Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 42
■>
PK
42
morgunbláðíð
—/,- -r g _ .ÍWIgT"31*” 1 M 103 ,cir„a,u.
FOLK I FRETTUm súnnudagur 30. desember 1990
H
SYNING
Koparbrúsar, kafarabúningar
og gamlar auglýsingamyndir
All athyglisverð sýning er nú í
gangi á annarri hæð verslun
arinnar Geysis á horni Aðalstrætis
og Vesturgötu þessa dagana. Hún
var opnuð fyrir jól, en að sögn
umsjónarmanns hennar, Einars
Egilssonar, var lítið hægt að sinna
henni í jólaösinni, en nú hefði
hægst um og allt kapp yrði lagt
á að gera veg hennar sem mest-
an. Hér er verið að sýna gamla
muni frá stofnunum og fyrirtækj-
um í miðbænum. Þegar talað er
um „gamla“ muni er átt við hluti
sem eiga uppruna allt aftur til
aldamóta og svo alveg fram undir
1950 eða svo. Einar Egilsson er
framkvæmdastjóri „Félagsins í
Miðbænum" sem stendur að sýn-
ingunni og Morgunblaðið bað hann
að lýsa uppákomunni nánar.
„Það má segja að þetta sé nokk-
urs konar „opin sýning“ að því
leyti að fyrirtæki og stofnanir lána
okkur gamla muni og æ fleiri
bætast í hópinn. Þessu hefur sem
sagt verið vel tekið. Meðal þess
sem þarna má sjá má nefna gaml-
ar auglýsingamyndir úr „raf-
skinnu“, gamlir búðarkassar og
reiknivélar, gamlir mjólkurbrúsar,
símar, símaskrár og pósttöskur.
Fleira mætti nefna, hér er til dæm-
is heljar mikill koparsleginn brúsi
upprunalega ættaður frá barónin-
um á Hvítárvöllum. Þá má geta
þess að ýmislegt er að koma inn.
Ég á til dæmis von á því að fá á
Sýningarmunir...
næstu dögum einn elsta kafara-
búning landsins, mikið ferlíki með
tilheyrandi hjálmi og blýskóm.
Ætli þetta séu ekki svona milli
20 og 30 munir sem komnir eru
á sýninguna og þeim fjölgar stöð-
ugt,“ sagði Einar Egilsson.
Einar sagði að auk þess sem
hann hefði nefnt væri mjög for-
vitnilegt fyrir sýningargesti að
skoða líkan sem Borgarskipulag
hefði nýlega sent frá sér og sýndi
hugmyndir um ýfirbyggt Austur-
stræti. „Það er gaman að skoða
það og velta möguleikunum fyrir
sér,“ sagði Einar.
Félagið í Miðbænum hefur
gengist fyrir ýmsum uppákomum
að undanförnu í því skyni að gæða
umræddan bæjarhluta auknu lífi
á nýjan leik, en verslun í miðbæn-
um fékk heldur slæma útreið er
Kringlan opnaði á sínum tíma.
Miðbærinn hefur þó hægt og
bítandi rétt úr kútnum á nýjan
leik og jafnvægi verið að komast
á að nýju eftir erfiðan tíma þar
sem sumir verslunarmenn urðu
undir. Einar sagði að margt væri
á döfinni, þetta væri bara rétt að
byija og hann vonaði að vegur
„opnu“ sýningarinnar yrði sem
mestur.
Barry Manilow ásamt einkajólasveini sínum.
Manilow fyrirmynd
Dylans?
að eru ekki einungis íslenskir
rithöfundar, kaupmenn og
tónlistarmenn, sem raka saman fé
í tilefni jóla, erlendis tíðkast einnig
alls konar útgáfa í tilefni hátíðar
ljóssins. Einn þeirra sem steypti sér
í jólaflóðið í fyrsta sinn var söngvar-
inn dúnmjúki, Barry Manilow, sem
hljóðritaði jólalög og gerði strand-
högg í Los Angeles í tilefni plötunn-
ar og hafði með sér sinn eigin per-
sónulega jólasvein sem sá um að
skipuleggja útgáfuveislu af stærstu
gerð og leysa alla gesti út með gjöf-
um.
Eins og allar plötu Bárðar til
þessa var jólaplatan rifin út og lof-
uð í hástert. Annars var Manilow
eigi alls fyrir löngu í gríðarmikilli
veislu fyrir vestan þar sem margt
hljómlistarmanna var samankomið.
Einn í hópnum var Bob Dylan og
einhveiju sinni mættust þeir í einum
ganginum. Dylan horfði fast í augu
Manilows og sagði án þess að blikna
að Manilow heillaði sig ög fyllti sig
andagift! Þar sem ætla hefði mátt
hið gagnstæða varð Manilow heldur
klumsa og segir hann að fyrstu við-
brögð sín hafi verið þau að hér
hafi verið um skefjalaust háð og
spott að ræða af hálfu Dylans. „Ég
ætlaði eiginlega að rjúka burt í
fússi, en hugsaði málið þó ögn leng-
ur. Ef til vill var eitthvað til í þéssu.
Kannski meinti hann þetta! Allt um
það hef ég um fátt annað hugsað
meira allar götur síðan,“ segir
Barry Manilow.
LAXVEIÐI
2.000 manns rýna nú
í lítinn gulan bækling
Rúmlega 2.000
Reykvíkingar og
nærsveitamenn eru fé-
lagar í Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur. Ein
af stóru stundunum hjá
þessum veiðidellumönn-
um er þegar þeim berst
verðskráin fyrir kom-
andi vertíð. Þá sjá þeir
hvað pyngjan muni létt-
ast mikið fyrir komandi
vertíð. Þeir bera saman
verðið frá síðastliðnu
ári og velta fyrir sér
nýjum veiðisvæðum
sem kunna að vera í
boði. Verðskrá þessi er
annars býsna merkileg-
ur bæklingur, því þar
má sjá þverskurð af
hinu margumtalaða
verðlagi laxveiðinnar á
íslandi. Oft er um það
talað að verð laxveiði-
leyfa sé hátt og ekki á
færi nema auðmanna
að stunda íþróttina. Að
þessu sinni bregður svo
Friðrik með tvo stórlaxa úr Norðurá.
við að flestar árnar standa í stað
hvað verðlag snertir og aðrar jafn
vel lækka. Eina áin sem hækkar
er Norðurá í Borgarfirði en þó ekki
meira en sem nemur vísitölu sem
var gefin eftir í leigu á liðnu sumri
og þeirrar útgjaldaaukningar sem
nemur uppkaupum neta úr Hvítá,
atburður sem talið er að muni stór-
auka veiðina í Borgarfjarðaránum.
Morgunblaðið ræddi-við Friðrik Þ.
Stefánsson varaformann Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur og 'innti
hann eftir þessari nýju þróun.
„Við höfum verið að vinna að
þessu jafnt og þétt og erum nokkuð
ánægðir með árangurinn. Flestar
árnar hækka ekki og sumar lækka
jafn vel, eins og til dæmis Flekku-
dalsáin. Þá gengum við nú nýlega
frá samningum um Svartá í Húna-
vatnssýslu og þar náum við einnig
verulegri lækkun. Svartáin hefur
ekki verið gjöful tvö síðustu sumrin
og við ákváðum að bjóða lægri leigu
í hana og láta slag standa. Auk
okkar tilboðs komu fleiri boð, en
þeim var hafnað og samið var við
okkur. Þetta var góður samningur,
við bjóðum verulega verðlækkun,
förum til dæmis með dýrasta
tímann úr 23.500 krónur á dag í
19.800 krónur. Þetta er
svona að meðaltali 20
prósent verðlækkun."
En Norðurá hækkar?
„Já, við neyddumst til
að teygja okkur til að
halda ánni. En við
dekkum það með því að
selja mánuð á erlendan
markað og hækkum
verðið verulega á þeim
tíma. Sá tími er einnig
falur fyrir íslendinga
og ég veit til þess að
ýmsir munu nýta það.
Þá er góð hreyfing á
erlenda markaðnum.
Það spyrst að netin hafi
verið keypt upp og boð-
ið verður upp á ger-
breytta og betri vöru
fyrir vikið. Sá tími sem
við getum kallað íslend-
ingatímann verður að-
eins um 20 prósentum
dýrari en í fyrra, en
stór hluti þeirrar hækk-
unar stafar af auknum
útgjöldum vegna neta-
upptökunnar." Af framanskráðu
má sjá að engu er líkara en að þró-
unin í verðlagningu laxveiða sé að
snúast við og auk þess verðs sem
gefið er upp má sjá ýmsar nýjung-
ar. Eins og til dæmis möguleikann
á því að leigja veiðihús austur við
Tungufljót utan hins besta veið-
itíma, fyrir lágt gjald og fylgja þó
allar dagsstangirnar í pakkanum.
Friðrik segir að sams konar tilboð
séu einnig í undirbúingi fyrir „Fjal-
lið“ í Langá. Veiðimenn munu liggja
yfir verðskránni yfir áramótin og
velta fyrir sér hvað næsta sumar
ber í skauti sér.