Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 34
MtiRGÍÍNB^AÐHy SÚNXUD'A'ÓÚR'HÓ'. DÉSÉMBER'lðÐÓ'
Afmæliskveðia:
ORÐSENDING
TIL KORTHAFA
Samið hefur verið við TRYGGINGAMIÐSTÖÐINA HF.,
Aðalstræti 6, Reykjavík, um að annast korthafa-
tryggingar félagsins frá og með 1. janúar 1991
Þetta gildir um allar ferðatryggingar VISA fyrir handhafa
Almennra korta, Farkorta og Gullkorta.
Nýir é tryggingaskilmálar eru í prentun og munu verða
sendir öllum korthöfum innan tíðar. Þá munu
skilmálarnir einnig liggja frammi hjá Trygginga-
miðstöðinni hf., á skrifstofu VISA ÍSLANDS, í
bönkum/sparisjóðum og hjá ferðaskrifstofunum. \
Bótaskyld tjón sem korthafar hafa orðið fyrir á árinu
1990 ber að tilkynna SJÓVÁ-ALMENNUM tryggingum hf,
en TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI hf. eftir það.
Reykjavík, 29. desember 1991
Höfðabakka 9, 112 Reykjavík s. 91-671700
Kristín Jónsson
Smedvig
Sjötugsafmæli Kristínar Jónsson
Smedvig húsmóður og fiðluleikara
í Seattle berupp á 1. janúar 1991.
Ung valdi Kristín tónlistina að
ævistarfi samhliða húsmóðurhlut-
verkinu og hefur verið fíðluléikari
við Sinfóníuhljómsveit Seattle-
borgar um áratugaskeið. Störf
hennar verða ekki rakin í stuttri
grein. En frændur hennar og
frænkur hér á íslandi hugsa til
hennar með þakklæti á þessum
tímamótum í ævi hennar. Ég minn-
ist hennar sem ágætrar frænku,
skemmtilegrar og fjörmikillar.
Kristín er gift Egil Smedvig frá
Stavanger, prófessor og kennara í
tónlist. Börn þeirra eru 3A
Jodene, BA í músík frá háskól-
anum í Seattle, kennir á flautu;
Rolf, BA í músík frá háskólanum í
Boston, heimsfrægur trompetleik-
ari, Empire Brass er hljómsveit
Rolfs; Sirrý, fiðuleikari og húsmóð-
ir í Boston. -
Heimili Kristínar og Egil er góð-
kunnugt fyrir gestrisni og glað-
værð, vart er hægt að hugsa sér.
glaðara né glæsilegra heimili. Risna
þeirra hjóna er kunnari en frá þurfi
að segja, þau hafa um langt skeið
með tónlist sinni og fjöri gert heim-
ilið að menningarmiðstöð.
Á óteljandi hátt má sjá ást
Kristínar og systkina hennar, Elínar
Ingibjargar, húsfreyju og skóla-
hjúkrunarkonu, Jóns Marvins, lög-
fræðings og aðalræðismanns ís-
lands í Seattle, til íslands, ræktar-
semi þeirra er á hæsta stigi. Þau
fylgjast öll vel með því sem hér
gerist, af lífi og sál. Systkinin leggja
allt kapp á að vernda tungu sína
og þjóðemi, en foreldrar þeirra voru
bæði fædd á íslandi, hjónin Bryn-
hildur Erlendsdóttir frá Mörk í Lax-
árdal, A-Hún. og Þorbjörn Jónsson
frá Geldingaá í Melasveit.
Helgi Falur Vigfússon
DAGVIST BARNA
Hraunborg
Á leikskólann Hraunborg vantar eftirtalið starfsfólk:
Matráðskona eða matartæknir. Starfsstúlka í fullt
starf. Fóstra í fullt starf á deild. Þroskaþjálfi eða
fóstra í stuðningsstarf.
Nánari upplýsingarveitirSigurborg Sveinbjörnsdótt-
ir, forstöðumaður, í síma 79770.
Miðvikudaginn 2. janúar kl. 9 hef st
RYMINGARSALA
á báöum hcedum í verslun okkarad Laugavegi 33. Viö bjóöum upp á
allsherjar sprengiveislu þarsem þú geturgert ótrúlega
góö kaup á plötum, kassettum oggeisladiskum.
Þúsundir erlendra titla á sprenghlœgilegu veröi.
Allar nýju, íslensku plótumar, kassettumar og
geisladiskamir á 25% afslcetti og eldra íslenskt ejnt
á veröi, sem hefur ekkiþekkst áöur.
Misstu ekki afþessu einstæóa tækifæri.
LAUGAVEGI 33