Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.10.1990, Blaðsíða 31
!IÍ!<!i 3í3aÖTMt> .K! íl'jri/vn'iT^ö- nKi.AJÖIÍ'JDMOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 1990 31 Kjör embættismanna og nefnda Alþingis: Forsetar endurkjörnir og litlar breytingar í nefndum ALÞINGISMENN völdu í gær embættismenn þingdeilda; forseta, varaforseta og skrifara. Einnig var valið í allar fastanefndir sam- einaðs þings, allar fastanefndir neðri deildar og í sjö af níu nefnd- um efri deildar. Ekki urðu miklar breytingar á skipan embættismanna Alþingis. Guðrún Helgadóttir (Ab/Rv.) var endurkjörinn sem forseti samein- aðs þings með 33 atkvæðum en 17 skiluðu auðum kjörseðli. Salóme Þorkelsdóttir (S/Rn.) var einnig endurkjörin sem 1. varaforseti með 48 atkv. — Þess má geta að Ólaf- ur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra sem gegnir þingmennsku í fjarveru Geirs Gunnarssons (Ab/Rn.) hlaut eitt atkvæði í þetta embætti. Halldór Blöndal (S/Ne.) taldi atkvæðið ógilt því Ólafur Ragnar væri ekki kjörgengur. Þingforseti féllst á álit Halldórs og úrskurðaði atkvæðið ógilt. Guðni Ágústsson (F/Sl.) var endurkjörinn sem 2. varaforseti. Guðrún J. Halldórsdóttir (SK/Rv.) kemur í stað Önnu Ólafsdóttir Björnsson (SK/Rn.) sem skrifari sameinaðs þings. í efri deild varð sú breyting að Dannfríður Skarphéðinsdóttir (SK/Vl.) kemur í stað Guðrúnar Agnarsdóttur (SK/Rv.) sem látið hefur af þingmennsku. Forseti deildarinnar verður áfram Jón Helgason (F/Sl.) Skipan embættis- manna í efri deild er óbreytt. For- seti deildarinnar er Ámi Gunnars- son (A/Ne.) og fyrri varaforseti Geir H. Haarde (S/Rv.). Ekki kom til atkvæðagreiðslu um skipan í fastanefndir Alþingis þar eð þingflokkar höfðu samið um skiptingu. Tveir listar, stjórnar og stjórnarandstöðu voru boðnir fram í hveija nefnd og voru fram- bjóðendur ekki fleiri en svo að all- ir hlutu kjör. Það urðu ekki miklar mannabreytingar í nefndum frá síðasta þingi. Skipan í fjárveitingamefnd sam- einaðs Alþingis er óbreytt. í ut- anríkismálanefnd kemur Guðrún J. Halldórsdóttir (SK/Rv.) í stað Dannfríðar Skarphéðinsdóttur (SK//V1.) sem varamaður. í félags- málanefnd sest Ásgeir Hannes Eiríksson (B/Rv.) í sæti Guðna Ágústssonar (F/Sl.). Skipan at- vinnumálanefndar, allsheijar- Kvennalistinn: Breytingar á þingflokknum Nokkrar breytingar verða hjá þingliði Samtaka um kvenna- lista frá síðasta þingi. Kristín Eiríksdóttir lætur nú af formennsku þingflokksins en í hennar stað kemur Málfríður Sig- urðardóttir en hún var varaform- aður og ritari þingflokksins á síðastaþingi. Á þessu þingi verður Anna Ólafsdóttir Björnsson vara- formaður þingflokksins. Eins og fyrr hefur verið greint frá, hefur Guðrún Agnarsdóttir látið af þing- mennsku og nafna hennar Guðrún J. Halldórsdóttir fyllt hennar sæti. nefndar og kjörbréfanefndar er óbreytt. í fastanefndum efri deildar urðu nokkrar breytingar. Guðrún J. Halldórsdóttir (SK/Rv.) tekur sæti Guðrúnar Agnarsdóttur í fjárhags- og viðskiptanefnd heilbrigðis- og tryggingarnefnd og menntamála- nefnd. I félagsmálanefnd tekur Jón Helgsson (F/Sl.) sæti Jóhanns Ein- várðssonaf (F/Rn.) en í allsheijar- nefnd kemur Valgerður Sverris- dóttir (F/Ne.) í stað Jóns Helga- sonar (F/Sl). — Ekki tókst að skipa í landbúnaðarnefnd né heldur í iðn- aðamefnd vegna þess að Alþýðu- bandalagsmenn hafa enn ekki til- nefnd sína menn í þessar nefndir. Þær breytingar urðu helstar í neðri deild að í landbúnaðarnefnd kemur Ásgeir Hannes Eiríksson (B/Rv.) í stað Rannveigar Guð- mundsdóttur (A/Rn.) og Málfríður Sigurðardóttir (SK/Ne.) kemur í stað Inga Björns Albertssonar (S/Vl). I samgöngunefnd kemur Kristín Einarsdóttir (SK/Rv.) í stað Málfríðar Sigurðardóttur (SK/Ne.). í allsheijarnefnd tekur- Rannveig Guðmundsdóttir (A/Rn.) við sæti Sighvats Björvinssonar (A/Vf.). Fjárhags- og viðskipta- nefnd, sjávarútvegsnefnd, iðnaðar- nefnd, félagsmálanefnd, heilbrigð- is- og ti-yggingnefnd, menntamála- nefnd eru óbreyttar. Alþingi: Tafír á nefndaskipan í efri deild ÖÐRUM fundi efri deildar var slegið á frest að ósk Alþýðubanda- lagsins. En þá var eftir að kjósa í landbúnaðar- og iðnaðarnefnd- ir deildarinnar. Deildarfundi verður fram haldið á mánudag. Það var nokkru fyrir kl. fjögur að forséti efri deildar, Jón Helga- son (F/Sl.) frestaði deildarfundi um fjórðung stundar. Að þeim tíma liðnum var fundi enn slegið á frest um tíu mínútur og að þeim tíma liðnum var fundi frestað fram til kl. 13.45 — en fundur er boð.að- ur í sameinuðu Alþingi kl. 14. Jón Helgason staðfesti í samtali við Morgunblaðið að frestunin sé að ósk Alþýðubandalagsins. Heimildir herma að nokkur óvissa sé um hver verði fulltrúi Alþýðubandalagsins í iðnaðar- nefndinni en á síðastliðnu þingi var Margrét Frímannsdóttir (Ab/Sl.) varaformaður nefndar- innar og hefur hún fullan hug á því að sitja þar áfram. Að sögn þingmanna Álþýðubandalagsins í efri deild Skúla Alexanderssonar (Ab/Vl.) og Margrétar" Frímanns- dóttur var nefndaskipan ekki fullfrágengin vegna fjarveru Margrétar Frímannsdóttur frá þingi. Alþingi: NOKKUR mál voru lögð fram á Alþingi í gær, bæði frá ríkis- stjórn og þingmönnum, þingheimi til fróðleiks, lesturs og umfjöll- unar. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1991. Frumvarpið í bókaformi alls 454 bls. Iðnaðarráðherra hefur lagt fram skýrslu um stöðu samn- inga um nýtt álver. Skýrslan er 80 bls. Forsætisráðherra lagði fram þjóðhagsáætlun fyrir næst- komandi ár, áætlunin telur 47 bls. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Matthías Á. Mathiesen, Friðjón Þórðarson og Ólafur G..Einarsson endurflytja tillögu til þingsályktun- ar um samhæfða yfirstjórn örygg- ismála. Kristín Einarsdóttir, Aqna Ólafsdóttir Björnsson, Málfríður Sigurðardóttir, og Þórhildur Þor- leifsdóttir flytja frumvarp til stjómskipunarlaga, lagt er til að 28. ákvæði stjórnarskrárinnar um heimild til útgáfu bráðabirðalaga falli brott. Ásgeir Hannes Eiríks- son flytur tillögu til þingsályktunár um að öll mál sem séu lögð fram á yfirstandandi þingi fái þinglega meðferð og sæti lokaafgreiðslu fyrir þinglausnir. Hjörleifur Gutt- ormsson hefur lagt fram fyrirspurn til iðnaðarráðheiTa um jöfnun orkukostnaðar. Þorhildur Þorleifs- dóttir spyr menntamálaráðherra um hvort nokkur áform séu uppi um að leysa fjárhagsvanda íslensku óperunnar og tryggja rekstur liennar og framtíð. tók á árinu 1988 til greiðslu útflutn- ingsbóta og er sú afborgun 277 milljónir. I fjárlagafrumvarpinu segir, að ráðgert sé að taka upp viðræður við Framleiðnisjóðnum'að hann noti allt að 150 milljónum króna af fjárveitingu sinni til margs konar aðgerða í tengslum við mark- aðsátak við sölu á kindakjöti, og þannig megi snúa við stöðugum samdrætti í neyslu innanlands. Boð- að er að viðskiptaráðuneytið muni leggja fram 60-80 milljónir á næsta ári til niðurgreiðslna á vöruverði í þessu skyni. ■ REKSTRARGJÖLD Land- helgisgæslunnar aukast um 27% frá síðustu fjárlögum þótt gert sé ráð fyrir óbreyttu rekstrarumfangi. Stafar það af óvenjumiklum kostn- aði af nauðsynlegu viðhaldi og olíu- verðshækkunum, auk þess sem virðisaukaskattur leggst á varahluti og eldsneyti. Til að mæta þessum kostnaði er miðað við að úthald skipa styttist og flugstundum fækki. ■ SAMGÖNG URÁÐHERRA mun leggja fyrir Alþingi tillögu þess efnis að þeir sem noti hafnir greiði gjald fyrir veitta þjónustu. Gert er ráð fyrir 560 milljóna króna innheimtu af gjaldinu á næsta ári. Þetta er boðað í fjárlagafrumvarp- inu, og einnig að stefnt sé að því að ljúka viðgerðum á sjóvarnar- görðum sem skemmdust í óveðri í ársbyijun 1990. Gengið hefur verið frá samningi um framkvæmdir í Sandgerðishöfn á næsta ári og mun Hafnarbótasjóður taka allt að 240 milljónir króna að lánmir til að kosta framkvæmdirnar. ■ ÚTSTREYMI umfram inn- streymi úr Atvinnutryggingar- sjóði er áætlað 325 milljónir króna á næ'Sta ári, en engin ný lán verða veitt úr sjóðnum. Verður þessi fjár- hæð tekin að láni en ekkert framlag kemur úr ríkissjóði. ■ HEILDARFJÁRÞÖRF Lána- sjóðs íslenskra námsmanna hækkar um tæp 25% frá fjárlögum og er heildarfjárþörfin áætluð 4,9 milljarðar króna. Verður þeirri fjár- þörf mætt með 1,9 milljarða fram- lagi úr ríkissjóði, sem er um 11% lægra en á þessu ári, og 3 milljarða lántöku. H HÆKKA þarf afnotagjöld Ríkisútvarpsins 4% í upphafi næsta árs til að ná endum saman í rekstri. Heildarútgjöld á næsta ári eru talin hækka um 7% frá þessu ári, en heildartekjur eru taldar hækka um 5% miðað við núverandi gjaldskrá. ■ STÖRFUM FJÖLGAR um fjögur í Sinfóníuhljómsveit ís- lands á næsta ári, en á móti er gert ráð fyrir að draga úr öðrum kostnaði. Rekstrargjöld hljómsveit- arinnar eru áætluð 182 milljónir og hækka þau um 14%. ■ TEKJUR Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar duga ekki fyrir út- gjöldum þrátt fyrir að afborganir af lánum vegna byggingar stöðvar- innar hefjist ekki að marki fyrr en árið 1995. Á næsta ári er áætluð ijárvöntun 72 milljónir króna. í fjár- lagafrumvarpinu segir að ekki sé fyrirsjáanlegt að gjöld fyrirtækisins - lækki þegar fram í sækir, þvert á móti muni kostnaður af áhvílandi lánum aukast. Því þurfi að gera ráðfstafanir til að tryggja jafnvægi í rekstrinum til frambúðar. ■ ÁBURÐARVERKSMIÐJAN stendur betur nú en oftast áður, og stafar betri afkoma af mneiri sölu áburðar en gert var ráð fyrir, lágu olípverði og stöðugleika í gengismálum. Þó þarf að hækka áburðarverð um 8% til að ná endum saman, og mun meðalverð á áburði þá hækka úr 21 þúsund krónum ! 22.680 krónur. ■ ÁTVR fær minni tekjur af sölu áfengis og tóbaks á næsta ári en á þessu ári, samkvæmt áætlunum. Stafar þetta af minni reykingum landsmanna og af minni verðhækk- un á áfengi á þessu ári en áætlað var. Af þeim sökum mun hagnaður fyrirtækisins verða minni á þessu ári en áætlað var. Gert er ráð fyrir að ÁTVR skili 6,4 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári. ■ PÓSTUR OG SÍMI þarf 8% gjaldskrárhækkun á næsta ári til að endar náist saman, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Segir þar að gjaldskrá hafi verið nánast óbreytt fra árunum 1988 fyrir símaþjónustu og 1989 fyrir póstþjónustu. ■ SEMENTS VERKSMIÐJAN þarf 7% hækkun á gjaldskrá á næsta ári til að ná jafnvægi í rekstri. Þarf meðalverð sements þá að vera 7.200 krónur fyrir tonftið. í áætlún fjárlaga er gert ráð fyrir að seld verði 118 þúsund tonn af sementi, sem er það sama og fjár- lög þessa árs gerðu ráð fyrir. En í fréttum undanfarið hefur komið fram að sementssala hefur dregist verulega saman á þessu ári. ■ RAFMAGNSVEITUR ríkisins þurfa aðeins að hækka gjaldskrár um 1-2% á næsta ári, að óbreyttum töxtum Landsvirkjunar. Verða áformaðar raforkuframkvæmdir á næsta ári fjármagnaðar með fé úr rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.