Morgunblaðið - 01.02.1991, Blaðsíða 15
MOKGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
15
frá að taka nauðsynlega áhættu,
leiðir þá til að nota aftur og aftur
„aðferðir sem hafa virkað svo vel“.
Og það getur einnig hindrað eðli-
lega endumýjun í leikhúsi, því þá
telst það áhætta að leyfa nýju
fólki að spreyta sig.
Sp.: Hvar stendur leikhúsið í
samanburði við aðrar listgreinar?
Hvað um nýsköpun, nýja hugsun
í íslenskri leikritun.
María: Ég kom reyndar inná
þennan punkt áðan. En þar má
kannski bæta því við að við eigum
ótrúlega stóran hóp rithöfunda,
sem skrifa fyrir leikhús og vilja
skrifa fyrir leikhús. Leikhúsið
verður hinsvegar að leggja meiri
rækt við þennan hóp, sækjast eft-
ir verkum þeirra, gefa þeim kost
á að vinna með leikstjórum og
dramatúrgum, um lengri eða
skemmri tíma, án þess að það sé
kvöð að sýna verkin. Því enginn
heyrir betur í leikhúsinu en höf-
undurinn; allar tilraunir leikhúss-
ins, einsog til dæmis á sjöunda
áratugnum til þess að losa sig
undan áhrifavaldi höfundarins,
hafa mistekist, án þess getum við
aldrei tekist á við íslenskan veru-
leika.
Sp.: Hvað segir það um mat á
íslenskum leikritum að við opnun
Borgarleikhúss eru færðar upp
tvær leikgerðir en ekki fmmsamið
leikverk?
María: Ég sé ekkert athugavert
við það. Enda einn af ágætum
leikritahöfundum okkar sem
glímdi við þetta verk. Verst var
að honum heppnaðist ekki þessi
erfiða glíma. Og svo skulum við
ekki gleyma því að sama vetur
voru þrjú ný íslensk verk framsýnd
í Borgarleikhúsinu.
Æðsta valdið
Sp.: Heldur leikhúsið vöku sinni
eða hefur púðrið blotnað?
María: Þessari spumingu er ég
búin að svara.
Sp.: Hver á leikhúsið? Fyrir
hvem er leikhúsið? í hvers þágu
er það?
María: Samkvæmt lögum um
Þjóðleikhús á íslenska þjóðin það.
Og þá er bara spuming hvor þjóð-
in það sé, svo vitnað sé í Jon Bald-
vin. En ef sleppt er öllu gamni.
Þá er list leiksviðsins fremur en
aðrar listir list samfélagsins. Leik-
list þarf því að reka bæði í þágu
listamanna og þágu þeirra áhorf-
enda sem vilja koma í leikhús. Það
þýðir samt ekki að leikhúsið eigi
að þjóna ríkjandi hugmyndum í
samfélaginu.
Sp.: Er listamaðurinn sáð-
maður?
María: Það er kannski af því
að ég er kvenmaður að ég sé ekki
listamanninn fyrir mér sem sáð-
mann. Listamaður í leikhúsi á
fyrst og fremst að skemmta fólki.
Og þá á ég að sjálfsögðu ékki við
afþreyingarofbeldið sem nú veður
yfir hinn vestræna heim. Heldur
þá skemmtun sem felst því að
hugsa nýja hugsun, fræðast.
Gleðja augu og eyru við það sem
er fagmannlega og frumlega unn-
ið, eitthvað sem víkkar sjóndeild-
arhring okkar, gerir okkur hæfari
til að takast á við veraleikann,
vera menn með öðram mönnum.
Sp.: Hvað er æðsta valdið í leik-
húsinu?
María: Orðið vald hljómar ónot-
alega í eyram mér um þessar
mundir, sem og oft áður.
Svartolía
hækkar um
6% í dag
VERÐ á svartolíu hækkar í dag
samkvæmt ákvörðun verðlagsráðs
úr 13,200 kr. tonnið í 14,000 kr.,
eða um 6%.
Á fundi verðlagsráðs var ákveðið
að verð á gasolíu yrði óbreytt frá
því sem verið, hefur.
Nordjobb 1991:
Atvinnumiðlun fyrir ungt
fólk á Norðurlöndum
MORDJOBB1991 hefur nútekið
til starfa, en það er miðlun sum-
aratvinnu milli Norðurlanda fyr-
ir fólk á aldrinum 18-26 ára, og
eru störfin í löndunum öllum og
sjálfsstjórnarsvæðum á Norður-
löndum. Störfin sem bjóðast eru
meðal annars á sviði iðnaðar,
þjónustu, landbúnaðar og versl-
unar, og eru bæði miðuð við fag-
lært og ófaglært fólk.
Launakjör eru þau sömu og gold-
in era fyrir viðkomandi störf í því
landi sem starfað er í, og eru skatt-
ar greiddir samkvæmt sérstökum
samningum við skattayfirvöld í
hveiju landi. Starfstíminn getur
verið allt frá 4 vikum upp í 3 mán-
uði á tímabilinu frá 15. maí til 15.
september.
Það eru norrænu félögin á Norð-
urlöndunum, sem sjá um Nordjobb
hvert í sínu landi með styrk frá
Norrænu ráðherranefndinni. Hér á
landi sér Norræna félagið um
nordjobb, en í því felst að félagið
veitir allar upplýsingar, tekur við
umsóknum frá íslenskum umsækj-
endum og kemur þeim áleiðis, og
sér um atvinnumiðlun, útvegun
húsnæðis og tómstundadagskrá
fyrir norræn ungmenni sem koma
til íslands.
------------------
■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ-
LAG Suðvesturlands og Náttúru-
fræðistofa Kópavogs standa fyrir
fjöruferð laugardaginn 2. febrúar.
Farið verður frá Garðakirkju kl.
13.30 í fjöru fyrir neðan Garða.
Fjaran á þessum slóðum er afar
fjölbreytt og lífrík. Fróðir menn um
fjörulíf verða með í för. Til að að-
stoða þá sem fara í fjöraferð á laug-
ardag verður þeim gefinn kostur á
að koma með sýnishorn af lífverum
úr fjörunni og skoða þær í sterkri
yíðsjá og fræðast um þær um leið.
í þessu skyni verður Náttúrufræði-
stofa Kópavogs, Digranesvegi
12, niðri, opin frá kl. 15.00 til
17.00 laugardaginn 2. febrúar.
(Fréttatilkynning)
NY I/ERSLUN
OPNUMI
DAG KL. 12
Br
GA>1LA 6
KRONAN •
BOLHOLTI 6 •
m
-------------r....................-- ------
BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVÍK, SÍMí 679860
MITSUBISHI
P A J E R O
\ _______________ __
FJÖLHÆFUR FERÐABÍLL
STUTTUR/LANGUR - DIESELVÉL / BENSÍNVÉL - SJÁLFSKIPTUR / HANDSKIPTUR
□ 2,51. Dieselvél með forþjöppu og millikæli. - Afköst = 95 hö. (DIN) við 4200 sn/mín.
■ 3,01. V-6 strokka bensínvél með rafstýrðri fjölinnsprautun. - Afköst = I4l hö. (DIN)
við 5000 sn/mín. 9 Gormafjöðrun að aftan með stigverkandi höggdeyfum.
■ Aflstýri ■ Framdrifslokur ■ Samlæsing á hurðum (lengri gerð) ■ Rafdrifnar rúðu-
vindur (lengri gerð) H Tregðulæsing á afturdrifi ■ Rafhituð framsæti ■ Jöfnunarloki á
hemlum afturhjóla H Aukamiðstöð afturí H Hallamælir / Hæðarmælir ■ Rafknúin sól-
lúga og álfelgur (Super Wagon).
Verð frá kr. 1.784.000 (stuttur)
Verð frá kr. 2.189.760 (langur)
MITSUBISHI
MOTORS
ES
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500
hhuHúac • -in -iua/iuvjui
—
PRISMA - 012