Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 23 Reuter Mitterrand skoðar nýja flugvél Francois Mitterrand Frakklandsforseti heimsótti Airbus-flugvélaverksmiðjurnar í Toulouse í suðvesturhluta Frakklands í gær þegar þar var formlega tekin í notkun ný samsetningarsmiðja sem búin er fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á. Við það tækifæri skoðaði hann flugstjórnarklefa nýjustu Airbus-þotunnar og situr hér í sæti aðstoðarflugmanns en Pierre Baud, yfirtilraunaflugstjóri fyrirtækisins, útskýrir það sem fýrir augu ber. Engin lausn í sjónmáli í Líberíu: Þú erl öruggur með Atlas Copco FYRIRLIGGJANDI í VERSLUN OKKAR: Loftþjöppur, lofthamrar, handverkfæri, borstál, borkrónur, málningarsprautur, sandblásturstæki, loftstýribúnaður, loftstrokkar og margt fleirá. Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. JltlasCopco EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: LANDSSMIÐJAN HF VERSLUN: SÖLVHÓLSGÖTU 13 • 101 REYKJAVlK SÍMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199 Nálæg ríki sökuð um stuðning við Taylor Abidjan á Fílabeinsströndinni, Lagos í Nígeríu. Reuter. NÍGERÍUMENN gáfu í skyn í gær að ríkin Burkina Faso og Fíla- beinsströndin veittu einni skæruliðahreyfingunni í Líberíu undir stjórn Charles Taylors hernaðarlegan stuðning. Fimm Afríkuríki, þ. á m. Nígería, sendu nokkur þúsund manna friðargæslusveitir (ECO- MOG) til Líberíu í ágúst en ekkert lát er á bardögum og sveitirnar berjast nú við liðsmenn Taylors er ræður mestum hluta landsins. „Því fyrr sem þeir hætta að senda Taylor hermenn þeim mun fyrr lýkur borgarastríðinu og ECOMOG-liðið getur haldið á brott,“ sagði talsmaður nígerískra stjórnvalda í Lagos. Nígería, Fílabeinsströndin og Burkina Faso eiga öll aðild að Efna- hagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ásamt 13 öðrum ríkjum á svæðinu. Skæruliðahópur undir forystu Prince Johnsons berst við menn Taylors um völdin í höfuð- borginni, Monrovíu, en hinir fyrr- nefndu myrtu fyrir skömmu forsta landsins, Samuei Doe, með hrotta- legum hætti. Borgarastyijöldin hefur nú staðið í tíu mánuði og mannfall í röðum óbreyttra borgara, jafnt af völdum vopna og hungurs, heldur áfram. Síðast komst á vopnahlé í lok sept- ember en það entist aðeins í sex daga. Hermenn Does undir forystu Davids Nimelys verjast enn í höfuð- borginni árásum manna Johnsons en helstu bardagar'nir eru nú milli friðargæslusveitanna og herliðs Taylors sem er fjölmennasta skæru- liðahreyfingin. „Friðargæslusveit- unum hefur misheppnast ætlunar- verk sitt hrapallega í öilum megin- atriðum,“ segir vestrænn stjórnar- erindreki á Fílabeinsströndinni. „Þetta lið getur ekki neitt. Her- mennirnir eru agalausir og sumir þeirra hafa verið staðnir að þjófn- aði.“ Um 120.000 manns í Monrovíu, sem hafði nær hálfa milljón íbúa áður en styrjöldin hófst, eiga hungurdauðann á hættu þótt 150 tonn af hrísgrjónum frá alþjóð- legum hjálparstofnunum séu á hafnarbökkunum. Enginn leið hefur GOODYEAR ÖRYGGI ODjPYEÆR Laugavegi 170 -174 Simi 695500 fundist til að dreifa matnum sem þar að auki myndi duga skammt. Hjálparstofnanir vilja ekki senda meiri birgðir fyrr en búið er að dreifa þeim sem fyrir eru. Alls eru um 9.000 manns í ECO- MOG-sveitunum sem þegar eru í Monrovíu eða á leið þangað. Herlið- inu hefur tekist að hrekja menn Taylors út í austurhverfi borgarinn- ar en Taylor getur enn varpað sprengjum á hafnarsvæðið og hindrað þannig að aðstoð berist. ECOMOG-herinn ræður yfir flug- vélum sem hefur gert sprengjuárás- ir á höfn Taylors í borginni Buchan- an, um 120 km austur af Monrovíu. Yfirmenn liðsins segjast ætla að koma í veg fyrir alla flutninga þangað, einnig neyðaraðstoð. Ýmsir erlendir stjórnarerindrek- ar telja að löndin fimm sem sent hafa lið — Nígería, Gambía, Ghana, Gínea og Sierra Leone, vilji gjarnan draga liðið á brott ef hægt sé að gera það án þess að álitshnekkirinn verði of augljós. Aðgerðin hafi reynst mjög kostnaðarsöm, löndin öll blásnauð fyrir og átökin geti breiðst út. SPARIDAGAR í MIÐRIVIKU Hefjum á ný hinar geysivinsælu félags- og heilsuvikur á Örkinni 1 vika 15.-19. október 1990. Dvöl / 3-4 daga Innifaliðer: Gisting, morgunverður og kvöldverðurásamt fjölbreyttri dagskrá, sem stjórnað er af hinum landskunnafararstjóra Sigurði Guðmundssyni. Verð kr. 2.900,- á dag fyrir manninn í 2ja manna herbergi. 3 nætur kr. 8.700,- 4næturkr. 11.600,- Dagskrá: Meðal annars smáferðir, félagsvist, bingó, heilsu- rækt, kvöldvökur og dans Pantið strax í síma 98-34700 I RtanypitiMjiliÍfe Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.