Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
37
Víglundur Þorsteinsson
formaður Félags ísl.
iðnrekenda:
Nýir
straumar
með nýrri
öld
Það sem hæst ber hér á innlend-
um vettvangi á árinu sem nú er að
renna sitt skeið er sú þjóðarsátt sem
tókst með aðilum vinnumarkaðarins
í upphafi ársins með þeim ágæta
árangri að nú er verðbólgan hér á
landi Jægri en hún hefur verið allar
götur síðan 1970. Þrátt fyrir efa-
semdir um þjóðarsáttina og í sum-
um tilfellum hrakspár verður ekki
annað sagt nú en að vel hafi tekist
til. Það að minnka verðbólgu á einu
ári úr 22-25% árshraða í 7-8% árs-
hraða er meiriháttar árangur sem
þarf að varðveita með öllum tiltæk-
um ráðum.
Efnahagsleg stöðnun
Þjóðarsáttin var möguleg vegna
þess að við okkur blasti mikið at-
vinnuleysi og efnahagslegur sam-
dráttur að óbreyttri verðbólgu. Sú
óðaverðbólga sem hér hefur geisað
hartnær tvo áratugi hefur leikið
íslenzkt efnahagslíf grátt. Hér á
landi hefur nú ríkt efnahagsleg
stöðnun um rúmlega tíu ára skeið,
með þeim undantekningum þó sem
leitt hafa af tímbundnum vexti sjáv-
arafla og eða hækkandi verði af-
urða á erlendum mörkuðum, eftir
stendur þó að sá vöxtur reyndist
ekki varanlegur. Þannig stöndum
við í dag í sömu sporum og árið
1980 að þjóðartekjur ársins 1990
eru engu meiri en þær voru fyrir
10 árum. Því þurfum við að breyta.
Framhald þjóðarsáttár
Sú hjöðnun verðbólgu sem nú er
orðin gefur tækifæri til nýrrar sókn-
ar í íslenzkum atvinnumálum á
komandi árum. Slík sókn er grund-
vallar forsenda þess að takast megi
að bæta lífskjör í landinu og jafn-
framt að ljölga störfum svo ungir
íslendingar sem nú eru við nám og
störf erlendist eignist möguleika á
störfum hér á landi á komandi
árum. Framhald þjóðarsáttar þarf
að takast um þetta nú strax á nýju
ári, þannig að hagvöxtur geti orðið
hér á nýjan leik með tilheyrandi
lífskjarabata fyrir þjóðina. Öflug
sókn í atvinnumálum er frumskil-
yrði þess að íslenzkt velferðarþjóð-
félag fái staðist þá vaxandi alþjóð-
legu samkeppni sem við þurfum að
mæta nú á næstu árum.
Hvaðan kemur vöxturinn?
Þannig er oft spurt í okkar at-
vinnumálaumræðu, þeirrar trúar
hefur og gætt hér á landi að hann
geti orðið með sértækum aðgerðum
til nýsköpunar fyrir einstakar grein-
ar eða fyrirtæki. Sú trú hefur ekki
reynst á rökum reist hér á landi
frekar en annars staðar.
Það sem vantar í ríkum mæli í
íslenzkum atvinnumálum eru al-
mennar hvetjandi aðgerðir sem
leiða af sér vaxtartækifæri fyrir
íslenzkt atvinnulíf, jafnframt þurf-
um við ríka þolinmæði til þess að
bíða árangursins því hann verður
ekki skyndilega á einni nóttu heldur
mun hann koma fram hægt og
bítandi.
Hvaða aðgerðir þarf?
Brýnasta aðgerðin til þess að
blása til sóknar í atvinnumálum eru
víðtækar skattalækkanir á atvinnu-
fyrirtækin hér á landi.
A sama tíma og einstaklings-
skattar hér á landi eru með því
lægsta sem þekkist í OECD-löndum
eru skattar á íslenzk atvinnufyrir-
tæki með því hæsta sem finna má
í þeim samanburði. Víðtækar
skattalækkanir til handa íslenzkum
atvinnufyrirtækjum eru frumfor-
senda þess að vöxtur geti orðið
varanlegur í íslenzkri framleiðslu-
starfsemi. Æskilegt er að slíkar
skattalækkanir gangi fram án þess
að einstaklingsskattar verði hækk-
aðir samhliða. Slíkt markmið er
fyllilega raunhæft og þyrfti helzt
fram að ganga. Ekki er óeðlilegt
að ætla að takafet mætti að lækka
útgjöld opinberra aðila um 10-12%
með allsheijar hagræðingsátaki í
opinbera rekstrinum. Slíkum
árangri hafa mörg fýrirtæki náð á
undanförnum árum og opinberir
aðilar eiga hæglega að geta leikið
slíkt eftir.
Markaðssókn
Samhliða skattalækkunum þarf
að blása til öflugrar markaðssóknar
á erlendum mörkuðum, því vöxtinn
munum við fyrst og fremst sækja
í aukinn útflutning smárra sem
stórra fyrirtækja. í því skyni þurf-
um við að stórefla íslenzku utanrík-
isþjónustuna og leggja aukna
áherzlu á markaðsþátt þeirrar
starfsemi. í þeim efnum getum við
dregið góðan lærdóm af utanríkis-
þjónustum frænda okkar á hinum
Norðurlöndunum, en sterk áherzla
á markaðsmál hjá þeim á ríkan
þátt í þeirra velgengni á erlendum
mörkuðum.
í þessu samhengi er vert að geta
ötuls starfs forseta íslands, Vigdís-
ar Finnbogadóttur, á erlendri gnmd
en hún hefur rækilega sýnt og sann-
að að lítil smáþjóð á ekki síður
möguleika í þessum efnum en stór-
þjóðirnar.
Þær miklu breytingar sem nú
eiga sér stað í markaðsmálum í
heiminum og þó Sérstaklega í Evr-
ópu, þar sem markaðshindrunum
er skipulega rutt úr vegi, eru gullið
tækifæri fyrir smáþjóð sem okkur
og skiptir miklu að við fylgjum því
vel eftir með skipulegu samstarfi
fyrirtækja og opinberra aðila til
stóraukins útflutnings og til fjár-
festinga erlendis á þeim sviðum sem
sérhæfni okkar gefur tilefni til.
Stóriðja — nýting
orkulindanna
Að undanförnu hafa staðið yfír
viðræður við þijú erlend stórfyrir-
tæki um byggingu 200 þús. tonna
álvers hér á landi. Enginn vafi leik-
ur á því að bygging slíks álvers
yrði mikil og varanleg lyftistöng
fyrir íslenzkt efnahagslíf. Þannig
myndi álver af þessari stærð auka
útflutningstekjur okkar um meira
en 10% miðað við útflutning okkar
á þessu ári. Bein og óbein áhrif
slíks álvers yrðu væntanlega um
2.000 ný störf í landinu, skatttekjur
opinberra aðila myndu vaxa veru-
lega jafnframt sem horfur virðast
á því að orkuverð það sem samning-
ar virðast geta náðst um sé fyllilega
viðunandi. Það skiptir því miklu að
við íslendingar vinnum hratt og
örugglega að því að ljúka samning-
um um álverið eins fljótt og kostur
er. Bygging þessa álvers og þeirra
virkjana sem því fylgja og síðan sá
vöxtur útflutningstekna sem við
getum vænst af þeim sökum er
mjög þýðingarmikill þáttur til
bættra lífskjara hér á landi á kom-
andi árum. í tengslum við þessa
stóriðjusamninga er örugglega orð-
ið tímabært að huga að breyttum
aðferðum við að laða erlenda fjár-
festingu til landsins, er það íhugun-
arefni hvort ekki sé tímabært að
setja almennar reglur um starfsskil-
yrði erlendra sem innlendra fyrir-
tækja sem séu í eðli sínu það já-
kvæðar að þær virki hvetjandi til
fjárfestinga í framleiðslustarfsemi
hér á landi og þannig dregið úr
lörfínni á sértækum samningavið-
ræðum hveiju sinni sem stóriðjuver
yrði reist hér.
Nýir straumar með nýrri öld
Mikil umbrot eiga sér nú stað í
heiminum. Undirrót þessara um-
brota er af margvíslegum toga
spunnin en ein meginástæðan er
það efnahagslega misgengi sem
orðið hefur milli hins vestræna hag-
kerfis og hagkerfis kommúnismans.
Á sama tímá og atvinnulíf kommún-
ismans var heft í fjötra stjórnlyndis
og opinberra afskipta naut atvinnu-
líf hins vestræna heims sívaxandi
frelsis með nýjum tækifærum. Þessi
munur hefur vaxið óðfluga nú
síðustu árin með þeirri hröðu þróun
sem orðin er í markaðsmálum Evr-
ópubandalagslandanna. Sú mikla
breyting sem þar hefur átt sér stað
hefur eflt væntingar evrópskra fyr-
irtækja og aukið stjórendum þeirra
trú á framtíðina með þeim afleiðing-
um að í löndum Evrópubandalags-
ins hefur nú síðustu árin orðið veru-
legur hagvöxtur af þeim sökum.
Þetta hefur enn aukið á misgengið
milli Austur-Evrópu og landa Evr-
ópubandalagsins og vafalaust ýtt
undir hrun kommúnismans. En
þetta hefur einnig valdið misgengi
innan Vestur-Evrópu. Eins og t.d.
má sjá í Svíþjóð á þeim mikla fjár-
magnsflótta sem orðið hefur þar til
landa Evrópubandalagsins sem nú
hefur leitt til þess að sænska þing-
ið hefur ályktað um inngöngu
Svíþjóðar í Evrópubandalagið. Eg
hefi áður margoft látið í ljós þá
skoðun að við Islendingar þyrftum
að huga að inngöngu rí Evrópu-
bandalagið, en óháð því er okkur
brýn nauðsyn að gæta þess að
starfsskilyrði íslenzkra fyrirtækja
eru nú um margt Iakari en starfs-
skilyrði fyrirtækja í löndum Evrópu-
bandalagsins. Slíkt ástand má ekki
vara lengur, hér í upphafi nefndi
ég að framhald þjóðarsáttarinnar
þyrfti að að felast í nýrri sókn í
atvinnumálum til bættra lífskjara.
Frumatriði slíkrar sóknar er að
bæta starfsskilyrði íslenzkra at-
vinnufyrirtækja þannig að þau verði
a.m.k. jafngóð og í löndum Evrópu-
bandalagsins. Um leið og ég óska
landsmönnum gæfuríks nýs árs vil
ég fyrir hönd Félags ísl. iðnrekenda
þakka góðan stuðning við íslenzkan
iðnað á liðnum árum.
Jóhann J. Olafsson
formaður Verzlunar-
ráðs Islands:
Styrkjum
efnahags-
legt sjálf-
stæði þjóð-
arinnar
Við stöndum aftur á krossgötum.
Ekki vegna áramótanna einna held-
ur vegna breytinga á aðstæðum
okkar sem þjóðar. Afleiðingar
langrar þróunar eftir seinni heims-
styijöldina eru betur og betur að
koma í ljós. Á sviði utanríkismála
bíða okkar stórar ákvarðanir. Þar
fáum við eldskírn sem þjóð. Hver
verður hin nýja sjálfstæða utanrík-
isstefna íslendinga?
í fortíðinni voru utanríkismálin
tiltölulega einfalt mál. Einangrun
landsins mótaði lengst af okkar
óhjákvæmilegu utanríkisstefnu.
Fram á miðja þessa öld var sjálf-
stæðismálið í öndvegi og eftir það
var stefnumörkunin áfram tiltölu-
legá einföld. í heimsstyijöldinni
síðari og eftir hana voru iínur skýr-
ar. Með bandamönnum gegn mönd-
ulveldunum. Eftir stríð með lýðræð-
isþjóðum Atlantshafsbandalagsins
gegn einræði og kommúnisma
Austur-Evrópu. Fjarlægð, einangr-
un og staðsetning einfaldaði mjög
hina réttu ákvörðun.
En nú? Hvað nú? Hafa menn
tekið eftir breytingunni? Andstæð-
ingurinn í austri horfinn. Varla stór-
veldi lengur. Logn, stilla, áttleysa.
Hvaðan blæs vindurinn í fram-
tíðinni?
Mestu uppgangstímar íslensks
efnahagslífs urðu þegar við tengd-
umst eða komumst í snertingu við
þann mikla straum efnahagsiífs,
sem átti sér stað yfir Norður-Atl-
antshafið á milli Evrópu og austur-
strandar Bandaríkjanna. Fram til
1914 hafði þessi efnahagsstarfsemi
öll verið fyrir sunnan okkur. I seinni
heimsstyrjöldinni kotnumst við í enn
nánari snertingu við þessi viðskipti,
bæði um England og Ameríku. Eft-
ir lok seinni heimsstyrjaldarinnar
jukust þessi Norður-Atlantshafsvið-
skipti enn meira. Marshall-aðstoðin
endurreisti efnahagslíf Evrópu, sem
vegna járntjaldsins og missi mark-
aða í Austur-Evrópu beindi kröftum
sínum að Norður-Ameríku. Niður-
staðan var líflegt viðskiptalíf yfir
Atlantshafið þar sem England var
í þjóðbraut og íslendingar nutu
góðs af.
Um þessi áramót þegar öldinni
er mjög tekið að halla hefur mikið
breyst. Sterkir efnahagslegir pólar
hafa myndast í austri og vestri og
beina straumum viðskipta í nýjar
áttir. Evrópubandalagið verður
sífellt sterkara og óháðara Banda-
n'kjunum. í framtíðinni mun það
líklega beina orku sinni og athygli
meira í austurátt.
Japan dregur athygli Bandaríkja-
manna í vestur að Kyrrahafínu.
Undir þessum kringumstæðum
dofna viðskiptin yfir Atlantshafið,
e.t.v. ekki mikið, en þó þannig að
það getur haft mikil áhrif. Það er
stór munur á því hvort viðskipti eru
að aukast eða að dragast saman.
Vandi Englands var ekki Margrét
Thatcher og afstaða hennar til Evr-
ópubandalagsins, heldur var vandi
Margétar Thatchers og Englands
þau, að England er e.t.v. að verða
jaðarsvæði Evrópubandalagsins í
vestri. Minnkun Atlantshafsvið-
skipta þar sem England stóð í miðj-
um straumnum hefur þessi áhrif.
Margrét Thatcher vann gegn þessu
og vildi telja þróunina. Hik hennar
gagnvart Evrópubandalaginu var
því skiljanlegt.
Utanríkisstefna íslendinga? Er
hún jafn einföld og fyrr? Leysum
við öll okkar vandamál á einú bretti
með því að ganga í Evrópubanda-
lagið? Eða verðum við jaðarsvæði
með minnkandi viðskiptum og sam-
skiptum, pólitískum og hernaðar-
legum við hinn nýja heim? Við-
fangsefni tilveru okkar sem sér-
stakrar þjóðar hafa sjaldan verið
brýnni og flóknari en nú. Aldrei sem
fyrr hefur okkur verið meiri nauð-
syn að styðja efnahagslegt sjálf-
stæði okkar og undirstrika sérstöðu
okkar og erindi við umheiminn. Við
verðum að skoða stöðu okkar og
umhverfi af mikilli athygli. Gamli
sáttmáli við frændur, ættingja og
landsmenn í Noregi sem töluðu
sama tungumál og við og voru sömu
menningar og uppruna, var mjög
eðlilegur forfeðrum okkar. Þeir
höfðu rúið svo efnahag þjóðarinnar
að án þessa samnings hefði hún
líklega farist. Aftur stöndum við á
krossgötum. Þó að við séum efn-
aðri nú komumst við ekki hjá því
að taka ákvarðanir. Eru úrræðin
alltaf hin sömu?
Ég endurtek. Við verðum að
styrkja efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Setja okkur skýrt
markmið í þeim efnum og vinna
að því hörðum höndum. Draga úr
skattheimtu og efla einkavæðingu.
Virkja vilja þjóðarinnar. Sjálfstæði.
Þjóðemissefnan er liðin undir lok á
Vesturlöndum.
Tungumál sem nær enginn skilur
skapar ekki sjálfstæði eitt og sér
ef efnahagur viðkomandi er í
óreiðu. íslenskan hljómar ekkert
verr þó að við eigum vel fyrir skuld-
um, nema síður væri. Við verðum
að tvöfalda framlegð fiskimiða okk-
ar og halda þeirri forystu sem við
náðum í landhelgisbaráttunni. Við
verðum að „nema land“ í fískveiði-
lögsögu okkar og kenna Evrópu-
bandalaginu okkar aðferðir. í þess-
um efnum getum við ekki verið
neinir þiggjendur.
Wallenberg spurði: „Því kaupið
þið ekki skoska útgerð"? Sókn er
besta vörnin. Háskóli íslands verður
að efla þekkingu og áhuga á útgerð
og fiskiðnaði á öllum sviðum í stað
þess að draga áhuga þjóðarinnar
frá þessum greinum að vaxandi
embættisfærslu og ríkisrekstri. Við
þurfum að hafa forystu á norð-
vestur svæðinu. Við þurfum að nota
okkar litlu áhrif til þess að endur-
vekja áhuga þjóða á eflingu við-
skipta yfir Norður-Atlantshaf. Þar
eru sumar þjóðir Vestur-Evrópu á
sama báti og við. Við erum Norður-
landaþjóð, en ekki útkjálki. Við
höfum næg verk að vinna„ því er
gaman að lifa.
Gleðilegt nýtt ár.
Krislján Ragnarsson
formaður Landssam-
bands útvegsmanna:
Aðlögun
flotans og
vinnslunnar
að afla-
heimildum
Arsins 1990 verður vafalaust
minnst í framtíðinni, sem árs hinna
stóru viðburða á alþjóðavettvangi.
Þar ber hæst þær miklu breyting-
ar, sem eiga sér nú stað í Austur-
Evrópu og sameining þýzku
ríkjanna í eitt ríki. Það veltur á
miklu fyrir okkur að þær þjóðfé-
lagsbreytingar, sem átt hafa sér
stað í þessum löndum fái farsæla
lausn og lýðræðið sigri endanlega
það ok, sem þessar þjóðir hafa
mátt búa við megnið af öldinni.
Ég átti þess kost fyrir nokkrum
árum að heimsækja Leningrad, og
er mér sú heimsókn afar minnis-
stæð. Það var sérstætt umhugsun-
' arefni að ganga um stræti þessarar
fögru borgar og velta því fyrir sér,
hvernig hægt er að reka borgar-
samfélag, þar sem enginn á neitt
og sjá mjög fátæklegt vöruval í
verslunum. Fyrir okkur vestur-
landabúana var þetta með öllu
óskiljanlegt. Nú aðeins tveimúr
árum síðar hefur hulunni verið svipt
af blekkingum kommúnismans og
þetta þjóðskipulag hrunið til
grunna. í rústum efnahags þessara
þjóðfélaga bíður gríðarlegt verkefni
fólksins og erfiðleikarnir eru miklir
framundan og við fáum fréttir af
yfirvofandi hungursneyð í Sov-
SJÁ NÆSTU SÍÐU