Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 22

Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 22
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 91-698400 Goði h£ hefur tekið við rekstri Búvörudeildar Sambandsins. Nýtt símanúmer er nú á skrifstoíunni en hinsvegar verður álfam sama númer og áður á söhiskrifstofunni við fórkjusand, eða 91- 68 63 66. Gleðilegt nýtt ár! GOÐI hf. Laugalæk 2 a • 105 Reykjavík Veiðibók Bókmenntir ErlendurJónsson Ólafur E. Jóhannsson: LEYND- ARDÓMAR LAXVEIÐANNA. 196 bls. Fróði hf. 1990. Þessi bók er skrifuð til að miðla reynslu margra snjallra veiði- manna,« segir í formála. Viðtalsbók er þetta samt ekki. Ein og ein setn- ing er höfð orðrétt eftir hinum og þessum, meira er það nú ekki. Þá er í þessu heilmikil náttúrufræði sem höfundur hefur vafalaust upp úr öðrum ritum. í raun mætti þetta allt eins heita kennslubók í lax- veiði. En þess háttar titill mundi fæla frá; hver færi að velja »kennslubók« til að gefa á jólum! »Leyndardómar« er auðvitað rétta orðið; gæti allt eins verið heiti á spennandi sakamálasögu? En sakamálasaga er þetta ekki. Einbert kennslugagn sýnist þetta vera og fátt fram yfir það. Til dæm- is eru þarna skýringarteikningar margar og sennilega nokkuð góðar. Annars er bókin þannig upp byggð — og það má kalla rökrétt — að fyrst er laxinum lýst, eðli hans og háttum; þar með talin sjón og heyrn; og gefur það veiðimanninum hugmynd um hvernig viðureignin kunni að líta út — horft frá hinum enda línunnar! Sumt er vitað um laxinn, annað ekki. Alþekkt er t.d. hin mikla ratvísi hans. En hvers eðlis er sú ratvísi? Hvernig fer hann að því að rata í réttu ána? Því hef- ur ekki enn tekist að svara. Segir höfundur sögu eina er sannar hvort tveggja: hversu ratvís laxinn er og hve ótrúlega skjótur hann getur verið í ferðum þegar hann er að flýta sér. Höfundur er uggandi vegna eld- isfisks sem sækir í árnar; telur að hann geti ruglað lífkerfið og spillt þessari auðlind þjóðarinnar. Og er víst ekki einn um það. Miklum fróðleik hefur verið safn- an saman í bók þessari. Gamal- reyndir laxveiðimenn hafa verið kvaddir til vitnis. Ekki er líkiegt að þeir telji sig geta mikið af bók- inni lært. Öðru máli gegnir um byijendur. Þeir eiga að geta fundið þarna hitt og annað sem að gagni má koma. En ritið hefur líka sína galla. Textinn er sýnilega hraðunninn. Fyrir koma rangar orðmyndir sem kunna að vera prentvillur, sumar hveijar. En tæpast allar. Orðmynd- ina spúnn tel ég samt ekki til þeirra þar eð hún mun vera algeng í tal- máli. En ljót er hún og óþörf. Auð- vitað á að kalla þetta spón. Á bls. 45 stendur meðal annars: »Sú kunn- átta er þekking sem þeir eru öf- undsverðir af sem yfir henni búa.« Örlitlu neðar gefur að líta sams konar orðalag um sama efni: »... og sá sem yfir honum býr er öfunds- verður ... « Auk þess sem þarna er um tvítekning að ræða er vand- ræðalegt að segja: »sú kunnátta er þekking ...« Það er alveg eins hægt að segja sú kunnátta erkunnátta... Neðst á bls. 59 stendur: »Geysilegt úrval er af flugulínum í sportvöruverslunum hér á landi.« Og ofarlega á næstu síðu: »Geysilegt úrval er á boðstólum af margs konar gerðum af flugulín- um.« Á bls. 56 standa orðin »... og hann taki fluguna minnugur þess hvernig hann brást við hungurtil- finninguhni í uppvextinum.« Og skömmu neðar: «... og taki agnið minnugnr þess hvernig hann brást við hungurtil- finningu í eina tíð.« Ólafur E. Jóhannsson Endurtekningar af þessu tagi eru fleiri í bókinni þótt ekki verði tíndar til hér. Slíkt getur að sjálfsögðu skotist inn í uppkast hjá hveijum sem er. Ótækt er hins vegar að láta svona nokkuð sjást í texta sem á að heita fullunninn. Raunar bend- ir flest til að höfundi sé fremur ósýnt um að semja þrátt fyrir góð- an vilja. Hefði hann gjarnan mátt taka sér til fyrirmyndar Björn J. Blöndal sem hann nefnir í formála, þann mikla laxveiðimann og snjalla rithöfund. Kápumynd er af Norðurá í Borg- arfirði, afar falleg litmynd. Með textanum eru fleiri litmyndir en einnig allmargar svarthvítar og eru þær allt of dimmar. Að auki er þarna fjöldi teikninga sem fyrr seg- ir. Það ber og til nýlundu að -auglýs- ingum er dreift innan um textann. Fari svo að bók þessi verði gefin út aftur þyrfti höfundur að fara ofan í texta sinn, slípa hann og stórbæta. |BU 3r Til viðskiptavina Samvinnubankans á Húsavík íslandsbanki mun taka viö rekstri útibús Samvinnubankans á Húsavík frá og meö I. janúar 1991. Engar breytingar veröa um áramót á reiknings- númerum og innlánsformum. Nánari upplýsingar veröa sendar viöskiptavinum í janúar. i Starfsfólk útibúsins mun aö sjálfsögöu kappkosta áfram aö sinna fjármálaþörfum viöskiptavina sinna á Húsavík og nágrenni og tryggja þjónustu sem einkennist af þekkingu, vandvirkni og lipurö. ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.