Morgunblaðið - 01.02.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 01.02.1991, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1991 Fasteignaskatt- ur og efri árin eftir Kristínu A. Ólafsdóttur Nýr vettvangur vill að Reykjavíkurborg lækki fasteigna- skatta ellilífeyrisþega. Þessu lýst- um við, fulltrúar vettvangsins, yfir í kosningabaráttunni sl. vor og í desember lögðum við fram tillögu þessa efnis í borgarstjóm. Tillög- unni var vísað til umfjöllunar borg- arráðs sem nú hefur hafnað henni. Hvorki fulltrúar Sjálfstæðisflokks né fulltrúi Alþýðubandalagsfélags- ins í Reykjavík greiddu henni at- kvæði, en þeir einir hafa atkvæðis- rétt í borgarráði. Tillagan er liður í þeirri viðleitni að auðvelda elstu Reykvíkingunum að búa sem lengst í eigin hús- næði, en það er yfirlýst stefna allra pólitísku aflanna í borgarstjóm. Tillagan kveður á um að tekjumörk til þess að fá fasteignaskatt niður- felldan eða lækkaðan verði hækk- uð verulega frá því sem nú gildir. Einungis tryggingabætur Núverandi reglur leyfa niðurfell- ingu hjá þeim ellilífeyrisþegum sem einungis hafa tryggingabætur sem tekjur. Það þýðir að í ár fá þeir einir niðurfellingu sem höfðu 39.700 kr. á mánuði að jafnaði á síðasta ári. Hjón máttu hafa tæp- lega 62.700 kr. mánaðartekjur. Þetta eru óeðlilega lág tekjumörk, m.a. í ljósi þess að skattleysismörk gagnvart staðgreiðslusköttum, TILBOÐ A FJÖLSK YLDU POKKUM 20% AFSLÁTTUR Fjölskyldupakki fyrir 5. 10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð áður 2520 kr. Verð nú 2000 kr. Fjölskyidupakki fyrir 3. Verð áður 1640 kr. Verð nú 1300 kr. Pakld fyrir 1. Verð áður 610 kr. Verð nú 490 kr. Hraðrettavotingastaöur ' hjarta botgarinnar o Þú getur bæði tekið matinn með þér heim eða borðað hann á staðnum. tekjuskatti og útsvari, eru nú tæp- ar 57.400 krónur á mánuði fyrir einstakling. Núgildandi reglur veita 80% eða 50% afslátt af fasteignaskatti ell- ilífeyrisþega sem höfðu í fyrra meðalmánaðartekjur á bilinu tæp- ar 40.000 — tæplega 51.000 krón- ur. Fyrir hjón em þessar upphæðir um 63.000-75.000 krónur. Reykjavíkurborg sem og önnur sveitarfélög hefur um langt árabil ívilnað ellilífeyrisþegum og öryrkj- um í greiðslu fasteignaskatts, enda er um það heimildarákvæði í lög- um. Hugsunin þama á bak við er auðvitað sú, að tekjumöguleikar fólks minnka við elli eða örorku. Fólk sem í krafti sæmilegra tekna hefur eignast íbúð getur átt erfitt með að greiða af húsnæðinu gjöld og rekstrarkostnað þegar atvinnu- tekjur eru ekki lengur fyrir hendi eða hafa stórlega skerst. Þótt Reykjavíkurborg fallist á þetta sjónarmið með ívilnandi reglum sínum eru tekjumörkin svo lág að þær koma allt of fáum til góða. Ekki svo einfalt að flytja Einstaklingur sem hafði 51.000 króna mánaðartekjur í fyrra fær ekki krónu í afslátt. Búi hann í íbúð sem metin er á 4 milljónir króna ber honum að greiða hátt í 30.000 króna fasteignagjöld, þár af nemur fasteignaskatturinn tæp- lega 20.000 krónum. Þetta þykja e.t.v. ekki háar upphæðir, en við bætast önnur gjöld af húsnæðinu, svo sem eignaskattur, viðhalds- og orkukostnaður. Og margt eldra fólk býr í stærri og þar með kostn- aðarsamari íbúðum en hér er tekið dæmi um en hefur ekki endilega miklu hærri tekjur. Sumir myndu segja því að flytja bara í minna og ódýrara húsnæði. En málið er ekki svo einfalt. Kjarkurinn til Kristín Á. Ólafsdóttir „Hafnfirskir ellilífeyr- isþegar og öryrkjar fá gjöldin niðurfelld við tæplega 57.000 króna tekjumark á meðan ríkasta sveitarfélagið setur markið við tæpar 40.000 krónur.“ þess að flytjast búferlum minnkar með árunum auk þess sem tilfinn- ingar og öryggi tengjast því um- hverfí sem maður hefur búið í um langan aldur. Hærra tekjumark Ýmsir eru þeirrar skoðunar að fella ætti alveg niður fasteigna- gjöld af því húsnæði sem 67 ára og eldri eiga og búa sjálfir í. Þann- ig ályktaði t.d. aðalfundur Félags eldri borgara á síðasta ári og beindi þeim tilmælum til Reykjavíkur- borgar að fella niður þessi gjöld af ellilífeyrisþegum. Niðurstaða okkar á Nýjum vettvangi var sú að rétt væri að halda sig við tekju- tengingu, þar sem kjör ellilífeyris- þega eru æði misjöfn og skipta þar mestu máli misháar greiðslur úr lífeyrissjóðum auk þess sem sumir njóta afraksturs af verulegum eignum. En okkur þykir sjálfsagt að hækka tekjumörkin verulega og leggjum því til að fasteigna- skattur falli niður hjá þeim ein- Laun = heildarlaun 1990 Miðað við tillögu framtalsnefndar Miðað við tillögu NV Laun pr/mán. Laun pr/mán. Fellt Einstakl.: 476.407 39.700 720.000 60.000 niður Hjón: 752.128 62.677 1.080.000 90.000 80% Einstakl.: 510.000 42.500 720.000- 900.000 75.000 lækkun Hjón: 760.000 63.333 1.080.000-1.350.000 112.500 50% Einstakl.: 510.000-610.000 50.833 900.000-1.080.000 90.000 lækkun Hjón: 760.000-900.000 75.000 1.350.000-1.620.000 135.000 30% Einstakl.: 1.080.000-1.320.000 110.000 lækkun Hjón: 1.620.000-1.980.000 165.000 Tillaga framtalsnefndar felur í sér sömu Tillaga Nýs vettvangs hækkar forsendur og áður hafa gilt. tekjumörk veruléga og bætir við einu afsláttarþrepi. staklingum sem höfðu að meðal- tali 60.000 króna mánaðartekjur á síðasta ári og hjá hjónum sem höfðu 90.000 krónur. Við viljum að 80% og 50% afsláttur komi upp að 90.000 króna einstaklingstekj- um og 135.000 króna hjónatekjum og síðan bætist við 30% afsláttar- þrep fyrir einstaklinga með allt að 110.000 króna tekjur og hjón með allt að 165.000 króna meðalmán- aðartekjur á árinu 1990. Að sjálf- sögðu viljum við að sömu reglur gildi fýrir öryrkja eins og verið hefur. Það má auðvitað deila um hvort þetta eru endilega réttu tekju- mörkin. Ýmsum kann að þykja þau of há, og það var sjónarmið fulltrú- anna í borgarráði sem ekki vildu greiða tillögu okkar atkvæði. Mig undrar hins vegar að þeir skuli vera sáttir við núverandi tekju- mörk og að hvorki fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins né fulltrúi Alþýðu- bandalagsfélagsins í Reykjavík lögðu fram breytingartillögu um að hækka tekjumörkin eitthvað minna. Ríkasta sveitarfélagið Tekjur Reykjavíkurborgar leyfa svo sannarlega þessa viðleitni til þess að auðvelda elstu Reykvíking- unum búsetu á eigin heimili. í ár er reiknað með 1.880 milljónum króna af fasteignagjöldum. Að raunvirði eru þetta 62% hærri tekj- ur af fasteignagjöldum en var árið 1980, þótt íbúum hafí aðeins ijölg- að um 17% á sama tímabili. Reykjavík er það sveitarfélag' sem hefur hæstar heildartekjur á íbúa ef frá eru taldir örfáir hrepp- ar með innan við 200 íbúa. Það er því athyglisvert að líta til eins af nágrannasveitarfélögunum, Hafnarfjarðar, þegar ívilnanir í greiðslum fasteignagjalda eru skoðaðar. Hafnfírskir ellilífeyris- þegar og öryrkjar fá gjöldin niður- felld við tæplega 57.000 króna tekjumark á meðan ríkasta sveitar- félagið setur markið við tæpar 40.000 krónur.Og þá er ekki öll sagan sögð, því hér í Reykjavík nær niðurfellingin aðeins til fast- eignaskattsins á meðan Hafnfirð- ingarnir fella niður öll fasteigna- gjöldin, þar á meðal sorpeyðingar- gjald, sem þeir nágrannar okkar tóku upp á þessu ári. Þótt borgarráð hafi hafnað vilja okkar á Nýjum vettvangi í þessu máli munum við láta reyna á af- stöðu borgarstjómar á fundi henn- ar 7. febrúar. Þar sitja 10 borgar- fulltrúar auk þeirra 5 sem þegar hafa sýnt vilja sinn í atkvæða- greiðslu borgarráðs. E.t.v. sýna þeir skilning á því að breyting frá núverandi fyrirkomulagi skiptir máli fyrir fjölmarga Reykvíkinga sem kjósa að búa áfram í eigin húsnæði þrátt fyrir minnkandi tekjumöguleika. Höfundur er borgarfulltrúi Nýs vettvangs. ANTIK BORÐSTOFUSETT (yfir ÍOO ára) er til sölu. Borðið stækkanlegt fyrir 24. Einn stór borðstofuskópur og annar minni, auk anrettuborðs (framreiðsluborð). SKEIFAN, Smiðjuvegi 6 - jarðhæð, sími 44544. Opið laugardag kl. 10-14 og sunnudag kl. 14-17. íkiL iiifc fcl«% ILi * I i! il sí TiXíTÁ F* í i í * I 2 i il KLLiTT. **1 * l * í* i7* * i < ■ ■« T- •- .J S >t i ». «

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.