Morgunblaðið - 01.02.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1991
17
Stríðsábyrgð íslendinga
eftir Garðar
Sverrisson
Á meðan sprengjum rignir yfir
saklaust fók í Irak er reynt að koma
því inn hjá okkur að fullreynt hafi
verið um allar aðrar leiðir til lausnar
Persaflóadeilunni. Þennan áróður
hefur hæst borið í fréttaskýringum
formanns Sjálfstæðisflokksins þótt
einnig hafi hans gætt í máli nok-
kurra ráðherra.
Þegar viðskiptabannið var sett á
írak mátti öllum ljóst vera að það
færi ekki að bíta fyrren að nokkrum
mánuðum liðnum. Þess vegna vakti
það furðu þegar farið var að gæla
við styijöld strax nokkrum vikum
síðar. Enn meiri furðu vakti það
þegar Bush forseti var látinn einn
um að leita samkomulags við ein-
ræðisherrann í Bagdad. Enginn var
óheppilegri til þess, enda kom strax
á daginn að það eina sem hann hafði
fram að færa voru hótanir og
ögrandi munnsöfnuður. Markmiðið
var ekki að ná sáttum heldur niður-
lægja Saddam Hússein. Þetta kom
enn betur í ljós þegar James Baker
lýsti því ítrekað yfir að hann hefði
ekkert umboð til að miðla málum í
Garðar Sverrisson
„íslensk stjórnvöld hafa
ekkert gert til að halda
aftur af þeim mönnum
sem nú hafa misst
stjórn á sér.“
viðræðunum við fulltrúa íraksstjórn-
ar. Skýrar var ekki hægt að orða
viljann til sátta.
í umræðunum um Persaflóadeil-
una virðist það alveg hafa gleymst
að Hússein býr ekki einn í landi sínu.
Þar búa einnig milljónir manna sem
enga ábyrgð bera á ofbeldi hans.
Það er þetta fólk sem nú er látið
þjást undir einum hryllilegustu loft-
árásum sem sögur fara af. Það blóð-
bað ber vott um veikleika en ekki
styrk „hins siðmenntaða“ heims. Það
ber einungis vott um ábyrgðarleysi
og uppgjöf andspænis erfiðu úr-
lausnarefni.
íslensk stjórnvöld hafa ekkert
gert til að halda aftur af þeim mönn-
um sem nú hafa misst stjóm á sér.
Þvert á móti hafa þau lagt blessun
sína yfír btjálsemina. Þannig berum
við siðferðilega ábyrgð á því hvernig
komið er. Sú ábyrgð verður síst
minni þótt við reynum að telja hvert
öðru trú um að allt hafi verið reynt
til að hlífa því fólki sem nú liggur
ósjálfbjarga undir rústunum fýrir
austan. Við vitum betur. Við vitum
líka að írak var lífsnauðsyn að losna
úr þeirri klemmu sem ríki heims
voru reiðubúin að halda því í. En á
það mátti ekki reyna.
Höfundur er rithöfundur og við
nám í sijómmálafræði.
I
I
IMY VERSLUN
FATNAÐUR OG |
HEIMILISVÖRUR
ALLT NÝJAR VÖRUR I
Á LÆGSTU VERÐUM >
I
BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 679860
MiikiÖ urvcsL
mlKI° soöið hangiKlöt
Lundabaggar . Svíq soðin og hremsu
Hrútspungar wiarineruð síld
Bringur Kryddsíld
MaQáU aahákarl RevMSÍW
Vestfirskur gæða haKan sfWarréWr
Nýtt slátur Harðtiskur í úrvali
Bióðmör Rófustappa
Litrarpyisa Kartöflusalat
Sviðasulta, sur og ny Flatkökur, rúgbrauð
Svínasulta ...
B'ióðum einnig skerpu |0 ,
meðun birgíir endust.
hi-top .
Gæði/ betro verð
mei góðum mn
K
quality -*• ' A
...995,-
Þorrobnkki stor.; ...495.-
Þorrobokki minm. •• • • ••• Blandnður þorromotw í mysu, stór fato aðeins 1.245.-
KAUPSTADUR
í MJÓDD
AIIKLIG4RDUR
——LLLi—
—