Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 12

Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 Þorsteinn Pálsson fbrmaður Siálfstæöisflokksins: Áramót eru gjarnan einskonar ögurstund. Þá gefst tóm til íhugunar og heitstrenginga vegna þess ókomna og uppgjörs við það liðna. Við sjálfstæðismenn söknum við þessi áramót fall- ins foringja, Geirs Hallgrímssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Hann var sannur merkisberi þeirrar hugsjónar sem sjálfstæðis- menn hafa barist fyrii^ hann virti heiðarleika og drengskap í stjómmálum og hafði hvarvetna virðingu fyrir manninum að leiðarljósi. Störf hans og boðskap- ur er okkur hvatning til nýrra átaka. Sjálfstæðisbarátta smáþjóða Á lokadegi þessa árs kemur í hugann það sem mest og sterkust áhrif hefur haft á mann sjálfan, frá því að þetta gamla ár heilsaði sem nýtt. Heimsókn til Eystrasaltsríkjanna á liðnu hausti hrærði í tilfinn- ingum mínum og skerpti sannfæringuna núna fremur en nokkuð annað. Það var ógleymanleg stund að standa í ræðustól á þjóðþingi Litháen á setningardegi þess. Maður sá í andlitum þingmanna og viðbrögðum þeirra að jafn- vel fátækleg orð án nokkurs alþjóðlegs áhrifamáttar gátu styrkt von og trú á málstaðinn. Eystrasaltsþjóðirnar þrjár voru með hervaldi svipt- ar sjálfstæði sínu og fullveldi í byijun síðari heims- styijaldar. Járnhæll sósíalismans hefur verið notaður í fimm áratugi til að fótumtroða menningu þeirra og þjóðernisvitund. Hagkerfi sósíalismans hefur dregið þá niður í öskustó skortsins. Samt hafa þeir ekki verið beygðir og geta því með reisn tekið á móti og fagnað sérhveijum stuðningi við réttmætan málstað. Þó að áhrif okkar íslendinga séu ekki mikil á al- þjóðavettvangi getum við með frumkvæði og nokk- urri dirfsku veitt þessum þjóðum raunverulegt fylgi í baráttu þeirra. Stærstu lýðræðisríkin í Evrópu og Norður-Ameríku hafa tekið hagsmuni miðstjórnar- valdsins í Moskvu fram yfir sjálfstæðisbaráttu Eystra- saltsríkjanna. Ég tel að það eigi íslendingar ekki að gera. Okkar skyldur eru miklu fremur fólgnar í því að veija rétt smáþjóða. Ríkisstjórnin hefur hikað við að sýna Eystrasalts- þjóðunum fullan stuðning með formlegri viðurkenn- ingu á sjálfstæði þeirra og stofnun stjórnmálasam- bands þegar aðstæður leyfa. Þetta hik hefur verið rökstutt með því að fullur og óskoraður stuðningur gæti raskað umbótaviðleitni miðstjórnarvaldsins í Moskvu. En ljóst má vera að sú umbótaviðleitni sem kallar á meiri samþjöppun valds en var á dögum Stalíns er ekki reist á traustum grunni. Breytingatímar í Evrópu kalla á árvekni Eftir fall sósíalismans er víst að Sovétríkin verða aldrei söm og áður, þótt ógjörningur sé að'segja fyr- ir um framvindu mála. Því er margt óvissu undirorpið í Evrópu nýrra tíma. En hvernig sem allt fer um ríkja- sambandið verður Rússland öflug þjóð. Það verða menn kð hafa í huga við nýskipan samvinnu og örygg- ismála í álfunni. Andstæðurnar, sem birtast í upplausninni í Sov- étríkjunum annars vegar og sameiningu Þýskalands hins vegar, sýna svo sem gleggst má sigur lýðræðis og markaðsbúskapar yfir sósíalismanum. Aðeins ári eftir fall Berlínarmúrsins var eining þýsku ríkjanna orðin að veruleika. Hún er tákn um nýja tíma og nýja möguleika í sambúð og samvinnu þjóðanna í Evrópu. Ný skref hafa verið stigin í afvopnun Evrópu og Norður-Ameríku. Öll hefur sú þróun gerst með undra- verðum hraða og aukið mönnum bjartsýni og trú um friðsamleg samskipti þjóða í milli. Það sem einna helst gæti bundið enda á þessar nýju vonir er kæru- leysið. Óvissan í Sovétríkjunum og hernaðarástandið við Persaflóa sýna okkur að sem fyrr er hverri þjóð Við áramót þörf á að gæta öryggis hagsmuna sinna. Um leið og við fögnum nýjum tímum og breyttum viðhorfum hljótum við að hvetjá til árvekni því að án hennar gæti mikilvægur árangur glatast. Ríkisstjórn á feysknum siðferðisstoðum Störf og starfshættir vinstri ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hafa vakið upp alvarlegri umræður um siðferði í stjómmálum og virðingu fyrir lögum og rétti en hér hefur farið fram um langan tíma. Líklega verður þessarar ríkisstjórnar lengst minnst fyrir þær feysknu siðferðisstoðir sem hún sit- ur á. Svo sem menn rekur minni til var stjórnin mynduð í hrossakaupum um sjóðafyrirgreiðslu gegn endur- gjaldi í atkvæðum huldumanna. Og á síðasta þingi voru atkvæðakaupin endurnýjuð með endurgreiðslu í útþenslu stjórnarráðsins og stofnun nýs ráðuneytis. Þegar einn af þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna sagði skilið við stjórnina nú á dögunum lýsti hann því yfir að hann hefði hætt allri verslun með atkvæði sitt á Alþingi. Á síðustu dögum þinghaldsins fyrir jólahátíðina gátu landsmenn fylgst með því þegar formaður þing- flokks framsóknarmanna og formaður Alþýðubanda- lagsins hrakyrtu hvor annan með ásökunum um ára- tuga lygar og óheilindi. Andagiftina fengu þeir báðir í pólitískri spillingu. Þingflokksformaðurinn sakaði fjármálaráðherrann um að hafa selt flokksgæðingum og vildarvinum fyrir- tæki í eigu ríkisins. En íjármálaráðherrann sakaði framsóknarmenn um að hafa beitt blekkingum þegar hann felldi niður skattskuldir vegna blaðaútgáfu þeirra. En slík fyrirgreiðsla.er almenningi ókunnug. Til skýringar á þessu framferði eiga helst við þau lýsingarorð sem menn kjósa ekki að nota. Að öðru leyti er ferill þessarar vinstri stjórnar varðaður uin- ræðum um misnotkun fríðinda. Þar liggja fyrir í hálf- kveðnum vísum viðurkenningar á því að utanlands- ferðir hafi verið notaðar til þess að drýgja ráðherra- tekjurnar meðan launum annarra var haldið niðri með lögum. Misbeiting á pólitísku valdi Pólitísku valdi hefur verið misbeitt. Glöggt dærni þar um er meðferðin á Seðlabankanum þegar hag- deild hans hafði komist að niðurstöðu sem ríkisstjórn- in var ekki sátt við og þjónaði ekki áróðurstilgangi hennar. Niðurstöðunum átti að halda leyndum en fyrst þær voru birtar var yfirstjórn Seðlabankans látin biðja afsökunar. Og þegar þingkjörnir fulltrúar stjórnarflokkanna í bankaráði ríkisbankanna hækka vexti sver forsætisráðherrann af sér alla ábyrgð og sakar aðra um lögbrot. Slík framkoma gagnvart upplýstri þjóð er með ein- dæmum. Með einhliða ákvörðunum ætlaði ríkisstjórn- in að hafa að engu gildandi leikreglur á sviði samn- ingaréttar vegna kjarasamings, sem hún sjálf hafði undirritað. Hún lagði mál sitt fyrir dóm og þegar dómsniðurstaðan var óhagstæð var forsendu hennar breytt með bráðabirgðalögum. Sú málsmeðferð leiddi til snarpra deilna. Um það var þó þjóðarsamstaða að kalla ætti sem flesta til þátttöku í þeim launaferli sem ákveðinn var í kjara- samningum á almennum vinnumarkaði í byiju'n febrú- ar. En þvert gegn öllum ráðleggingum ákvað ríkis- stjórnin að vinna að því máli í stríði við gildandi rétt- arreglur og almenna siðferðisvitund fólks. Og þegar sjálfstæðismenn neituðu að viðurkenna vinnubrögð sem gengu gegn lögum og rétti á góðu siðferði var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.