Morgunblaðið - 01.02.1991, Page 4

Morgunblaðið - 01.02.1991, Page 4
t. MÖKGteíBÍÁéiÐ FöBrCiÍAGrrít Birgir ísleifur í gær ásamt samstúdentum sínum frá MR 1955, talið frá vinstri: Birgir, Guðrún Helgadóttir forseti Sameinaðs Alþingis, Guðrún Halldórsdóttir alþingismaður, Asdís Kristjánsdótt- ir ritstjórnarfulltrúi útgáfudeildar Alþingis og Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis. Síðasti dagur Birgis á þingi Birgir ísleifur Gunnarsson sat þingfund á Alþingi síðan í desember 1979. Hann gegndi starfí borgar- í gær í síðasta sinn, en hann tekur í dag við emb- stjóra í Reykjavík 1972-’78. Sólveig Pétursdóttir ætti Seðlabankastjóra. Birgir hefur setið á Alþingi tekur sæti Birgis á Alþingi frá og með deginum í dag. VEÐUR Frestun álvers skap- ar svigrúm fyrir aðrar framkvæmdir -segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að í ljósi þess hvernig horfi í atvinnumáium á árinu sé nauðsynlegt að ýta undir atvinnuuppbyggingu og að fyrirtækin verði að nýta þann stöð- ugieika sem skapast hafi til að bæta rekstrarhætti og efla starfsemi sína. Hann segir að verði framkvæmdum vegna stóriðju frestað megi auka aðrar framkvæmdir, m.a. í vegagerð. Asmundur sagði að ummæli Ein- ars Odds Kristjánssonar, formanns Vinnuveitendasambandsins, um að kjör landsmanna mun ekki batna á árinu, sem birt voru í Morgunblað- inu s.l. þriðjudag, séu ekki tíma- bær. „Það er of snemmt að segja mikið um þróun mála á árinu, það er nýbyrjað og enn er til dæmis ekki fullljóst hvað verður úr loðnu- veiðum," sagði hann. „Það má minna á að margt bend- ir til þess að ekki verði um sömu framkvæmdir í orkumálum að ræða og til hefur staðið. Af þeim sökum getur skapast svigrúm til að auka aðrar framkvæmdir í staðinn," sagði hann. Ásmundur minnti á að þegar ákveðið var að heíja miklar fram- kvæmdir í orkumálum vegna ál- versins hafi jafnframt verið rætt um að fresta öðrum framkvæmd- um. „Ef orku- og álversfram- kvæmdir dragast, má spyija hvort ekki sé tilefni til að flýta til dæmis framkyæmdum í vegamálum," sagði ÁsmundUr. Innan Alþýðusambandsins er í gangi vinna við undirbúning kjara- samninganna í haust, þar sem höf- uðáersla er lögð á að fínna leiðir til að hækka lægstu launin. „Um þriðjungur landverkafólks innan Alþýðusambandsins er undir 70 þúsund krónum á mánuði. Það þarf ekki leiri rök fyrir því að þar þarf eitthvað að gerast," sagði hann. I/EÐURHORFUR f DAG, 1. FEBRÚAR YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandi er 970 mb lægð sem fer noröur en yfir Skandinavíu og Norðursjó er háþrýstisvæði. Á suövestanverðú Grænlandshafi er hægfara 985 mb lægð. Yfir Nýfundnalandi er vaxandi 985 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: Fremur hæg suðvestanátt víðast sunnan- og vestanlands, en úrkomulaust annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG : Allhvöss eða hvöss suðvestanátt með skúrum sunnan- og vestanlands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti 4-5 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestanátt, sums staðar allhvöss vest- antil á landinu en mun hægari austanlands. Él á Suðvestur- og Vesturlandi en bjart veöur annars staðar. Frost 2-4 stig. TÁKN: Heiðskírt Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 víndstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \7 Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍBA UM HEIM k112:00 i gær aö ísl. tíma híti veður Akureyri 8 rigning Reykjavik S skýjaö Bergen 1 snjókoma Helsinki t1 snjókoma Kaupmannahöfn 0 iéttskýjað Narssarssuaq t23 léttskýjað Nuuk +20 skýjað Osló 0 léttskýjað Stokkhólrnur +3 léttskýjað Þórshöfn 8 skúrásíð. klst. Algarve 14 skýjað Amsterdam 0 mistur Barcelona 6 suld Berlin +4 heiðskfrt Chicago +11 heiðskírt Feneyjar 4 heiðskírt Frankfurt 0 heiðskirt Glasgow +1 þoka á sfð. klst. Hamborg +3 heiðskírt Las Palmas vantar London 3 snjók. á síð. klst. LoaAngeles vantar Lúxemborg vantar Madrfd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Montreal vantar NewYork 2 skýjað Orlando 18 léttskýjað Par/s 2 þoka Róm 10 þokumóða Vín +5 heiðskírt Washington 6 alskýjað Winnipeg +22 snjókoma Morgunblaðið KGA Prófessor Sigfús Þór Elíasson og Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- ráðherra á blaðamannafundi þar sem Tannverndardagurinn og nið- urstöður rannsóknar á ástandi tanna íslendinga voru kynntar. Tannverndardagurinn er í dag: Tíðni tannátu hefur lækkað verulega á undanförnum árum TIÐNI tannátu hjá íslenskum börnum og unglingum hefur lækkað verulega á undanförnum árum, en árið 1986 var hún með því hæsta sem gerðist í heiminum. Lækkun hefur orðið hjá öllum aldurshóp- um, þótt tannskemmdir séu enn mun algengari hér á landi en í nágrannalöndunum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem prófess- or Sigfús Þór Elíasson gerði á tannheilsu Islendinga árin 1986 og 1990, og kynntar hafa verið í tilefni af tannverndardeginum sem er í dag. Yfirskrift hans er „Tennur barna — okkar ábyrgð“, en að þessu sinni leggur Tannverndarráð aðaláhersluna á ábyrgð foreldra og uppalenda. Samanburður á niðurstöðum rannsókna Sigfúsar og rannsókna, sem Pálmi Möller, prófessor, gerði árin 1974 og 1982, leiðir í ljós að tannheilsa íslendinga hefur batnað undanfarin ár. Að meðaltali höfðu 8 tennur skemmst hjá 12 ára börn- um árið 1974, og hélst það óbreytt til ársins 1982. Þá virðist ástandið hafa byijað að batna, því sambæri- leg tala fyrir árið 1986 var 6,6 og fyrir árið 1990 yar hún 3,4. Til samanburðar má geta þess að hjá Norðmönnum er sambærileg tala 2,7 og hjá Bandaríkjamönnum inn- an við 2. Þátttakendur í rannsókn Sigfús- ar á síðasta ári voru 2.898 talsins á aldrinum 6, 12 og 15 ára, og samkvæmt niðurstöðum hefur orðið lækkun á tannátutíðni á öllum skoð- unarsvæðum um land allt. Hún er þó mismikil, en hlutfallslega mest þar sem tannátutíðni var hæst' árið 1986, og til dæmis lækkaði meðal- fjöldi skemmdra, tapaðra og við- gerðra fullorðinstanna 12 ára bama á Akranesi úr 9,0 í 3,8, éða um 58%. Tannáta reyndist vera mest í sjávarplássum bæði 1986 og 1990, en minnst til sveita og í sveitakaup- túnum, og kom þessi munur gleggst í ljós hjá 15 ára unglingum. Sigfús telur að auk annars forvarnar- starfs, sem framkvæmt er á tann- læknastofum og á vegum hins opin- bera, sé einn aðalþátturinn í minni tannskemmdum nú margföldun á notkun skorufylla, en það er plast- efni sem málað er ofan í skorur á tyggingafleti jaxla og hindrar tann- skemmdir. Tannvemdarráð, sem starfar á vegum heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins, hefur sent fræðsluefni til skóla landsins og beint þeim tilmælum til skólastjóra, kennara og heilsugæslufóiks að á tannverndardaginn, eða einhvern annan dag sem betur hentar, verði fjallað um tannvernd í skólum. Þá mun aðstoðarfólk tannlækna og tannlæknanemar veita upplýsingar og leiðbeina fólki um tannvernd, meðal annars í stórmörkuðum í Reykjavík í dag og á morgun. Einn- ig hafa tannlæknar og tannfræð- ingar skipulagt fræðslu á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.