Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
3
Fréttir úr
fj árlagaf r um varpi
■ HEIMILD til fjármálaráð-
herra til að kaupa hverasvæði
Geysis í Haukadal er í fjár-
lagafrumvarpinu. Einnig er
heimild til að kaupa húseignir
í nágrenni við Menntaskólann
í Reykjavík og að kaupa hús-
eignir og lóðir í nágrenni Arn-
arhvols í Reykjavík fyrir
Stjórnarráð íslands.
■ BYGGÐASTOFNUN fær
250 króna framlag úr ríkissjóði
á næsta ári, samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu, og er það 54
milljónum og 28% hærra fram-
lag en á fjárlögum síðasta árs.
í frumvarpinu segir, að þrátt
fyrir þetta sé eiginfjárstaða
stofnunarinnar veik, og á
næstu vikum þurfi að kanna
með hvaða hætti hana megi
styrkja.
■ HÁSKÓLI ÍSLANDS fær
1.434 milljónir króna í sinn hlut
á næsta ári, samkvæmt ijár-
lagafrumvarpinu, og hækkar
framlagið um 134 milljónir eða
10% frá síðustu ijárlögum.
Hækkunin umfram verðlags-
breytingar stafar m.a. af til-
flutningum, leiðréttingu fastra
launa og yfirvinnu, aukinni
íjárveitingu vegna nýrrar starf-
semi og íjölgunar stundakenn-
ara á föstum lektorslaunum.
■ HÁSKÓLINN Á AKUR~
EYRI fær 98,5 milljónir króna
í sinn hlut, sem er 35% hækkun
frá síðustu ijárlögum. Þar er
gert ráð fyrir áframhaldandi
eflingu á skólastarfi sem þýðir
útgjaldaauka, og endurbótum á
húsnæði.
■ ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN
fær 100 milljónir króna úr
Endurbótarsjóði menningar-
stofnana, og er stefnt að því
að Ijúka 11. áfanga byggingar-
innar og halda áfram hönnun
12. áfanga. Tekjur Endurbóta-
sjóðsins koma frá sérstökum
eignarskatti sem áður átti að
renna til byggingar Þjóðarbók-
hlöðunnar en skal nú standa
straum af kostnaðir við endur-
bætur á húsakosti menningar-
stofnana og stuðla að verndun
gamalla bygginga í eigu ríkis-
ins. Tekjur eru áætlaðar 335
milljónir á næsta ári, og er lagt
til að 75 milljónir renni til Þjóð-
leikhússins,, 100 milljónir til
Þjóðarbókhlöðu, 10 milljónir til
Þjóðminjasafnsins, og 150
milljónum verði skipt af Alþingi
milli framkvæmda við Bessa-
staði og Þjóðarbókhlöðu.
r
■ FIMM STÖRF hafa bæst
við hjá Vinnueftirliti ríkisins
og samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu komust starfsmennirn-
ir inn bakdyramegin. Þessir
fimm starfsmenn voru upphaf-
lega ráðnir til tímabundinna
verkefna án heimildar í fjárlög-
um en hafa nú áunnið sér rétt-
indi ríkisstarfsmanna eftir
tveggja ára samfellt starf.
■ HEILBRIGÐISRÁÐU-
NEYTI áætlar að 5-600 millj-
ónir króna sparist í lyfjakostn-
aði á næsta ári. Er gert ráð
fyrir að ná þeim sparnaði með
breyttu skipulagi á innflutingi
og dreifingu lyfja, lækkaðri
álagningu í heildsölu og smá-
sölu og breyttu skipulagi á
kostnaðarþátttöku notenda í
lyijakostnaði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kíkí kíkir á Húsdýragarðinn
Jóhanna Lind Magnúsdóttir með páfagaukinn Kíkí
í Húsdýragarðinum í Laugardal. Kíkí er í einkaeign
en heldur sig í garðinum á daginn. Á nóttunum
sefur hann hins vegar í svefnherbergi eigandans.
Kíkí goggar alltaf í eyrnasnepilinn á honum á morgn-
ana til að fá að kúrá undir sænginni hjá honum í
klukkutíma. Kíkí var veiddur villtur í Ástralíu en
kom með búslóð frá Danmörku fyrir nokkrum árum.
Salan á Hafþóri RE;
Rætt við Tog-
araútgerð
Vestfjarða hf.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að ræða við Togaraút-
gerð Vestfjarða hf. um kaup á
Hafþóri RE, skipi Hafrannsókna-
stofnunar en fyrirtækið bauð 200
milljónir króna í skipið. Fyrir-
tækið býður 50 milljóna króna
útborgun og ráðuneytið hefur
veitt því frest fram á fimmtudag
til að leggja fram bankatrygg-
ingu fyrir 50 milljónum en ráðu-
neytið - samþykkir 100 milljóna
króna veð í skipinu sjálfu.
Rækjuvinnslunni Dögun hf. á
Sauðárkróki tókst ekki að leggja
fram bankatryggingu vegna tilboðs
fyrirtækisins í Hafþór RE. Dögun
bauð 212 milljónir króna í skipið
og 48 milljóna króna útborgun.
Sjávarútvegsráðuneytið samþykkti
100 milljóna króna veð í skipinu
og vildi að fyrirtækið legði fram
bankaábyrgð fyrir 64 milljónum.
Bæjarsjóður ísafjarðar á 42%
hlut í Togaraútgerð Vestijarða hf.,
íshúsfélag ísfirðinga 32%, Kaupfé-
lag ísfirðinga 12% og ýmsir ein-
staklingar 4%. Félagið á hins vegar
14% hlut í íshúsfélagi ísfirðinga og
ætlunin er að opna það öðrum út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum.
Davíð Oddsson um álverssamninginn:
Ríkisstjómin sem heild verður
að samþykkja málið áður en
Landsvirkjun gengur frá því
STJÓRN Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum í gær svohljóð-
andi ályktun: „Eins og margoft hefur komið fram er ríkur vilji
fyrir því í stjórn Landsvirkjunar að unnið sé að því að orka fall-
vatna landsins nýtist til uppbyggingar stóriðju á Islandi. Því hafa
stjórnarmenn Landsvirkjunar fagnað þeim áhuga sem erlend stór-
iðjufyrirtæki hafa sýnt á því að reisa hér álbræðslu sem keypti
orku sína af Landsvirkjun.
Gefið hefur verið til kynna að ráðgjafarnefnd á vegum iðnaðar-
ráðherra hafi þegar lokið sanmingum um öll meginatriði samninga
sem gera þurfi svo hefjast megi handa um virkjunarframkvæmdir
og byggingu verksmiðju. I ljós hefur komið að meginatriði slíkrar
samningsgerðar, orkusölusamningurinn, er miklu skemur á veg
kominn en haldið hefur verið að almenningi. Ljóst er að slíkur
málatilbúnaður og opinber umræða af því tagi sem í kjölfarið hef-
ur fylgt, hefur veikt samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart hinum
erlendum viðsenyendum nú þegar málið er Ioks komið í hendur
þess aðila sem með orkusamninginn á að fara, þ.e. stjórnar Lands-
virkjunar. Stjórn Landsvirkjunar voru fyrst á fundi í dag formlega
kynnt drög að orkusamningi, þótt ljóst sé að margvísleg slík gögn
hafa þegar gengið á milli aðila. Óhjákvæmilegt er að stjórnin kynni
sér rækilega þessar upplýsingar, og um leið nýjar álitsgerðir sem
hún hefur falið starfsmönnum fyrirtækisins að vinna í hennar
hendur. í framhaldi af því mun stjórn Landsvirkjunar ákveða
næstu skref af sinni hálfu í þágu málsins í þeirri þröngu stöðu sem
henni hefur verið komið í af hálfu ráðuneytisins."
Atriði varðandi áhættu
Landsvirkjunar ófrágengin
Davíð Oddsson sagði um þetta
við Morgunblaðið, að stjórn Lands-
virkjunar teldi í sjálfu sér að ráð-
gjafarnefndin undir forustu Jó-
hannesar Nordals hafi unnið ágætt
starf varðandi samningsgerðina í
heild. „En hvað orkusölusamning-
inn snertir eru gífurlega mörg at-
riði þar ófrágengin, atriði sem eru
afar mikilvæg vegna eðlis þessarar
samningsgerðar og þá á ég einkum
við þá áhættu sem gert er ráð fyr-
ir að Landsvirkjun taki, nái þessir
samningar fram að ganga. Og á
meðan þessi meginatriði liggja
ekki fyrir, er ekki hægt að heldur
liggi fyrir endanlegar tölur um
verð á orkueiningu, afsláttartíma
og annað þess háttar,“ sagði
Davíð.
Þegar Davíð var spurður nánar
um ástæður þeirrar gagnrýni á
vinnubrögð iðnaðaráðherra sem
felst í ályktuninni, sagði hann að
af hálfu iðnaðarráðuneytisins
hefðu menn frekar kosið að halda
málinu á lofti, sjálfum sér til dýrð-
ar, heldur en að tryggja að málið
yrði unnið til fullnustu áður en því
væri veifað út um borg og bý.
Þegar Davíð var spurður hvort
hann teldi að draga þyrfti úr
áhættu Landsvirkjunar af orku-
söluamningnum, sagði hann að út
af fyrir sig gæti Landsvirkjun tek-
ið áhættu i því skyni að hleypa hér
lífi í efnahag landsins. „En það
verður að setja takmörk og þá að
ganga eins vel frá tryggingu og
frekast er kostur. En lífið er að
einhveiju leyti áhætta og við í
stjórn Landsvirkjuanr tökum þátt
í því. En þarna er verið að véla
um mjög stóra hagsmuni og lands-
menn allir verða ábyrgir fyrir mjög
stórum lántökum á vegum fyrir-
tækisins og þess vegna er nauðsyn-
legt að fara rækilega í málið. Áuk
þess verður ríkisstjórnin sem heild
að samþykkja málið endanlega
áður en Landsvirkjun gengur frá
þvi,“ sagði Davíð.
Páll Pétursson formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins lýsti
fyrstur stjórnarmanna yfir stuðn-
ingi við ályktunina, eftir að Davíð
lagði hana fram. Hann sagði við
Morgunblaðið, að lesa. mætti út
úr ályktuninni að stjórn Lands-
virkjunar væri ekki ánægð með
málsmeðferð iðnaðarráðherra. Nú
yrði haldið’ áfram að fjalla um
málið og bræða saman orkusölu-
samning. Hann sagðist ekki vilja
útiloka að hægt væri að ná fram
breytingum á þeim samningsdrög-
um sem nú liggja fyrir, en fjöl-
mörg atriði væru þar ófrágengin
og þörfnuðust nánari skoðunar.
Margvíslegui' misskilningur í
samþykktinni
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
sagðist telja það ánægjulegt að í
stjórn Landsvirkjunar kæmi fram
ríkur vilji til að unnt sé að virkja
orku fallvatnannatil uppbyggingar
stóriðju, en fyrirtækið hefði raunar
verið stofnað um það verkefni.
„Hitt finnst mér lakara að í
þessari samþykkt gætir margv-
íslegs misskilnings um stöðu samn-
ingaviðræðnanna um álverið og
orkusölusamning í því sambandi.
Það er alls ekki rétt að af minni
hálfu eða ráðuneytisins hafi verið
gefið annað til kynna um stöðu
þeirra samninga en efni standa
til. Það er enn fjær lagi að málatil-
búnaður samninganna hafi veikt
stöðu Landsvirkjunar. Og enn fjær
sanni að málið sé nú fyrst að kom-
ast í hendur stjórnar Landsvirkjun-
ar.
Það rétta er auðvitað að efnis-
lega og formlega hefur verið ijallað
um málið á mörgum stigum þess,
um margra mánaða skeið og jafn-
vel árabil. Samningsaðferðin hefur
verið mjög í því fari sem tíðkast
hefur í fyrirtækinu. í undirbúning-
sviðræðum og samnignaviðræðum
um orkusölusamning hafa einkum
stjórnarformaður, forstjórinn og
aðstoðarforstjórinn, tekið þátt
ásamt forstöðumönnum tækni-
deilda og lögfræðingum Lands-
virkjunar. Enginn hefur véfengt
•umboð þessara manna eða haft til
þess nokkra ástæðu.
Ég veit reyndar að þeir hafa
kynnt málið ítrekað, og skýrasta
sönnun þess er að í júlí var tekin
ákvörðun í stjórn Landsvirkjunar
að ráðast í nauðsynlegar undii'bún-
ignsframkvæmtir vegna þeirra
virkjana sem í þarf að ráðast. Sú
ákvörðun var tekin í ljósi fram-
vindu samninganna um nýtt álver
og stjórn Landsvirkjunar hafði þá
verið kynnt hvernig málið stóð.
Eg hlýt því að mótmæla því að
málinu hafi verið komið í þrönga
stöðu af hálfu ráðuneytisins. Þvert
á móti tel ég að málið sé í mjög
góðri og opinni stöðu, í þeim skiln-
ingi að hægt sé að halda því áfram
og leiða farsællega til lykta í þess-
um lokaáfanga, ef góður vilji ríkir.
Og ég treysti því að sá vilji finnist
í stjórn Landsvirkjunar eins og
annarsstaðar.
Eg skil þó vel að menn vilji fara
þarna fram af varkárni, og hvern-
ig menn velja til þess fulltrúa að
kynna sér málið og ganga úr
skugga um að þar sé allt sem
tryggilegast, er að sjálfsögðu innra
mál stjórnarinnar,“ sagði Jón Sig-
urðsson.