Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla og kvenna 23 feröir 391 flugfarseðlar Selfoss Eyjamenn á ferö og flugi Eyjamenn greiða yfir 2,7 milljónir í ferðakostnað FERÐAKOSTIMAÐUR Eyja- manna vegna þátttöku í 1. deild karla og kvenna í handknattleik fer hátt í þrjár millj. ísl. kr. í vetur. Liðin tvö fara í alls 23 keppnisferðir í vetur á sama tíma og karlalið á Stór- Reykjavíkursvæðinu fara ítvær flugferðir og kvennaliðin í eina. Oskar Freyr Brynjarsson, form- aður handknattleiksdeildar ÍBV, karla, sagði að ferðakostnaður væri geysilegur. „Karlaliðið fer í alls ■ sextán keppnisferðir og kvennaliðið í sjö, en það leikur tvo leiki í hverri ferð og þarf því að • gista á ferðum sínum. Það getur einnig komið upp að karlaliðið þurfi að gista, en það fer allt eftir því hvort flugfært sé til.Eyja sama dag og leikurinn á útivelli fer fram. Það má reikna með að flugkostn- aður við hveija ferð sé um sjötíu þúsund krónur og síðan bætist ofan á það bifreiðakostnaður og annað. Hver ferð kostar okkur rúmlega eitt hundrað þúsund krónur. Karla- og kvennaliðið fara tuttugu og þrjár ferðir í sambandi við keppni í 1. deild og síðan bætast við ferðir í bikarkeppninni,“ sagði Óskar Freyr. Ferðakostnaður KA í 1. deild karla er einnig mikill, en KA-liðið þarf að fara sextán flugferðir frá Akureyri vegna leikja í deildinni. Liðin á Stór-Reykjavíkursvæðinu þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur af ferðakostnaði. Liðin í 1. deild karla fara einu sinni til Akureyrar og einu sinni til Vest- mannaeyjar og síðan geta tvær ferðir bæst við vegna úrslitakeppn- innar. Liðin í 1. deild kvenna þurfa aðeins að fara eina ferð - til Vest- mannaeyja. Mm FOLK ■ Félögin á höfuö- borgarsvæölnu og á Selfossi fara í tvær flugferöir vegna leikja, eina ferö til Eyja eg eina ferö til Akureyrar. Fram Valur FH — Selfoss - Víkingur - Stjarnan ■ Grótta — Samtals: 7 feröir vegna leikja Höfuöborgarsvæöiö: Reykjavfk Garöabær Hafnarfjöröur Seltjarnarnes ■ Kvennaliöiö leikur tvo leiki í hverri ferö sinni til landsins, tvo leiki á tveimur dögum. VESTMANNAEYJAR Haukar — Selfoss - Grótta — Stjarnan ■ Fram — Víkingur • Valur — KR----- ÍR ——- KA----- Vegna úrslitakeppni — 5 Samtals: 16 feröir vegna leikja KNATTSPYRNA Sigurður Jónsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið í Sevilla. var Arsenal með besta liðið. Ungum strákum hættir oft til að halda með besta liðinu hvetju sinni, samanber Liverpool núna. Ég er hins vegar ákveðinn í leggja mitt af mörkum til að Arsenal verði uppáhaldslið sem flestra í framtíðinni." Samningur Sigurðar við Arsenal er til ársins 1991, eða fram yfir næsta keppnistímabil. „Ég er ekk- ert á förum frá félaginu og er ákveðinn að standa mig. Vil helst framlengja samninginn eftir eitt ár.“ Sigurður sagði að KSÍ þyrfti að fara að skoða þann möguleika að leika landsleiki á sömu dögum og landsliðin frá Bretlandseyjum eru að leika. Hann sagði það vera erfitt að gefa sæti sitt eftir hjá Arsenal til að leika landsleiki. „Það er of mikið í húfi fyrir okkur, því að atvinnumennskan er harður heimur. Það hlýtur að vera betra að leika landsleiki þegar bresku lið- in leika. Ég sé ekki hvers vegna það er ekki hægt. Ég hef hins veg- ar mjög gaman að því að leika með íslenska liðinu, enda er frábært að hitta strákana — stemmningin í hópnum er mikil og gefur manni mikið.“ Vil leggja mítt af mörkum tll ad Arsenal verði uppáhaldslið sem flestra - sagði SigurðurJónsson, sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 21. landsleiknum SIGURÐUR Jónsson, sem leik- ur með Arsenal, skoraði fyrsta mark sitt fyrir a-landslið ís- lands gegn Spánverjum hér í Sevilla. „Það hlaut að koma að þvfeftirtuttugu landsleiki. Ég 'vona að það verði ekki eins margir landsleikir í næsta mark,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið. Sigurður hóf atvinnuferil sinn í Englandi hjá Sheffield Wed- nesday 1985, aðeins 18 ára. Hann lék alls 90 leiki með liðinu þau fjög- ^■■■■1 ur ár sem hann var Valur í Sheffield. „Ég velti Jónatansson því oft fyrir mér ?*ríar. . hvort að það hafi ra panl verið rangt að fara til Wednesday á sínum tíma. Ég var með fleiri tilboð - meðal ann- ars frá Arsenal og félögum í V- Þýskalandi. Eftir á að hyggja held 'ég að Wednsday hafi verið besti kosturinn í stöðunni þá. Það var harður og góður skóli.“ Meiðsli ■ s 1989 skipti Sigvirður yfir í Arsen- al, þar sem hann er nú. Hann meiddist í baki í upphafi keppn- itstímabilsins í fyrra og gat því lítið verið með. Hann var alls fimmtán sinnum á varamannabekknum i lok tímabilsins, en nú virðist Sigurður verða að festa sig í sessi og hefur leikið tvo síðustu deildarleikina og . staðið sig ve). „Ég veit ekki hvort ég verð í lið- inu í næsta leik. Það verður að koma í Ijós þegar ég kem til Lond- on. Það er ekkert sjálfgefíð í þessu. Þetta er búið að vera erfitt hjá mér að undanförnu. Ég hef leikið fjóra leiki á tveimur vikum og það er fullmikið fyrir leikmann sem er að stíga upp úr meiðslum. En ég er ákveðinn í að beijast fyrir tilveru- rétti mínum hjá Arsenal." Mikill munur Sigurður sagði muninn á liði Arsenal og Sheffield Wednesday vera mikinn. „Arsenal er mikið stærri klúbbur og hefur verið það í gegnum tíðina. Stuðningsmenn félagsins eru mun fleiri - oftast eru um 30 þúsund áhorfendur á heimaleikjum okkar, og margir þeirra fylgja okkur í alla útileiki.“ Á sínum yngri árum Sigurðar var Arsenal uppáhaldsliðið hans. Hann segir þó að það hafi verið hrein til- viljun. „Þegar ég byijaði að fylgjast með ensku knattspyrnunni 1970 ■ RONALD Koeman hjá Barcel- ona hefur verið settur út úr hol- lenska landsliðinu, sem leikur gegn Portúgal í Evrópukeppni lands- liða á miðvikudaginn kemur. Rinus Michels valdi Koeman ekki í lands- liðshóp sinn eftir að hann deildi á leikskipulag hollenska landsliðsins í blöðum - eftir vináttuleik gegn Italiu á dögunum. ■ KNA TTSPYRNUFÉLÖG í A-Þýskaland vonast nú eftir að knattspyrnumenn frá Englandi komi til landsins til að fylla þau skörð sem leikmenn sem hafa farið til v-þýskra liða hafa skilið eftir sig. Það yrðu þá leikmenn úr ann- ari til fjórðu deild í Englandi. ■ CARNEVAL, landsliðsmaður Ítalíu, sem féll á lyfj'aprófi um sl. helgi eftir leik með Róma, var sett- ur út úr ítalska landsliðshópnum í gær vegna málsins. Aldo Serena hjá Inter Mílanó var valinn í hans stað fyrir leik gegn Ungveijum. ■ NORÐUR-Kóreumenn lögðu S-Kóreumenn að velli, 2:1, í vin- áttulandsleik í knattspyrnu, sem fór fram í Seoul í gær. 150 þús. áhorf- endur sáu leikinn. ■ ALBERTO Ferrer, varnarleik- maður Barcelona, meiddist á ökkla í leik 21 árs landsliðs Spánverja og íslendinga - og verður hann frá keppni um tíma. ■ ALFIO Basile var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Argentínu og mun hann stjórna Argentínumönnum fram yfir HM í Bandarikjunum 1994. Basile er 47 ára og einn kunnasti þjálfari Argentínu - hann lék með Racing á árum áður, en snéri sér að þjálfun 1975. ■ FJÓRIR leikmenn Frakklands geta ekki leikið gegn Tékkósló- vakíu í París á laugardaginn í EM, vegna meiðsla. Það eru Marseille- leikmennirnir Philippe Vercrau- ysse, Manuel Amaros og Bernard Pardo, og Christian Perez frá Paris St. Germain. Yngsti landsliðsmadurinn Sigurður Jónsson er yngsti leikmaðurinn sem tekið hefur þátt í A-landsleik fyrir hönd ís- lands. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Pétur Pétursson 5. júní 1983 í 1:0 sigurleik gegn Möltu í undankeppni Evrópukeppninnar á Laugardalsvellinum. Sigurður var þá 16 ára og 251 dags gamall. Fram að því hafði Ás- geir Sigurvinsson verið yngsti landsliðsmað- ur íslands — hann var 17 ára og 56 daga er hann lék gegn Dönum 1972. Á meðfylgjandi mynd kemur Sigurður inn á, í fyrsta sinn. Pétur (nr. 9) gengur af velli. í baksýn er Jó- hannes Atlason, þáverandi landsliðsþjálfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.