Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
17
Vestmannaeyjar:
Héraðs-
fundur
Kjalarnes-
prófasts-
dæmis
Vestmannaeyjum.
HÉRAÐSFUNDUR Kjalarnes-
prófastsdæmis var haldinn í
Vestmannaeyjum fyrir skömmu.
Fundurinn stóð frá föstudegi til
sunnudags og voru fundarhöld í
Safnaðarheimili Landakirkju.
Fundarsetning fór fram í Landa-
kirkju. Fundurinn hófst með yfir-
litsræðu prófastsins, séra Braga
Friðrikssonar, en síðan sögðu safn-
aðarfulltrúar og formenn sóknar-
nefnda fréttir úr sínum sóknum.
Aðalefni héraðsfundarins var guðs-
þjónustan í lífi safnaðarins, erindi
sem séra Kristján Valur Ingólfsson,
prestur á Grenjaðarstað, fiutti. Þá
fluttu organistamir og söngstjór-
amir Guðmundur H. Guðjónsson
og Jón Stefánsson erindi um messu-
sönginn og Þorvaldur Halldórsson
flutti erindi um sálmasönginn. Að
loknum erindum fjölluðu starfshóp-
ar um þau og er ætlunin að fylgja
þeirri umræðu eftir með fundum
og námskeiðum fyrir starfsfólk
safnaðanna í prófastsdæminu í vet-
ur.
A fundinum var kosið í héraðs-
nefnd og hlutu eftirtaldir kosningu:
Séra Gunnþór Ingason, Hafnar-
fjarðarsókn, _séra Hjörtur Magni
Jóhannsson, Útskála- og Hvalsnes-
sókn, og séra Þorvaldur Karl Helga-
Moi^unblaðið/Grímur Gíslason
Séra Bragi Friðriksson, prófast-
ur Kjalarnesprófastsdæmis,
ávarpar fundinn.
son, Njarðvíkursókn. Úr hópi leik-
manna vom kosin: Þóra Stephen-
sen, Brautarholtssókn, Matthías
Gíslason, Garðasókn, og Ágúst
Karlsson, Ofanleitissókn.
Um 100 manns komu til Eyja í
tilefni fundarins. Var gestum boðið
til matarveislu af sóknarnefnd
Landakirkju. Þá bauð bæjarstjórn
til kaffisamsætis og gestum voru
sýnd söfn og farið með þá í skoðun-
arferðir um Eyjarnar.
Héraðsfundi lauk með messu á
sunnudagsmorgni þar sem séra
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknar-
prestur Grindvíkinga, predikaði en
í messulok sleit prófastur Kjalar-
nesprófastsdæmis, séra Bragi Frið-
riksson, fundinum. Prófastur var
ánægður með fundinn og rómaði
mjög undirbúning og móttökur
Eyjamanna.
Grímur
Skrifstofa stuðningsmanna
HREINS LOFTSSONAR
á Laugavegi 47,4. hæð, er opin
virka daga frá kl. 17.00-23.00 og
um helgar frá kl. 14.00-21.00.
Stuðningsmenn
Símar 29397 - 29392 - 27943 - 27936 - 27933
45. flokksþing Alþýðuflokks
FLOKKSÞING Alþýðuflokks
verður sett í dag kl. 17:00 í
Íþróttahúí Hafnarfirði.
Þingið verður haldið undir yfír-
skriftinni „Forysta til framtíðar,“
en þingstörf og umræður munu
fara fram undir heitunum: Um-
hverfi - Umhyggja - Umheimur.
Guðmundur Arni Stefánsson set-
ur þingið fyrir hönd Alþýðuflokks-
félags Hafnarfjarðar, en Jón Bald-
vin Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins, mun í kjölfar þess flytja
setningarræðu. A laugardagseftir-
miðdag munu ráðherrar flokksins
flytja þinginu skýrslur og að lokn-
um almennum umræðum í kjölfar
þeirra verður kjör flokksforystu.
Flokksþingið stendur yfir fram á
sunnudag.
„LÍFSFÖRUNAUTUR“
Sumir halda að sæng sé bara sæng. Að lítill munur sé á þessari eða hinni sænginni. Þetta
er auðvitað alrangt. Sængur em ákaflega mismunandi. Sumar em þunnar og ræfilslegar,
nánast eins og teppi. Aðrar em þungar og óþjálar. Enn aðrar em léttar og hlýjar - og
dúnmjúkar.
Æðardúnssængin er í flokki hinna síðastnefndu. Það er GEFJUNARSÆNGIN líka, þótt hún
standist ekki að öllu leyti samanburð við þennan kjörgrip. En allt stefnir
þetta írétta átt. Sífellt er unnið að endurbótum á samsetningu kembunn-
ar sem notuð er í GEFJUNARSÆNGINA, og miða að því að gera hana lík-
arí dúnsænginni, ss. aukin eínangmn. Annan góðan kost hefur GEFJUN-
ARSÆNGIN: Það má þvo hana . . . jafnvel í þvottavél!
Síðast en ekkí síst: GEFJUNARSÆNGIN endist nánast lífstíð! Þú ert því að
velja þér „lífsfömnauf' þegar þú velur GEFJUNARSÆNG.
GEFJUNARSÆNG OG -KODDAR eru góð kaup
- á íslenskri framleiðslu. Veljum íslenskt.
VERSLANIR UM LAND ALLT.
allir ráða við
Við erum stoltir yfir því að
geta tilkynnt þér að vegna hag-
stæðra samninga og magninnkaupa
getum við boðið þessa hágæða
þvottavél með öllum þeim mögu-
leikum sem þú þarfnast á verði sem
allir ráða við.
Philco W85 RX býður fjölda
mismunandi þvottakerfa og þar af
eitt sérstaklega fyrir ull. Vélin er
búin sjálfstæðri hitastillingu og
vinduhraða allt að 800 snúninga -
Hún tekur inn á sig heitt og kalteða
eingöngu kalt vatn. í tromlu og belg
er ryðfrítt stál. Philco W85 RX tek-
ur 5 kg af þurrum þvotti og er full-
komlega rafeindastýrð með flæði-
öryggi og yfirhitunarvara.
Petta er vél sem þú getur
ekki látið fram hjá þér fara.
PHILCO
þægindi sem hægt er að treysta.
Afborgunarverð kr. 52.500,-
<8>
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20