Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 40

Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 eftirlit með verðlag’i hefur haft gífurleg áhrif og aukið tiltrú á gildi þessa samnings. Ef seinni hluti samningstímans tekst jafn vel og sá fyrri er ekki að efa að kjarasamn- ingarnir sem undirritaður voru 1. febrúar sl. munu marka tímamót og leggja grunninn að raunhæfari kjarasamningum hér á landi í framtíðinni. Fikverðsþróun og aflamiðlun Um svipað leyti og dró til tíðinda í kjarasamningum rann út gildistími almenns botnfiskverðs hjá Verð- lagsráði sjávarútvegsins. Eftir mik- il fundarhöld náðist samkomulag um 3% hækkun almenns fiskverðs auk sérstaks heimalöndunarálags ef fiskiskip Iandaði yfir 70% í p heimahöfn, og gat þetta álag num- ið allt að 12% ofan á verðlagsráðs- verð væri öllum afla landað til vinnslu í heimahöfn. Samdráttur í þorskveiðum og minni grálúðuafli, ásamt háu verði á fiskmörkuðum erlendis,. hafa leitt til mikillar verð- hækkunar hráefnis á fiskmörkuðum innanlands. Varð þetta til þess að þrýstingur á hækkun heimalönd- unarálags jókst verulega. Samhliða verðákvörðun í febrúar sl. var komið á aflamiðlun sem í eiga sæti fulltrúar fiskseljenda, sjó- manna, fiskkaupenda og fisk- vinnslufólks. Með þessu móti var komið á eina hönd leyfisveitingum til útflutnings á ísfiski í gámum og siglinga fiskiskipa með ísfisk á er- lendan markað. Helstu samtök í útgerð og fiskvinnslu höfðu áðúr ályktað um nauðsyn þess að stjórn á þessum útflutningi væri í höndum hagsmunaaðila. Allar skammtanir og leyfisúthlutanir hljóta að valda deilum og hefur aflamiðlun ekki sloppið við gagnrýni. Engu áð síður leikur ekki á því vafi að takmarkan- ir á útflutningi á gámafiski og sigl- ingum eiga stóran þátt í mjög háu verði fyrir íslenskan fisk á fisk- • mörkuðum erlendis. Ný lög um stjórn fiskveiða og verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins Á Alþingi sl. vor voru samþykkt ný lög um stjórn fiskveiða og taka þau gildi um áramót. Mikil óvissa um framgang þessa mikla hags- munamáls sjávarútvegsins var farin að hafa veruleg áhrif í greininni. Miklu skiptir fyrir íslenskan sjávar- útveg að niðurstaða skuli nú komin 1 málið. Meðal fiskvinnslumannaeru skiptar skoðanir um ágæti þess að fiskveiðikvótinn skuli bundinn ein- göngu við skip. Þrátt fyrir nokkurn ágreining meðal fiskvinnslumanna um málið hygg ég að mikill meiri- hluti þeirra hafi talið nauðsynlegt að ljúka málinu með þeim hætti sem 'gert var. Frekari ágreiningur innan þings og úti í þjóðfélaginu hefði getað kallað yfir sjávarútveginn auðlindaskatt í formi veiðigjalds sem hefði gert stöðu fiskvinnslunn- ar enn verri. Á allra síðustu dögum þingsins í vor voru samþykkt ný lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins er tóku gildi 1. júní sl. Jafnframt féllu niður eldri lög um Verðjöfnun- arsjóð fiskiðnaðarins. Helstu sam- tök í útgerð og fiskvinnslu höfðu lagst gegn hugmyndum að þessum nýja sjóði og töldu að frekar ætti að vera heimilt að stofna sérstaka " sveiflujöfunarsjóði innan sjávarút- vegsfyrirtækja. Engu að síður varð það ofan á að stofna nýjan Verð- jöfnunarsjóð. Vegna verðhækkana á botnfiskafurðum eru hafnar inn- borganir í botnfiskdeildir nýja sjóðs- ins. Af fob skilaverði útflutnings í ágúst var innborgun 1%, sem kom- in er í 3,9% í desember og frá ára- mótum verður innborgun í sjóðinn 4,5% vegna botnfiskafurða. Staða vinnslugreinanna Á þessu ári hefur verð botnfisk- furða hækkað verulega eða um 32% á frystum fiski og um 38% á salt- fiski í íslenskum krónum. Þá hefur fjármagnskostnaður lækkað mikið vegna minnkandi verðbólgu og minni vaxtakostnaðar, svo sem á afurðalánum þar sem greiðslutími • þeirra hefur styst vegna tlðari af- skipana og minna birgðahalds hús- anna. Hráefnisverð til botnfisk- vinnslunnar hefur að mati SF hækkað að meðaltali um 33% frá áramótum að meðtalinni grunn- verðshækkun Verðlagsráðs frá 1. desember. Launakostnaður hefur hækkað um rúmlega 6% og annar tilkostnaður vinnslunnar um tæp 10%. Samkvæmt mati Samtaka fisk- vinnslustöðva hefur afkoma botn- fiskvinnslunnar í heild verið um núllið mest allt þetta ár þar til nú síðustu tvo mánuðina. Afkoman er mjög misjöfn á milli fyrirtækja og ræður hráefnisverðið þar. í afkomu- mati okkar, miðað við skilyrði um þessi áramót, er vinnslan í heiid rekin með 1% tapi, miðaði við 8% ávöxtun stofnfjár, þegar búið er að taka tillit til 4,5% innborgunar í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Undanfarin ár hefur síld verið söltuð í 250 þúsund tunnur að jafn- aði ár hvert. Þessi mikla söltun hefur að veruiegu leyti byggst á söltun fyrir sovéska markaðinn, en um 60-70% af magninu hafa farið þangað. Vegna mikilla efnahagserf- iðleika í Sovétríkjunum hefur enn ekki fengist staðfesting um af- greiðslur frá yfirstandandi vertíð. Verður það verulegt áfall fyrir greinina ef þessi viðskipti falla nið- ur, en samningar síðasta árs voru að verðmæti um 1,2 milljarðar króna. Vel hefur gengið að selja á aðra markaði og er í sumum tilfell- um um verulega aukningu að ræða frá fyrra ári. Loðnuveiði á þessu hausti hefur brugðist að verulegu leyti og síðustu fréttir af loðnuleit og mati fiskifræðinga á stofnstærð loðnunn- ar gefur ekki tilefni til bjartsýni um að frekari veiðar verði leyfðar á þessum vetri. Þetta er gífurlegt áfall fyrir loðnuverksmiðjurnar, sem margar hveijar hafa fjárfest í nýjum búnaði til vinnslu gæða- mjöls. Tapið sem þjóðarbúið verður fyrir ef þessi veiði bregst á yfir- standandi vertíð er talið nema á fjórða milljarð. Á árinu 1990 hefur markaðsverð á frystri pillaðri rækju lækkað um 15% vegna aukins framboðs frá Norðurlöndunum. Nýtt hráefnis- verð rækju verður ákveðið um miðj- an janúar. Við þá verðákvörðun þarf að taka mið af markaðsað- stæðum og því að ástand rækju- stofns er gott og kvóti hefur verið aukinn. Markaðsverð á hörpudiski hefur hækkað, eftir slæm ár bæði 1988 og 1989, og Verðlagsráðsverð á hörpudiski hefur/hækkað langt umfram annað fiskverð. í því sam- bandi hefur verið tekið tillit til markaðsverðs afurðanna. Persa- flóadeilan og gífurleg hækkun olíu- verðs í kjölfarið hafa haft veruleg áhrif á viðskiptakjör þjóðarinnar. I stað viðskiptabata umfram forsend- ur kjarasamninga, vegna mikilla hækkana á útfluttum sjávarafurð- um, eru viðskiptakjör nú Iakari en í ársbyrjun. Olíuhækkunin er gífur- legt áfall fyrir sjávarútveginn og allt þjóðarbúið. Fækkun og samruni fiskvinnslufyrirtækja Niðurstöður rannsókna Hafrann- sóknarstofnunar á ástandi nytja- stofna við Island ásamt tillögum um þorskveiðar á árinu 1991 gefa ekki tilefni til að ætla að heimiluð verði mikil aukning í þorskveiðum á næstu árum. Vaxandi útflutning- ur á ferskum fiski í gámum, sigling- ar á erlendan markað, fjölgun frystitogara og samdráttur í þorsk- veiðum hafa aukið á þennan vanda. Samtök fiskvinnslustöðva hafa hvatt félagsmenn til að íhuga í ríkari mæli_ samvinnu og samruna fyrirtækja. í nokkrum tilvikum hafa fyrirtæki sameinast að undanförnu, en hlutirnir ganga hægt af ýmsum ástæðum. Viðbúið er að þróúnin í fiskvinnslu á næstu árum verði annars vegar í smærri fyrirtæki með fáa starfsmenn og hins vegar í stærri fyrirtæki í útgerð og fisk- vinnslu en nú þekkjast. Á árinu 1990 er útlit fyrir að um 250 fisk- vinnslufyrirta;ki kaupj yfir 100 tonn af hráefni upp úr sjó til botnfísk- vinnslu. Sambærilegar tölur 1989 voru 258, 1988 voru þau 279 og árið 1987 voru fyrirtækin 275. En málið snýst ekki eingöngu um fjölda fiskverkenda. Það snýst um byggðastefnu, sameiningu sveitarfélaga og stækkun atvinnu- svæða. Engu að síður verður ekki hjá því komist að taka á þessu máli fyrr en síðar, enda eiga mörg fiskvinnslufyrirtæki ekki möguleika á því að ganga í gegnum enn eina skuldbreytingu vegna mikilla skulda sem á þeim hvfla. Harðnandi samkeppni og útlitið framundan Við sjáum fram á harðnandi sam- keppni um takmarkað hráefni. Toll- ar Evrópubandalagsins á unnum fiskafurðum vega sífellt þyngra og skapa óþolandi mismunun fyrir fiskvinnsluna hér á landi gagnvart fiskvinnslu í EB-ríkjunum. Við ótt- umst styrkjakerfi EB og þá gríðar- legu fjármuni úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins er veija á til uppbyggingar fiskvinnslu hjá bandalagsþjóðunum á árunum 1991-1993. Við höfum margt með okkur í þeirri hörðu samkeppni sem framundan er, svo sem gott hrá- efni, afburða verkkunáttu og mikla reynslu og þekkingu í markaðsmál- um sjávarafurða. Harðnandi sam- keppni í framtíðinni gerir enn meiri kröfur til stjórnenda íslenskra fisk- vinnslufyrirtækja. Hvernig okkur reiðir af í samkeppni við evrópska fiskvinnslu fer mikið eftir niður- stöðum samninga við EB, vegna tolla á íslenskar fiskafurðir, og sam- keppnisaðstöðu okkar vegna þróun- ar styrkjakerfis EB í framtíðinni. Framtíðarmöguleikar íslenskrar fiskvinnslu felast ekki síst í því efnahagsumhverfi sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins ráða mestu um. Þjóðarsáttin sem fólst í kjarasamningunum fyrr á þessu ári, með mikilli lækkun verðbólgu og fjármagnskostnaðar í kjölfarið ásamt háu verði á flestum sjávaraf- urðum, fær okkur til að líta örlítið bjartari augum fram á veginn. Að endingu sendi ég öllum þeim sem starfa við sjávarútveg og lands- mönnum öllum bestu nýársóskir með ósk um að árið 1991 megi verða landsmönnum til hagsældar. Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri: Árið 1990 var íslensku þjóðinni gjöfult Á því ári sem nú er að kveðja var sjávarútvegurinn þjóðinni gjöf- ull og áhrifamikill. Það ber að þakka miklum og verðmætum botn- fiskafla. Árið 1990 var sjöunda árið í röð sem sjávarafli íslendinga verður meiri en 1,5 milljón lestir. Ársaflinn verður nánast sá sami og 1989. Samkvæmt áætlun er verðmæti aflans upp úr sjó um 45,2 milljarð- ar króna, en var 1989 37,3 milljarð- ar og hefur þá aukist um rúmlega 21% milli ára. Þá er áætlað að andvirði útflutn- ings verði ujp 71,5 milljarðar króna á móti 58,3 miiljörðum 1989. Þorskaflinn verður um 322 þús- und lestir, sem er um 9% minna en 1989, en þá var hann 354 þúsund lestir. Samdráttur í þorskafla hefur afgerandi áhrif, því oft hefur hann gefið 40-45% af heildarútflutnings- verðmætunum. Ýsuaflinn eykst um 4,8% frá fyrra ári, eða úr 62 þúsund lestum í 65 þúsund lestir. Þá eykst ufsaaflinn um 20%. Hann var 80 þúsund lestir árið 1989, en verður nú um 96 þúsund lestir og er þetta mesti ufsaafli sem fengist hefur á einu ári. Karfaaflinn verður um 97 þúsund lestir á móti 92 þúsund lestum og kemur þessi aukning aðallega frá úthafsveiðum á karfa. Grálúðua.flinn hrynur úr 58 þús- uns lestum 1989 niður í 36 þúsund lestir. Mun láta nærri að þessi sam- dráttur vegi um 1,6 milljarða króna í aflaverðmæti. Rækjuaflinn eykst um 2 þúsund lestir og verður nú 29 þúsund lestir. Loðnuaflinn brást á haustvertíð eins og í fyrra og verður nú ársafl- inn um 28 þúsund lestum meiri, eða 695 þúsund lestir. Vegna sölutregðu á síld til mann- eldis hefur síldarkvótinn ekki verið veiddur ennþá, eða aðeins 88 þús- und lestir á móti 97 þúsundum lesta í fyrra. Til fróðleiks fylgir hér yfirlit afla og verðmætis sl. átta ár. Endanlegar tölur 1982-1989 Við þessi áramót taka gildi ný lög um stjórn fiskveiða. Frá því að núgildandi kvótakerfi var tekið upp í ársbyijun 1984 eru liðin sjö ár. Á þessu tímabili hafa ný lög verið sett og gerðar allviðamiklar breyt- ingar með tilliti til reynslu þátttak- enda. Góður tími var tekinn til und- irbúnings seinustu lagasmíðar. Þeg- ar helstu samtök sjávarútvegsins héldu ársþing og aðalfundi á haust- mánuðum í fyrra náðist góð sam- staða og sátt um tillögugerð í sam- bandi við fyrirliggjandi frumvarps- drög. Því miður tókst ekki jafn vel til við afgreiðslu Alþingis. Þar sem kraumaði undir ólga þegar lögin urðu til. Ekki er hægt að ætlast til að allir séu á eitt sáttir þegar um fjöregg þjóðarinnar er fjallað og skipta þarf of litlu til of margra. Til mikilla bóta er að nýju lögin eru með óbundinn gildistíma og að loksins hefur verið stagað í það gat í gömlu lögunum sem hleypti allt of mörgum smábátum í þann hóp. Hins vegar var skaði að heimila framsal milli skipategunda og ekki er séð fyrir til hvers hið endanlega framsal veiðiheimilda getur leitt. Eitt er þó víst, það er kominn tími fyrir jafnt lærða sem leika, að hætta deilum og leggja niður allt hjal um óframkvæmanlegar aðferð- ir í sambandi við fiskveiðistjórn svo menn geti í friði einbeitt sér að því sem máli skiptir. Fagna ber þeim mikla árangri sem náðist með þjóðarsátt og mark- vissum aðgerðum stjórnvalda gegn mesta óvini íslensku þjóðarinnar, verðbólgunni. En gleymum ekki að aðal hjálpin kom vegna þess mikla verðmætis sem helstu botnfisktegundir gáfu af sér, svo menn neyddust ekki til að búa til fleiri krónur fyrir afurð- irnar með gengisfeliingum. Þótt flestar grejnat' vejða og vinnslu hafi gengið vel verður ekki það sama sagt um veiðar og vinnslu loðnunnar en afurðir hennar hafa oft vegið frá 10-17% af útflutnings- verðmætum sjávarafurða. ....... Verulegur samdráttur veiða sein- ustu tveggja ára ásamt mjög lágu verð á mjöli og lýsi hefur leitt það af sér að útgerð og sérstaklega vinnslustöðvar eiga nú í miklum erfíðleikum og verði veiðibrestur á komandi vertíð er bráðra aðgerða þörf eins og við sömu aðstæður í ársbyijun 1982. Sé horft á niðurstöður Hafrann- sóknastofnunar eru horfur ekki bjartar næstu árin. Sérstaklega á þetta við um þorskstofninn. •En verum þess minnug að útlitið var ekki bjartara á haustmánuðum 1983 og var það aðalástæðan fyrir setningu kvótalaganna fyrir sjö árum, sem hvert hefur skilað okkur í afla yfir 1,5 milljónum lesta. Það ber að þakka. Lögsaga okkar spannar stórt hafsvæði og þýðing- armiklir fiskistofnar okkar tengjast öðrum hafsvæðum. Viðkomu- og vaxtarskilyrði eru sífellt að breytast og það óvænta að gerast því ennþá gengur þorskurinn þegjandi í ála. Ef við gætum fyllstu varkárni í umgengni og sókn á fiskimiðunum getum við leyft okkur að bera fram þá frómu áramótaósk að sú auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinn: ar, fiskistofnarnir, fái ekki þá með- ferð að af hljótist sömu afleiðingar og hjá nágrannaþjóðum okkar. Áætlun-1990 x (þús. lestir) Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: Ar uppgjörs og endur- mats Rás atburða á alþjóðavettvangi á árinu 1990 hefur verið hröð engu síður en árið á undan og þarf eng- um að blandast hugur um, að við höfum lifað sögulega tíma. Sú heimsmynd, sem flestir núlifandi menn í okkar hluta veraldar hafa þúlð via álla áfna tíð og hefur mót- að viðhorf maniia og pólitfskt mynstur, sennilega í ríkari mæli en við höfum gert okkur grein fyrir, er að hrynja. SJÁ NÆSTU SÍÐU Áætl. 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Þorskur 294,0 281,0 323,0 366,0 390,0 376,0 354,0 322,0 Ýsa 64,0 47,0 50,0 47,0 39,0 53,0 62,0 65,0 Ufsi 56,0 60,0 55,0' 64,0 78,0 74,0 80,0 96,0 Karfi 123,0 108,0 91,0 86,0 88,0 94,0 92,0 97,0 Steinbítur 12,0 10,0 10,0 12,0 13,0 15,0 14,0 15,0 Grálúða 28,0 30,0 29,0 31,0 45,0 49,0 58,0 36,0 Skarkoli 9,0 11,0 14,0 13,0 11,0 14,0 11,0 12,0 Annar botnf. 17,0 18,0 9,0 13,0 20,0 23,0 20,0 23,0 Botnf. alls 603,0 565,0 581,0 632,0 684,0 698,0 691,0 666,0 Humar 2,7 2,4 2,4 ' 2,6 2,7 2,3 1,9 1,7 Rækja 13,1 24,4 24,9 35,8 38,7 29,7 27,0 29,3 Hörpudiskur 15,2 15,6 17,0 16,4 13,3 10,0 11,0 12,0 Síld 59,0 50,0 49,0 66,0 75,0 93,0 97,0 88,0 Loðna 133,0 865,0 993,0 895,0 803,0 909,0 667,0 695,0 Annað 9,0 5,0 6,0 3,0 8,0 10,0 11,0 12,0 Heildarafli 835,0 1.527,4 1.673,3 1.650,8 1.624,7 1.752,0 1.505,9 1.504,0 Hráefnis- verðm. millj. kr. 6,2 8,8 12,9 18,8 25,0 30,7 37,3 45,2 Útflverðm. miiy. kr. 13,1 16,3 25,9 35,5 41,4 45,2 58,3 71,5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.