Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 27 itergmnM&Mí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hið einstaka frelsi smáþjóðanna Vytautas Landsbergis, for- seti Litháens, bindur vonir við að íslendingar verði fyrstir til að viðurkenna form- lega sjálfstæði lands hans og veita því þannig ómetanlegan stuðning í baráttunni gegn oki Sovétríkjanna og binda enda á hina löglausu innlimun í skjóli einræðisherranna Stal- íns og Hitlers. Er gleðilegt, að forsetinn skuli láta þessar vonir í ljós eftir að hafa rætt við íslenska ráðamenn undan- fama daga. Morgunblaðið hefur margsinnis hvatt til þess í forystugreinum, að Litháen hlyti formlega og afdráttar- lausa viðurkenningu íslenskra stjómvalda. Þetta hefur verið á stefnuskrá sjálfstæðis- manna á Alþingi, formaður þeirra Þorsteinn Pálsson ferð- aðist nýlega um Eystrasalts- löndin til að kynnast ástand- inu þar og árétta stefnu flokksins og ríkisstjórnin hef- ur verið að þokast til þessarar áttar á undanförnum vikum. Á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins og víðar hafa ýmis ríki lýst efasemdum um réttmæti þess að viðurkenna Litháen og jafnvel talið að það myndi koma Míkhaíl S. Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna, í koll. Vandamálin innan Sov- étríkjanna em svo hrikaleg meðal annars vegna þess skorts sem allur almenningur má þola, að það verður frekar hann en þræta út af viður- kenningu á sjálfstæði Lithá- ens sem ræður úrslitum um framtíðarsetu Gorbatsjovs í Kreml og áhrif hans á þróun mála í Sovétríkjunum. Hingað til hefur honum tekist að sigla á milli skers og bám. Hve lengi hann megnar að halda völdum með því, ræðst að minnsta kosti ekki af ákvörð- unum á Alþingi Islendinga. í ávarpi sem Landsbergis flutti til íslensku þjóðarinnar á miðvikudag færir hann sjálf- ur ágæt rök fyrir því, hvers vegna íslensk stjórnvöld eiga að taka ákvarðanir sínar um viðurkenningu á sjálfstæði Litháens á öðrum forsendum en þau ríki sem meira mega sín. Hann vísaði til forsjár drottins og sagði: „Sú verndarhönd sem alvit- ur Guð heldur yfir hinum smáu birtist í takmarkaðri getu þeirra til að tortíma og vinna skaða. Okkur, litlu þjóð- irnar, hefur Guð gert smáar en hann hefur einnig falið okkur mikið ábyrgðarhlutverk — hann hefur skyldað okkur til að vera vegvísa mannkyns í gjörbreyttum heimi við dag- renningu nýrrar aldar. Örlög heimsins verða ráðin á vogarskálum annars vegar þröngra sérhagsmuna og hins vegar réttlætis. Nú um stund- ir fer því fjarri að jafnvægi ríki; hagsmunagæsla vegur mun þyngra en grundvallar- réttindi. Vegna þess að smáþjóðir ógna engum og eru, að mati margra, veikburða, hafa þær meira svigrúm til að láta til sín taka. Stór og öflug ríki hafa á hinn bóginn orðið þræl- arjeigin hagsmunagæslu. í stað þess að horfa til eig- inhagsmuna, pólitískrar hentisemi og hagsýni geta smáþjóðir, öðrum fremur, tek- ið ákvarðanir út frá grundvall- arsjónarmiðum, því sem er réttlátt og siðferðilega óum- deilanlegt. Þetta eru forréttindi okkar, smáþjóðanna. í þessu felst hið einstaka frelsi sem við njótum og þarna er fundinn grund- völlur fyrir því sérstaka hlut- verki sem okkur er ætlað að gegna; að græða sárin. Takist að bjarga heiminum ber að þakka það verk smá- þjóðunum og hjálparstarfi þeirra.“ Einlægur málflutningur Landsbergis og hinn sanni tónn í honum höfðar sterkt til okkar íslendinga. Er óvenjulegt að stjórnmálamenn kveði að vorði með þessum hætti og mættu þeir gjaman feta í fótspor Landsbergis. Fjarlægðin frá yl hugsjóna- eldsins gerir rökin köld og málsmeðferðina kalda. Við íslendingar höfum oft nýtt okkur frelsi smáþjóðanna og risið upp gegn öflugum nágranna- og vinaþjóðum og nægir að nefna landhelgisdeil- una í því sambandi. Hafréttar- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefði aldrei verið saminn, ef smáþjóðirnar hefðu ekki stað- ið þar sameiginlega vel að verki. Nú eigum við að nota frelsi okkar til að viðurkenna Litháen. Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarpið: Hornsteinn í áfram- hald jafnvægis og stöðug- leika í efnahagsmálum „MEGINTILGANGUR þessa fjárlagafrumvarps er að vera horn- steinn í áframhald þess jafnvægis og stöðugleika sem við Islending- ar höfum nú náð í efnahagsmálum," sagði Olafur Ragnar Grímsson þegar hann kynnti frumvarp til fjárlaga ársins 1991 á blaðamanna- fundi í gær. Eitt höfuðeinkenni frumvarpsins sagði hann vera að- hald í ríkisútgjöldum, það væri því ekki kosningafrumvarp, eins og margir hefðu spáð. Hann sagði góðar Iíkur vera á að forsendur frumvarpsins haldi og að takast mætti í meðförum Alþingis að varðveita helstu markmið þess. Ólafur sagði að fyrir tveimur árum, þegar kynnt var fjárlaga- frumvarp, hafi það verið við aðrar aðstæður. Verðbólga hafi verið mikil, útflutningsatvinnuvegirnir hafi verið að stöðvast og ójafn- vægi hafi verið í peningamálum. „í reynd blasti við slíkt erfiðleika- ástand í okkar efnahagsmálum að það þurfti að fara mörg ár aftur í tímann til að fínna hliðstæðu. Á síðustu tveimur árum höfum við náð þeim árangri í stjórn efna- hagsmála að við getum nú kynnt fjárlagafrumvarp sem í eðli sínu er hornsteinn í þá stefnu að halda áfram þeim stöðugleika sem við höfum nú náð,“ sagði hann. Ólafur nefndi nokkur atriði, sem hann sagði vera grundvallarein- kenni fjárlagafrumvarpsins. I fyrsta lagi að hallinn á ríkissjóði lækki frá fyrra ári. Hann sagði þeirri stefnu vera haldið, sem sýnd hefði verið undanfarin tvö ár, að ríkissjóðshallinn minnki ár frá ári. í öðru lagi nefndi hann aðhald að útgjöldum ríkissjóðs, sem hann sagði hafa verið eitt meginein- kenni í glímunni við ríkisfjármálin undanfarin tvö ár. „I reynd minnka útgjöld ríkissjóðs eða nán- ast standa í stað, samanborið við fyrri ár.“ Pjármálaráðherra lagði áherslu á að hér væri ekki um kosninga- frumvarp að ræða. „Gagnstætt því sem margir hafa búist við, að í þessu fjárlagafrumvarpi væri boð- uð gífurleg útgjaldaaukning vegna væntanlegra kosninga er haldið áfram því aðhaldi sem sett hefur svip sinn á stjórn ríkisfjármála á síðustu tveimur árum,“ sagði hann. „Þriðja höfuðeinkenni þessa frumvarps er að skattar eru ekki auknir. Hlutfall heildarskatta á íslandi verður óbreytt á næsta ári samkvæmt þessu frumvarpi miðað við árið í ár. Hins vegar er haldið áfram á braut kerfisbreytinga í skattamálum og næsti áfangi þeirra breytinga felst í alþjóðlegri aðlögun skattgreiðslna atvinnulífs á íslandi," sagði Óiafur. Hann sagði lánsfjárþörf ríkisins minnka og að alls lánsfjár eigi að afia innanlands og að ljóst væri nú, að á þessu ári tæk.ist í fyrsta sinn um langt árabil að afla ríkis- sjóði alls lánsfjár á ftjálsum inn- lendum markaði. Þá sagði Ólafur að í frumvarp- inuværi gert ráð fyrir auknu sjálf- stæði ríkisstofnana, þannig að þær fái ákveðna heildarfjárhæð á fjár- lögum, en þær fái sjálfar vald til þess að skipta þeim upphæðum milli hinna ýmsu tegunda útgjalda. Fyrsta stóra stofnunin sem þetta sjálfstæði hlýtur, sagði Ólafur vera Háskóla ísdlands. I stað þess að Háskólinn fengi margar upphæðir á fjárlögum og Alþingi ákvæði til hvers þær renni, fái Háskólinn nú tvær megin upphæðir sem Háskól- aráð og deildir skipti á milli ein- stakra rekstrar- og kennsluþátta, alls rúman milljarð króna. „Það er ætlun okkar að halda áfram á þessari braut og láta þessa Ólafur Ragnar Grímsson skýrir fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í gær. Honum til hægri handar eru Svanfriður Jónasdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Már Guðmundsson efnahagsráðgjafi. stefnu gilda um fleiri svið ríki- skerfisins og ríkisstofnanir," sagði ráðherra. Niðurstöðutölur fjárlagafrum- varpsins fela í sér tekjur upp á rétt tæpa hundrað milljarða króna og útgjöld upp á rúma hundrað milljarða króna. Hallinn er þvi 3.650 milljónir, eða um 1% af landsframleiðslu. „Eg held að það sé nokkuð einsdæmi í efnahags- stjóm ríkja af sömu tegund og við Islendingar búum hér við, að tek- ist hafi með þessúm hætti að minnka halla ríkissjóðs á sam- dráttartímum í þjóðartekjum og þjóðarframleiðslu. En þessi árang- ur, að minnka hallann úr 2,8% af landsframleiðslu í 1,5% nú og 1% á næsta ári er auðvitað ein megin- forsenda þess að árangur hefur náðst í glímunni við verðbólguna og jafnvægi hefur náðst á pen- ingamarkaði," sagði Ólafur. Ólafur sagði allar forsendur vera fyrir því að það markmið eigi að nást að verðbólga verði 7% og að kaupmáttur aukist um 1% á næsta ári. „Þannig felur frum- varpið í sér nýtt ár, þar sem með hægum en öruggum skrefum, efnahagsbatinn fer að skila sér til fólksins í landinu." Útgjöld ríkisins verði 103 milljarð- ar króna og tekjur 99 milljarðar Áætlaður halli 3.650 milljónir króna. Helstu óvissuþættir eru olíuverð og álverssamningar TEKJUR ríkissjóðs eiga að verða 99.563 milljónir króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem kynnt var í gær. Útgjöld eiga að verða nokkru hærri, eða 103.213 milljónir króna. Áætlaður halli á ríkissjóði er því 3.650 milljónir. Gert er ráð fyrir að hallinn verði 1% af landsframleiðslu, en í ár er hann áætlaður verða 1,5% af lands- framleiðslu. í forsendum frumvarpsins er gert ráð fyrir 7% verð- bólgu 1991 og að kaupmáttur launa aukist um 1%. Byggt er á þjóð- hagsáætlun um að verg landsframleiðsla verði 363.600 milljónir króna, eða 8,5% hærri en á þessu ári. Helstu óvissuþættir frumvarps- ins lúta að olíuverði og samningum um byggingu álvers. Miðað er við 26 dollara meðalverð á olíutunnu á heimsmarkaði, sem er 40% hærra en meðalverð 1989. Ekki er gert ráð fyrir álversframkvæmdum. Tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar 99.563 milljónir króna. Það er um 9,2 milljörðum hærra en í frum- varpi til fjárlaga þessa árs, eða 10,2% hærra. Miðað við áætlaðar niðurstöðutölur þessa árs er hækk- unin minni, eða um 7 milljarðar króna, sem er um 7,5%. Miðað við 7% verðlagshækkanir milli áranna 1990 og 1991 eiga því áætlaðar tekjur ríkissjóðs á næsta ári að vera um 0,5% hærri að raungildi en áætlaðar niðurstöðutölur þessa árs. Beinir skattar 20 milljarðar Beinir skattar eru áætlaðir 19.332 milljónir króna, sem er hækkun um 4,1 milljarð frá síðasta frumvarpi, eða sem nemur 27,1%. Óbeinir skattar eru áætlaðir 73.928 milijónir króna. ■ Tekju- og eignarskattar einstakl- ínga eru áætlaðir 14,4 milljarðar króna á næsta ári. Tekjuskattur er þar fyrirferðarmestur, 12,2 millj- arðar og hækkar um 17,9% frá síðasta frumvarpi, eignarskattur er áætlaður 1,4 milljarðar og hækkar um 16,2% frá síðasta frumvarpi, eignarskattsauki er áætlaður 140 milljónir og hækkar um 40% frá síðasta frumvarpi, gjald í fram- kvæmdasjóð aldraðra er áætlað 370 milljónir, hækkar um 60,9% frá síðasta frumvarpi og loks er erfða- fjárskattur áætlaður 260 milljónir króna, sem er hækkun um 30% frá síðasta frumvarpi. Fyrirtækjaskattar eru áætlaðir skila tæpum 5 milljörðum á næsta ári, þar af er tekjuskattur félaga 3.365 milljónir sem er 92,3% hækk- un frá síðasta frumvarpi. Hlutur innflutningsgjalda í tekj- um ríkissjóðs hefur minnkað á und- anförnum árum. I greinargerð frumvarpsins segir að á fyrri helm- ingi síðasta áratugar hafi þau skilað um fimmtungi ríkissjóðstekna, en nú sé hlutur þeirra um 8%. Gert er ráð fyrir að jöfnunar- gjald hverfi í áföngum á næsta ári og skili alls 700 milljónum króna, innflutningsgjöld af bifreiðum skili svipuðu og á þessu ári og að í heild verði innflutningsgjöld um 7,9 millj- arðar á næsta ári. Virðisaukaskattur er áætlaður skila 40.500 milljónum króna, sam- anborið við áætlaða innheimtu á þessu ári um 38 miiljarða. Sem hlut- fall af tekjum ríkissjóðs er virðis- aukaskattur áætlaður 40,7% sam- anborið við áætluð 41,4% á þessu ári. 32 milljarðar í laun Útgjöld ríkissjóðs eru áætluð 103.213 milljónir króna, sem er hækkun um rétt rúma 10 milljarða frá síðasta frumvarpi, eða sem nem- ur 10;7%. Hækkunin frá áætluðum niðurstöðutölum þessa árs er minni, eða tæpir 6 milljarðar króna, sem jafngildir tæpum 6%. Áætlað er að 40,4 milljarðar fari í rekstrarkostnað, þar af 31,7 millj- arðar í laun. Tryggingagreiðslur, niðurgreiðslur og framlög eru áætl- uð 41,5 milljarðar. Þar af fari 13,8 milljarðar í lífeyristryggingar, 10,1 í sjúkratryggingar, tæpir 5 milljarð- ar í niðurgrejðslur á vöruverði og tæpir 2 milljarðar í framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Vaxtagreiðslur eru áætlaðar 9,4 milljarðar króna. Til viðhalds er áætlað að fari 2,5 milljarðar, þar af tæpir 2 milljarðar til Vegagerðarinnar. Framlög til fjárfestinga eru áætl- uð 9,4 milljarðar. Þar af fái Vega- gerðin 3,1 milijarð og flugvellir 333 milljónir. Framlög til hafnamála eru áætluð 474 milljónir, til bygginga- sjóðanna 700 milljónir og í Fram- kvæmdasjóð aldraðra 240 milljónir. Minnkandi ríkissjóðshalli Ríkissjóðshallinn verður sam- kvæmt niðurstöðutölum frumvarps- ins 3.650 milljónir króna. í frum- varpi til fjárlaga þessa árs var áætlaður halli tæpum 800 milljón- um króna lægri, um 2.855 milljón- ir. Hækkunin nemur 27,9%. í grein- argerð frumvarpsins kemur fram að áætlaðar niðurstöðutölur þessa árs sýni 4.960 milljóna króna ríkis- sjóðshalla á verðlagi þessa árs. Sé sá halli reiknaður á verðiagi 1991, verður hann 5.300 milljónir. Fram kemur að samanlagður halli áranna 1988 til 1991 er áætlaður 26.850 milljónir króna, á verðlagi 1991. Hallinn 1988 varð 2,8% af lands- framleiðslu, 1989 2,1% af lands- framleiðslu, áætlað er að hann verði I, 5% af landsframleiðslu á þessu ári og 1% á því næsta. Heildarlánsfjárþörf A-hiuta ríkis- sjóðs er í frumvarpinu áætluð II. 650 milljónir króna, þar af af- borganir af teknum lánum 6,9 millj- arðar, þannig að hrein lánsfjárþörf er áætluð 4.750 milljónir króna og er gert ráð fyrir að hægt verði að afla alls lánsfjár á innlendum lána- markaði. Ýmsar breytingar í greinargerð frumvarpsins eru raktar forsendur þess og helstu breytingar. Þar kemur fram að á tekjuhlið verði breytingar bæði til hækkunar og lækkunar. Reiknað er með vaxandi þjóðarútgjöldum sem skili sér í auknum tekjum ríkis- sjóðs. Hlutfali tekna ríkissjóðs af landsframleiðslu er áætlað verða 27,4%, sem er nokkru lægra en í ár og lítillega hærra en 1989. í greinargerðinni segir að útgjöld ríkissjóðs hafi nánast staðið í stað, að raungildi, síðan 1988. Þau hafi aukist um 0,6% í fyrra miðað við landsframleiðslu, gert sé ráð fyrir að þau dragist saman um 1% á þessu ári og aukist um 1,1% á næsta ári, miðað við landsfram- leiðslu. Á þessum tíma urðu tölu- verðar breytingar á milli einstakra gjaldflokka. Um 40% heildarút- gjalda fara tii svokallaðrar sam-’ neyslu, sem er fyrst og fremst launa- og rekstrarkostnaður. Þessi þáttur hefur lækkað nokkuð að raungildi frá árinu 1988, segir í greinargerðinni, en í frumvarpinu er reiknað með að hann hækki lítils háttar umfram almennt verðlag, einkum hjá stofnunum mennta- mála, fatlaðra og heilsugæslu. Vægi svonefndra tilfærslna hefur farið vaxandi og er sagt að þær nemi um 40% heildarútgjalda nú, eftir að hafa vaxið um 10% að raun- gildi undanfarin tvö ár. í frumvarp- inu er gert ráð fyrir að tilfærslur minnki hlutfallslega, en það er sagt háð því að settum markmiðum um hagræðingu og breytt skipulag í heilbrigðiskerfínu verði náð. Óvissuþættir Fjárlagafrumvarpið er byggt á þeirri forsendu, segir í greinargerð- inni, að meðalverð á olíu verði kringum 26 dollarar á næsta ári, en það er rúmlega 40% hækkun frá meðalverðinu 1989, sem var um 18 dollarar hvert olíufat. Þetta er sagt svipuð forsenda og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn leggur til grundvallar í nýjustu efnahagsspá sinni, þó held- ur hærri. „Haldist verðið á næsta ári hins vegar jafnhátt og síðustu skráningar gefa tii kynna verður ekki hjá því komist að endurskoða forsendur fjárlagafrumvarpsins," segir í .greinargerðinni. Annar óvissuþáttur eru hugsan- legar álversframkvæmdir. Forsend- ur fjárlagafrumvarpsins eru miðað- ar við almennar þjóðhagshorfur án tillits til álversframkvæmda, þar sem samningar um álver liggja enn ekki fyrir. „Verði ráðist í byggingu álvers og virkjana er nauðsynlegt að fylgja mjög aðhaldssamri stefnu í útgjaldamálum hér innanlands til þess að hamla gegn þenslu og aukn- um viðskiptahalla. Ákvörðun um byggingu álvers kallar því á endur- mat ýmissa framkvæmdaáforma, jafnt hjá opinberum aðilum sem einkaaðilum," segir í greinargerð- inni. I Skattkerfisbreytingar í frumvarpinu eru boðaðar skatt- kerfisbreytingar, en ekki allar tíma- settar. Þar segir að undirbúningur að samræmdri skattlagningu fjár- magnstekna einstaklinga hafí verið í gangi nokkurt skeið. „Það er í senn réttlætismál og liður í alþjóð- legi'i samræmingu skattakerfísins að raunvaxtatekjur einstaklinga séu skattlagðar eins og aðrar tekj- ur,“ segir þar. Skattlagning fyrirtækja er einnig til endurskoðunar og er ætlunin að samræma skattlagninguna því sem gerist .í samkeppnislöndunum. Þó er boðað að fyrir endanlega af- greiðslu frumvarpsins á þingi sé stefnt að því að færa saman í eitt gjald önnur fímm, lífeyristrygg- ingagjald, slysatryggingagjald, ið- gjald til Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, vinnueftirlitsgjald og 3,5% launaskattur. Hið nýja gjald nefnist tryggingaiðgjald. Gert er ráð fyrir að gjaldið verði lagt á öll fyrirtæki og það verði í tveimur þrepum til að byija með, 3% og 6%. Nú eru landbúnaður, sjávarútvegur og iðn- greinar undanþegnar launaskatti. Gert er ráð fyrir að þessar greinar greiði 3% gjaldið en aðrar greinar 6% gjald. í þessu felst 0,5% hækkun á meðalgjaldi allra atvinnugreina. Þá er gert ráð fyrir sérstöku álagi á iðgjaldsstofninn, sem skili 800 milljónum króna. í heild er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins af hinu nýja tryggingaiðgjaldi nemi 9,1 milljarði króna á næsta ári að meðtöldu hinu sérstaka álagi. Þá er sagt vera til skoðunar að breyta tekjuskatti einstaklinga með það að markmiði að aukajöfnunar- hlutverk tekjuskattsins. „I því sam- bandi er m.a. til skoðunar með hvaða hætti megi taka upp húsa- leigubætur til tekjulágra einstakl- inga,“ segir í greinargerð frum- varpsins. Meðal annarra þátta skattamála sem eru til skoðunar eru nefnd tollalög, þungaskattur, lög um stimpilgjöld og lög um auka- tekjur ríkissjóðs. Maður, tré mynda Um Octavio Paz eftir Jóhann Hjálmarsson Hjá þeim sem fylgst hafa með mexíkóska ljóðskáldinu Octavio Paz (f. 1914) eru viðbrögðin á þessum degi þegar hann hefur hlotið Nóbelsverðlaun í bók- menntum: Það hlaut að koma að því! Langt er síðan tvö ung skáld, við Ari Jósefsson, settumst niður þrátt fyrir óróleik æskunnar og þýddum í sameiningu eitt mark- verðasta ljóð Paz, Lofsöng meðal rústa. Þýðingin birtist síðan í Sam- vinnunni (mars 1962) ásamt ítar- legri kynningargrein eftir undirrit- aðan. Ritlaunin gerðu þessi blönku skáld rík hluta dags. Þegar ég nú les þýðinguna yfir í tilefni dagsins get ég ekki varist flókinna hugmynda, en sem slíkur stolti því að hún hijómar alls ekki rökvís, hefur vakið mikla athygli Octavio Paz svo illa. Lofsöngur meðal rústaer „ástríðuþrungið ljóð með víðan sjóndeildarhring" svo gripið sé til greinargerðar Sænsku akade- míunnar um Paz. um allan heim, stundum svo að skyggt hefur á skáldið. Búddismi er víða í ljóðum Paz. Einfaldar lausnir eru honum ekki að skapi og ljóð hans þess vegna Eitt ljóð eftir Paz hafði Einar margræð. Heimspeki hans sem Bragi þýtt og birt í Erlendum nú- tímaljóðum (1958). Þettaljóð, Gat- an, minnir töluvert á tómhyggju- ljóð Steins, er um mann sem.ekki getur flúið skugga sinn. mótast af glímunni við lífið og dauðann, sífelldri opinberun dauð- ans í lifandi myndum, má skýra með orðum hans sjálfs: „Líf og dauði eru ekki tveir andstæðir Ljóðlist spænskumælandi þjóða heimar; við erum. ein jurt með gnæfir einna hæst á öldinni og er Octavio Paz verðugur fulitrúi hennar. Til Spánar sótti Paz áhrif og uppörvun, en Frakkland og Austurlönd hafa einnig auðgað skáldskap hans. Á Spáni hefur hann lengi (við hliðina á Jorge Luis Borges sem ekki fékk Nóbels- verðlaun) verið talinn meðal höfuð- skálda. Árið 1982 voru Paz veitt helstu bókmenntaverðlaun Spánar: Cervantes-verðlau’ .in, kennd við höfund Don Quijote. Spænskumælandi skáld hafa löngum heillast af súrrealisma og að því leyti er Octavio Paz engin undantekning. I anda súrrealis- mans yrkir Paz í Lofsöng meðal rústa þegar hann dregur upp eftir- farandi mynd, einkennilega og ógnvekjandi: Nóttin fellur yfir Teotihuacán. Á tindi pýramídans reykja drengirnir marihuana, hljóma strengdir gítarar. Hvaða jurt hvaða lífsvatn gefur okkur líf, hvar fáum við grafið upp orð, hlutfallið er stjórnar sálminum og ræð- unni, dansinum, borginni og vogarskálunum? Mexíkanski söngurinn tvístrast í formæling- ar, litfögur stjama sem hrapar, steinn sem varnar okkur dyranna. Jörðin bragðar aldurhnigna jörð. Ljóðinu lýkur aftur á móti á sáttargjörð, þegar draumur og veruleiki fallast í faðma, verða eitt: Dagur, kringluleiti dagur, glóandi appelsína: tuttugu og fjögur hólf, öll gagntekin gulum sætleika! Vitsmunirnir holdgast í myndir að lokum, tveir fjandsamlegir helmingar sættast og vitundarspegillinn breytist í vökva, verður gosbrunnur, sagnalind: Maður, tré mynda, orð sem eru blóm, sem eru aldin sem eru gjörðir. Mönnum hefur orðið tíðrætt um það sambland tilfinninga og vits- muna sem ljóð Octavio Paz spegla. Öll meiriháttar ljóð einkennast af þessu nábýli eða réttara sagt sam- býli. En Paz hefur ritað mikið um heimspeki og ekki síst stöðu Mex- íkó í samfélagi þjóðanna, sérkenni mexíkóskrar menningar. í Völundarhúsi einmanaleikans (1950) koma viðhorf Paz í ljós, en bókin er eins konar gegnumlýsing þjóðarsálar Mexíkómanna. Heim- spekingurinn Paz, kenningasmiður tveimur tvíburablómum.“ Og „Enginn deyr af völdum dauðans, öll deyjum við af völdum lífsins." í kunnu ljóði spyr hann án þess að svara: „Er dauðinn eina leiðin burt?“ Súrrealismi, módernismi, hafa mótað skáldskap spænskumælandi þjóða eins og fyrr segir. Nauðsyn þess að breyta til, bylta, gerast ekki sporgöngumaður staðnaðrar hefðar, orðaði mexíkóska skáldið Enrique González Martinez á þessa leið 1915: „Snúið svaninn úr hálsliðnum." Þótt segja megi að Octavio Paz hafí farið að ráðum Martinez, að minnsta kosti í upphafi, hefur hon- um verið umhugað um að Mexíkó og allur heimurinn eignaðist söng, úr ösku risi fugl lífsins og.vonar- innar, hinn ósigrandi Fönix, nýr svanur hertur í reynslu mótsagna og skelfinga mannkyns. í samtali blaðamanna við Oc- tavio Paz 1983 var hann spurður um framtíð langra ljóða, ljóða- flokka sem hann hefur öðrum fremur ort, samanber t.d. Árst- íðina miklu (1958). Paz telur ljóð- um af þessu tagi til tekna að þau fái lesandann til að íhuga og þau séu leikræn, skyld leiklist, í þeim sé söngur og ævintýri. Hann getur þess að hætta sé aftur á móti á að þeir sem yrki löng ljóð verði of margorðir, eigi erfitt með að setja punkt. En stutt ljóð geta orðið of myrk og dular- full. Það er þeirra vandi. Paz segir takmark sitt vera að yrkja meðal- löng ljóð. Það sem ekki má forsmá í skáld- skap er ákaflyndið, bætir Paz við. Skáldið og ritgerðahöfundurinn eru engar andstæður hjá Paz. Rit gerðir hans bera mikilli þekkingu vitni og þær eru skrifaðar af leikni og sannfæriiigarkrafti þar sem gagnrýnin er leiðandi afl og hvatn- ing. Eg nefndi áður Völundarhús einmanaleikans. Önnur og ekki minna kunn bók með ritgerðum Paz er Boginn og harpan (1956) þar sem umræðuefnin eru skáld- skapurinn, sagan og málið. í Boganum og hörpunni rek- umst við á eftirfarandi: „Skáldið er ekki sá sem ljær hlutunum nafn heldur sá sem sviptir þá heitum sínum, sá sem uppgötvar að hlutimir era nafn- lausir og þau heiti sem við höfum valið þeim eru ekki þeirra nöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.