Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÚAGUR 12. OKTÓBER 1990
Leiðsögumaður,
hvað er það?
Síðari hluti
eftirBirnu G.
Bjarnleifsdóttur
í fyrri hluta greinar minnar vakti
ég athygli á þvi að 25% þeirra sem
vinna sem leiðsögumenn ferðafólks
hér á landi eru réttindalausir ein-
staklingar. Er hér um að ræða bæði
útlendinga og Islendinga sem hafa
ekki fengið nauðsynlega starfsþjálf-
un. Hvatti ég til þess að starfsemi
Leiðsöguskólans yrði tryggð með
auknum fjárveitingum og að mark-
visst yrði unnið að því að til leiðsö-
gustarfa yrði aðeins ráðið sérþjálfað
íslenskt réttindafólk.
Það færist í vöxt að þörf er fyrir
leiðsögumenn á ákveðnum afmörk-
uðum svæðum. Skipulagðar hafa
verið svæðisbundnar skoðunarferðir
fyrir ferðamenn víða um land (t.d.
í Mývatnssveit, Vestmaiinaeyjum og
víðar) og erlend skemmtiferðaskip
hafa æ oftar viðkomu á stöðum
utan Reykjavíkur, t.d. á Akureyri,
ísafírði, Húsavík, Höfn í Hornafirði
og \ Vestmannaeyjum.
Á sl. vetri var flutt tillaga á Al-
þingi um að heimamenn mættu taka
að sér leiðsögu ferðamanna í sinni
heimasveit burtséð frá reglugerð um
menntun leiðsögumanna. Mun til-
lagan vera flutt vegna áhuga nokk-
urra alþingismanna á að vinna sem
leiðsögumenn í sinni heimasveit á
sumrin. Ég hef verið fylgjandi því
að gera heimamönnum kleift að
taka að sér leiðsögu á sínu heima-
svæði, en ég tel mikilvægt að það
sé gert á fagmannlegan hátt. Út-
lendingar kvarta oft undan lélegri
leiðsögu á landsbyggðinni. Það á
ekki að þurfa að koma fyrir því að
þar býr hæft fólk, en það þarf leið-
beiningu og þjálfun eins og aðrir.
Því miður voru engin ákvæði í þá
átt í tillögunni og í rauninni var
verið að biðjast undan starfsþjálfun.
Það tel ég bera vott um vanmat eða
vanþekkingu á starfi leiðsögumanna
og er nokkuð alvarlegt mál þegar
um er að ræða ákvarðanatöku á
sjálfu Alþingi.
Ég tel að það eigi að vera kapps-
mál ferðamálayfirvalda að hér á
landi sé ávallt tiltækur hópur af
sérþjálfuðu fólki tii að táka á móti
og leiðbeina ferðamönnum, jafnt
innlendum sem erlendum. í fyrsta
lagi þurfa að vera tiltækir almennir
leiðsögumenn („Tourist Guides")
sem hafa réttindi um allt land. í
öðru lagi svæðisleiðsögumenn
(„Local Guides") á afmörkuðum
svæðum. Þrjú slík námskeið hafa
verið haldin. í þriðja lagi gönguleið-
sögumenn („Trekking Guides") sem
taka að sér stífar gönguferðir. Eitt
slíkt námskeið hefur verið haldið. í
fjórða lagi fjallaleiðsögumenn („Mo-
untain Guides“) sem eru sérhæfðir
í fjallaklifri og vetrarferðum. Eitt
slíkt námskeið hefur verið haldið.
Og í fimmta lagi fararstjórar sem
starfa erlendis. Nokkrar ferðaskrif-
stofur hafa haldið einkanámskeið
fyrir sína eigin fararstjóra, en nám-
skrá er ekki til um fararstjóranám.
Fjárveitingar til Leiðsöguskólans
hafa verið af mjög skornum
skammti og hefur það takmarkað
alla starfsemi hans. Þar er ekki
hægt að treysta á hugsjónastarf
einnar manneskju öllu lengur. Því
er aðkallandi að tryggj'a áframhald-
andi starfsemi hans með auknum
fjárveitingum.
Uppfræðsla eðá trúðleikar
Ekki veit ég hvaða hugmyndir
þú, sem þetta lest, hefur um leið-
sögustarfið. Sumir halda að leið-
sögumenn þurfi ekki að gera annað
en að sitja í fremsta sæti rútunnar,
brosa fallega til farþeganna og segja
gamansögur. Starf leiðsögumanna
er mjög margþætt. Sumir vilja líkja
því við starf kennara eða uppfræð-
ara, aðrir við starf leikara, enn aðr-
ir við starf bamfóstru. í raun getur
starf leiðsögumannsins spannað allt
þetta, allt eftir því hvers konar hóp
hann er með hveiju sinni. í sumum
ferðum er landið skoðað út um
bílgluggann og vilja sumir útlend-
ingar geta skoðað sem flesta staði
á sem stystum tíma. Dæmi _eru um
að eknir séu 500 km á dag. í öðrum
ferðum er aðalatriðið að komast í
tengsl við náttúruna, ganga nokkra
klukkutíma á dag, með vistir á bak-
inu, í enn öðrum að koma auga á
sem flestar fuglategundir og í enn
öðrum að ferðast um landið á hest-
baki.
Uppfræðsla
Leiðsögumenn þurfa að flytja
stutta fyrirlestra á erlendum tungu-
málum um ýmislegt sem tengist
umhverfinu s.s. um landrekskenn-
inguna, íslendingasögurnar, laxeldi,
skógrækt, landbúnað, sjávarútveg
eða íslenska þjóðfélagið svo að eitt-
hvað sé nefnt, allt eftir því hvort
ekið er um sjávarþorp, grösugar
sveitir eða eyðisanda. Leiðsagan er
landkynning á heimavelli. Starf leið-
sögumannsins getur líkst starfi leik-
ara þegar hann fer sömu leiðina dag
eftir dag eða viku eftir viku. Leið-
sögumaður getur þurft að bregða
sér í gervi skemmtikrafts þegar úti
er rigning og súld og ekkert sést
út um bílgluggann. Og stundum
getur leiðsögumaðurinn þurft að
bregða sér í hlutverk barnfóstrunn-
ar t.d. þegar gengið er um hvera-
svæði eða þoka skellur á í göngu-
ferð í óbyggðum. Þá er ekki nóg
að vera gönguglaður og kunna á
Birna G. Bjarnleifsdóttir
„Starf íslenskra leið-
sögumanna er marg-
þætt og krefst sér-
hæfðrar þjálfunar.“
áttavita heldur er líka nauðsynlegt
að hafa gott vald á tungumáli ferða-
mannanna til að geta haldið hópnum
saman og stjórnað honum af festu.
Leiðsögumenn þurfa að kunna skil
á skyndihjálp og haida andlegu jafn-
vægi ef slys eða mannslát ber að
höndum í ferðinni.
Slysavörn - gróðurvernd
Á þessu sést að starf íslenskra
leiðsögumanna er margþætt og
krefst sérhæfðrar þjálfunar. Óvíða
er ferðamönnum í jafnríkum mæli
og hér á landi markvisst stefnt inn
í óbyggðir og á staði þar sem gróð-
ur er viðkvæmur. ísland hefur því
töluverða sérstöðu meðal ferða-
mapnalanda og ekki óeðlilegt að hér
gildi ákveðnar reglur um umgengni
og umferð. Er það bæði vegna slysa-
varna og umhverfisverndar. Ýmsir
náttúruunnendur hafa bent á að
æskilegt sé að íslenskur leiðsögu-
maður sé í öllum skipulögðum ferð-
um ferðamanna. Sumir hafa brugð-
ist illa við og spurt hvort saumaklúb-
bar mættu þá t.d. ekki lengur fara
í helgarferð í Þórsmörk nema hafa
leiðsögumann með. Það hefur aldrei
verið hugmyndin, en annað gildir
um ferðir sem eru á viðskiptagrund-
velli eða með öðrum orðum sem
seldar eru í atvinnuskyni. Þar spilar
inn í þetta með söluvöruna, neyten-
dasamtökin og skaðabótakröfurnar.
Landkynning
Öll viljum við að útlendingar sem
sækja okkur heim fái óbrenglaða
mynd af landi og þjóð og viti t.d.
eitthvað meira um okkur þegar þeir
fara af landi brott en að við trúum
á huldufólk og drauga. Oft er því
haldið á lofti að útlendingar komi
hingað til að njóta óspilltrar náttúru
og víst þurfa leiðsögumenn að út-
skýra sérstæð náttúrufyrirbæri okk-
ar. Oft hafa hinir erlendu gestir
okkar lesið einhveija af íslendinga-
sögunum og vilja skeggræða um
Gunnar og Njál eða Egil og Snorra.
Sagan, menningin og mannlífið er
þeim ekki síður áhugavert.
Ef sérmenntaður leiðsögumaður
er með í ferð stuðlar það ekki ein-
vörðungu að jákvæðri fræðslu og
landkynningu heldur er það einnig
liður í slysavörn og umhverfisvernd.
Öllum sem starfa við ferðaþjónustu
er ljóst mikilvægi þess að ferðamað-
urinn fari ánægður heim. Leiðsögu-
maður hefur úrslitaáhrif á það hvort
farþegar hans eru ánægðir í ferða-
lok. Það ætti því ekki aðeins að
vera baráttumál leiðsögumanna að
fá tryggð starfsréttindi og vemdað
starfsheiti, heldur ætti það einnig
að vera kappsmál ferðaskrifstofu-
eigenda og íslenskra ferðamálayfir-
valda í heild. Leiðsagan er einn
hlekkur í langri þjónustukeðju sem
hvergi má bresta. Með því að efla
starfsemi Leiðsöguskólans er hægt
að tryggja að hér á landi sé ávallt
tiltækur sérþjálfaður 'hópur fólks til
að fræða bæði útlendinga og íslend-
inga og fylgja þeim um landið, hvort
sem er akandi, gangandi eða
ríðandi. Minnumst þess að ánægður
ferðamaður er besta landkynningin.
Ég skora hér með á ferðamálayfir-
völd að efla Leiðsöguskólann svo
að hann geti sinnt öllum þáttum
leiðsögufræðslunnar á faglegan
hátt.
Höfundur er forstöðumaður
Leiðsöguskólans.
Mannúðlega aðferðin
til að ala upp hvolpa
eftir Jóhönnu G.
Harðardóttur
Það er ekki langt síðan fólk trúði
því einlæglega að góður rassskellur,
högg með reglustiku á fingurna og
það að hátta óþæga krakka ofan í
rúm, væru einu og sönnu aðferðirn-
ar sem dygðu til að ala upp börn.
Þessar aðferðir hafa nú sem betur
fer verið aflagðar og aðrar mannúð-
legri teknar upp í staðinn. Þrátt
fyrir hrakspár hefur það sannast
að mannúðlegar aðferðir hafa gefið
af sér fijálslegri, glaðari og
Iífsþroskaðri börn.
Nákvæmlega það sama er nú að
gerast í uppeldi hunda sem búa eiga
í nánu sambýli við manninn. í stað
gömlu hörkulegu aðferðanna sem
notaðar voru á vinnuhunda fortíðar-
innar koma aðferðir sem miðast að
því að skapa manninum félagsskap
sem byggir á gagnkvæmu trausti
og sannri vináttu í stað hræðslu og
undirgefni. Við vinalegar aðstæður
alast upp hundar sem ekki eru í
vöm gegn manninum og umhverfi
hans.
Hundaræktarfélag íslands
gekkst fyrir því að fá til landsins
þekkta leiðbeinendur frá Svíþjóð,
þær Asu Ahlbom og Agnete Gene-
borg en þær eru höfundar nýrrar,
mjúkrar kennslutækni sem þegar
hefur verið byggt á hvolpakennslu
HRFÍ. Heldu þær námskeið í Sól-
heimakoti, en þar hefur Reykjavík-
urborg látið félaginu eftir aðstöðu
fyrir hundaskólann. Námskeiðið
stóð yfir dagana 7.-12. september
og sátu það núverandi og tilvonandi
leiðbeinendur Hvolpaskóla félags-
ins. Á námskeiðinu kenndu Asa og
Agneta hina nýju tækni í orði og
verki og nokkrir velviljaðir hvolpa-
eigendur lánuðu dýrin sín til þátt-
töku í námskeiðinu.
Asa Ahlbom byijaði að kenna
hundum í hálfgerðum felum árið
1975 og þannig er nafnið tilkomið
(smyg merkir eiginlega — „í leyn-
um‘j. Henni fannst þær hörðu að-
ferðir sem þá voru notaðar til að
þjálfa vinnuhunda eki henta heimil-
ishundum. Harkan í uppeldi vinnu-
hundanna ól upp í þeim undirgefni
og hræðslu og skilaði ekki mjúkum
og jákvæðum hundum sem þörf er
á í nánu sambýli við manninn.
Á þessum árum voru hundar ekki
teknir til þjálfunar fyrr en þeir voru
um það bil ársgamlir, en Ása byij-
aði að leiðbeina hvolpunum og eig-
endum þeirra strax og hvolparnir
voru orðnir 3ja mánaða og vann í
samstarfí við tegundarklúbbana í
landinu. Fyrir valinu urðu fyrst þær
hundategundir sem gátu talist bráð-
þroska.
Aðferðir- Asu voru teknar með
miklum fyrirvara og fólki fannst
þær ekki líklegar til að skila hlýðn-
um og meðfærilegum hundum. Ánn-
að kom þó í ljós þegar fram liðu
stundir. og hvolparnir sem fyrstir
voru þjálfaðir eftir þessum aðferð-
um urðu fullorðnir hundar sem féllu
vel inn í íjölskyldulífið og samfélag-
ið.
Agnete Geneborg hafði líka þjálf-
að hunda og ekki verið ánægð með
árangur hörðu þjálfunarinnar á
venjulega heimilishunda. Hún
kynntist aðferðum Asu árið 1976
og varð mjög hrifin af því hversu
vel gekk að þjálfa unga hunda og
eigendur þeirra á þennan hátt. Hún
kom til starfa með Asu árið 1980
og síðan hafa þær unnið saman að
Smyg-leiðbeinendaþjálfun.
Smyg er námsefni sem ætlað er
leiðbeinendum ungra hunda og eig-
enda þeirra og byggist þetta náms-
efni aðallega á því að breyta við-
horfi til hundsins og kynna hundeig-
endum eðli hans.
Hér miðast allt við að kenna
hundinum hlýðni með mjúkum
handtökum og án þess að hundurinn
sé „tekinn í gegn“. Hlýðnin á að
lærast af vilja frekar en hræðslu
og eftir að hvolpurinn er farinn að
sýna framför er gerð til hans krafa
um að hlýða.
Til að geta alið upp dýr af úlfa-
ætt eins og hund, er mjög mikil-
vægt að þekkja tjáningarmáta hans
og að geta lesið úr hreyfingum og
svipbrigðum tilfinningar og „hugs-
un“. Ef þessi þekking er ekki fyrir
hendi er ekki von til að gagnkvæm-
ur skilningur myndist milli manns
og hunds. Af þessum sökum er tján-
ingarform hundsins („hundamál")
stór hluti námsefnisins.
Smyg byggir einnig á ýmsu öðru
sem stjórnar lífi hundsins svo sem
kynþroska og kynhvöt, reiði, drottn-
unarhvöt og fléiru því sem hundeig-
endur standa frammi fyrir við upp-
eldið fyrr eða síðar.
Asa og Agnete hafa þróað
kennsluaðferð hvolpanna þannig að
Jóhanna G. Harðardóttir
„Til að geta alið upp
dýr af úlfaætt eins o g
hund, er mjög mikil-
vægt að þekkja tjáning-
armáta hans.“
hægt er að byggja á henni allt nám
fullorðins hunds þegar hún er einu
sinni lærð. Þannig má þjálfa hveija
tegund í sinni sérgrein með þessari
aðferð, s.s. smölun, veiðum, blindra-
leiðsögn og fleiru þess háttar.
Sérgrein Smyg í þjálfun er svo
Ijarlægðarstjórnun með hjálp línu.
Þá er sett löng lína á hundinn og
hann látinn ganga með eigandanum
lausagöngu og hlýða bendingum
hans á göngunni. Þannig er hægt
að æfa hann í lausagöngu án þess
að hann sé nokkurn tíiha án stjórn-
unar. Þessi þjálfun hefur sérstak-
lega komið vel eigendum þeirra
hunda sem hafa mikla yfirferð s.s.
Ijárhunda og veiðihunda.
Asa og Agnete hafa nú miðlað
kennsluaðferðum sínum til hvolpa-
leiðbeinenda um öll Norðurlöndin
og það er almennt viðurkennt að
þetta er sú uppeldisaðferð sem hent-
ar best til að venja heimilishunda.
Þær stöllur hafa oft verið spurðar
í upphafi námskeiðanna hvort þess-
ar mjúku aðferðir endi ekki með því
að fólk missi tökin á hundinum og
það verði hann sem ráði eins og
sums staðar hafi gerst þegar
járnklóin var losuð á barnauppeldinu
í kjölfar blómabyltingarinnar. Þær
svara því til, að það sé tvennt ólíkt
að vera leiðbeint á mjúkan hátt eða
vera stjórnlaus. Smyg gerir kröfur
til hundsins, honum er komið í skiln-
ing um hvernig hann á að hegða
sér og látinn hlýða því.
Fólk sem tekur að sér hund verð-
ur að skilja að það er að taka að
sér dýr sem hefur sams konar til-
finningar og maður. Hundur og
maður eiga sameiginlegt að geta
þótt vænt um annað óskylt dýr og
að geta reiðst. Hundar eru því til-
finningaverur en ekki venjuleg hús-
dýr sem hægt er að meðhöndla sem
slík. Ábyrgð á sambandi manns og
hunds er öll á herðum mansnins,
það er hann tekur hundinn inn í
sitt samfélag.
Það er mjög áríðandi að hvolpar
fái rétt uppeldi strax í upphafi, sér-
staklega þar sem hundahald í þétt-
býli á sér ekki hefð á íslandi.
„Við erum ánægðar og finnum
til mikillar ábyrgðar að fá að hjálpa
til að byggja upp hvolpanámskeið
hér á landi,“ sögðu þær Ása Ahlbom
og Agnete Geneborg þegar þær
kvöddu nemendur sína í lok nám-
skeiðsins. Þær munu síðan koma
aftur til landsins á vegum HRFÍ í
vor til að ljúka síðasta hluta leiðbein-
endanámskeiðs Smyg.
Höfundur er
dagskrárgerðarmaður hjá
Ríkisútvarpinu.