Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 ARiMÓTASPURNINGAR TIL STJÓRNMALAMANNA Morgunblaðið beindi áramótaspurningum til forystumanna Al- þýðubandalags, Al- þýðuflokks, Borgara- flokks, Framsóknar- flokks, Kvennalista og Samtaka jafnréttis og félagshyggju. Birtast spurningamar hér ásamt svörum við þeim. 1 Hugmyndir eru á kreiki um aukna skatt- heimtu. Hvort finnst þér að leggja beri áherslu á hækkun skatta eða lækkun ríkisútgjalda? 2 Finnst þér ástæða til að banna eða þrengja vald til útgáfu bráða- birgðalaga? 3 Er rétt að líta á dag- peninga til ráðherra og þingmanna sem tekjuauka í gjaldeyri — eða á að hækka laun þeirra? 4 Hvaða áhrif hefur það á norrænt samstarf og samstarfið innan Fríverslunarbanda- lags Evrópu (EFTA) að Svíar hafa sótt um aðild að Evrópubanda- laginu (EB)? 5 Verða Sovétríkin enn til í árslok 1991? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins: Rangt að bæta laun ráð- herra með dagpeningum 1. Ríkisstjórnin ráðgerirekki að auka skattheimtu. Við undirbúning fjár- laga var ákveðið að skattheimta vegna ríkissjóðs yrði óbreytt frá fyrra ári, um 27 af hundraði þjóðartekna. Við afgreiðslu íjárlaga tókst hins vegar ekki að ákveða skatta í stað þeirra, sem lækkuðu á þessu ári eða nú um áramótin. Eins og nú horfir stefnir því í minni skattheimtu ríkis- sjóðs á árinu 1991 en á yfirstand- andi ári. Skattheimta sveitarfélaga hefur hins vegar hækkað, einkum aðstöðu- gjöld og fasteignaskattar. Það er áhyggjuefni. Að sjálfsögðu ber að leggja áherslu á lækkun ríkisútgjalda. Því eru hins vegar takmörk sett, a.m.k. ef menn vilja viðhalda velferðarkerf- inu. Það tel ég sjálfsagt. Hins vegar er óhjákvæmilegt að ákveða for- gangsröð þeirrar þjónustu, sem veitt er, ekki síst í heilbrigðiskerfínu, og láta greiða eitthvað fyrir það, sem síður er talið nauðsynlegt. 2. Ég tel rétt að þrengja vald til út- gáfu bráðabirgðalaga og kalla Al- þingi oftar saman, ef lagasetning er nauðsynleg. 3. Aður en ég kem að spumingunni þykir mér rétt að gera grein fyrir reglum sem gilda um greiðslu dag- peninga, einkum til ráðherra. Svo lengi sem ég þekki til hefur tíðkast að grciða hótelkostnað ráð- herra og að auki 20 af hundraði álag á dagpeninga, eins og þeir eru ákveðnir hverju sinni af ríkisskatt- stjóra. Á greiðslu dagpeninga hygg ég að engin breyting hafí orðið nema hvað Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra ákvað í sinni ráðherratíð að hækka greiðslu dagpeninga til aðstoðarmanna ráðherra. Hins vegar þegar staðgreiðsla skatta hófst, var sá siður upp tekinn að skattleggja með fullri staðgreiðslu hálfa dagpen- inga ráðherra, og allt álagið. Eða m.ö.o. tæplega 60 af hundraði af heildardagpeningum ráðherra. Þann- ig virðist ríkisskattstjóri hafa ákveð- ið að líta á meginhlutann af dagpen- ingum ráðherra sem tekjuauka. Um þessa ákvörðun ætlá ég ekki að fjöl- yrða. Hitt fullyrði ég, að sá hluti dagpeninganna, sem ekki er skatt- lagður, hrekkur sjaldan fyrir útgjöld- um. Sem svar við spurningunni vil ég hins vegar segja eftirfarandi: Ráðherrar, sem æðstu fulltrúar síns lands, verða að búa á góðum gistihúsum, en án íburðar. Þeir verða einnig að geta leyft sér ýmsa hluti, sem staða þeirra krefst. Eins og skýrt hefur komið fram í samanburði á launum ráðherra og fjölmargra þeirra manna í þjóðfélag- inu, sem ábyrgð bera á rekstri fyrir- tækja, eru laun ráðherra aðeins hluti af því sem þessir menn fá greitt og er þó sá hluti dagpeninga, sem skatt- lagður er, með talinn, að því er ég best fæ séð. Ég leyfí mér þó að full- yrða, að vinnutími ráðherra sér yfír- leitt langtum lengri, svo og ábyrgð og erill allur. Þetta getur að sjálf- Steingrímur Hermannsson sögðu ekki gengið til lengdar. Hins vegar er að mínu mati rangt að bæta laun ráðherra með dagpening- um, eins og ríkisskattstjóri virðist nú líta á málið. 4. Ákvörðun Svía um að sækja um fulla aðild að Evrópubandalaginu hlýtur að hafa mikil áhrif á samstarf- ið innan Fríverslunarbandalags Evr- ópu og á þá samninga, sem nú er að unnið við Evrópubandalagið. Hins vegar sýnist mér ekki ljóst, að þessi ákvörðun þurfí að hafa áhrif á nor- rænt samstarf. Það hefur ekki verið mikið á efnahagssviðinu. Flest virðist benda til þess, að umsókn Svía verði ekki afgreidd fyrr en eitthvað líður á áratuginn. Evr- ópubandalagið hefur hendur sínar fullar af mikilvægum viðfangsefnum. Forystumenn þess hafa ekki farið leynt með þá skoðun að á meðan skuli ekki fjölgað í bandalaginu. Ég bind því enn vonir við það að Svíar taki heilshugar þátt í samningum um evrópskt efnahagssvæði. Ef þeir samningar nást, geta þeir orðið áfangi að fullri aðild fyrir Svía, og framtíðarstaða fyrir okkur íslend- inga gagnvart Evrópubandalaginu. 5. Á þessari stundu er nánast óger- legt að spá um, hvað gerist í Sov- étríkjunum á árinu 1991. Því miður virðast harðlínumenn hafa náð þar undirtökum. Það getur leitt til alvar- legra atburða, jafnvel blóðugra átaka. Ef svo illa fer, mun það hafa meiri afleiðingar en í fljótu bragði verði rakið. Hætt er við, að þeir hlýju vindar, sem blásið hafa um Austur- Evrópu, kólni og afturkippur verði í viðleitni til afvopnunar og friðsam- legrar sambúðar. Þetta myndi eflaust jafnframt þýða, að þau lýðveldi, sem leita sjálfstæðis, eins og Eystrasalt- slöndin, yrðu beitt hervaldi. Ég vil í lengstu lög vona, að til þess komi ekki. Sþá mín er, að Sovétríkin verði til í einhverri mynd í árslok 1991. Von mín er, að það verði í mynd vaxandi frelsis og lýðræðis. Ég óska landsmönnum öllum far- sæls árs og friðar. Ólafur Ragnar Grímsson flármálaráðherra, formaður Alþýðubandalagsins: Skynsemi í skattamálum- raunsæi í EB-viðræðum i. Það er ekki markmið í sjálfu sér að auka skattbyrðina eða reyna á þanþol almennings á þessu sviði. Spurningin á fyrst og fremst að vera um réttláta skiptingu og eðlilegt hlutverk ríkisins í nútímaþjóðfélagi. Skattar gegna þríþættu hlutverki í efnahagslífi nútímans. í fyrsta lagi fela þeir í sér tekjur ríkisins til að standa straum af margvíslegum út- gjöldum í þágu velferðar landsmanna og til að greiða fyrir framkvæmdir og þjónustu. I öðru Iagi eru þeir tæki til að auka jöfnuð í þjóðfélag- inu. í þriðja lagi eru skattar grund- vallarþáttur í efnahagsstjórninni á hveijum tíma. Breytingar á sköttum geta verið nauðsynlegar til að stuðla að jafnvægi og stöðugleika, tryggja árangur gegn verðbólgu og knýja fram lækkun vaxta. Þáttur skatt- anna í hagstjórninni gleymist oftast í umræðum á íslandi. Morgunblaðið og talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa átt ríkastan þátt í að gera skattaumræðu hér á landi að vand- lætingarþvælu þar sem skattar eru ávallt komnir frá Kölska. Spuming Morgunblaðsins um skattana er ág- ætt dæmi um þennan Satansstíl Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins í umræðum um skattamál: „Hugmyndir eru á kreiki um aukna skattheimtu!" — Kölski er á kreiki. Varið ykkur nú! Annað dæmi um þvælustíl Sjálf- stæðisflokksins í umræðum um skattamál eru svör flestra frambjóð- enda flokksins í prófkjöri í Reykjavík og fer þar fremstur varaformaður flokksins. Þeir ætla að afnema „alla skatta“ sem núverandi ríkisstjórn hefur komið á, en Sjálfstæðisflokkur- inn reiknar þá á núgildi þrettán millj- arða. Þar eð Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér væntanlega jöfnuð í ríkisfj- ármálum boðar hann nú niðurskurð á útgjöldum ríkisins um 18 milljarða, eða í kringum 20% af heildartekjum ríkissjóðs. Hins vegar er ekki eitt orð að finna um hvaða útgjöld á að skera niður. Milljarða skattalækkun án samsvarandi holskurðar á útgjöldum til skóla, sjúkrahúsa og framkvæmda myndi á einu ári skapa óðaverðbólgu á ný á íslandi, stórfellda vaxtahækk- un og gífurlegan halla í viðskiptum við útlönd. Hún myndi eyðileggja ávinninga þjóðarsáttarinnar í einu vetfangi. I ritstjómargreinum Morgunblaðs- ins og yfírlýsingum Sjálfstæðis- flokksins gleymist ætíð að skattar eru hagstjómartæki. Lækkun þeirra án samsvarandi lækkunar á útgjöld- um getur verið ávísun á óðaverðbólgu og efnahagslegan óstöðugleika. Skattahækkanir núverandi ríkis- stjórnar á árinu 1989 voru ein af forsendum þess að í upphafi ársins Ólafur Ragnar Grímsson 1990 tókst að gera kjarasamninga sem tryggðu þáttaskil í íslensku efnahagslífi. Þannig er nú gangvirk- ið í hagkerfinu þótt Sjálfstæðis- flokknum gangi illa að skilja það. Áður en spurningu um hækkun og lækkun skatta er svarað verður því fyrst að taka afstöðu til annarra spurninga. Á að reka ríkissjóð með afgangi til að treysta í sessi efna- hagslegan stöðugleika og stuðla að lækkun vaxta? Hvaða kröfum um aukna þjónustu við sjúka, aldraða og fatlaða á að fullnægja á næstu árum? Hvernig ætla íslendingar að greiða úr þeim fjárhagsvanda sem felst í því að sífellt stærri hluti þjóð- arinnar lifir lengur og nýtur lífeyris frá tryggingarkerfi og lífeyrissjóð- um? Hvernig á að mæta sífellt vax- andi kröfum um aukna og bætta menntun, endurmenntun þeirra sem áður voru í háskólum og framhalds- skólum, nánari tengsl megntakerfis og atvinnulífs, samfelldan skóladag og bætta aðstöðu fyrir yngstu börn- in? Hvaða framkvæmdum í vega- gerð, hafnargerð og flugvallargerð á að sinna á næstu árum? Hvenær á að ljúka við menningarhús og sjúkra- stofnanir sem enn eru í byggingu og sinna því brýna viðhaldi fjölda stórbygginga sem vanrækt hefur verið á undanförnum árum og ára- tugum? Þegar þessum spurningum og mörgum fleiri hefur verið svarað er hægt að taka afstöðu til þess hvort hækka eigi skatta eða lækka. Raun- hæf umræða um skatta er því aðeins möguleg að hin efnahagslegu mark- mið séu gerð skýr og hver og einn svari heiðarlega hvaða kröfum um aukin útgjöld á sviði heilbrigðismála, velferðarmála, menntamála og fram- kvæmda hann vill sinna og hverjum hann vill neita. 2. Ég hef lengi verið þeirrar skoðun- ar af afnema eigi rétt til útgáfu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.