Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 30

Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 1 Strengir þú ára- móta heit? Stundum Könnun Hagvangs á áramótasiðum: Aramótavenjur Islendinga eru í föstum skorðum HINN dæmigerði íslendingur kaupir flugelda fyrir áramót og skýt- ur þeim upp þegar nýja árið gengur í garð. Hann borðar heima hjá sér á gamlárskvöld, fer ekki á brennu í ár af því að hann fór í fyrra með börnin sín. Hann vinnur ekki áramótaheit og sækir ekki áramótadansleik. Þetta eru í stórum dráttum nið- urstöður spurningavagns Hag- vangs frá því í byrjun desember, en þar voru íslendingár meðal ann- ars spurðir um áramótavenjur sínar. Leitað var til 1.000 manna á aldrinum 18-67 ára, sem voru valdir af handahófi úr þjóðskrá, og bárust svör frá 781. Fyrsta spumingin var: Kaupið þið á heimilinu eitthvað af flugeld- um fyrir áramótin? 608, eða 77,8%, svöruðu þessari spurningu játandi en 163, eða 20,9%, neitandi. Aðeins 10, eða l,3%sögðustekki vitaþað. Einnig kom í ljós, að heldur færri höfuðborgarbúar en lands- byggðarbúar kaupa flugelda. Þá kaupa milli 80 og 90% landsmanna á aldrinum 18-49 ára flugelda, en aðeins rúmlega heimingur þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt. Þetta er einnig í samræmi við þær niðurstöður að flugeldakaup eru almennari á heimilum þar sem eru böm og unglingar. Þeir sem sögðust kaupa flugelda fyrir áramót vom síðan spurðir: Skjótið þið yfírleitt upp rakettum eða blysum þegar nýja árið gengur í garð? 94% svömðu þessari spurn- ingu játandi en 4,3% neitandi. Þar af svömðu 94% svarenda á aldrin- um 18-29 ára þessu játandi, 97,6% á aldrinum 30-49 ára og 84,2% á aldrinum 50-67 árar Helmingur landsmanna fer á brennu Þriðja spurningin var: Gerir þú ráð fyrir að fara á brennu á gaml- árskvöld? Þessu svömðu 50,7% ját- andi en 44,2% neitandi. 5,1% sagð- ist ekki vita það. Þeir sem svöruðu Hverjir fara á bali? Aðeins 16,8% ætia o9 stíga dans ó gamlórs- kvöld. Sá hundraðs- hluti skiptist svorta milli aldurshápa og kynja: 18-24 [ 25-29 30-391 1 40-49 □ 50-59 0 60-67 Q játandi voru flestir á aldrinum 18-49 ára. Þá kom einnig í ljós að þeir sem áttu börn gerðu frekar ráð fyrir að fara á brennu. Fjórða spurningin var: Hvar borðar þú yfírleitt á gamlárskvöld? Flestir, eða 69,4%, sögðust borða heima. 18,1% sögðust borða hjá foreldmm eða tengdaforeldmm. 2,2% sögðust borða hjá börnum eða tengdabömum, 5,2% sögðust borða hjá ættingjum og 5% svömðu að þaað væri misjafnt. Svörin voru . mjög áþekk frá höfuðborgarbúum og landsbyggðarbúum. Þegar svör við þessari spurningu vom flokkuð eftir aldri svarenda, kom í ljós að 51,3% á aldrinum 18-29 ára borða heima, en 35,5 hjá foreldrum eða tengdaforeld- rum. 74,7% á aldrinum 30-49 ára borða heima en 15,1% hjá foreld- rum og 81% á aldrinum 50-67 ára borða heima en 8,5% hjá bömum eða tengdabömum. Konur vinna frekar áramótaheit Fimmta spurningin var: Hefur þú það fyrir sið að gera einhverjar heitstrengingar um áramót. Þessu svömðu 10% játandi, 86,9% neit- andi en 3,1% svaraði stundum. Við aldursgreiningu kom í ljós að heit- strengingum fækkar með aldrin- um. Þá strengja fleiri konur en karlar áramótaheit, eða 11,9% á móti 7,9% Sjötta og síðasta spurningin var: Gerir þú ráð fyrir að fara á ein- hvem áramóta- eða nýársdansleik um næstu áramót? Þessu svömðu 16,8% játandi, 78,7% neitandi en 4,5% sögðust ekki vita það. Af þeim sem svömðu játandi vom flestir á aldrinum 18-29 ára eða 37,3% svarenda á þeim aldrí, en aðeins 3,2% svarenda á aldrinum 50-67 ára sögðust ætla á áramóta- dansleik. Þetta var eina spurningin, þar sem marktækur munur var á svör- um eftir búsetu. Þannig sögðust 25% landsbyggðarbúa ætla á ára- mótadansleik en 10,6% höfuðborg- arbúa. Gunnar Maack framkvæmda- stjóri Hagvangs sagði við Morgun- blaðið, að fólk hefði í konnuninni gefíð fijót og afdráttarlaus svör, og niðurstöðurnar bentu til að ára- mótasiðir og venjur íslendinga væm í mjög föstum skorðum. Þetta kæmi raunar heim og saman við niðurstöður kannana Hagvangs á jólasiðum á undanförnum árum. Gamlárskvöld? 94,1% svarenda kvaðust ætia að skjota flugeldum til þess að fagna nýju ári, en aðeins 77,8% söqðust kaupa flug- elaa til þess arna! Fólk úti á landi virð- ist hafa meiri áhuga á flugeldum og blys- um en höfuðborgar- búar, því þar sögð- ust 6% fleiri ætla að festa fé í slíku. Komum heil heim Alltof margir vanmeta íslenska vetrarveðráttu. Þeir telja lítið mál að skreppa í langferð, svo fremi að veðrið sé gott þegar lagt er af stað. „Ég ætti að ná á fundinn og til baka áður en veðrið, sem þeir spáðu, skellur á.“ Skjótt skipast veður í lofti. Aðstæður og veðurfar er allt annað til íjalla en í byggð. „Árans vandræði, bfllinn fastur. Það var ekkert sagt um að heið- in væri ófær. Það er engum að treysta. Ekki þýðir að reyna að labba af stað á spariskónum. Ég verð að bíða eftir einhverjum, sem er vel búinn." Þegar menn eru komnir í vandræði hugsa þeir gjarn- an um allt það sem gott er að hafa meðferðis. Skófla keðjur - nesti - teppi - hlífðarföt - kuldaskór, fjarskipta- tæki - dráttartaug - vasaljós. Látum ekki veðrið og færðina koma okkur á óvart. AKSTUR KREFST ÁBYRGÐAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.