Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
37
Katrín Þorbjarnar-
dóttir - Minning
Þó missi ég heym og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinst við dauðadóm,
ó, Drottinn gef sálu minni
að vakna við sðngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinri.
(Ólína Andrésdóttir)
Nú á hinum mildu dögum í byij-
un vetrarins kveður þessa jarðvist,
föðursystir mín Katrín Þorbjarnar-
dóttir, Kirkjuvegi 42 í Keflavík.
Hún var fædd á Eyrarbakka þann
7. ágúst 1926. Hún var dóttir hjón-
anna Kristínar Vilhjálmsdóttur og
Þorbjörns Guðmundssonar er
bjuggu sína búskapartíð á Blómst-
urvöllum (bæði látin). Hún ólst þar
upp ásamt 3 systkinum, þeim Steini
Einarssyni hálfbróður sínum, Svan-
hvíti og Kristínu Þorbjarnardætrum
og eru þau öll látin, einn albróður
átti hún að auki, Vilhjálmur hét
hann en dó sem ungbarn. Kæja eins
og hún var jafnan kölluð, fór fljótt
að taka til hendinni eins og var
algengt meðal unglinga þeirra tíma.
Efnahagur flestra alþýðuheimila
leyfði ekki langa skólagöngu. Kæja
fór undir tvítugt í vist til Reykjavík-
ur og vann á nokkrum heimilum.
Hún var eftirsótt til slíkrar þjónustu
vegna mikillar snyrtimennsku í hví-
vetna. Hún hafði ávallt gott sam-
band við þessa fyrrverandi hús-
bændur sína í gegnum árin og
reyndust þeir góðir vinir hennar og
mintist hún þeirra með hlýju.
Kæja flyst svo til Njarðvíkur, og
fljótlega fer hún að aðstoða systur
sína Svanhvíti sem þá var einstæð
tveggja barna móðir, og tekur að
sér heimilið daglangt meðan Svan-
hvít stundaði vinnu utan heimilis
um 10 ára skeið. Samvinna"þeirra
systra var sannarlega eftirtektar-
verð. Eftir þessi ár fer Kæja svo
að vinna í þvottahúsi Varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli, þar sem og
annars staðar var hún vel liðin og
sýndu vinnuveitendur hennar það í
verki að þeir mátu vandvirkni henn-
ar og stundvísi að verðleikum með
því að veita henni heiðursskjal M/fl
í veglegu hófi.
Samskipti mín við þessa föður-
systur mína hafa ætíð verið mjög
góð allt til hinstu stundar. Minnist
ég þess þegar hún var flutt af Bakk-
anum og var að koma í helgarheim-
sókn hvað hún var hugguleg ung
kona há og grönn, dökk yfirlitum
með mikið og fallegt hár. Um þrít-
ugsaldur verður hún fyrir þeirri
þungu rauri að veikjast í hálsi og
bar þess ætíð merki.
Þrátt fyrir það var hún ávallt
glöð og sá spaugilegu hliðarnar á
tilverunni á margan hátt. Svanhvít
systir hennar fluttist til Bandaríkj-
anna með yngri son sinn Róbert,
sem þá var 14 Ara, settust þau þar
að og býr hann þar enn með eigin-
konu sinni Söru og tveim sonum.
Fyrir í Bandaríkjunum var þá
yngsta systirin Kristín búsett með
eiginmanni og 2 börnum, þeim
Kristni og Cherrý og búa Svanhvít
og Róbert svo í námunda við þá
fjölskyldu. Kærleikur þessara
þriggja systra var stór þáttur í lífi
Kæju, og hennar sælustu stundir
voru þegar hún hafði tækifæri á
að heimsækja systur sínar og fjöl-
skyldur þeirra.
Systursonur Kæju, Þorbjörn, er
búsettur í Keflavík ásamt konu
sinni, Sigurlaugu Kjartansdóttur,
og yngstu dóttur þeirra, alnöfnu
þeirrar er hér er minnst, einnig eiga
þau tvær eldri dætur, þær Svan-
hvíti Freyju og Hrefnu Kristínu en
þær hafa nú stofnað sín eigin heim-
ili.
Hjá þessari fjölskyldu dvaldi
' Kæja jafnan yfir flesta stórhátíðis-
daga sl. tvo áratugi og hafa þau
ávallt verið tilbúin að liðsinna henni
þegar þess var þörf.
Undangengin 2 ár hafa verið
Kæju erfið vegna heilsubrests og
sjúkrahúsvistar með stuttum hlé-
um. Þó var ekki um neina uppgjöf
að ræða í hennar huga, bjarísýni
og trú á bata var það sem hún
vildi tala um.
I desember sl., þegar hún var á
Landspítalanum, sátum við oft á
kvöldin, ræddum um lífið og tilver-
una og dvalir á sjúkrastofnunum.
Hjá henni var ævinlega ofar öðru
þakklæti til lækna og hjúkrunar-
fólks fyrir umhyggju og velvild í
hennar garð. Og núna undanfarna
mánuði er hún var á sjúkrahúsi
Keflavíkur er vart hægt að hugsa
sér betra og hlýlegra viðmót en það
sem henni mætti þar. Þessu fólki
em fluttar hugheilar velfarnaðar-
óskir og þakkir.
Ég kveð frænku mína með þökk
fyrir allt. Blessuð sé minning henn-
ar.
Halldóra V. Steinsdóttir
Ég vil með örfáum línum minn-
ast elskulegrar föðursystur minnar,
Katrínar Þorbjarnardóttur er lést
2. október sl. í Landspítalanum.
Hún var dóttir hjónanna Kristínar
Vilhjálmsdóttur og Þorbjarnar Guð-
mundssonar á Eyrarbakka. Þar ólst
hún upp ásamt systkinum sínum
sem nú eru öll horfin okkur um
sínn. Þeirra elstur var faðir minn,
Steinn Einarsson, sem látinn er
fyrir tæpum 4 árum, Katrín er við
nú kveðjum í dag, þá Vilhjálmur
er dó barnungur, Svanhvít er lést
fyrir rúmum tveimur árum, löngu
fyrir aldur fram og tók Katrín mjög
nærri sér lát hennar, enda var sér-
staklega kært milli þeirra systra.
Yngst var Kristín sem látin er fyrir
allmörgum árum í Ameríku, þá ung
kona, og bar lát hennar mjög brátt
að.
Eins lengi og ég man eftir mér
var alltaf gaman og tilhlökkun þeg-
ar von var á „Kæju frænku“ eins
og við kölluðum hana alltaf. Hún
var svo góð við okkur og kátína í
kringum hana og ekki spillti nú
fyrir að hún gaf okkur Gógó systur
alltaf svö góða sleikipinna og
nammi, sem voru allt öðruvísi en
maður átti að venjast úr kaupfélag-
inu. Hún kom oft í helgarfríunum
sínum til foreldra minna og okkar
í Vatnagarð. Þegar von var á henni
með rútunni, fengum við systur að
stoppa rútuna og taka á móti henni
úti á götu.
Eftir að ég eignaðist sjálf mitt
heimili hélst þessi vinátta og tryggð
okkar í milli og kom hún þá líka
til mín og fylgdist'með mínum börn-
um vaxa úr grasi. Síðan eftir að
ég fluttist austur á land fyrir 12
árum hefur það alltaf verið árvisst
hj 'henniað heimsækja okkur í sum-
arfríunum sínum og stansa þá í
viku til tíu daga. Ef sumarfríið
hennar var síðla sumars þá tók hún
stundum viku að vori í frí og kom
til þess að sjá litlu lömbin í sauð-
burðinum. Það voru henni ham-
ingjustundir að sjá lítið lamb fæð-
ast. Svo kom hún þá aftur viku nær
hausti. Þetta voru góð sumur og
eigum við fjölskylda mín margar
góðar minningar frá þessum heim-
sóknum. Hún var börnum okkar
Gógó sama „Kæja frænka“ og hún
var okkur alla tíð. Þau voru ekki
gömul þegar þau skriðu í fangið á
henni og ekki laust við að þau
fyndu einhveija nammilykt en þess-
ar stundir þótti henni mikið til um
og margar myndir eru til af þeim.
í nokkur skipti kom Gógó austur
um svipað leyti og fóru þær þá
saman heim og stánsaði hún þá hjá
Gógó í leiðinni. Kæju þóttu þetta
mjög góðar ferðir. Kæja var í svo
mörgu lík pabba mínum, þakklát
og glöð fyrir hið minnsta sem fyrir
hana var gert. Við töluðumst alltaf
reglulega við í síma og áttum okkar
vissu daga til þess að fannst henni
ekki alveg nógu gott ef það ekki
stóðst. Hún var ábyggileg og vana-
föst og fannst betra að allt væri á
sínum stað. Hún var vinur vina
sinna, viðkvæm sál og gat tekið
sumt mjög nærri sér og sat lengi
í henni. Kæja var ákveðin en traust
og samviskusöm. Hún vann á sama
vinnustaðnum í 30 ár, alveg fram
á þann dag er hún veiktist fyrir ári
og ég hygg að ekki hafi hana vant-
að marga daga í vinnu sína fram
að þeim degi, ef það var þá nokkur
dagur. Vinnan var henni allt og hún
vildi skila því sem henni bar. Ég
var svo stolt af því hve hún tók vel
og æðrulaust því áfalli sem hún
varð fyrir fyrir ári er hún veiktist
og gekkst undir aðgerð og meðferð
þar á eftir. Þar átti hún til svo
mikinn kjark og bjartsýni sem hægt
var að ná í og tefla fram. Hvert
boðafallið reið af öðru og allt stóðst
hún eins og hetja. Við töluðumst
við nær daglega meðan á þessu
stóð og var þetta orð „hetja“ oft
notað þá. Við dvöldum hvor á sinni
deild, á sömu hæð á sama sjúkra-
húsi í fyrrahaust í nokkra daga og
voru það óvæntar samverustundir
sem við nutum og er gott að ylja
sér við í dag. Undanfarnar vikur
og mánuðir hafa oft verið henni
þungir í skauti þó svo ekki hafi hún
verið að kvarta. Hún var sérstak-
lega ánægð og þakklát læknum,
hjúkrunar- og starfsfólki sjúkra-
húss Keflavíkur fyrir alla umönnun
og notalegheit við sig og vil ég
nota tækifærið og þakka því góða
fólki fyrir. Þá vil ég þakka þeim
Esther og Birgi sem alltaf voru
boðin og búin að aðstoða hana á
allan máta, studdu hana og leiddu
í hennar erfiðleikum. Það var henni
ómetanlegur styrkur. Hún talaði oft
um hve þau væru sér góð og styttu
henni oft stundir, sóttu hana til sín
og tóku hana með sér í bílferðir.
Það var oft gaman að heyra hve
glöð hún var að segja mér hvert
hún hafði farið og hvað hún hefði
fengið gott að borða. Þær hittust
líka oft mágkonurnar, móðir mín
og hún, nú síðustu árin og nutu
þess vel. En nú verða engar sím-
hringingar framar, engir köku-
stampar milli Hornafjarðar og
Keflavíkur, en því má venjast og
yndislegt að vita það að nú líður
frænku minni vel og er leyst öllum
þrautum frá og er nú hjá þeim er
hún saknaði og unni mest og eng-
inn vafi er á að vel hefur verið tek-
ið á móti henni. Ég kveð elskulega
frænku og bið henni guðs blessunar
í nýjum heimkynnum, með versi
sem henni þótti svo vænt um og
vildi að fýlgdi sér.
Drottinn vakir, Drottinn vakir,
daga’ og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir,
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir,
daga’ og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson)
Ingibjörg Steinsdóttir
Að leiðarlokum er ljúft og skylt
að færa góðri vinkonu um fjölda
ára alúðarþakkir fyrir vermandi við-
mót og ánægjulega samfylgd. Katr-
ín Þorbjarnardóttir var fædd á Eyr-
arbakka 5. ágúst 1924, dóttir Þor-
bjarnar Guðmundssonar og Kristín-
ar Vilhjálmsdóttur. Systkinin voru
fjögur og eru þau öll látin.
Kæja, eins og hún var ávallt
kölluð, ólst upp á Eyrarbakka, um
tvítugt lá leiðin til Reykjavíkur að
vinna fyrir sér, þá veiktist hún og
náði sér aldrei að fullu eftir það.
Því næst lá leiðin suður til Njarðvík-
ur ásamt Svönu systur sinni og
tveim sonum hennar, Þorbirni og
Róberí. Kynni okkar hófust, er hún
flutti á heimili foreldra minna og
Ieigði þar herbergi í nokkur ár.
Stuttu síðar hóf hún störf í þvotta-
húsi á Keflavíkurflugvelli og vann
þar þangað til fyrir ári að hún
hætti störfum vegna veikinda. Með
dugnaði sínum og sparsemi keypti
hún sér íbúð á Kirkjuvegi 42 í Kefla-
vík árið 1967 og átti lieima þar upp
frá því. Þar bjó Kæja vel um sig
og undi hag sínum vel. Hún var
fagurkeri í orðsins fyllstu merk-
ingu, hafði yndi af blómum og fal-
legum hlutum enda bar heimili
hennar þess merki. Það var ánægju-
Iegt að heimsækja Kæju, hún var
ávallt kát og glöð og stutt var þá
í glensið og gat hún þá hlegið
dátt. Fyrir um tuttugu árum flutt-
ist Svana systir hennar með Róbert
son sinn.til Flórída, fór Kæja og
heimsótti þau nokkrum sinnum í
sumarfríum sínum og hafði mikla
ánægju af, enda mjög kært með
þeim systrum.
Ég sendi bræðrunum Þorbirni og
Róberí og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur og öllum vandamönn-
um hennar. Eg kveð Kæju, mína
kæru vinkonu, með orðum Valdi-
mars Briem.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Rósmary Sigurðardóttir
F4805 ELX
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur og
grill, fituhreinsun, svart
eöa hvítt glerútlit,
tölvuklukka meö tímastilli.
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halogen, sjálfvirkur
hitastillir og hitaljós.
Funahöföa 19
sími 685680
HVAÐ ER
IpIaírIaIdIoIrI
ÞÝSKAR ÞILPLÖTÍJR
"GÆÐAVARA í STÍL
Fyrirliggjandi
Þ.ÞORORlMSSOH&CO
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
FEDERAL
SK0T
SERHONNVÐ STIGAHUSATEPPI
S ára bletta-ábyrgð.
TEPPABÚÐIN
Mælum, rífum gömlu teppin af,
gerum tilboð, leggjum nýju teppin
fljótt og vel.
Gólfetnamarkaður, Suðurlandsbraut 26.