Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990
Ríkissaksóknaraembættið:
Ríkissaksóknarí hafn-
ar beiðni um ákæru á
hendur Eggert Haukdal
BRAGI Steinarsson, vararíkis-
saksóknari, hefur sent Jóni
Oddssyni, lögmanni sr. Páls Páls-
sonar, sóknarprests að Bergþórs-
hvoli, bréf, þar sem beiðni lög-
mannsins um málsókn á hendur
Eggert Haukdal, alþingismanni,
er hafnað.
Hafði lögmaður Páls kært Egg-
ert vegna ummæla sem er að finna
í óundirrituðu dreifibréfi sem dreift
var í Vestur-Landeyjum fyrir
nokkru og hann taldi ærumeiðandi
fyrir umbjóðanda sinn.
í bréfi vararíkissaksóknara segir:
„Hin tilgreindu ummæli, sem út af
er kært, þykja hvorki vera þess
efnis né uppi höfð út af starfí um-
bjóðanda yðar sem sóknarprests,
að þau geti átt undir tilvitnaða iaga-
grein.
Beiðni yðar um að ákæruvald
standi að málssókn á grundvelli
108. gr. almmenra hegningarlaga
er því hafnað."
Jón Oddsson, lögmaður, hefur
sent vararíkissaksóknara bréf þar
sem hann fyrir hönd umbjóðanda
síns, ítrekar kröfur hans um opin-
bera málsókn.
Hljómsveit frá Filipps-
eyjum í Mandarín
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hljómsveitin Sugar Country Trio leikur í Mandarín.
Leikritið Keli þó! sýnt í grunnskólum
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið Keli þó! eftir Iðunni og Krist-
ínu Steinsdætur í yngstu bekkjum grunnskóla í vetur.
Leiksýningin er samstarfsverkefni Alþýðuleikhússins, Umferðar-
ráðs og menntamálaráðuneytisins. Leiksýningin Keli þó! markar
nýjung í umferðarfræðslu 6-9 ára barna í 1.-4. bekk grunnskóla.
Leitað var til höfundanna Iðunn-
ar og Kristínar Steinsdætra um
að skrifa leikrit sem tengdist um-
ferðarfræðslu. Alþýðuleikhúsið tók
að sér að færa upp verkið og gera
úr því 40 mínútna sýningu.
Keli þó! segir frá sprellfjörugum
8 ára strák sem er nýfluttur að
vestan til Reykjavíkur. Hann legg-
ur af stað niður í miðbæ ineð þeim
góða ásetningi að aðstoða fólk við
að komast leiðar sinnar í umferð-
inni. Á leiðinni í strætó kynnist
hann Völu, sem hefur villst að
heiman og þarf á hjálp að halda.
Þau lenda síðan í ýmsum ævintýr-
um á leið sinni um bæinn.
Hlutverkin í leikritinu eru 9. Þau
leika Baltasar Kormákur, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir og Gunnar
Rafn Guðmundsson. Leikstjóri er
Sigrún Valbergsdóttir. Gerla hann-
ar leikmynd og búninga. Tónlistin
í verkinu er eftir Ólaf Hauk Símon-
arson, en útsetningu og hljóðfæra-
leik sér Gunnar Þórðarson um.
Sýningin verður á skólatíma og
tekur eina klukkustund. Hún er
börnunum að kostnaðarlausu. Að
henni lokinni fá þau afhenta
möppu með ýmsum kennslugögn-
um um boðskap leikritsins. Auk
þess verða þar söngtextar úr leik-
ritinu og fleiri upplýsingar, sem
því tengjast.
Landsbanki íslands, sem er
stuðningsaðili verkefnisins, efnir
til myndasamkeppni fyrir bömin
sem sjá sýninguna og fá öll böm,
sem senda mynd, viðurkenningu
fyrir þátttökuna. (FréttatUkynning)
FILIPPEYSKA hljómsveitin Sugar Country Trio er komin hingað
til lands og skemmtir gestum veitingastaðarins Mandarín við
Tryggvagötu sex kvöld í viku næstu þrjá mánuði.
*
Olafur Ragnar Grímsson:
Hljómsveitina skipa Viky, sem
syngur og leikur á gítar, Jo Jo,
sem einnig syngur og leikur á
gítar, og Jun, sem leikur á bassa
og hljómborð. Á efnisskrá hljóm-
sveitarinnar eru vestræn popplög
en auk þess tónlist af austrænum
toga, frá Filippseyjum, Japan,
Kína, Hawaii og Maíasíu.
Sugar Country Trio hefur leikið
á mörgum fímm stjömu hótelum
á Filippseyjum og unnið til verð-
launa í Austurlöndum fjær fyrir
tónlistarflutning sinn.
Mandarín mun framvegis sem
hingað til bjóða upp á kínverskan
mat. Sú breyting hefur hins vegar
verið gerð að framvegis verður
opið til kl. 01 virka daga og til
kl. 03 um helgar. Útbúið hefur
verið dansgólf og geta gestir dans-
að við undirleik Sugar Country
Trio.
Byggijigarskyldur Háskólans
ekki bara gegn raunvísindum
ÓLAFUR Ragnar Grímsson,
fjármálaráðherra, segist hafa
verið að lýsa sinni persónulegu
skoðun en ekki tillögum fjár-
málaráðherra þegar hann sagði
í sjónvarpsþætti nýlega að
Kjartan Gunnarsson. Þórður I. Guðmundsson. Michael S. Voslenskí. Tomas Ries.
Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg:
NATO, Sovétríkin og
þróunin á norðurslóðum
SAMTÖK um vestræna samvinnu og Varðberg efna til hádegisverðar-
fundar á laugardaginn í Átthagasal Hótel Sögu. Þar verður rætt um
framtíð Atlantshafsbandalagsins (NATO), ástand og horfur i Sov-
étríkjunum og vígbúnaðarþróun Sovétmanna á norðurslóðum.
Þetta er fyrsti fundur vetrarins á
vegum félaganna tveggja, sem hafa
um langt árabil staðið fyrir umræðu-
fundum um utanríkis- og varnarmál
og gjaman fengið erlenda fyrirlesara
til að hafa framsögu. Að þessu sinni
eru tveir erlendir ræðumenn: dr.
Michael S. Voslenskí, prófessor og
forstöðumaður þýsku sovétrann-
sóknastofnunarinnar í Bonn, sem
hefur komið hingað til lands reglu-
lega á vegum félaganna undanfarin
ár og rætt um þróun mála í Sov-
étríkjunum. Er hann gjörkunnugur
henni enda var hann á sínum tíma
starfsmaður miðstjómar sovéska
kommúnistaflokksins. Honum hefur
verið boðinn sovéskur rikisborgara-
réttur að nýju, en mun ekki þiggja
hann að sinni. Hinn erlendi ræðu-
maðurinn er dr. Tomas Ries, sem
starfar hjá Vamarmálastofnun á
vegum norska utanríkisráðuneytis-
ins. Sérgrein hans er varnarviðbún-
aður lýðræðisríkja á norðurslóðum
gegn sovéskum hemaðarmætti þar.
I upphafi fundarins á laugardag
flytur Kjartan Gunnarsson, formað-
ur Samtaka um vestræna samvinnu
(SVS), ávarp og Þórður Ingvi Guð-
mundsson, formaður Varðbergs,
ræðir um framtíð NATO.
Fundurinn, sem er opinn félags-
mönnum í SVS og Varðbergi og
gestum þeirra, hefst á hádegisverði
og er húsjð opnað klukkan 12 á
hádegi.
Happdrætti háskólans ætti að
greiða viðgerð á Þjóðminjasafn-
inu. Háskólarektor sagði í
Morgunblaðinu á miðvikudag
að hann teldi að þessi orð ráð-
herrans hlytu að hafa verið
spaug.
„Eg var að lýsa þeirri persónu-
legu skoðun minni að eðlilegt
væri að Háskóli íslands verði
hluta af happdrættisfé Háskólans
til styrktar rannsóknarstofnunum
á sviði íslenskrar menningar og
íslenskra fræða,“ sagði fjármála-
ráðherra. „Staðreyndin er sú að á
síðustu tíu til fimmtán áram hefur
ekki neinni krónu af happdrættisfé
Háskólans verið varið í þágu rann-
sóknastofnana á þessu sviði og ég
held að það þurfí að fara rúmlega
tuttugu ár aftur í tímann til að
finna framlög af happdrættisfé til
íslenskra fræða og íslenskrar
menningar. Mér fínnst þess vegna
frekar dapurlegt að rektor Háskól-
ans skuli telja það brandara að
sú hugmynd sé orðuð að happ-
drætti Háskólans taki þátt í að
styrkja eina virtustu rannsóknar-
stofnun á sviði íslenskrar menn-
ingar, nefnilega Þjóðminjasafn ís-
lands."
Ólafur Ragnar sagði að þótt
Þjóðminjasafnið væri að forminu
til sjálfstæð ríkisstofnun, en ekki
hluti Háskólans, hefði það verið
burðarásinn í kennslu og rann-
sóknum á sviði þjóðmenningar og
þjóðarsögu íslendinga og Háskól-
inn ekki svipur hjá sjón án öflugs
Þjóðminjasafns. „Ég var hins veg-
ar að lýsa persónulegri skoðun
minni en ekki tillögum íjármála-
ráðherrans og vona að yfírmenn
Háskólans hugleiði í fullri vinsemd
að byggingarskyldur Háskólans
eru ekki bara gegn raunvísinda-
greinum og verkfræði heldur eiga
líka að þjóna íslenskri menningu.
Síðan 1978 hefur happdrættisfénu
eingöngu verið varið til að byggja
Læknagarð, Tæknigarð, tvær
stórbyggingar verkfræði- og raun-
vísindadeildar, Odda og hjóna-
garða,“ sagði fjármálaráðherra.
Eitt verkanna
Barðdal.
á sýningu Þóris
Höggmynda-
sýningvið
Bókhlöðustíg
ÞÓRIR Barðdal sýnir um þessar
mundir höggmyndir í Stöðlakoti
við Bókhlöðustíg. Höggmyndirn-
ar, sem aðallega eru unnar í ítal-
skan marmara, voru gerðar á
Reykhólum í Barðastrandasýslu
þar sem myndhöggvarinn dvaldi
í sumar.
Þetta er þriðja einkasýning Þóris
en hann hefur auk þess tekið þátt
í samsýningum hérlendis, í Þýska-
landi og í Bandaríkjunum þar sem
hann starfar hluta úr ári. Þórir
byrjaði í Myndlista- og handíða-
skóla íslands en fór fljótlega til
Þýskalands þar sem hann nam við
Akademie der bildende Kunste
Stuttgart í fjögur ár.
Sýningin er opin frá kl. 12:00 til
18:00 alla daga og stendur til 22.
október.