefur verið hrakin. Hann gerir því skóna að sérfræð- ingar standi í vegi fyrir þróun heilsugæslukerfis í Reykjavík. Enn og aftur fer hann með rangt mál. Læknafélag íslands og svo Lækna- félag Reykjavíkúr, sem er stærsta svæðafélagið innan vébanda þess fyrrnefnda, hafa bæði ályktað um uppbyggingu heilsugæslu- og heim- ilislæknakerfisins. Og það oft. Nú í vor sá stjórn Læknafélags Reykjavíkur ástæðu til að senda bréf til TR, þar sem bent var á heimilislæknaskort í Reykjavík. Hnykkt var á þessu í síðasta mán- uði með bréfi til heilbrigðisráðherra, TR og borgarlæknis og er nú beðið eftir svari. Staðreyndir frekar en staðhæfingar Að ýmsu öðru má finna í grein Harðar, en nú er komið nóg að sinni. Spumingin um það hvort heilbrigðisþjónusta okkar sé dýr eða óskilvirk er efni í aðra grein. Það er dapurlegt til þess að hugsa, að mannauði (human re- sources) skuli verið sóað á jafn fá- nýtan hátt og Hörður hefur gert í skrifum sínum um heilbrigðiskerfið. Hefði hann lagt á sig þá litlu vinnu, sem þarf til þess að safna saman grunnupplýsingum máli sínu til stuðnings, þá hefðu niðurstöður hans orðið aðrar og vonandi áreið- anlegar. Sú hefurekki orðið raunin. Hins vegar get ég tekið heils hugar undir ósk Harðar um skilvirk- ara heilbrigðiskerfi. En leiðin til skilvirkara kerfis byggir á stað- reyndum, ekki vindhöggum. Höfundur ergeðlæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. eftir Önund Asgeirsson Umhverfisráðherra hefir látið í ljósi, að nú sé mest aðkallandi að taka upp notkun á blýlausu bensíni með hreinsibúnaði á öllum bílum. Ekki hefir þó enn vérið nefnt, að þetta kosti peninga, og er því rétt að þetta sé athugað lítillega. A þessu ári mun heildarnotkun hér nema um 170 milljónum lítra, sem skiptist til helminga milli blý- lauss bensíns (92 oct.) og súper- bensíns (98 oct.) með blýi. Selt á núverandi verði til bíleigenda verður heildarkostnaður þessi: Sala Skattar 67% 85 m. 1 blýlaust á 52.00 4.420 2.961 85 m. 1 súper á 56.50 4.803 3.218 Heildarnotkun 1990 9.223 6.179 Innifa,lið í verðinu eru skattar um 67% eða 6,2 milljarðar. Blýlaust bensín Blý í bensíni eyðileggur hreinsi- búnað í bílum eða hina svonefndu „eftirbrennara". Hins vegar hefir notkun hreinsibúnaðar á bílum í för með sér um 20% orkutap vegna mótþrýstings við eftirbrennsluna úr útblæstri bílanna, og hafa því flestir bílstjórar hér fram til þessa látið rífa þennan búnað úr bílunum, enda hefir hans ekki verið talin þörf hingað til. Aðeins í Reykjavík hefir verið mæld nokkur mengun, og þá aðeins í nokkra daga á ári umtalsverð mengun, sem gæti talist nálgast óæskileg mörk. Þetta stafar af því að í Reykjavík er aldrei logn, ef frá „Veigamesta atriðið er augljóslega kostnaðar- hliðin við mengunar- varnir.“ er talið á nóttunni, en þá er bílaum- ferð í lágmarki, og á vetrum, þegar hæð liggur yfir borginni, sem sjald- an er nema fáa daga í senn. Auk þess er Reykjavík umlokin sjó á þijár áttir og hraun í þeirri fjórðu. Það er að sjálfsögðu matsatriði, hvað telst óæskileg (blý)-mengun, en veigamesta atriðið er augljóslega kostnaðarhliðin við mengunarvam- ir, því að engin gögn liggja fyrir um að blýmengun í Reykjavík sé heilsuspillandi fyrir íbúana. Ef gengið er út frá því, að allir bílar, sem nota blýlaust bensín hér nú, væru með hreinsibúnað (en svo er ekki nema að litlu leyti), næmi kostnaður vegna hreinsunar á út- blæstri 20% eða um 880 millj. króna vegna orkutaps. Ef hins vegar raun- in er sú, að magnið auka vegna nýs hreinsibúnaðar, myndi aukningin nema um 25% og ársnotkunin fara í um 106 millj. lítra, kostnaðar í 5.512 millj. króna. Hækkun fyrir bíleigendur um 1.092 millj. auk kostnaðarins vegna hreinsibúnaðar- ins sjálfs, sem er utan þessarar athugunar. Súperbensín eða blýbensín Ætlun umhverfisráðherrans er að hætta notkun blýbensíns með öllu. Þetta hefir mikil áhrif, því að 98 oktan blýbensín gefur um 30% meiri orku en 92 oktan blýlaust bensín, sem gagnast ekki nútíma háþrýstivélum. Þetta geta allir mælt hver á sínum bíl. Ég nota t.d. 52 lítra af gamla 93 oktan bensín- inu (með blýi) frá Reykjavík til Akureyrar, en þegar 98 oktan súp- erbensínið kom, notaði ég 40 lítra á sama bílinn, Citroén CX. Það má ekki loka augunum fyrir tækni- framförunum. Nú er ekki unnt að nota blý- bensín á bíla búna eftirbrennurum eða hreinsibúnaði, blýið eyðileggur brennslunetin og gerir brennarana óvirka á skömmum tíma. Til að fá sömu orku úr 92 oktan blýlausu bensíni á þennan hluta ársnotkun- arinnar þyrfti 85 mílljón lítra deilt með 70% eða 121,4 millj. lítra. Hér við bætist svo, að nýting blýlausa bensínsins er aðeins 80% þegar hreinsibúnaður er notaður, sem enn hækkar orkuþörfina upp í um 152 millj. lítra. Nú er hægt að draga saman ár- legan bensínkostnað landsmanna miðað við að nota 92 oktan blý- laust bensín eingöngu og að allir bílar séu búnir hreinsibúnaði, en ekki er reiknaður kostnaður við búnað bílanna. Samanlögð notkun yrði þannig 106 millj, plús 152 millj. eða 258 millj. lítra. Sala Skattar inillj. 67%, niillj. 258 m. 1. á 52.00 13.416 8.989 Núv. kostn., sjá ao. 9.223 6.179 Hækkun f. bíleig. 4.193 2.810 Hækkun bensínkostnaðar yrði þannig um 4,2 milljarðar, meðal- hækkun útsöluverðs um 45% og hækkun skattbyrði 2,8 milljarðar. Allir mega nú sjá, að hér er ekki um neina smámuni að ræða, og að Önundur Ásgeirsson ýmsu er að hyggja áður en ráðist er' í slíkar ákvarðanir. Málið þarf sýnilega meiri athugunar við. Hér er því sýnt, að það þarf brýnni nauðsyn að bera til, svo að þetta sé sjálfgefið mál, sérstaklega þegar haft er í huga, að þörfin er kannski engin, a.m.k. fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Hér mætti kannski bæta því við, að mesta mengunin í Reykjavík stafar frá þeim þúsundum tonna af asfalti, sem nagladekkin eru lát- in rífa upp úr götunum á hveijum vetri, allt að ástæðulausu því að besti vetrarbúnaður bfla f Reykjavík er einfaldlega grófmynstruð radíal- dekk. Það er fyrir löngu kominn tími til að borgarstjórn Reykjavíkur taki af skarið og banni nagladekk og leysi þannig borgarbúa undan þessari mengun og endalausum sóðaskap, sem nú er látinn við líðast, öllum til ama. Sumarradíal- dekk ganga líka alveg ágætlega, ef menn hafa ekki reynt þau. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. NÚERÁÐ HITTAÁ RÉTTU KÚLURNAR Efþú hittirfœrðu milljónir Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.