Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 50
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002 HANDKNATTLEIKUR Magnús Árnason, markvörður Hauka (t.v.)hefur staðið sig mjög vel í leikj- um vetrarins. Hann var í herbúðum FH þar til í fyrra og mætir því gömlum félögum sínum á morgun; þar á meðal Guðjóni bróður sínum (t.h.). FH-ingar ánægðir með adfá Hauka íKaplakrika Haukar urðu að skipa á heimaleik sínum við FH þarsem íþróttahúsið við Stand- götu erfrátekið um helgina FYRSTI stórleikur keppinaut- anna FH og Hauka í mörg ár fer fram í nýja íþróttahúsinu við Kaplakrika á morgun, en ekki á heimavelli Hauka - íþróttahúsinu við Strandgötu. að er geysileg stemmning fyrir leiknum hér í Hafnarfirði og margir FH-ingar eru ánægðir með Alþýðuflokksmenn - að þeir skuli vera með jlokksþing sitt í íþrótta- húsinu við Strandgötu. Þar með fengum við fyrsta stórleik liðanna í mörg ár að Kaplakrika,“ sagði Örn Magnússon, formaður hand- knattleiksdeildar FH í spjalli við Morgunblaðið. Það er langt síðan bæði FH og Haukar hafa leikið í 1. deild. Hauk- ar eru nú með öflugt lið og ættu þeir að geta veitt íslandsmeisturun- Um harða keppni að Kaplakrika kl. 16.30 á morgun. „Bjartsýnustu menn vonast eftir húsfylli, 2.700 áhorfendum, en aðrir telja það eðli- legt að áhorfendur verði á bilinu fimmtán til tvö þúsund,“ sagði Örn. Hér á árum áður var mikil stemmning þegar FH og Haukar mættust í 1. deildarkeppninni og það þarf ekki að fara mörgum orð- um um að þar hefur engin breyting orðið á. KNATTSPYRNA Blöð á Spáni óhress með sína'menn: „íslendingar ekki grófir“ SPÁIMVERJAR voru ekki yfir sig hrifnir með að menn þeirra hafi misst tök á leikn- um eftir að hafa fengið á sig útsölumark gegn íslending- um, en eftir á segja blöðin að það eina góða við leikinn hafi verið sigurinn. Blöð hér á Spáni segja að mótspyrna íslendinga hafi ekki komið á óvart og segja þau að íslenska landsliðið hafi leikið mjög vel varnar- FráAtla lega séð, en varn- Hilmarssyni arleikur væri aðal á Spáni íslenskrar knatt- spyrnu. „íslend- ingar leika vanþróaða knatt- spyrnu. Þeir beijast í vörn og ná ekki að bijótast fram úr varnar- skelinni, enda skapaði liðið sér engin hættuleg tækifæri.“ Blöðin segja að Spánveijar hafi leikið hörmulega, en minna á að spænska liðið hafi alltaf átt í erfið- leikum með íslendinga og aldrei unnið þá nema með eins marks mun í þeim fimm leikjum sem þjóðirnar hafa leikið - þrisvar, 1:0, og tvisvar, 2:1. „Örvænting leikmanna spænska liðsins var mikil undir lokin, sem sást best á því að leikmenn voru byijaðir að kalia og spyija hvað tímanum liði.“ „Við áttum að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik - fengum tækifæri til þess. Þegar staðan var orðin 2:0, hafði ég á tilfinningunni að við myndum skora fleiri mörk, en þá átti sér stað stórslys. Markið sem íslend- ingar skoruðu upp úr engu setti okkur út af laginu," sagði Butragueno, fyrirliði Spánveija, sem gerði fyrra mark þeirra. Rætt er um grófan Ieik 21 árs landsliðs Islands og Butragueno spurður hvort að íslendingar hafi leikið gróft. „Nei, það gerðu þeir ekki - þeir voru alls ekki grófir.“ Martin Vasgues tók í sama streng og sagði: „Islenskir knattspyrnu- menn eru miklir baráttumenn - þeir léku ekki gróft, en voru aftur á móti fastir fyrir.“ Spánveijar vonuðust eftir stór- sigri, en varð ekki að ósk sinni. Blöðin eru óhress og segja að við- brögð áhorfenda í Sevilla hafi best lýst leik spænska liðsins - áhorfendur hafi baulað og blístrað á sína menn, en það væri ekki algengt í Sevilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.