Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
15
Á þreföld-
um hljóð-
hraða
Andrés Magnússon
Bootlegs er ein fárra hrein-
ræktaðra þungarokkshljóm-
sveita á íslandi. Þeir eru jafn-
framt meðal óhreinu barnanna
í íslenskri popptónlist — meðal
þeirra, sem ekki hljóta náð fyr-
ir eyrum útvarpsplötusnúða
lítilla sanda og lítilla sæva.
Hins vegar bregður svo við að
platan Bootlegs (önnur skífa
hljómsveitarinnar) er gefin út
af Steinum, sem afsannar þá
kenningu að öllum íslenskum
útgefendum sé alls varnað þeg-
ar frumleg tónlist er annars
vegar.
Bootlegs hafa tekið nokkrum
breytingum frá síðustu plötu,
en til liðs við sveitina er geng-
inn söngvarinn Júníor (Jón
Símonarson). Fyrir vikið hefur
gítarfóstbræðralag þeirra
Kristjáns Ástvaldssonar, Guð-
mundar Hannes Hannessonar,
Jóns Ö. Sigurðssonar og Ingi-
mundar E. Þorkelssonar
styrkst til muna og er nú sem
einn órofa veggur.
Gagnrýnandi er ekki frá því
að tónlist Bootlegs hafi færst
nær hinni „nýju bylgju bresks
þungarokks" (NWBHM), en
það kann þó fremur af stafa
af auknum samleik gítarleikar-
anna í líkingu við það sem ger-
ist hjá Iron Maiden. Tónlistin
telst þó enn til brotajárnsrokks-
ins (thrash) og gætir áhrifa frá
sveitum á borð við Metallica,
Anthrax ogjafnvel Celtic Frost.
Fyrst og fremst eru Bootlegs
þó eigin herrar (í mótsögn við
nafn sveitarinnar!) og skilgetið
afkvæmi Reykjavíkur. Text-
arnir væru vafalaust harla lé-
legir aflestrar, en þeir falla
fullkomlega að tónlistinni, fullir
uppreisnar og fyrirlitningar á
stöðnun meðalmennskunnar.
Þá er einnig vikið að atburðum
líðandi stundar, svo sem eins
og í Mesti & besti, sem tileink-
að er Saddam Hussein.
Þrátt fyrir að tónlistin sé í
hraðari og hrárri kantinum er
að finna lög á plötunni, sem
eru í raun býsna hefðbundin
rokklög. Til dæmis um það má
nefna Tippikal. En það er ávallt
grunnt á kímninni hjá Boot-
legs, þó á stundum sé gamanið
grátt, jafnvel svart. Þeir ein-
skorða sig þó síst við svartnæt-
tið. Útgáfa sveitarinnar af
Gamla Nóa, sem verið hefur
fastur liður á tónleikadagskrá
þeirra um langt skeið, gefur
góða mynd af þeim „flipp-
húmpr“, sem ríkir hjá sveitinni.
Annar hljómleika-„standard“,
Fuck Off, er af sama tagi að
ógleymdri jólasyrpunni, sem
undirrituðum skilst að sé lo-
katilraun hljómsveitarinnar til
þess að vera söluvænlegir!
Hljóðfæraleikur er prýðileg-
ur á plötunni, sérstaklega þó
gítarleikurinn. Bassa- og
trommuleikur heldur uppi góðri
keyrslu og söngurinn hæfir
þessari tónlistartegund full-
komlega. Sérstök ástæða er til
þess að minnast á útsetningar,
sem eru öldungis pottþéttar.
Bootlegs er ekki hljómsveit
fyrir viðkvæmar eða taugavei-
klaðar sálir. Þetta er kröftugt
rokk, sem rúllar yfir áheyrend-
ur á þreföldum hljóðhraða.
Hafi menn á annað borð áhuga
á kynna sér hvað er að gerast
í íslenska rokkinu er Bootlegs
nauðsynlegur viðkomustaður í
þeirri för.
TRYLLT AST
TEENAGEMUTANTNINJATURTIES* smkJUDHHHOAG ELIASKOTEAS ““""SSSSKEVINEASTMAN««PETERIA1RD “ÍJOHNDUfHEZ
"SlliOYFORGESMITH ““S5SSSTH0MASK.GRAY K3RAYM0NDCH0W ,«™GRAHAMC0JTlE ”B0BBYHERBECK
"*!IODDW.LANGENanoBOBBYHEIIBECK “SKIMdawson,simon FIELDS,DAVID CHAN “TSTEVEBARRON
SKJALDBOKURNAR
BeforeSam
wosmurdefed
hetoIdMolIy
hed love and protect
herforevet
■11«™ iimiIllllraiBrfflilMWHBIWH
IB IIHM w a Wl SMHh ÍÖE.Í.BÖ
“«ll«l
DRAUGAR
PARADÍSARBÍÓ
GLÆPIR OG
AFBROT
HINRIK V
Allir geta fundið myndir
við sitt hæfi í stærsta og
best búna kvikmyndahúsi
landsins.
SIMI 2 21 40
ÞAR SEM GÆDIN SKIPTA MALI
RAPHAEL
HASKOLABIO SYNIR
NIKITA
Sýnd á næstunni
PAPPÍRS-PÉSI
ítr
ár
SKJALDBOKUÆÐID ER BYRJAD